Skutull

Árgangur

Skutull - 23.09.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 23.09.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Orð og athafnir. Lærdómsríkt dæmi frá Tálknafirði. IS K U T U L L VIKUBLAÐ Útgefandi: ; Alþýðuflokkurinn á Isafirði ; Ábyrgðarmaður: ; Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: GuSmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: | Haraldur Jónsson i Þvergötu 3. IsafirSi. í Gengisbr ey íingin. Sú frétt, að gengi steriingspunds ins gagnvart bandariskum dollar hefði verið lœkkað um 30%, kom heiminum mjög á óvart, þegar Sir Stafford Cripps, fjármálaráðherra Breta, flutti hana í útvarpsræðu s. 1. sunnudag. Áður hafði bæði hann og aðrir stjórnarleiðtogar í Bret- landi borið ákveðið tii baka allar lausa-fréttir um lækkun pundsins, en nú hefir það komið á daginn, að gengisbreytingunni hefir verið haldið svo vandlega leyndri fyrst og fremst til þess að koma í veg fyrir gjaldeyrisbrask. t ræðu sinni gat Sir Stafford þess, að lækkun pundsins væri ætl- að að örfa útflutning frá Bretlandi til dollaralandanna, og reyija þann- ig að bæta úr dollaraskorti Breta. Hann kvað vöruverð í Bretlandi ekki þurfa að hækka yfirleitt vegna gengislækkunarinnar, þar eð Bret- ar fengju flestar nauðsynjar sinar frá sterlingsvæðinu. Brauðvörur væru þó undantekning, og mundu hækka. Báðherrann varaði mjög eindregið við kauphækkunum vegna gengislækkunarinnar, og kvað þær mundu leiða til verð- bólgu og draga úr þeim áhrifum á útflutning Breta, sem lækkuninni væri ætluð að hafa. Síðan Bretar tilkynnlu lækkun pundsins hafa flest lönd á sterlings svæðinu lækkað gjaldeyri sinn til samræmis við lækkun pundsins að nokkru eða öllu leyti. Meðal þess- ara landa eru ísland og hin Norður löndin. Bíkisstjórnin gaf um hádegi á mánudag út svofellda tilkynningu í sambandi við gengislækkun sterl- ingspundsins: „Bíkisstjórnin hefur ákveðið, að gengi íslenzkrar krónu gagnvart sterlingspundi skuli vera óbreytt eins og verið hefur, 26,22 ísl. kr. í sterlingspundi, sölugengi, og ann- arrar erlendrar myntar í samræmi við það. Frá 1926 var gengi íslenzkrar krónu bundið sterlingspundi og hélzt svo fram á árið 1939. Vegna óstöðugs gengis á sterlingspundi þá og breytingar á viðskiptum lands- ins út á við á styrjaldarárunum þótti heppilegra að tengja íslenzku krónuna að nokkru leyti dollara- genginu líka, og hefur staðið við svo búið síðan. Nú er ástandið aftur orðið þann- ig, að megnið' af útflutningsafurð- um landsins er selt til Bretlands og annarra landa, er miða sitt gengi við sterlingspund, svo að hækkun á gengi íslenzkrar krónu gagnvart sterlingspundi mundi hafa í för með sér tilsvarandi Iækkun í is- lenzkum krónum á þessum útflutn- ingsvörum, sem aftur myndi leiða af sér stöðvun útflutningsins og at- vinnuleysi. Til þess að koma i veg fyrir þetta, hefir ríkisstjórnin ákveðið að binda skráningu íslenzku krón- unnar sterlingspundi, eins og var fyrir 1939, og halda genginu á þvi óbreyttu, eins og það hefur verið nú um skeið, ísl. kr. 26.22, sem sölugengi á einu sterlingspundi. Verða nú gefin út um þetta bráða- birgðalög að fenginni staðfestingu alþjóðagjaldeyrissjóðsins". Eins og þessi tilkynning ríkis- stjórnarinnar ber með sér verður íslenzka krónan látin fylgja sterl- ingspundinu, þannig að gengi lienn ar helzl óbreytt gagnvart því og gagnvart öllum öðrum erlendum gjaldeyri, sem lækkaður hefur ver- ið til samræmis við sterlingspund- ið. Iiins vegar þýðir ákvörðun rík- isstjórnarinnar að sjálfsögðu, að gengi íslenzku krónunnar lækkar gagnvart dollaranum, eins og gengi sterlingspundsins og annars gjald- eyris í Vestur- og Norður-Evrópu, um 30%, og verður sölugengi doll- arsins framvegis kr. 9,36 í stað kr. 6,50, sem það hefur verið hingað til. Sem kunnugt er, eru utanríkis- viðskipti okkar langmesl við Bret- land og önnur lönd á sterlings- svæðinu; þaðan fáuin við megnið af okkar innflutningi og þangað seljum við megnið af okkar útflutn- ingi. Á þessi viðskipti hefur geng- islækkun sterlingspundsins engin á hrif eftir þá ákvörðun rikisstjórn- arinnar að láta krónuna fylgja pundinu, en hefði að öðrum kosti haft stórkostleg söluvandræði í för með sér og sjálfsagt stöðvun og at- vinnuleysi hér heima. Var því al- veg einsætt og