Skutull

Árgangur

Skutull - 11.02.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 11.02.1949, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 landsins og hafa úrslit orðið þessi. Kaupgjaldssamningar í Bolungarvík Svo seni frá1 var sagt í síðasta blaði hefur verkalýðsfélagið í Bol- ungarvík náð samkoinulagi við at- vinnurekendur þar um breytingar á gildandi kaupgjalds- og kjara- samningm. Breytingar eru þessar: Skipavinna, almenn hækki í kr. 2,90 grunnkaup (var kr. 2,75). Skipavinna við kol, salt og sement verði kr. 3,25 í grunnkaup. Kauptrygging sjómanna á vetrar- síldveiðum og reknetum verði kr. 578,00 í grunnk. á mánuði. Fyrsti maí skal vera frídagur og þá ekki róið. Orlof sé greitt af kauptryggingu sé hún hærri en hlutur. Samningar voru framlengdir til 1. okt. n. Jc., þó með þeim fyrirvara að verði á þeim tíma kaupgjalds- breyting á Isafirði, gildi hún jafn- framt í Bolungarvík. Vinnustöövun. Trúnaðarráðsfundur Sjómanna- félags Isfirðinga samþykkti ein- róma 8. febr. s.l. að vinnustöðvun skuli hefjast hjá Isfirðing. h.f., þegar togarinn Isborg hefur lokið yfirstandandi veiðiför, ef samning- ar hafa þá eigi náðst um kaup og kjör togarasjómanna á íslenzka tog- araflotanuin. Nýlokið er stjórnarkjöri í nokkr- um fjölmennustu verkalýðsfélögum Tíminn birti eftirfarandi greinar stúf 26. f.in. „Þjöðviljinn hefur orðið mjög reiður Sigurði frá Vigur fyrir grein lians í Mbl., er sagt var frá hér í röddunum í gær. Forustugrein Þjóð viljans í gær er lielguð Sigurði og segir þar m.a., að Sigurði liafi ver- ið gerður ritstjóri Mbl. við burtför Jóns Kjartanssonar, en þó bafi liann ekki fengið að liafa nafn sitt á blaðinu. Síðan segir: „Hins vegar snart þetta fyrir- komulag illilega liégómleika Sigurð- ar, það var lítið gaman að skrifa greinar undir nafni Valtýs Stefáns- sonar. Sigurður sótti það því fast að fá nafn sitt á prent, og fyrir nokkrum mánuðum var honum leyft að birta undir nafni viðtal við smáfugl, og félck fyrir það lof í Mánudagsblaðinu. Og loks í fyrra- dag er hann sleginn til riddara með því að hann fær að skrifa land- ráðagrein — undir nafni.— á land- ráðasíðu Morgunblaðsins, og er þannig kominn í fremstu röð ísl. Bandaríkjaagenta. Grein Sigurðar er ekki svaraverð — venjulegur Morgunblaðsvaðall. En ferill hans er alhyglisverður, hvernig hann sígur dýpra og dýpra i svaðið. Það eru menn eins og hann, litlir menn i öllum skilningi, sem agentarnir eiga auðveldast með að klófesta og hagnýta." Agentar kommúnista þykjast víst tala liér af reynslu, því að fáir studdu stjórn Olafs Thors og komm únista betur en Sigurður, og enn er hann í náinni samvinnu við komm- únista vestur á Isafirði. „Litlir Bilstjórafélagið Hreyfill, Reykjavík. Um síðustu mánaðarmót fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla til stjórn- ar og trúnaðarráðskjörs. Kosið var um tvo lista, hlaut listi lýðræðis- sinna 355 atkvæði og alla menn í stjórn og trúnaðarráð, en listi kommúnista fékk 272 atkv. Aður voru tveir kommúnistar í stjórn Hreyfils en nú er þar enginn. VörubílstjórafélagiS Þrótlur, Rvík. Undanfarin ár hafa kommúnistar haft meirihluta í stjórn, en