Skutull

Árgangur

Skutull - 28.01.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 28.01.1949, Blaðsíða 1
XXVII. árg. ísafjörður, 28. janúar 1949. 4. tölubað. S K U T U L L VIKUBLAÐ Otgcfandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði. Innheimtumaður: Haráldur Jónsson Þvergötu 3, Isafirði. Sunnukórinn 15 ára. Ms. Gunnvör strandar Fraekileg Sunnukórinn var stofnaður þann ‘25. janúar 1934 á sólardegi Isfirð- inga. Ber kórinn nafn það ineð réttu því ótal eru þær stundir, er Sunnukórinn hefur komið Isfirðing um í sólskinsska^ með söngskemmt unum sínum. Aðaltildrög að stofnun Sunnu- kórsins voru þau að sóknarprest- ur, söngstjóri og safnaðarstjórn ísa- fjarðar töldu mjög æskilegt, að á- kveðin samtök áhugamanna styddu söngstjórann i því að efla kirkju- sönginn og sönglífið í bænum. Að loknum undirbúningsfundum var fé lagið stofnað, gefið nafn og því sett lög, sein enn eru í gildi. Segir þar að tilgangur Sunnukórsins sé: Að sjá um og annast söng í Isafjarðarkirkju við venjulegar guðsþjónustur. Að efla sönglíf í bænum, sér- staklega með flutningi kirkju- legra tónverka. Sunnukórinn stofnuðu 28 konur og menn. Fyrsti formaður kórsins var kos- inn þáverandi sóknarprestur, Sig- urgeir Sigurðsson, og var hann for- maður kórsins þar til í ársbyrjun 1939 að hann flutti til Reykjavíkur og tók við bisluipsembættinu. Auk séra Sigurgeirs voru í fyrstu stjórn kórsins: Halldóra Halldórsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, María Jóns- dóttir og Sigríður Jónsdóttir. Söngstjóri var ráðinn Jónas Tóm- asson, tónskáld, sem verið liefur orgelleikari og söngstjóri í ísafjarð- arkirkju síðan 1910, og farist það með ágætum úr hendi. Hefur hann verið söngstjóri kórsins frá stofnun og lagt honum mikið og ófe'igin- gjarnt starf, með því einu að laun- um að sjá góðan árangur starfa sinna. Auk kennslu söngstjóra bafa kór- félagar einnig notið kennslu hjá Sigurði Birkis, söngmálastjóra, frú Jóhönnu Johnsen og séra Marinó Kristinssyni. Áður en Sunnukórinn var stófn- aður hafði, fyrir forgöngu Sigur- geirs Sigurðssonar, núverandi þisk- ups og Jónasar Tómassonar, söng- stjóra, verið haldið uppi söngstarf- semi á Isafirði. Árið 1924 kom Sig- urður Birkis hingað til Isafjarðar og þjálfaði kirkjukórinn hér og var það fyrsti kórinn, sem hann þjálf- aði sem heildarkór. Rúmum tuttugu árum síðar var Sunnukórinn aðnjótandi þjálfunar Sigurðar Birkis, er kórinn undirbjó söngför til Reykjavíkur. Síðla sumars 1945 fór Sunnukór- inn söngför til Suðurlands. 1 þeirri för söng kórinn í Reykjavík, Hgfnarfirði, Vifilstöðum og Sel- fossi. Viðtökurnar syðra voru mjög góðar og lilaut kórinn og ekki síður söngstjórinn verðskuldað lof fyrir frammistöðuna. „Það er auósælt af þeim glæsi- leik, sem var gfir þessum tónleik- um Sunnukórsins, að liaiui hefur ekki afieins unnið merkilegt starf í tónlistarlífi IsfirSinga, heldur á landsmælikvaróa,“ sagði eitt Reykjavíkurblaðanna og umsagnir hinna voru á sömu lund. Hér vestan lands hefur Sunnu- kórinn sungið á sex stöðum, Bol- ungavík, Súðavík, Reykjanesi, Flat- eyri, Núpi