Skutull

Árgangur

Skutull - 02.09.1949, Blaðsíða 4

Skutull - 02.09.1949, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Blekkingamoldviðri íhaldsins. Nef ndaf ar ganið. Morgunblaðið afneitar nú sem á- kafast öllu, sem miður fer í þjóð- félaginu. Þannig fordæmir það nú öll ráðin og nefndirnar, sem vefjist fyrir einstaklingsframtakinu og liefti það. Jú, mikið rétt, en er það þó ekki furðulegt, að afneitarinn sjálfur skuli hafa krækt sér í flesta full- trúa í hverri nefnd og hverju ráði — og meira en það — skuli einnig hafa krækt sér í formenn i hverri nefnd og hverju ráði. Einliverjum kynni reyndar að finnast það dálítið skrítið. Þannig er Magnús Jónsson fyrr- um dócent, formaður Fjárhagsráðs og Sigurður B. Sigurðsson, stór- kaupmaður, formaður viðskipta- nefndar. — Ihaldsmaðurinn Elís Ó. Guðmundsson er sem kunnugt er framkvæmdastjóri skömmtunar- báknsins, svo vinsælt sem það er, og þannig mætti lengi telja. „Samstjórnarsukkið“ og íhaldið. Á sama hátt þykist Morgunblaðið og morgunblaðsfólkið nú vera á móti samstjórnum fleiri flokka og segir sínu fólki nú næstum dag- lega, að „samstjórnarsukki8“ verði að hverfa við þessar kosningar. En hver hefir átt mestan þáttinn í að lemja saman þessum sam- bræðslustjórntim, sem þjóðin hefir búið við á undanförnum árum? Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn og Ól- afur Thors gert öllum stjórnmála- flokkum og stjórnmálamönnum fremur. Hans afkvæmi var þjóð- stjórnin sæla, og með henni átti hann gerðardómsófreskjuna. — Hver var það annar en Ólafur Thors, sem taldist höfuð nýsköp- unarstjórnarinnar sælu? Og hvað hefir Morgunltlaðið sagt um mynd- un þessarar stjórnar? I dálkum þess hefir það jafnan kveðið við, að öllu fremur hafi það verið Ólaf- ur Thors, heldur en jafnvel Stefán Jóhann, sem hana hafi myndað, til þess að koma í veg fyrir annað verra. Hverju á svo vesalings morg- unblaðsfólkið að trúa? Annaðhvort er „samstjórnarsukk- i8“ íhaldinu ekki svo leitt, sem það lætur, nema þá rétt fyrir kosning- ar — eða þá að hitt stendur eftir sem augljós sannleikur, að sam- stjórnarhugsjón Ihaldsins og Ólaf- ur Thors hafi orðið þjóðinni til harla lítillar blessunar. Og hvernig hyggst þá íhaldið binda enda á samstjórnarhugsjón sína, sem nú kallast „samstjórnar- sukkiS", til þess að þóknast kjós- endunum? Jú, það á að gerast með þeim hætti að gefa Sjálfstæðisflokknum hreinan meirihluta í kosningunum í haust, segir Morgunblaðið, og það endurtyggur íhaldsjórturdýrið á Isafirðh Enginn stjórnmálaflokkur á Is- landi treystir eins óbilandi á heimsku og fáfræði kjósendanna, eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Hér á Isafirði halda íhaldsmenn t.d. ennþá, að það þýði að telja fólki trú um, að ísafjarðarbær sé með fullar hendur fjár. Og nú á að reyna að segja íslenzkum kjósend- um þá fjarstæðu, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi möguleika á að ná hreinum meirihluta á Alþingi. Eins og allir vita eiga 52 þing- menn sæti á Alþingi. Þar af á Sjálfstæðisflokkurinn 19 þingmenn. Þarf því 27 þingmenn til að mynda hinn naumast meirihluta. — Til þess að ná meirihluta á Alþingi þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn því að bæta við sig 8 þingmönnuml Já, það þarf sterka trú á fáfræði og heimsku