Skutull - 13.02.1948, Blaðsíða 7
SKUTULL
7
Bif reiðaeigendur!
Vér höfum ákveðið, að framvegis skuli þeir viðskiptavinir
vorir, sem keypt hafa ábyrgðar- og/eða kaskotryggingu fyrir
bifreiðar sínar hjá oss, og ekki verða fyrir neinu því tjóni, sem
orsakar skaðabótaskyldu félagsins í 2, 3, eða fleiri ár í röð, fá af-
slátt af iðgjöldum frá hinni almennu iðgj aldaskrá, er nemi:
Fyrir 2 ár samfleytt 15%.
Fyrir 3 eða fleiri ár samfleytt 25%.
Afsláttur kemur í fyrsta sinni til frádráttar af endurnýj unar-
iðgjöldum 1. maí 1949, og verður þá miðað við tímabilið frá 1.
janúar 1947 til 31. desember 1948.
Almennar tryggingar h. f.
Umboðið á Isafirði.
Tilkynning.
Verð aðgöngumiða hækkar aftur frá deginum í dag að
telja upp í það verð sem áður var og er sem hér segir:
Pallsæti kr. 3,50
Betri sæti — 3,00
Alm. sæti — 2,50
Barnasæti — 1,00
Verðlækkun sú er gerð var í jan. s. 1. var byggð á mis-
skilningi hjá verðlagseftirlitinu.
Isafirði, 12. febr. 1948.
Bíó Alþýðuhússins.
Auglysing
nr. 2, 1948, frá skömmtunarstjóra.
Viðskiptanefndin hefur samþykkt að heimila skömmtunar-
skrifstofu ríkisins að veita nýja aukaúthlutun á vinnufatnaði
og vinnuskóm.
Bæjarstjórum og oddvitum hafa nú verið sendir sérstakir
skömmtunarseðlar í þessu skyni, og eru þeir auðkenndir sem
vinnufatastofn nr. 2, prentaðir með rauðum lit.
Heimilt er að úthluta þessum njrju vinnufataseðlum til þeirra,
sem skila vinnufatastofni nr. 1, svo og til annarra, er þurfa á
sérstökum vinnufatnaði eða vinnuskóm að halda vegna vinnu
sinnar. Um úthlutanir til þeirra, er ekki hafa í höndum vinnu-
fatastofn nr. 1, skal að öllu leyti farið eftir því, sem fyrir er
lagt í auglýsingu skömmtunarstj óra nr. 21/1947, og gilda að öðru
leyti ákvæði þeirrar auglýsingar, eftir því sem við á.
Heimilt er að úthluta þessum nýju vinnufatnaðarseðlum á
tímabilinu 1. febrúar til 1. júní 1948, og skulu þeir vera lögleg
innkaupaheimild á því tímabili.
Bæjarstjórum og oddvitum skal sérstaklega á það bent að
klippa frá og halda eftir reitum fyrir vinnuskónum, ef þeir telja,
að umsækjandi hafi ekki brýna þörf fyrir nýja vinnuskó á um-
ræddu tímabili.
Reykjavík, 1. febrúar 1948.
Tilkynning
til bifreiðaeigenda.
Eins og vér höfum áður auglýst, þá tókum vér
upp fyrir 1 ári síðan það fyrirkomulag, að lækka
iðgjöldin á bifreiðatryggingum (bæði ábyrgð og
kasko) fyrir þær bifreiðar, sem tryggðar eru hjá
oss og ekki verða fyrir neinu því tjóni, er orsakar
skaðabótaskyldu félagsins í 1 eða fleiri ár í röð.
Vér höfum nú ákveðið, að afslátturinn nemi eft-
irfarandi:
1. Fyrir eitt ár án tjóns 10% af iðgjaldi.
2. Fyrir tvö ár án tjóns 20% af iðgjaldi eða 10%
eftir 1. árið og 10% eftir 2. árið.
3- Fyrir 3 eða fleiri ár samfleytt, 25% af iðgjaldi.
Reykjavík, 29. janúar 1948.
Samvinnutryggingar.
Því fleiri sem vér erum
því meira getum við.
Leggjum öll lið okkar til
starfs samvinnufélaganna
og bætum þannig kjör
almennings í landinu.
Samband isl. samvinnufélaga.
Skömmtunar s tj órinn.