og Þingeyri, auk þess sem liann liefur sungið hér á Isa- firði. Fyrstu söngskemmtun sína liélt kórinn á 1. árs afmæli sínu 1935 og síðan hefur hann lekið til með- ferðar fjölda tónverka eftir ýinsa hina færustu erlenda og innlenda tónlagasmiði og flutt árlega nokkra samsöngva og liljómleika og munu þeir nú vera orðnir nálægt 60 að tölu. Kórinn liefur tekið upp þá ný- breytni að lielga ákveðnu tónskáldi heila hljómleika. Flutti hann þá fyrst lög Jóns Laxdal, tónskálds, er hér átli heima uin langt árabil og starfaði inikið að söngmálum. Hefur Sunnukórinn haldið Schu- berts-kvöld og sýndi þá fyrsta þátt söngleiksins Meyjarskemman. Stjórnaði frú Jólianna Johnsen leiknum og lék eitt aðalhlutverkið. Síðan hefur kórinn haldið liljóm- leika þar sem eingöngu voru flutt lög eftir Sigfús Einarsson og Jónas Tómasson. Árið 1936 var Sunnukórinn með- al stofnenda í Sainbandi blandaðra kóra og á síðastliðnu ári sá hann um söngmót vestfirzku kirkjukór- anna er lialdið var liér á ísafirði, og öllum er í fersku minni engu síður en söngleikurinn „Bláa kápan“ er Sunnukórinn fíutti hér í haust undir stjórn Sigrúnar Magnús dóttur, leikkonu. Sunnukórinn æfir riú af kappi og ráðgerir söngför til Norður- landsins snemma næsta sumar, ef mænuveiki eða önnur óviðráðan- leg atvik tefja ekki þá för. 1 kórn- um eru nú yfir 40 söngvarar og stjórn hans skipa: Ólafur Magnús- son, forst., formaður, séra Sigurð- ur Kristjánsson, ritari, Sigurður JónsSon, prentari, gjaldkeri og meðstjórnendur frúrnar Jóhanna Johnsen og Margrét Finnbjörns- dóttir. Á undanförnum 15 árum hefur S. 1. föstudag heyrði loftskeyta- stöðin hér neyðarkall frá m.s. Gunnvöru RE 81, Kvað skipstjór- inn skipið vera strandað við Kögur, og þurfa skjóta hjálp. Loftskeyta- stöðin sendi út aðstoðarbeiðni til skipa bæði á mæltu máli og morsi og á íslenzku og ensku. Þetta var um kl. 18. Brátt náðist sainband við b.v. Egil Skallagrímsson, sem var staddur út af Isafjarðardjúpi, og hélt liann þegar áleiðis til strand- staðarins. Ennfremur náðist sam- band við brezka togarann Gregory, seiri mun hafa verið staddur 7—10 sjómílur frá staðnum, og lagði hann einnig af stað til hjálpar hinu nauðstadda skipi. B.v. Hvalfell fór ennfremur á staðinn og fleiri skip voru á leiðinni þangað, þar á með- al in.b. Finnbjörn, sem staddur var á Dýrafirði, þegar fréttist um strandið og m.b. Hafdís, eign h. f. Njarðar, bar þar einnig að. Meðan skipin voru á leið til strandstaðar- ins hafði stöðin hér stöðugt sam- band við þau og við hið strand- aða skip. Dimmt var í veðri og þungur sjór og aðstaða öll til björgunar af sjó talin mjög erfið. B.v. Agli Skallagrímssyni tókst að finna m.s. Gunnvöru með miðunar- tækjum sínum og reyndist hún hafa strandað á 66° 22’ n. 1. og 22° 57’ v. br. Á tímabili var talið að ekki mundi þýða fyrir önnur skip en þau, sem hefðu radar, að fara nálægt hinu strandaða skipi, en eitthvað mun liafa rofað til, og komu brezki togarinn og b. v. Egill Skallagrímsson fyrstir á strandstað- inn. Mun það hafa verið um kl. 