kjósendanna, til þess að ætla þeim að gleypa slíka flugu. Þó að vitað sé, að ílialdið muni leggja óhemju fjármagn í þessar kosningar, er það samt álit liinna kunnustu manna, að Sjálfstæðis” flokkurinn hafi enga möguleika til að fjölga þingmönnum sínum í næstu kosningum. Miklu fremur liykja líkur benda til, að íhaldið muni tapa tveimur til þremur þingsætum auk Jónasar frá Hriflu, sem verið hefur þess trúi þjónn á seinni árum. —• Um það vitnar meðal annars þessi snjalla staka: Ihaldinu er sálin seld sinnið allt úr skorðum. — Jónas mígur í þann eld, er hann kveikti forðum. Lækkandi gengi íhaldsins meðal íslenzkra kjósenda samkvæmt hagtíðindum. Sú var tíðin, að íhaldið hafði hreinan meirihluta meðal íslenzkra kjósenda, en síðan er liðinn meira en fjórðungur aldar. Réttast er að láta hagtíðindin svara því, hvort Sjálfstæðisflokk- urinn sé vaxandi flokkur með þjóð- inni. En svar hagtíðindanna er þetta: Síðan ílialdið missti meiri- hluta sinn, komst það hæst í kosn- ingunum 1933, fyrir 16 árum síðan. Þá náði það 48,0% af heildarat- kvæðamagninu. -— Síðan er ferill- inn þessi: I kosningunum 24. júní 1934 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 42,3%. 1 næstu kosningum vorið 1937, hallaðist betur, og niðurstaðan varð 41,3%. í sumarkosningunum 1942 seig enn á ógæfuhliðina fyrir Sjálfstæð- isflokknum og útkoman varð 39,5% I haustkosningunum sama ár fékk Sjáífstæðisflokkurinn svo aðeins 38,5% af heildaratkvæðamagninu. Og í kosningunum vorið 1946 hlaut Sálfstæðisflokkurinn 39,4% af heildaratkvæðamagninu og 20 þingmenn. I aukakosningu í Vestur- Skaftafellssýslu nokkru síðar beið svo íhaldið ósigur, tapaði einiun þingmanni og glataði furðu miklu atkvæðamagni á ekki lengri tíma. Eru það hinar seinustu fregnir, sem hagtíðindin hafa að segja af íhaldinu á íslandi og hrörnandi gengi þess. Geta nú greindir kjósendur og ó- hlutdrægir lagt saman tvo og tvo og gert sér grein fyrir því, hvort þessi óslitni ferill niður á við síðan 1933 bendi til þess að íhaldið geti fengið hreinan meirihluta í þess- um kosningum. Ætli það væri ekki sönnu nær að álykta sem svo, að saga seinustu 16 ára bendi til verulegrar „gengis- lœkkunar“ íhaldsins sjálfs, sem nú ætlar að svíkja út uinboð þjóðar- innar sér til handa, til þess að geta svo framkvæmt gengislækkun íslenzku krónunnar til aukinnar auðsöfnunar braskaranna. Lýðræðislegar áhyggjur. Miklar áhgggjur virftist Ásberg auminginn liafa af þvi, aö fram- boS Finns Jónssonar sé ekki lög- legt, eSa a.m.k. ekki IgSræöis- lega frá þvi gengiS. En hér er alveg áslæöulaust jafnvel fgrir hiö viökvæm- asta taugakerfi aö truflast nokk- urn skapaöan hlut. Fulltrúaráö AlþgÖuflokksins gekk frá fram- boöi-Finns Jónssonar svo sem vera ber — og geröi þaö meira aö segja alveg cinróma, ef íhatd- inu skgldi vera þaö einlwer huggun aö vila þaö. Þá er Ásberg líka áhgggjufull- ur gfir því, aö þaö kunni aö standa Finni fgrir kjörfglgi, aö hann hafi ekki veriö búsettur í bænum um tveggja eöa þriggja ára skeiö. — Helg regla um bú- setu i bænum brotin, segir rit- stjórinn. Þess vegna er framboö Finns furöulegt framboö — ó- svífin móögun viö ísafjörö og þar fram efiir götunum. Vilnaö er til Haralds Guö- mundssonar. En hann var óvart fgrverandi kaupfélagsstjóri i Rcgkjavík og búsettur