Skutull

Árgangur

Skutull - 08.04.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 08.04.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Spéspegill Vesturlands. Vesturland, sem virðist haldið hálfgerðri uppdráttarsýki, kemur nú orðið ekki út nema aðra hverja viku, eða þegar búfræðingarnir hafa lagt því til fóður, og er það sú kjarnfæða, sem upp á síðkastið hefir haldið við líftórunni i blað- inu. Skrásetti ritstjórinn leggur því ekkert til, og nafnlausi niðursetn- ingurinn er ekki mikið duglegri við skriftirnar, en fyrri störf. Eina nýj- ung hefir hann þó innleitt í blað sitt sem sé þá, að hirta á 2. síðu blaðsins tvídálka leiðara, sem vel mætti kalla spéspegil Vesturlands. 1 þessum leiðurum er nokkuð ann- ar tónn en í öðrum skrifum hins afdankaða bæjarstjóra, og í hinum síðasta þeirra, er hann nefnir „Lit- ið til baka,“ mundi margur geta haldið, að hann væri að gera grín að sjálfum sér og flokki sínum. Það er þó. ekki alveg víst að svo sé, og skal nú greinarkorn þetta athug- að lítillega. Tvennskonar áróður. Það er alkunna, að í einræðis- ríkjum eins og Þýzkalandi á tím- um nazistanna og Rússlandi undir stjórn kommúnista, er viðhafður tvennskonar áróður: I fyrsta lagi áróður, sem ætlaður er heima- mönnum, og í öðru lagi áróður, sem eingöngu á að vera fyrir út- lendinga. Er l>á eftir megni reynt að gæta þess, að heimamenn sjái ekki áróðurinn, sem útlendingun- um er ætlaður, og reynt er að forð- ast það, að útlendingarnir kynnist áróðrinum, sem framleiddur er fyr- ir innanlands markað, því óneitan- lega getur þessi tvennskonar áróð- ur oft stangast á, ef hægt er að gera á honum samanburð. Þessa áróðursaðferð virðist leiðara- höfundur Vesturlands hafa tekið sér til fyrirrnyndar, og er greina- flokki þessum ætlað að glepja ó- kunnuga. Lítill inunur er þó á leið- urunum og venjulegum áróðri blaðs ins, sem ætlaður er heimamönn- um, annar en sá, að orðbragðinu er betur stillt í hóf, og minna ber á geðvonzkunni og taugaóstyrknum en endranær. Eitt sést höfundi leiðaranna þó yfir: Hann hefir ekki sömu aðstöðu og fyrirmyndir hans, einvaldarnir, til að aðskilja lesendahópa sína, og bæjarmenn lesa það, sem utanbæj- armönnum er ætlað og vice versa. 1 augum bæjarbúa verða leiðararn- ir því einskonar spéspegill, þar sem bæjarstjórinn fyrverandi sýnir sjálfan sig og flokk sinn teygðan og togaðann á ýmsa vegu, og munu margir ekki geta varist brosi yfir tilburðunum. Utanbæjarmenn geta svo jöfnum höndum lesíð óhefluðu greinarnar, og kynnst af eigin raun geðvonzkunni og taugaóstyrknum, og sjálfir dæmt um, að ekki fer of- sögum af því. Af því, sem nú hefir verið sagt, má ráða, að frá höfund- arins hendi er leiðurum Vestur- lands ekki ætlað að vera neitt grín, heldur eru þeir meintir í fúlustu al- vöru, enda þótt lesendum þeirra finnist þeir hlægilegir. „Litið til baka.“ Leiðarinn með þessu nafni í 12. tbl. Vesturlands þ.á. er ágætt sýnis- horn af þessum áróðri. Hann hefst á mannalegri yfirlýsingu um það, að við afgreiðslu síðustu fjárhags- áætlunar í bæjarstjórn hafi bæjar- fulltrúar Alþýðuflokksins algjörlega gefist upp við að reyna að „rök- styðja“ br^ytingartillögur sínar, sem þó hafi verið með hóflegasta móti. — Síðan segir orðrétt: „Betri sönnun er ekki liægt að fá fyrir því, að allt brölt þeirra með stórfelldar lækkunartillögur á undanförnum árum var markleysa ein og yfir- varp, eins og meirihlutaflokkarnir liafa sannað bæjarbúum á hverju ári og reynslan staðfest." Athugum nú þetta. Bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins skila breyingartillögum sínum við fjárhagsáætlun til bæjar- ráðs nokkrum dögum áður en síð- ari umræða um áætlunina fer fram. 1 bæjarráði fjalla fulltrúar meiri- hluta og minnihluta um tillögurn- ar. Þar tekur meirihlutinn afstöðu til þeirra, sem