Skutull - 28.01.1949, Síða 2
2
S K U T U L L
Máttlaus öfund.
Vesturland er nú skrifað af tveim
ur mönnum, Sigurði frá Vigur, sem
talinn er ritstjóri og ábyrgðarmað-
ur blaðsins, og Ásberg Sigurðssyni,
fyrv. bœjarstjóra, sem hvergi er get
ið á blaðhausnum, og hefur því ver-
ið settur niður skör lægra við blað-
ið heldur en fyrirrennari hans
í aðstoðar-ritstjóra embættinu, Sig-
urður Halldórsson. Hann var talinn
annar ritstjóri blaðsins meðan hans
naut þar við, en eftir frammistöðu
Ásbergs, sem bæjarstjóra, lítur ekki
út fyrir að flokksmenn hans hafi
nægilegt álit á honum til þess, að
þeir vilji láta nafns hans getið í
sambandi við það málgagn, sem
honum er ætlað að starfa fyrir. Ef
að líkum lætur, mun þó aðal vinn-
an við að halda blaðinu úti lenda
á honum, því að vanda mun skrá-
setti ritstjórinn halda sig lengst af
í höfuðstaðnum, og ekki dvelja hér
mikið lengur en þarf, til þess að
hann verði endurkosinn forseti
bæjarstjórnar.
Ekki skal hér um það dæmt hvort
Sigurður frá Vigur eða Ás-
berg hefur skrifað sorpgrein, er
birtist í Vesturlandi 11. þ.m. undir
fyrirsögninni: „Enn fara þeir.
Hver fær bita næst?“ Það skiptir
heldur ekki máli, hvor þessara
manna er höfundur umræddrar
greinar. Hún getur verið eftir
hvorn þeirra, sem er. Annar þeirra
er lítill karl, sem vill vera mikill.
Hann hefur fá gagnleg störf unnið
um dagana, og hefur litla reynslu
í öðru en að skrifa skammir í blöð
og blaðra í tíma og ótíma, og ef
nokkur maður hefur gert sér póli-
tíska refskák að atvinn. þá er það
liann. Hann var kommúnisti í
menntaskóla, en lét í orði kveðnu
af þeim trúnaði, og lauk eftir það
lögfræðiprófi. Faðir hans er mynd-
arbóndi og valdamaður í einu ról-
grónasta íhaldskjördæmi landsins
og áhrifainikill Sjálfstæðismaður í
sínu héraði. Þegar sonur hans var
• nýkominn frá skólaborði vildi svo
til, að þingmaður Sjálfstæðismanna
í sýslu þeirra feðga lét af þing-
mennsku, og var drengnuin þá kom
ið í þetta trygga sæti, og hefur hon-
um tekist að lialda því síðan með
blaðri sínu, blekkingum og skömm-
um. Enn þá leikur samt grunur á að
þessi þingmaður Sjálfstæðismanna
sé „kommúnisti á nóttinni og þing-
maður sjálfstæðisbænda við Isa-
fjarðardjúp á daginn,“ eins og það
liefur verið orðað, og e.t.v. er það
þessi tvöfeldni mannsins, sem ger-
ir það að verkum, að flokkur hans
hefur ekki til þessa trúað honum
fyrir neinu áríðandi starfi, og þó
hann sé notaður til þess að skrifa
i Morgunblaðið, auk smáferðalaga
til útlanda, þá er hans þar ekki get-
ið, sem ritstjóra, frekar en Ásbergs
við Vesturland. Það er heldur ekki
með ólíkindum, að húsbændur Sig-
urðar frá Vigur í Sjálfstæðisflokkn-
um sjái hið skerandi ósamræmi,
sem er í því, að hann skrifar svæsn
ar skammir um kommúnista í aðal-
blað flokksins, en er í órjúfandi
faðmlögum við þá liér á ísafirði í
bæjarmálunum. Þegar á allt er litið
hefur Sigurður því komist skammt,
og enginn skyldi halda, að hann sé
ánægður með það, sem hann hefur
fengið. Maður, sem bælir niður
barnatrú sína, þó ekki sé nema á
daginn, fyrir völd og metorð, ger-
ir sig varla ánasgðan með þingfarar-
kaupið eitt og smávegis ritlaun.
Hann mun vilja meira, og ef noklc-
ur maður situr um færi á að ná
sér í bitling, þá er það Sigurður
frá Vigur.