þar, þeg- ar hann var kosinn þingmaöur ísfiröinga sumariö 1927. Um viröingu íhaldsins fgrir þessari helgu reglu þarf auövit- aö ekki aö ræöa, en voru þeir Bjarni Benediktsson og Björn hagfrœöingur) scm boönir voru hér fram og lágu báöir fgrir Finni, búsetiir Isfiröingar? Þing mennska var þeim þó ætlaö hér af íhaldinu, þó aö kjósendurnir sæju um aö svo gröi ekki, íhalds forustunni aö þakkarlausu. Hitt vita svo allir, aö Finnur er og veröur Isfiröingur þó aö lögheimili hans sé í Regkjavik vegna starfa hans þar. En hvaö d'.ti annars aö vera furöulegt viö framboö þess manns, sem einna glæsilegast hefir sigraö andstæöinga sína hér i bæ i hverjum kosningum og svo eftirminnilega, aö sjald- an hefur nokkur frambjóöandi íhaldsins veriö hér í kjöri nema í eitt sliipti. — Ósldr ílialdsins um ngjan frambjóöanda geta mcnn hins vegar mæta vel skiliö undir slíkum kringumstæöum. ———------------------------j MUNIÐ Björgunarskútusjóð Vest- fjarða. öllum f j árstuðningi veitt móttalca hjá Kristjáni Kristjánssyni, Sólgötu 2. Isafirði. STARFSSTÚLKUR vantar á Sjúkrahús ísa- f jarðar 1. október n. k. Sjúkrahús ísaf jarðar. Mannfall hjá íhaldinu. Það vakti athygli um land allt í vor, er hinn ötuli og vinsæli atvinnu- rekandi í Vestmanna- eyjum, Einar Sigurðs- son, sagði sig úr Sjálf- stæðisflokknum. Hafði hann um langt árabil verið einn helzti og á- lirifamesti forustumað- ur flokksins þar í Eyj- um. En sjaldan er ein bár- an stök. — Nú hefir Svavar Guðmundsson, bankastjóri og bæjar- fulltrúi á Akureyri, einn atkvæðamesti foringi í- haldsins í höfuðstað Norðurlands einnig tek- ið pokann sinn og sagt sig úr Sjálfstæðisflokkn um. — Þetta er að von- um, en fráfall kjósend- anna frá íhaldinu verð- ur ekki kunnugt fyrr en á kjördegi. ------------------------------ Stórbruni á Flateyri. Hraðfrystihúsið Snæfell h.f. á Flateyri brann til kaldra kola 27. ágúst s.l. Eldsins varð vart kl. 4 á laugardagsmorgun, og var hann þá þegar orðinn óviðráðanlegur fyrir slökkvilið Flateyrar. Vindur var hvass sunnan suðaustan, en hægði um það leyti, sem eldsins varð vart, og mun það hafa bjargað frá stórfelldum bruna m.a. á húsi með 20 stand. af timbri, vöru- geyinslum Kaupfélags önfirðinga og verzlunarlnisi, Klukkan tæplega 5 var slökkvilið Isafjarðar kallað til þess að verja nærliggjandi byggingar og var það komið á staðinn kl. rúmlega 6. Þá var frystihúsið fallið, en samt mik- ill eldur í rústunum. Slökkviliðið frá ísafirði hóf þá þegar að slökkva í rústunum. Meðan á brúnanum stóð, urðu þrjár-meiri háttar sprengingar, sem stöfuðu frá ammoniak- og súrefnis- hylkjum. I húsinu voru um 2000 kassar af fiski, en kvöldið áður hafði kæliskipið Vatnajökull tekið rúma 2000 kassa úr húsinu. , \ Okunnugt er um upptök eldsins. Kaupfélag önfirðinga átti sjálft húsið, sem var járnslegið timbur- hús, en hlutafélagið Snæfell, Ásg. Guðnason o.fl., áttu trystiklefa og vélar. Af þessu leiðir mjög tilfinnan- legt atvinnutjón fyrir þorpið. Þá verður eignatjónið eigi heldur bætt svo skyndilega eins ög 'nú standa sakir um allan innflutning nauð- synja. T. d. lapar Kaupfélag ön- firðinga þarna slátrunarplássi sínu, og verður erfitt fyrir félagið að ráða fram úr því í haust. Prentstofan Isrún h.f.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.