Skutull

Árgangur

Skutull - 02.09.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 02.09.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L »Friðarboðskapur« auðvaldsins. SKUTULL VIKUBLAÐ j Útgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarraaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, ísaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: GuHmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergöiu 3. Isafiröi. Eftirlit með óstjórninni. Út af bréfi Félagsmálaráðuneytis- ins um, að Isafjarðarbær verði sett- ur undir opinbert eftirlit upp úr næstu áramótum, ef ekki hafi orð- ið efndir á samningum og greiðsl- ur þá farið fram til Tryggingar- stofnunar ríkisins — hefir íhalds- blaðið Vesturland spunnið hinn furðulegasta langlopa nú að undan- törnu. Brigzlyrðin um ofsóknir af hendi láðuneytisins hafa verið uppistað- an í þeim skrifum, en ívafið hefir verið það, að bágborinn fjárhagur hæjarins sé ekki því fólki að kenna, sem honum hefir sijórnaö undan- farin ár, heldur ríkisstjórninni og þá sérstaklega félagsmálaráðuneyt- inu!! Hverskonar fólki skyldu svona skrif eiginlega vera ætluð? 1 sambandi við þetta mál eru svo ymsir sæmdarmenn, svo sem Jón Guðjónsson, Stefán Stefánsson, Birgir Finnsson og fleiri svívirtir eftir nótum, og bornir hinum fárán- legustu sökum. En sóðalegustu brigzlin vegna þessa máls eru þó stíluð á Finn Jónsson. Þrátt fyrir þunga sök Félags- málaráðuneytisins er Finnur samt gerður að einhverskonar yfirsöku- dólg, sem beri alla ábyrgðina á fjárhagsöngþveiti bæjarins. Tir dæmis eru bæjarbúar fræddir á því, að Finnur hafi aldrei setið sig úr neinu færi um að verða þessu bæjarfélagi „til tjóns og erfiðleika“. Jafnvel pósthúsið hér er dregið jnn í þessi skrif á þann hátt, að ó- kunnugir mættu ætla, að það væri flokkspólitísk hola, sem hagaði sendingu bréfa, sem því er trúað R úgui er meðal hollustu uæringarefna. —Gefið börn- um yðar, og etið sjálf, meira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð frá Bök- unarfélagi Isfirðinga. Bðgerðarhús á 'ramleiðir nú ari brauðteg- tinarfélagið. og óseydd. Ngtízku t.æki til brauðgerðar fyrir, eftir pólitískum bendingum frá æðri stöðum. Aurslétturnar falla sem sé víða, og koma niður á hinum ólíklegustu stöðum. En er hér þá um pólitíska ofsókn að ræða? ■— Það væri Ijótt ef svo væri. Staðreyndir málsins virðast vera þessar: Isafjarðarbær skuldar trygginga- stofnuninni 360.000,00 krónur vegna áranna 1947og 1948. — Sú skuld mundi því ekki greiðast upp á þessu ári, nema bærinn gæti lagt til hliðar 1000 krónur á degi liverj- um henni lil lúkningar. — En til þess eru fremur litlar líkur. Um greiðslu þessarar fúlgu hafði verið gert samkomulag, en það hefir verið svikið, og bætir það auðvitað ekki málstað bæjarins. Auk þess skuldar svo bærinn Tryggingastofnuninni allt tillag þessa árs, en það mun vera eitt- hvað yfir 200 þúsund krónur mið- að við næstu áramót. Þetta eru háar upphæðir. Og ekki hefir gleymzt að leggja skatta á bæjarbúa til að greiða þær, til hvers annars, sem þeim hefir svo verið varið. Þá er þess enn að geta, að Isa- fjarðarbær skuldar byggingasjóði verkamanna 100.000,00 krónur frá árunum 1947og 1948 og 54.000,00 krónur vegna yfirstandandi árs. — Þar eru þá 154 jiúsund í viðbót eða alls 700—750 þúsund króna skuld við þessar stofnanir einar. Um stórinneignir er ekki vitað, en eitt- hvað kynni líka að vera af skuld- um hjá bönkunum í Reykjavík, bankaútbúunum á Isafirði, hjá Kaiípfélagi Isfirðinga, káupmönn- um á Isafirði, iðnaðarmönnum á