Skutull

Árgangur

Skutull - 13.02.1948, Blaðsíða 2

Skutull - 13.02.1948, Blaðsíða 2
2 SKUTULL i---------------------------- SKUTULL VIKUBLAÐ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði. Ábyrgðarmaður: Helgi Hannesson Urðarveg 6, Isafirði — Sími 216 Afgreiðslumaður: GuSnwndur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Jónas Tómasson Hafnarstræti 2, Isafirði Símar 123 og 205 ----------------------------» Leyniskjal M. Bretar hafa fyrir nokkru komist yfir leyniplagg, er nefnist „leyni- skjal M“. En það fjallar um, hvern- ig kommúnistar ætla sér að skipu- leggja skemmdarverk gegn við- reisn Vestur-Evrópu. Skipulagning- in er í því fólgin að koma að stað verkföllum, draga úr framleiðsl- unni og hindra matvæladreifingu í þeim tilgangi að auka matvæla- skortinn. Má telja þetta nokkurs- konar hernaðaráætlun gegn fram- kvæmd Marshalláætlunarinnar. 1 leyniskjali þessu segir m. a. að að- alatriðið sé „að ringulreið komist á alla framleiðsluna“ og þessvegna þarf „að skipuleggja stórkostleg verkföll í iðnaðinum“ og „eyði- leggja vegi og járnbrautarlínur“. I leyniskjali þessu segir ennfrem- ur: „Það er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir sigri verkalýðsins í þessari sókn, að allir félagar lúti járnaga, og allir starfsmenn færi þær fórn- ir, sem af þeim er krafizt, hversu miskunnarlausar, sem þær eru“. 1 skjali þessu, sem nú er ekki lengur orðið neitt leyniskjal, gefur að líta hernaðaráætlun leiðtoga kommúnista. Að vísu segja komm- únistar, að skjal þetta sé falsað, en það er birt af breska utanríkisráðu- neytinu, • sem ^ð undangenginni rannsókn fullyrðir, að það sé ófals- að. En menn eru því ekkert óvanir, að kommúnistar grípi til þess örþrifaráðs, er kemst upp um siðleysi þeirra, að hrópa stöðugt lygi, lygi- Islendingar hafa heldur ekki far- ið með öllu varliluta af þessum hernaðaráætlunum kommúnista og má í því sambandi minna á, er kommúnistaforustan í Reykjavík skipaði leppum sínum í stjórn Dagsbrúnar fyrir um að torvelda löndun síldveiðiskipanna, til þess að draga með því, eins og unnt væri úr framleiðslu okkar á síldar- afurðum. Sjómenn á síldveiðiflot- anum hrundu þessum skemmdar- áformum kommúnista, svo að stjórri Dagsbrúnar varð að afturkalla næt- urvinnu bannið við síldveiðiskipin. En þó að hér hafi ekki farið eftir, sem kommúnistar ætluðust til, þá er þessi framkoma þeirra talandi vottur þess, að þeir eru fyllilega „á línunni“, en það ætti aftur á móti að vera nægileg aðvörun fyr- ir stéttarsamtökin í landinu um að fela livorki þeim né leppum þeirra forustu mála sinna, heldur vinna ötullega að undirbúningi þess að frelsa heildarsamtök stéttarfélag- anna — Alþýðusamband Islands — úr þeim köldu klóm austræns æðis, er nú lykja um það. Guðmundur G. Kristjánsson Svar við 1 5. tbl. Vesturlands 31. jan. s. 1. er birt, samkvæmt beiðni minni, leiðrétting við grein formanns raf- veitustjórnar í 43. tbl. sama blaðs s. 1. ár. Form. lætur einnig birta „svar“ við leiðréttingu minni í sama blaði. „Svar“ þetta er þannig. að ég verð að taka það liér til nokk- urrar athugunar. Leiðrétting mín var ekki skrifuð til þess að leiðrétta tölur í grein form. Hún var heldur ekki skrifuð til þess að leiðrétta til neinnar hlítar villur eða ranga málsmeð- ferð. Hún var einungis skrifuð til varnar