20. Taldi þá skipstjórinn á Gunnvöru að óhætt mundi að koma á björg- unarbáti upp að Gunnvöru, og kvað sig hafa misst lífbát skipsins strax eftir strandið. Varð það úr, að lífbátur var sendur frá b.v. Agli Skallagrímssyni, undir stjórn stýri- inanns, útbúinn með línubyssu o.fl. tækjum. Báturinn lagði frá Agli laust fyrir kl. 21 og eftir tæpan hálf tíma tilkynnti skipstjórinn á Gunn- Sunnukórinn fært Isfirðingum margar sólskinsstundir en þó, því miður, hafa bæjarbúar sýnt honum nokkuð tómlæti og ekki ætíð sótt söngskemmtanir hans svo vel sem skyldi. Söngstjórinn og söngvarar allir eiga miklar þakkir skilið fyrir það óeigingjarna inenningarstarf, sem þeir hafa unnið í tómstundum sínum og mætti það vera Isfirðing- um einlægt metnaðarmál að auð- velda þeim störfin og mun Sunnu- kórinn þá enn lengi koma bæjar- búum í sólskinsskap. E. J. björgun. vör, að báturinn væri kominn að hlið hennar, skipsmenn væru að að fara í hann, og hann væri að yfirgefa talstöðina. Um kl. 22 var svo björguninni að fullu lokið og áhöfn Gunnvarar, 7 menn, komnir um borð í Egil heilu og höldnu. Á leið bátsins milli skipanna aðstoð- uðu b.v. Hvalfell og m.b. Hafdís með því að lýsa upp leiðina með ljóskösturum sínum. M.b. Hafdis var um kyrrt á staðnum fram und- ir morgun næsta dags, og segja skipverjar á henni, að skömmu eft- ir að björgunin hafði tekizt, hafi aðstaða öll versnað svo að björgun af sjó hefði verið óhugsandi. Þyk- ir skipshöfn b.v. Egils Skalla- grímssonar hafa unnið þarua mik- ið afrek. Skipstjóri Egils er Kol- beinn Sigurðsson, en skipstjóri m. s. Gunnvarar í þessari ferð var Ól- afur Stefánsson. Yegna þess, hversu björgun af sjó var talin tvísýn um tíma, hafði karladeild Slysavarnafélagsins hér, viðbúnað til að reyna björgun úr landi. Yar m.b. Gunnbjörn fengin til þess að fara héðan með sveit sjálfboðaliða og björgunartæki. Átti sveit þessi að ganga á land í Fljótavik og freista að komast með björgunartækin á strandstaðinn. Strandstaðurinn var fyrst talinn vera austan til við Kögur en reynd- ist vera vestan til við hann, eða inni á sjálfri Fljótavík. M.s. Gunnvör hafði ætlað að stunda vetrarsíldveiðar syðra, en var nú á leið til Siglufjarðar. Hún hafði innanborðs 2 nýjar vetrarsíld arnætur, að verðmæti um 130 þús. kr., og krossvið fyrir um 10 þús. kr. Þessum verðmætum hefur verið reynt að bjarga úr skipinu, en ekki tekizt vegna óhagstæðrar veðráttu. Ólíklegt er að skipinu verði bjarg- að. -------O------- Nýir vitar. Um síðustu helgi tilkynnti vita- málastjórnin að kveikt hefði verið á vitanum á Langanesi í Arnar- firði. Undanfarið hefur verið unnið að því að koma ljósatækjum í Langa- nesvitann, og eftir því sem blaðið hefur frétt verða næst sett ljóstæki í vitahúsið á Sléttu í Jökulfjörðum og standa vonir til að á honum verði kveikt einhvern næstu daga. Að báðum þessum vitum mun mikil siglingabót hér vestra, en vita húsið í Æðey vantar enn ljóstækin og er þess að vænta að fljótlega takizt að fá ljósatæki einnig í þann vita.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.