Isafirði og lijá föstu starfsfólki bæj- arins og bæjarstofnana. Nú er því spurningin þessi: Var ástæðulaust fyrir tryggingastofnun- ina að óttast um vanskil? — Einnig mætti spyrja: Var Haraldur Guðmundsson trúr starfsmaður trygginganna, ef liann gekk ekki eftir lögskipaðri ábyrgð ríkisins, þegar slíkar skuldafúlgur liöfðu safnazt og gert samkomulag um greiðslu brugðizt? Og þá kemur þriðja spurningin: Var það rangt af Félagsmálaráðu- neytinu að herða á greiðslum frá bænum, með aðvörun um eftirlit ineð sex mánaða fyrirvara, áður en ríkið tæki á sig að greiða fúlguna. Hefði ekki mátt segja eitthvað ljótt um það, ef Félagsmálaráðu- neytið hefði ekkert aðvarað, held- ur gengið að bænum fyrirvara- laust? — Hætt er nú við, að slíkt hefði þótt harkalegt og ofsóknar- kennt. En aðrir bæir skulda líka, segja menn. Jú, mikið rétt. En er þá mál- ið einmitt ekki ennþá alvarlegra, fyrir tryggingarnar. Er þá ekki því meir aðkallandi fyrir tryggingarn- ar að herða á innheimtunni og byrja á þeim bænum, sem mest skuldar og hefir þar að auki ekki staðið við gert samkomulag. Venjulegu fólki, sem ekki væri þá því fjandsamlegra tryggingunum, mundi óefað sýnast svo. Sá, sem skuldar er ótvírætt í nokkurri ábyrgð, og það er ekki líklegt að allir fáist til að trúa því, að sá sem lán hefir veitt, sé ofsókn- ari, þótt hann gangi eftir greiðslu skuldanna, þegar úrskeiðis fer. Eftir hugsunarhætti þeirra vest- urlandsmanna að dæma má alveg eins búast við því, að Guðjóni Sú var tíðin, að íslenzkur verka- lýður stóð berskjaldaður, sveltandi og sundraður og þekkti ekki inátt hinna stéttarlegu samtaka. Þá var friður góður og gróandi í þjóðlíf- inu, sagði íhaldið. Þá urðu þeir ríku ríkari á því að láta kvenlólkið bera salt á bakinu fyrir nokkra aura um tímann, og sjómenniná sigla til fiskjar á óhæfum fúafleyt- um, sem hurfu í djúpið með fyrir- vinnu heimilanna, ef eitthvað út af bar um veðurfar. Þá var gaman að lifa, sögðu íhalds- kóngarnir, sem í ró og næði hlóðu saman miljónunum, til þess að geta um síðir reist sína höll við Kóngs- ins nýja torg í Kaupmannahöfn og eytt þar æfinni i auðnuleysi langt fjarri hinum bognu bökum ís- lenzku öreiganna. Um síðir bárust hingað öldur er- lendra verkalýðssamtaka. En þær rísa ekki hátt í byrjun. Félagsskap- ur og kaupgjaldssamningar voru ó- þekkt og framandi hugtök, og ís- lenzkur verkalýður tók þessum ný- mælum af varúð og víða~ með nokkru seinlæti. En íhaldskóngarnir voru ekki lengi að átta sig. Hér var voði á ferðum, sem vissulega gat torveldað förina yfir liafið, og tekið a. m.k. efstu hæðina ofan af framtíðarhöllinni. Um að gera að ganga milli bols og höfuðs á ósómanum þegar í byrjun. Síðan eru gerðar tilraunir til þess að flytja sjómenn með ofbeldi um borð í fúaduggurnar, ef þeir vildu ekki sigla án samninga. Verkafólk- ið er rekið lieim úr vinnunni, ef það vitnaðist, að liað væri í verka- lýðsfélagi, og verzlunarholunum og íshúsunum er lokað, svo að tryggt væri, að það sylti til hlýðni og und- ir gefni. Islenzku verkalýðshreyf- inguna tókst samt ekki að kyrkja í fæðingunni. Fólkið lærði smám saman að meta gildi samtakanna, og stéltarfélög verkalýðsins verða til eitt af öðru. Þannig hefst í sögu íslenzku þjóð- arinnar þetta „voða tímabil“, sem íhaldið fær aldrei útmálað nógu skelfilega. Síðan hefur ílialdið brugðið sér í allra kvikinda líki til þess að hefta markvissa og ör- ugga þróun alþýðusamtakanna. Fyrst eru reyndar hótanir og of- beldi, síðan^ fortölur og loks alls- konar blekkingar. Og í dag eru blekkingarnar þau vopnin, sem