mér sem starfsmanni, fyrir ásökunum um sviksemi og fölsun á bókhaldi, sem ég einn annaðist, og bar einn siðferðislega ábyrgð á. Ég verð að skilja „Svar“ form. svo, að hann viðurkenni leiðrétt- ingu mína rétta, að undanteknu ó- samræmi milli talna, og mun ég drepa á það síðar. Hinsvegar telur form. mig vera heimildarmann sinn fyrir hinum ranga áburði. Form. hyggst sanna að svo sé með því að birta tvö skeyti, annað frá honum til Rafveitunnar, þar sem hann spyrst fyrir um „vaxta- upphæð vegna Knudsen tilfært 1946“ — og hitt frá Rafveitunni til hans, svar, samið af mér: „Vextir greiddir Knudsen 47.808,68 ....'. 1946“. Það þarf sannarlega góðan vilja til þess, að draga þá ályktun af símsvari þessu að vextirnir, sem greiddir voru 1946 hafi fyrst ver- ið tilfærðir þá. Það er alveg hlið- stætt því, ef spurt væri: Fæddist A. 1946, og svarað; A. dó 1946. — „svari“ Samkvæmt röksemdafærslu form. væri það óvéfengjanlegt, að l'yrst A. hafði fæðst 1946 þá væri þar með sannað að A. hefði dáið á því ári. Það er mjög furðulegl að form. skyldi hafa fengið svona flugu í liöfuðið, þar sem lelja má víst, að engum rafveitustjórnarmanni hafi komið jtað til liugar, að vextir al' allstóru láni hafi ekki verið bók- færðir árum saman, enda höfðu reikningar fyrirtækisins verið end- urskoðaðir árlega. Endurskoðunin var líka framkvæmd af mönnum úr báðum aðalstjórnmálaflokkum bæjarins. Ekki getur form. afsakað sig með því, að hann liafi ekkert haft til að styðjast við nema skeytið, sem hann telur að liafi villt svona um fyrir sér, ónei. Frá því reikning- um var lokað 25. marz s. 1. hefir form. haft þá með höndum, þeir fylgdu honurri til Reykjavíkur, þar sem hann reit „fjármálagrein“ sína um miðjan nóv. s. 1., enda ber grein hans þess vott. En það ein- kennilegasta er, að form. hefir ekki tekist að notfæra sér þann fróð- leik, sem þeir höfðu að geyma um tilfærslu vaxtanna. Þó er auðséð, að hann íiefir reynt að rýna í þetta, þar sem hann birtir töíurn- ar undir gjaldlið V. Ógreiddir gjaldfallnir vextir, og tilgreinir sér- staklega, livað vaxtaskuldin hafði lækkað á árinu. Það sem greitt var út úr þessum reikningi á árinu, kr. 47.663,28, að viðbættri jafn liárri upphæð og vaxtaskuldin hafði vaxið það ár formanns rafveitustjórnar 1—-----------—-— ---------------------------- I grein, sem formaður rafveitustjórnar reit í Vesturland 22. nóv. s. 1., bregður hann fyrverandi ráðamönnum Rafveitu fsafjarðar, sem hann er svo lítillátur að kalla VALDHAFA, um sviksemi og fölsun á bókhaldi um mörg ár. Þessum þungu ásök- unum sjálfs formanns rafveitustjórnar, sem lætur svo að hann viti, hvað hann syngur, svarar skrif- stofustjóri Rafveitunnar, Guðmundur G. Kristjáns- son, með leiðréttingu 28. nóv. s. 1., er Vesturland sá sér þann kost vænstan að birta 31. jan. s. 1. Lengur varð ekki á henni setið, en formanni mun ekki hafa veitt af tímanum til andsvara. f leiðréttingu sinni rekur skrifstofustjórinn hin- ar svívirðilegu sakargiftir svo rækilega ofan í for- manninn, að hver sæmilegur maður mundi hafa haft vit á að skammast sín og biðja fyrirgefningar, en rafveitustjórnarformaðurinn er nú ekki alveg á þeim buxunum, heldur bætir hann gráu ofan á svart, og í athugasemd við leiðréttingu skriístofu- stjórans, kveður form. skrifstofustjórann vera