gera má ráð fyrir, að ekki verði haggað. Þó er við síðari umræðu enn reynt að fá meirihlutann til að fallast á þær, en án árangurs. Hér í blaðinu hafa svo tillögurnar verið birtar og sagt frá afgreiðslu þeirra. Þær hafa að vísu ekki verið settar með mjög stóru letri, því það notar Skutull sjaldan og ekki sérlega mikil á- lierzla lögð á að sannfæra lesend- ur blaðsins um ágæti þeirra, því þær voru ekki fram settar til augna gamans fyrir háttvirta lesendur, heldur til þess að reyna að hafa áhrif á meirihluta bæjarstjórnar. Allt hafði verið gert til að ná þeim tilgangi, en án árangurs, og því þýðingarlaust að gera frekari til- raunir til að koma vitinu fyrir meirihlutann. — Hvað reynsluna snertir gagnvart tillögum bæjarfull- trúa Alþ.fl. í sambandi við af- greiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins á þessu kjörtímabili, þá er sann- leikurinn vitanlega sá, að reynsl- an af þeim tillögum í framkvæmd er engin, vegna þess að þær hafa yfirleitl allar verið felldar. — það, sem við höfum fengið að reyna með þeim árangri, að bærinn hefir kom- ist í greiðsluþrot Iivað eftir annað, og safnað lausaskuldum upp í 1.200.000,00 kr. er áætlunarhnoð meirihlutans og liagsýni þeirra manna, sem stjórnað hafa fram- kvæmd fjárhagsáætlana síðustu þriggja ára.. Það, sem meirihluta- flokkarnir og reynslan hafa sann- að bæjarbúum er það, að stjórn íhaldskomma er á góðri leið með að sliga bæjarfélagið. Afstaða Isafjarðar og annarra bæja. Vestmannaeyjar, Siglufjörður og Akureyri, segir Vesturland, að hafi ráðist í ýmsan bæjarrekstur, sem jafnvel megi kalla fjárglæfra, og tapað stórfé á þessum rekstri. Svo ber blaðið ísafjörð, undir stjórn I- haldskomma, saman við þessa bæi, og segir, að Isafjörður sé vel sam- bærilegur, hvað útsvör og fjárhags- afkomu snertir, og að jafnvel séu útsvör lægri hér en á Siglufirði. Þetta síðasta er eins og hver ann- ar bæjarstjórasannleikur, þegar bor in eru sainan útsvör einstaklinga hér og á Siglufirði fram að þessu. Og ef sá aðstöðumunur, sem Vestur- land talar um, væri réttur, þá ætti ekki afkoma Isafjarðar að vera bara sambærileg við hina staðina heldur iniklu betri. Leiðarliöfund- urinn fullyrðir að bæjartogararnir í Vestmannaeyjum hafi verið boðn- ir upp vegna tapreksturs og óreiðu- skulda. Hér er aftur á ferðinni bæjarstjórasannleikur. Bæjarútgerð Vestmannaeyja mun að vísu standa höllum fæti eins og fleiri útgerðar- fyrirtæki, og mun hafa átt erfitt með að standa í skilum við Stofn- lánadeild Sjávarútvegsins, en mun nú hafa fengið samninga um greiðslufrest á afborgunum og vöxtum, hliðstæða samningum ým- issra annarra togaraútgerðarfyrir- tækja. Þá hefir Skutull það fyrir satt, að tekjuafgangur af bæjarút- gerð Vestmannaeyja um s.l. ára- mót sé um 150 þúsund krónur, áð- ur en afskrifað hefir verið af skip- unum. Hér á Isafirði liöfum við einn togara, sem inun engu skila til afskrifta. Kr. 150 þús. til af- skrifta á 2 nýsköpunartogurum er að visu hverfandi lítil upphæð, en þó skárri en ekkert. Eftir rökum Vesturlands ætti lsafjörður að standa sig mun betur en binir bæirnir, þar eð við erum enn lausir við bæjarútgerð á tog- urum og bæjarrekstur á síldarverk- smiðjum. Nokkrar myndir úr spéspeglinum. „Þeir (þ.e. núverandi ráðamenn bæjarins) hafa lagt kapp á að styðja atvinnulifið með því að styrkja félög til báta- og togara- kaupa,“ segir spéspegillinn. Allmikið er þessi mynd stækkuð. Þeir styrkir eða lán, sem greiddir hafa verið ti) bátakaupa voru allir ákveðnir áður en íhaldskoinmar náðu meirihluta, og síðan hafa þeir gert það eitt að greiða út þær upp- hæðir, sem um ræðir, af fé sem var fyrir Iiendi þegar þeir tóku við. Til togarakaupanna hafa verið greiddar kr. 100 þúsund, af 200 þúsundum sem ráðgert hefir verið í fjárhagsáætlunvim að leggja fram. Ekki er þó grunlaust um, að öll upphæðin, kr. 200 þúsund, hafi verið tekin af bæjarbúum í útsvör- um. „Þeir (þ.e. sömu ráðamenn og áður) hafa ráðist gegn böli hús- næðisleysisins með meiri myndar- brag en flest, ef ekki öll önnur bæjarfélög landsins, bæði með því að styrkja einstaklinga til húsbygg- inga og láta bæinn byggja íbúðir -sic).