Hinn maðurinn, sem verið gæti
höfundur umræddrar níðgreinar í
Vesturlandi, Ásberg Sigurðsson,
hefur ekki lengur úr háum söðli
að detta. Hann kom hingað sem
ungur og óreyndur maður, hafði
engan pólitískan feril að baki nema
sem skólasveinn, og fylgdu honum
yfirleitt góð meðmæli þeirra
manna, sem hann hafði unnið fyr-
ir. En það kom brátt í ljós, að í
bæjarstjóraembættinu hér leit hann
ekki á sig, sem æðsta starfsmann
bæjarins, sem hefði reglubundnu
starfi að sinna, heldur sem póli-
tískan framvörð húsbænda sinna í
meirihlutanum, bæjarfulltrúa í-
halds og kommúnista. Á bæjar-
stjórnarfundum voru ræður hans
þær illyrtustu og geðvonzkufyllstu,
sem jiar hafa heyrzt, og þannig að
efni, að bæjarfulltrúar voru farnir
að kalla lygina „bæjarstjórasann-
leik“. Virtist maðurinn leggja öllu
meira kapp á þessa mælgi sína á
fundum bæjarstjórnarinnar, heldur
en starfið á skrifstofunni, enda fyr-
irfannst hann þar ekki löngum og
löngum. Þær embættisathafnir, sem
hann á annað borð hafði sinnu á að
framkvæma voru margar ineð sömu
endemum, og úthlutun lians á ó-
keypis byggingarefni eftir eigin
mati, og er ekki að orðlengja það,
að hann flosnaði úr bæjarstjóra-
embættinu við lítinn orðstý og
hefur nú í faili verið settur niður
inkognito við Vesturland, og þar
virðist ritmennska hans ætla að
falla í sömu farvægi og mælskan á
bæjarstjórnarfundum gerði áður.
Þessi maður er því nú eins og hvað
atinað pólítískt rekald, sem enn
virðist gera sér von um, að flokkur
hans sjái aumur á honum og lyfti
honum upp í nýtt einbætti. Hvort
honum verður að von.sinni skal
liér látið ósagt, en bæði liann og
Sigurður frá Vigur eru, eins og hér
hefur verið sýnt fram á, bitlinga-
sjúkir menn og bitlingaþurfandi, og
því ekki ólíklegt, að annar hvor
þeirra fái bita næst.
Efni þeirrar Vesturlandsgreinar,
sem hér hefur verið rædd, er það,
að Haraldur Guðmundsson, Vil-
mundur Jónsson, Finnur Jónsson
og Helgi Hannesson liafi notað kjós
endur sína hér á Isafirði, til þess
að koma sjálfum sér í feitar stöður.
Þessari ásökun í garð þessara mætu
Aþýðuflokksmanna er í raun og
veru fullsvarað með því að segja, að
þeir hafa allir verið trúir yfir litlu
og hafa því verið settir yfir meira,
og er ánægjulegt til þess að vita
fyrir Alþýðuflokkinn á Isafirði, að
hann skuli hafa lagt til þessa og
og marga fleiri, sem nú eru í
fremstu röð forustumanna þjóðar-
innar, og einmitt þetta framlag ís-
firzkra Alþýðuflokksmanna og kjós-
enda til flokksins í heild hefur orð-
ið til þess að efla hann og gera
hann traustari, og það þarf alþýða
manna hér sízt að harma. Annars
er það ekki fyrirbrigði, sem Alþýðu
flokkurinn hefur neinn einkarétt á,
að menn utan af landi flytji til höf-
uðstaðarins, vegna þess, að þeim
hlotnast þar embætti eða eru falin
trúnaðarstörf. Má þar t.d. minna á
að núverandi biskup landsins var
áður vellátin prestur í Isafjarðar-
sókn. Formaður fjárhagsráðs var
hér einu sinni prestur. Núverandi
tollstjóri, Torfi Hjartarson, hækk-
aði úr sýslumannsembætti á Isa-
firði upp í eitt hæstlaunaða em-
bætti landsins. Þá eru þeir báðir
fluttir héðan Sigurjón Jónsson,
fyrverandi bankastjóri og Jón Auð-
unn Jónsson, og munu margir Is-
I tímaritinu „The American-1
Schandinavian Review“ birtust í
haust inyndir af öllum hliðum rúna
keflis þess, er Guðmundur Jónsson
frá Mosdal gerði og Isfirðingar
gáfu prófessor Richard Beck, þegar
hann heimsótti Isafjörð sumarið
1944.
1 grein, sem fylgdi myndunum
undir fyrirsögninni: „A Modern
Runic stave“ —• Þ.e. nútíma rúna-
kefli — segir frá því, að af öllum
þeim gjöfum og minjagripum, sem
prófessor Richard Beck liafi bor-
izt frá sveitarfélögum, samtökum
og einstaklingum, er hann heim-
sótti í Islandsförinni 1944, hafi ver-
ið sérstæðast rúnakefli frá Isfirð-
ingum, meistaralega skorið í ís-
lenzkt birki af hinum víðkunna
myndskera, Guðmundi Jónssyni
frá Mosdal, enda sé það kjörgrip-
ur hinn mesti og veki mikla aðdáun
allra, sem séð hafi þar vestan hafs.