heimildarmann sinn, og telur líklegast, að hann hafi blekkt sig, svo hann gæti á eftir náð sér niðri á sér í hefndarskyni. Skrifstofustjórinn svarar þessari einstöku ó- svífni í svargrein þeirri, sem hér birtist, og sýnd var ritstjóra Vesturlands, en það blað hafði ekki rúm fyrir svar þetta. (kr. 1.706,02), gat undir engum kringumstæðum haft nein áhrif á rekstursreikning og þá ekki á tekju- afgang ársins. „Þetta skilur hver maður, sem við bókhald fæst“. Hvernig gat nú form., horfandi á þenna skuldareikning, sjáandi, hvað liann hafði lækkað á árinu, vitandi, að þessi vaxtaskuld hafði myndast vegna Laur. Knudsen og að litlu leyti vegna Stahlunion Ex- port, — hvernig gat hann látið sér detta í hug, að þessir vextir hefðu verið tilfærðir á árinu 1946? Hvernig átti vaxtaskuld að standa í reikninguin 1945, ef hún hefði verið tilfærð 1946? Form. getur með noklcrum rétti haldið því fram, að hann hafi ekki fengið svar við spurningu sinni, hvað tilfært var, en ég gat ekki búist við, að sú væri ætlunin. Daginn áður liafði ég, samkvæmt símtali við rafveitustjóra, sem var ásamt formanni í Reykjavík og í sömu erindum, sent form. svo hljóðandi skeyti: „Engir dráttarvextir vegna Laus. Knudsen 1946 ..Er fyrirspurn- in kom svo daginn eftir, taldi ég, að nú væri átt við vaxtagreiðslur á árinu, sem form. þyrfti að nota til skýringar á' fjárhag fyrirtækis- ins í umræðum við væntanlega lán- veitendur. „Mér varð á að trúa því“, að ekki mundi þvælast fyrir form. að reikna út ársvexti af láni L. K., þar sem skuldarupphæðin stóð í ársreikningunum, og hann vissi vel um vaxtakjörin. Enda sýndist þetta atriði, út al' fyrir sig, næsta þýð- ingarlítið. Þá skal vikið að tölunum, sem formanni virtust ósamræmanlegar. 1 skeytinu tel ég greidda vexti lil L. K. 1946 kr. 47.808,08, en í leiðréttingunni að L. K. hafi verið greidd, 26. jan. Í9rt6, vaxtaskuld kr. 42.072,30. Og form. spyr: „. .. gætir þar ekki líka misskilnings?" En „mér varð á að trúa því“ að dagsetningin gæti þarna verið form. leiðarljós. I fyrsta lagi sýnir hún, að vaxtaskuld þessi ásamt af- borgunum var greidd fyrir kosn- ingar 1946, en ekki, eins og forin. segir í fjármálagrein sinni: „og var ekkert greitt af þessu láiii fyrr en við tókum við 1946“, og síðar: „og urðum við að greiða“. Ónei, það datt víst engum í hug, þegar sú greiðsla fór fram, að Matthías yrði formaður rafveitustjórnar nokkru seinna. 1 öðru lagi sýnir dagsetningin, að vextir fyrir árið 1946 gátu ekki verið taldir í upphæðinni, þar sem vextirnir eru greiddir eftir á, eins og venjulega er gert af skulda- bréfum. Greiddir vextir árið 1946 til L. K. voru því: 1. Vaxta^kuld frá f. árum 42.072,30 2. Vextir fyrir árið 1946 5.736,38 Vextir gr. samt. á árinu 47.808,68 Af þessu getur form. ennfremur séð, að það var ekki lilutverk fyrv. rafveitustjórnar að greiða vextina fyrir 1946, svo ekki gat hún svik- ist um það, eins og formáður stað- hæfir. Formanni finnst, að hefði ég orð- ið var við misskilning við lestur greinar sinnar; þá hefði ég „fyrst og fremst þurft að leiðrétta þá mis- sögn við mig“. nfl. form. Þótt það væri ekki fyrst og fremst mín þörf, þá liefði ég gert það með ánægju, ef mér hefði verið sýnd greinin, áður en hún var birt almenningi. Frainhald á 8. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.