í- haldið trúir að bezt muni bíta á hina „spilltu" alþýðu, sem nú vill lifa mannsæmandi lífi, ekki í höll- um Kaupmannahafnar, heldur í sínu eigin landi. bankastjóra verði bráðlega lagt það til lasts að hafa trúað Isafjarðarbæ fyrir lánsfé. Og auk þess væri ekki nema eftir öðru að honum yrði brigzlað um ofsóknarbrjálæði gegn bænum, ef hann gerði ráðstafanir til, að lánin yrðu greidd í samræmi við gerða samninga. En svona „mórall“ í peningasök- um á ekki fylgi almennings hversu hátt sem er kveinað og látið um ofsóknir illra manna og stofnana. — Sökinni af fjármálaóreiðu bæj- arins verður aldrei koinið á aðra en þá, sem farið hafa hér með völd og ábyrgð frá seinustu bæjarsljórn- arkosningum. I jiessari vesölu trú eys nú íhald- ið miljónum á miljónir ofan í blaða kosl sinn. Þannig rignir blekking- unum yfir þjóðina í hinum fárán- legustu myndum. Sífellt er reynt að búa til nýjar og nýjar „fígúrúr“, nýja íhalds-komma til þess að sprella fyrir fólkið, svo að hinum ríku gefist tóm og næði við hallar- bygginguna, jafnframt því sem jórtruð eru gömul og gatslitin slag- orð. Síðasta tölublað „Vesturlands" er ágætt dæmi um þessa „upplýsinga- starfsemi“ íhaldsins. 1 stórri forsíðu fyrirsögn segir „Vesturland": Efnahagslíf þjódar- innar í sjálfsheldu af völdum stéita- baráttunnar“. Hér er átt við, að heildsalar og aðrir svartamarkaðsbraskarar hafi eigi nógu frjálsar hendur til þess að raka saman fé á kostnað alþjóð- ar. Þá segir svo í sömu fyrirsögn: ,,Samstarf stéttaiuia er þjóöarnauö- sýn“. Þetta þýðir, að samtök verka- lýðsinS þarf að leggja til hliðar, sem slík. Að öðrum kosti gæti ekki verið um samvinnu við auðvaldið að ræða. Svo kemur fjas um slæmt stjórn- málaástand í landinu, sem ætla má að stafi af liví, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki hreinan meirihluta á Alþingi. „Megin orsök þessa ástands, segir þetta málgagn spekinnar, er hin skefjalausa og þröngsína stéttarbarátta, sem vinstri flokkarnir hafa barizt fyrir og tekizt að véla alltof stóran hlula þjóðarinnar til þess að taka þátt í“. Já, meginorsök þess, að fylgi í- haldsins hefur sífellt hrörnað frá einu kjörtímabili til annars er ein- mitt barátta verkalýðssamtakanna fyrir bættum kjörum og betri menntun alþýðunnar. Og svo kemur í kaflafyrirsögn á sömu síðu hið fornfræga og gat- slitna slagorð: ,,Stétt með stétt"! Þetta voru síðustu andvörp íhalds- fauskanna, sem sáu hinar fálm- kenndu hræringar íslenzku verka- lýðshreyfingarinnar verða að vold- ugu og áhrifamiklu afli í þjóðfé- laginu, án þess að fá rönd við reist. En þetta stutta og státna slagorð er í rauninni alls ekki eins hressi- legt og manni virðist í fljótu bragði. Það er ámátleg áskorun, sem hefur þetta innihald: Æ, verið þið nú góðu börnin eins og i gamla daga. Hættið að rella um kaupgjald, bælt vinnuskilyrði og húsuæði. Verið ekki að heimta vikulegar greiðslur í peningum. Komið held- ur í verzlanirnar okkar og takið ykkar laun í kaffi, sykri og kringl- um, eins og hérna um árið, þegar bölvuð stéttabaráttan hafði ekki gerspillt þjóðinni!! Þetta er inntakið í „friðarboð- skap“ íhaldsins, sem mitt í auð- æfum sínum dreymir þó ávallt um ennþá stærra og „friðsælla“ Gósen- land, þar sem engin. verkalýðssam- tök fá truflað hinn trylta dans þeirra kringum gulllcálfinn. En þótt íslenzkur verkalýður sé friðsamur, mun hann aldrei semja frið við íhaldið. Það mundi jiýða menningarlega hrörnun og efnalega undirokun hvers einasta vinnandi manns. --------O—....... i’

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.