töpuðu nú meirihlutanum. Listi lýðræðis- sinna hlaut 131 atkv., en kommún- istar 126 atkv. Kjörsókn var mjög mikil og kosningin harðsótt. VcrkamannafélagiS Dagsbrún, Rvik Með austrænum lýðræðisreglum tókst kommúnistum að halda völd- um. Strikuðu þeir um félags- manna, eða um 800, útaf kjörskrá. Er kosið var til Alþýðusambands- þings var talið að 3200 fullgildir félagar væru í Dagsbrún, en nú voru á kjörskrá 2580. Stjórnin var endurkjörin með 1317 atkv., en andstæðingalistinn lilaut 602 atkv. I verkamannafélaginu Hlíf í Hafn arfirði, Þrótti í Siglufirði, Iðju, fé- lagi verksmiðjufólks í Reykjavík og Sjómannafélagi Reykjavíkur voru stjórnir og trúnaðarráð endurkjör- inenn í öllum skilningi" er vitnis- burður Þjóðviljans um þá, sem kommúnistum tekst að lokka til fylgis við sig, og liefur Þjóðviljinn vafalaust sagt margt ósannara." ------—O------- BÆKUR Ægir, mánaðarrit Fiskifélags Islands, okt.—nóv. hefti 1948 hefur nýlega borist Skutli. Blaðið flytur margar athyglisverðar greinar, má þar nefna: Fiskmagn og liagnýting eft- ir Lúðvík Kristjánsson. Skipasmíða stöðvar, viðgerðir og nýsmíði stál- skipa eftir Hjálmar R. Bárðarson, skipaverlcfræðing. Togaraútgerð Færeyinga, frásagnir af 4 ára áætl- unum Islendinga og Norðmanna og hvalveiðum Islendinga síðastliðið sumar. Auk þess eru skýrslur um útflutning sjávarafurða og afla- brögð til 31. ágúst 1948. Ægir er hið læsilegasta rit, en óafsakanleg- ur seinagangur er um útgáfu blaðs- ins, þar sem okt..—nóv. hefti árs- ins 1948 kom ekki hingað fyrr en i febrúarbyrjun 1949. Heilsuvernd tímarit Náttúrulækningafélags Is- lands, 4. hefti 3. árgangs, er nýkom ið út. Efni ritsins er þetta: Litið um öxl og fram á leið, eftir Jónas Kristjánsson, læknir. Náttúrulækn- ingafélag Islands 10 ára og upp- haf náttúrulækninga á Islandi, eftir Björn Kristjánsson. Nýjar ræktunar aðferðir, eftir Björn L. Jónsson. Hvað er heilbrigði? Hvernig á að geyma heilhveiti? Aspirín er hættu Slys. Það slys varð síðastliðinn mánu- dag í hraðfrystihúsinu Snæfell á Flateyri að ammoniak-leiðsla sprakk og tveir starfsmenn hrað- frystihúsins brenndust í andliti. Annar maðurinn, Jón Þorbjarnar- son, verkstjóri, brenndist allmikið og er nú rúmliggjandi, en hinn, Guðmundur Albertsson, vélstjóri, skaddaðist minna og hefur aftur tekið við störfum sínum við hrað- frystihúsið. Hjónabönd: Síðastliðnnn föstudag voru gefin saman af séra Guðmundi Guð- mundssyni, ungfrú Islaug Aðal- steinsdóttir og Jóhann Björnsson frá Reykjavík. I gær voru gefin saman í Reykja- vík, ungfrú Aslaug Matthíasdótlir og Hans Svane, læknir. Mænuveikin. breiðist enn út og eru veikinda- tilfelli nú um 45. Andlát. Ingibjörg Eiríksdóttir, Vallar- borg, andaðist í Reykjavík 7. þ.m. Ingibjörg var gift Guðjóni Sigurðs- syni, verkamanni, og átti hún við langvarandi vanheilsu að búa. Niræfiisafmæli. Elínborg Benediktsdóttir, fyrv. ljósmóðir i Súðavík, varð níræð í gær. Stórhöfðingleg gjöf. Þann 17. janúar 1949 barst sjúkra hússlækninum eftirfarandi bréf: Herra læknir, Bjarni Sig- urðsson, Isafirði. Eg og kona mín höfum ákveðið að stofna minningarsjóð um dótt- ur okkar Ingibjörgu