“ Þarna ýkir spéspegillinn á alla vegu. Menn þekkja byggingar- styrkjaúthlutunarsögu Ásbergs til húsanna, sem enn sést ekki móta fyrir. Flestir munu líka vita, að af byggingarkostnaði við Fjarðar- strætishúsið leggur bærinn aðeins fram 15% eða um 195 þús. kr. og þar af á hann ógreiddar um 55 þús. kr. Til þess að aðrir bæir njóti sann- mælis skal þess getið, að ýmsir þeirra veita árlega í fjárhagsáætl- unum sínum ákveðnar upphæðir til húsabygginga umfram það sem lög- boðið er, en Isafjörður skuldar frainlag sitt til byggingarsjóðs verkamannabústaða fyrir s.l. 2 ár. „Sólabyggingarnar eru t'ujlgerð- ar.“ Með þessari setningu er spéspeg- ilshöfundurinn sennilega óviljandi að skopast að sjálfum sér. Vegna ókunnugra skal það eitt fram tekið, að allar umræddar byggingar voru komnar áleiðis um síðustu bæjar- stjórnarkosningar, og ein þeirra, sundhöllin, var vígð þegar að af- Loknð skrifstofa. Margir bæjarbúar, sem upp á síðkastið hafa átt erindi á skrifstofu raíveitunnar, hafa komið þar að luktum dyrum hvað eftir annað á venjulegum skrifstofutíma. Ekki liefir heldur verið svarað i síma skrifstofunnar, og hefir þetta komið sér illa fyrir marga. Hvergi hefir jtað þó sézt aug- lýst, að afgreiðslutíma á skrif- stofunni hafi verið breytt eða bann verið takmarkaður. — Allir hlutir eiga sér orsök, að þvi er sagt er, og orsök þessa vandræða ástands á skrifstofu rafveitunnar mun vera sú, að skrifstofustjórinn hefir undan- farnar 7 vilcur legið í mænu- veiki, og skrifstofustúlkan hef- ir einnig verið frá vinnu vegna veikinda. Á síðasta rafveitu- stjórnarfundi var þetta mál rætt, og bar Birgir Finnsson fram þá tillögu, að rafveitu- stjóra yrði falið að gera. nauð- synlega ráðstafanir til að liafa skrifstofu rafveitunnar opna á venj ulegum afgreiðslutíma í veikindaforföllum starfsfólks ins. Rafveitustjóri kvaðst hafa reynt að fá fólk, en gengið illa, og sjálfur þyrfti hann að vera svo mikið úti, að hann gæti ekki setið á skrifstofunni. Ekki mun rafveitustjóri ])ó hafa auglýst eftir fólki. Eftir þessar upplýsingar var tillaga Birgis borin undir atkvæði og felld af meirihlutanum. — Þarf því engan að undra, þótt skrifstof- an verði lokuð áfram, þar til starfsfólkið hefir fengið heilsu sína á ný, eða útistörf rafveitu- stjórans taka að niinnka. stöðnum kosniiigum. Hinar eru gagnfræðaskóli, (viðbygging), bús- mæðraskóli og íþróttahús. „Myndarlegt hafnarmannvirki og ný vatnsveita er í byggingu.“ Rélt er nú það. Sagan af fram- kvæmdum þessum er kapítuli út af fyrir sig. Bygging hafnarmann- virkisins var raunar undirbúin að mestu fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar. Síðan liefir einn bæjar- fulltrúi Sjálfstæðismanna verið lát- inn hafa framkvæmd verksins með höndum sem ígripastarf. Fyrsta sumarið af þeiin þrem, sem liðin eru af kjörtímabilinu var verkið al- veg látið bíða, af því að þá liafði þessi maður nóg að gera við annað. S.l. tvö sumur hefir einn vinnu- flokkur unnið þarna, og verkinu því ekki miðað áfram sem skyldi, því hæglega hefði mátt koma að því fleiri vinnuflokkum, svo sem títt er um stórframkvæmdir. Samning- urinn við þennan verktaka skal ekki ræddur hér að þessu sinni. Það liefir verið gert itarlega áður. — Vatnsveituframkvæmdirnar munu verða dýrar áður en lýkur. Þær byrjuðu með hinni frægu Stór- urðargryfju, sem kostaði um 100 þúsund krónur, og verður aldrei notuð. Botninn fannst þar ekki frek

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.