Með inyndinni af liverjum fleti
keflisins birtir tímaritið einnig les-
mál það sem á liann er skorið,
bæði á íslenzku og einnig á enskri
þýðingu.
Á fyrsta flöt keflisins skar Guð-
mundur þetta:
„Til forseta Þjóöræknisfélags
Kaþólska kirkjan er ekki nýr að-
ili í heimsstjórnmálunum, en Is-
lendingar þurfa að vísu að lesa all-
langt aftur í sögu sína til þess að
sjá afskipti hennar af veraldarleg-
um efnum.
Erlendis þar sem kaþólsk trú lief
ur viðhaldist, hefur þessum áhrif-
um aldrei linnt. Kirkjan hefur sterk
áhrif á allan almenning, prestarnir
eru andlegir og oft veraldlegir
leiðtogar miljóna þjóða og fyrir
þeim skriftar fólkið og fær fyrir-
gefningu synda sinna.
Afstaða kaþólsku kirkjunnar til
einræðisríkjanna hefur aldrei verið
mjög skýr eða ákveðin og hefur
farið nokkuð eftir því, hvers eðlis
einveldin voru. Fyrr á tímum kom
kirkjan einvöldum til valda og
felldi þá af valdastóli. En á þess-
arri öld horfir nokkru öðru vísi
við. Mussolini komst til valda á
Ítalíu ])rátt fyrir andstöðu kirkjunn
ar, og það var ekki fyrr en hann
var búinn að vera við völd um
nokkurt árabil, að málamyndafrið-
ur tókst á milli lians og páfans. I
Þýzkalandi tólcu nazistar þegar upp
firðingar minnast þess, að allir
þessir menn unnu hér pólitísk
störf á sínum tíma fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn, þótt Vesturland hafi
ekki skrifað um þá á sama hátt og
hina brottfluttu forustumenn Al-
þýðuflokksins. Slík skrif dæma sig
Jíka sjálf. Þau eru ekki sprottin af
öðru en máttlausri öfund manna,
sem njóta einskis trausts, en bíða
þess þó milli vonar og ótta, að þeim
sjálfum verði gefið bein.
B.F.
--------O---------
íslendinga í Vestnrheimi, pró-
fessors Richards Bcck.“
Á annan flöt keflisins var þetla
skrifað:
„Meó virðingu, þökkum og gó'ö-
um óskum, fr<\ Isfiröingum. —
Til gó'ös vinar liggja gdgnvegir,
þótt hann sé firr farinn." (Háva-
mál).
Á þriðja fleti rúnakeflisins er
þessi rista:
„Þótt þú langförull legöir sér-
hvert land undir fót, bera hugur
og lxjarta samt þíns heimalands
mót.“ (Stefán G. Stefánsson).
— „Sá einn veit, es víöa ratar ok
hefr fjöld of farit." . (Hávamál).
Fjórði flötur ber þessa áletran:
„Hugrúnar skalt lcunna, ef villl
hverjum vesa geösvinnari guma.
—• „Fullr es Ijóöa ok líknstafa,
góöra gjalda og gamanrúna."
(Hvort tveggja Sigdrífumál)
Þótti Skutli þess vert að skýra
lesendum sínum frá, hvernig til
hefur tekizt með val og gerð þeirr-
ar gjafar, er Isfirðingar völdu pró-
fessor Richard Beck, er hann lieim-
sótti landið og bæinn okkar, sem
fulltrúi Islendinga í Bandaríkjun-
uin og Canada í sambandi við lýð-
veldisstofnunina 1944.
baráttuna gegn kirkjunni og unnu
sér fullan fjandskap kaþólsku kirkj-
unnar.
Nú er hafin i Mið-Evrópu harð-
vítug barátta milli kommúnista og
kaþólskra. Kommúnisminn hefur
eftir styrjöldina náð sterkum tök-
um á kaþólskum löndum eins og
Ungverjalandi, og nú síðustu vik-
urnar hefur þessi barátta komið
upp á yfirborðið. 1 jólaboðskap
sínum tók páfinn greinilega afstöðu
með lýðræðisríkjunum, gegn koinin
únismanum og hvatti hverja þjóð
til að verja frelsi sitt. Kommúnist-
ar svöruðu ineð handtöku Mindsz-
entys kardínála í Búdapest, og
þekkja menn eftirköst þeirrar
handtöku.
Þessi barátta kommúnista og
kaþólsku kirkjunnar getur haft
geysileg áhrif á liugi almennings í
Mið- og Suður-Evrópu, ef ekki víð-
ar. Það hefur ýmsum orðið liálft
á því að berjast gegn kirkjunni og
kann svo enn að fara.
(Aðsend grein).
--------0--------
Isfirzkt rúnakefli
vekur athygli vestan hafs.
Kaþólskakirkjan og kommúnistar.