Geirþrúði (Stellu), sem andaðist í Reykjavík sumarið 1946, nítján ára að aldri. Stella, en svo var liún ævinlega kölluð, var fædd á Isafirði árið 1927 og átti þar heima meginhlut- ann af sinni stuttu æfi ög við Isa- fjörð voru allar hennar bernsku- minningar tengdar. Hún þjáðist af ólæknandi sjúkdómi frá 8 ára aldri og var oft og löngum þungt haldin. Okkur finnst því bezt viðeigandi að sjóður, sem stofnaður er til minn- ingar um hana, vinni að því að létta þeim að einhverju leyti lífið, sem sömu örlögum vérða að sæta. Sjóðurinn er að upphæð krónur 10.000,00 og höfum við ákveðið að legt. Saga Onnu Lísu-Olsen. Deilan um tóbakið. Súrmjólk og grænmeti. Læknavísindin og matarsaltið. Mænuveiki og matarræði. Tennur græddar í góm. Hollir drykkir o.fl. Nokrar myndir prýða ritið, sem að venju er hið vandaðasta að öllum frágangi. Rafmagnsskömmtun afnumin. Rafveitustjórn samþykkti s.l. miðvikudag að afnema rafmagns- skömmtunina, vegna þess, að vatns- forði í Fossavatni og Nónvatni hef- ur aukist nokkuð. Talsvert vantar þó til þess að vötnin séu full, og áætlaði rafveitustjóri, að miðað við óskammtað rafmagn, mundi vatns- forðinn endast í h.u.b. mánuð. Get- ur því hæglega svo farið, að taka verði upp skömmtun á ný, og hefur rafveitustjórn beðið blaðið að livetja fólk til að forðast óþarfa rafmagnseyðslu, Sparnaður á rafinagninu er sér- staklega nauðsynlegur vegna óviss- unnar uin aukið vatn, í öðru lagi vegna þess að við afnám skömmt- unarinnar má búast við að út- keyrsla frá rafstöðinni í Engidal tvö faldist, frá því sem verið hefur, og í þriðja lagi vegna þess, að nú verð ur hætt við næturlokun í vatns- aflsstöðinni, og sá sparnaður á vatni, sem hefur fengist við það að nota díeselsamstæðuna á Torf- nesi, kemur nú ekki lengur að gagni. Sparið þessvegna rafmagnið !! I nnflúenzufaral dur gengur nú á Þingeyri. Fjöldi fólks hefur tekið veikina og fengið mjög liáan hita en flestir legið fáa daga. Birgir Finnsson, Neðstakaupstað, Isafirði, annað- ist um útgáfu þessa tölublaðs. hann starfi við Sjúkrahús Isafjarð- ar. Sé tekjum hans varið til árlegr- ar útlilutunar til þess eða þeirra sjúklinga, sem mestir einstæðingar eru eða af öðrum ástæðum mest hjálparþurfi að áliti sjúkrahúss- læknis og yfirhjúkrunarkonu. Til þess að þurfa ekki að skerða vaxtartekjur sjóðsins fyrst í stað munum við, meðan okkur endist líf og erum. þess umkomin, leggja fram hinn árlega styrk. Við leggj- um hér með kr. 500,00, sem við óskum að verði úthlutað í fyrsta sinn á 22. afmælisdegi Stellu sál. hinn 26. þ. m. Sparisjóðsbók með sjóðsupp- liæðinni fylgir hér með og óskast hún geymd í yðar vörslum, þar til skipulagsskrá hefur verið samin fyrir sjóðinn. Virðingarfyllst, Guðm. Pétursson. Fyrir hönd Sjúkrahússins þakka ég hr. Guðm. Péturssyni og konu hans þessa höfðinglegu gjöf, sem mun verða mörgum bágstöddum sjúklingi til ánægju og gleði, og lialda uppi minningu hinnar ást- kæru dóttur þeirra, sem þau misstu þegar hún var á blómaskeiði lífsins. Isafirði, 2. febr. 1949. Bjarni Sigurfisson. Prentstofan Isrún h.f. in. Svo segja liin blöðin.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.