Skutull


Skutull - 28.01.1949, Blaðsíða 4

Skutull - 28.01.1949, Blaðsíða 4
SK UT ULL Kaldar nýjáirskveðjur. Aflaleysi og óáran í íslenzkum sjávarútvegsmálum á síðasta ári og árum hafa komið hart við sjó- mannastéttina eigi síður en útgerð- ina. Það er ekki einasta að sjómenn irnir hafi haft mjög litlar tekjur, heldur hefur gengið afar treglega hjá þeim að fá hlut sinn og kaup greitt hjá útgerðarfyrirtækjum. Þetta hefur þó verið alveg sérstak- lega tilfinnanlegt í sambandi við uppgjör síðustu síldarvertíðar, sem mislánaðist svo herfilega eins og kunnugt er. Það var eigi fyrr en nú eftir áramótin, að útgerðarfyrir- tækin fóru almennt að geta greitt sjómönnum síldarhlutinn. Mun þá eflaust margur hafa verið orðinn langþreyttur á biðinni, a.m.k. ýms- ir fjölskyldufeður, sem lítið hafa borið úr býtum allt s.l. haust. Allir munu því hafa tekið fegins hendi ávísunum útgerðarfyrirtækjanna á bankaútibúin hér í bænum. En Adam var ekki lengi í Paradís, því að í stað þess að fá nokkrar krónur fyrir ávísunina í bankanum handa þurfandi heimilum, var þeim rétt- ur útsvarsseðillinn sem tákn þess, að nú hefðu þeir, að þessu sinni, greitt sitt gjald til hinna landfrœgu „fjármálamanna" bæjarstjórnar- meirihlutans. Nú skal að sjálfsögðu viðurkennt, að slík innheimta sem þessi á opin- berum gjöldum er auðvitað heimil. En aftur á móti má benda sjómönn- um á þá staðreynd, að spákaup- mennska og fjármálaglæfrar núver- andi meirihluta birtast meðal ann- ars í útsvarsseSlum, sem gleypa alla „hýruna," þegar lítiS aflast. Á þessum kuldalegu nýjárskveðj- um geta nú sjómenn séð, hversu útsvarsupphæð síðasta árs var fjarri því að vera áætluð með nokkru tilliti til gjaldþols bæjarbúa. En um þær mundir sagði Hannes Halldórsson, að tekjur verkamanna og sjómanna færu sífellt vaxandi og því væri sjálfsagt að hækka út- svörin. Og Asberg 1., nú 2. ritstjóri „Vesturlands án nafnsbótar," sagði við sama tækifæri, að nú gætu barnamennirnir greitt há útsvör, því að nú fengju þeir svo miklar bætur frá Almannatryggingum. Þessi og þvílík ummæli ábyrgð- arlausra manna er biturt háð í garð fátækra alþýðumanna meðan út- svarsseðillinn er fjarri, en verður svíðandi svipuhögg, beint í and- litið, þegar hann birtist á sama hátt og hú eftir áramótin, þegar ísfirzku sjómennirnir voru látnir sækja hann í bankann. Sjómannafélagi. ' ^-wm Þakkarávarp. Þakka innilega hina stórhöfðinglega peningagjöf, sem formaður Vélstjórafélags Isafjarðar færði mér, frá félög- um pess. Megi hagur þeirra og félagsins ávallt blómgast. Sigurður Pétursson. t—.......i.......................v*s Hið rétta andlit. „Einræðis og ofbeldisstefna komm únista á hér raunverulega aðeins örfáa fylgjendur, enda þótt all- margir kjósendur hafi undanfarin á'r greitt þeim atkvæði við kosn- ingar. En það sprettur af því að kommúnistum hefur tekizt að villa á sér heimildir, telja fólki trú um að þeir væru sannir lýðræðissinn- ar. En því fólki fer óðum fækkandi sem á það leggur trúnað. Klór íslenzkra kommúnista yfir ofbeld- isverk flokksbræðra sinna í Rúss- landi og öðrum löndum austán við járntjaldið, hefur sýnt framan í hið rétta andlit þeirra." Þannig lýsir blað ísfirzkra í- haldsmanna, Vesturland, brjóst- milkingum þeirra, kommúnistum, í leiðara blaðsins 20. jan. 1949. Ótrúlegt er að þeir breiði ekki fyrir „hið rétta andlit" kommún- istanna, og leggi þá ekki aftur á brjóst sér. Greiðsluörðugleik- ar bæjarsjóðs. / 4. tbl, Vesturlands er rétti- lega frá því skýrt ao miklir greiðsluör&ugleikar séu hjú bæj- arsjódi. Sagt er að um síoustu áramót hafi veriS óinnheimt af útsvörum 600 þús. kr. Fróðlegt væri að vita hvort bæjarsjóður hefði ekki fengiS rekstursldn er greiðast æltu með úlsvörum um leið og þau yrðu innheimt, og hvort eitthvað mundi ógreitt af slíkum lánum. Væri svo mun það sem fyrst innheimtist vænt- anlega ganga til greiðslu eflir- stöðva, en innheimt útsvör þá fyrst bæta úr öðrum greiðslu- örðugleikum bæjarsjóðs er þessi reksturslán væru að fullu greidd. önnur er sú skýring Veslur- lands á greiðsluörðugleikum bæjarsjóðs, að rikissjóður eigi ógreitt framlag vegna mennta- bygginganna við Austurveg er nemi 700 þús. kr. Ekki vill Skut- ull neiit um það fullyrða að þessi tala sé rétt, en hvort held- ur er, mun ekki hafa gleymst að geta þess ao fengin hafa verið bráðabirgðalán út á væntanleg- an ríkisstyrk til bygginganna, og um leið og ríkissjóðsstyrkirnir greiðast gangi þeir iil greiðslu þessara bráðabirgðalána? I------------------------------------------------------------------------------------------------------» Hús til sölu á góðum stað í Hnífsdal. Þrjú herberi og eldhús með kjallara. Allt í góðu standi. Upplýsingar gefur: Hannes Bergmann. TIL SÖLU stór tauskápur og „toalet" kommóða. Upplýsingar á Austurveg 12, (niðri). miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuin | ískassar. | | Viljum selja nokkra stóra ískassa. = | Samvinnufélag Isfirðinga. | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiin Getum af sérstökum ástæðum selt ca. 3 tonn af gosull, einangrunarefni. Bökunarfélag Isfirðinga. HVERGI er betra að verzla en í KAUPFÉLASINU. Orðsending frá Samvinnutryggingum Á s. 1. ári fengu um 1000 bifreiðar, sem tryggðar eru hjá oss, lækkuð iðgjöld, þar sem þær höfðu ekki orsakað neina skaða- bótaskyldu í eitt ár. Lækkunin nam um 40 000 krónum. Þessi upphæð er ekki aðeins verðlaun til þeirra bifreiðastjóra, sem ekki hafa valdið neinu tjóni, heldur einnig ávöxtur af sam- tökum, sem stuðla að bættum hag fólksins. Samvinnutryggingar eru tryggingar- stofnun, sem tryggendurnir eiga sjálfir og hafa stofnað með sér til þess að efla hag sinn og öryggi. Samvinnutryggingar

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.