óhjákvæmilegt að íslenzka krónan yrði að fylgja sterlingspundinu. Hins vegar hefur sú ákvörðun það í för með sér, að vörur, sem fluttar eru inn frá Ameríku, hækka í verði, þar á meðal hveiti. En út- flutningsmöguleikar okkar þangað eiga jafnframt að vaxa, t.d. á lirað- frystum fiski og saltsíld. í sambandi við þessa frásögn af lækkun íslenzkrar krónu, til sam- ræmis við sterlingspund, skal það skýrt tekið fram, að lækkunin gagn vart dollar hefir miklu minni þýð- ingu fyrir okkur, heldur en lækk- un gagnvart pundinu mundi hafa. Gengislækkunarpostular Frams. og íhalds munu því eftir sem áður beita sér fyrir slíkri gengislækkun, en Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- samtökin standa á verði gagnvart henni. Talsmenn þessarar gengisl. munu ósparl vitna til fordæmis Breta, en þeim mun þó veitast örðugt að sanna, að hið sama gildi í þessum efnum, hér og í Bretlandi. Bretar eru að miklu leyti sjálfum sér nóg- ir, eins og Sir Stafford Cripps tók fram, en það erum við Islendingar elcki, og lækkun ísl. krónunnar gagnvart pundi mundi því hafa i för með sér tilsvarandi hækkún þeirra nauðsynja, sem við flytjum inn frá sterlingsvæðinu, en það eru flestar okkar aðfluttu nauð- synjar. ------- 0--------— Tónlistaskóli ísafjaröar verður settur 1. október n.k. Kennarar verða eins og síðastlið- inn vetur, þeir Bagnar H. Ragnar, er kennir píanóleik og tónfræði og Jónas Tómasson er kennir orgel- leik. Flestum mun það kunnugt, að koinmúnistar telja sig vera fram- sæknustu og einlægustu leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar. Með stöðugum áróðri, krydduðum rógi og níði um störf Alþýðuflokksins og forustumenn hans innan al- þýðusamtakanna, hefir þeim tekizl að blekkja ýmsa til fylgis við flokk sinn. Svo vel hefir þeim tekizt að villa um þessa menn, að þeir hafa með öllu verið grunlausir um þann svikavef og það þrældómshelsi, sem þeir ósjálfrátt hafa skapað, með fylgisspekt sinni við komm- únista, og sem nú ógnar sjálfstæði þjóðarinnar. En setn betur fer, er það nú vax- andi tjöldi manna, sem vaknar til meðvitundar um þá hættu, sem yf- ir þeim og samtökum þeirra vofir frá hendi kommúnista. Þeir sjá nú, að málefnum jieirra var stefnt i voða af ábyrgðarlausum ævintýra- mönnum, sem hagnýttu sér aðstöðu þá, sem verkalýðshreyfingin skóp þeim, til framdráttar eigin hags- munum, og hikuðu ekki við að leiða yfir umbjóendur sína marg- víslegt tjón, ef það aðeins gat orðið flokki þeirra að gagni, í gerræðis- fullri ofsóknarbaráttu hans gegn þjóðarhag. Úr sögu síðari ára mætti nefna ótal dæmi, sem sanna ljóslega hversu kommúnistarnir eru gjör- sneyddir allri ábyrgðartilfinningu, og hvernig hagsmunamál og bar- átta íslenzkrar alþýðu er þeim al- gjört aukaatriði. Barátta verkalýðs- félaganna er einskis virði í þeirra augum, sé ekki hægt að framkalla með henni öngþveiti og upplausn- arástand og blása að eldum sundur- lyndis og halurs, einstaklings og slétta á milli. Rétt verkamannsins til verkfalls, — bitrasta vopn alþýðusamtak- anna, sem þau aðeins eiga að bag- nýta er i nauðir rekur, — skoða kommúnistarnir sem handhægt og hættulegt vopn, sem þeir beina að fjárhagslegri velmegun þjóðarheild arinnar hvenær er tækifæri býðst til. Launahækkun til verkalýðsins er algjört aukaatriði hjá þeim, að- eins notuð sem tylliástæða, blæja, sem liylja skal rýtingin, sem falinn er í ermi ofbeldisflokksins. Þar, sem kommúnistar eru alls ráðandi, sézt glöggt, hvernig þeir búa að verkalýðssamtökunum og hvað þeir inundu gera hér á landi liefðu þeir aðstöðu til. Það fer ekki mikið fyrir verk- fallsréttinum í Rússlandi og er það þó mála sannast, að óvíða mun meir þrengt kosti og öryggi verka- lýðsins og launakjör hans óhag- slæðari en þar. Fáar sögur berast frá löndunum, sem Rússar sölsuðu undir sig, um samtök og sjálfsögðustu félagsrétt- indi verkalýðsins, og efast þó eng- inn um, að ástandið þar er ekki glæsilegt. Fyrsta verk kinverskra kommún ist var að afnema verkfallsrétt verkalýðsins í ýmsum stórborgum landsins, og eru þó launakjör kín- verskra verkamanna ömurleg. Einhver kann nú að segja, þelta ^r okkur óviðkoinandi, það sem gerist í Asíu og Rússlandi skeður alls ekki hér, okkar kommúnistar — sósíalistar — eru miklu betri og aðstæður allt aðrar hér á landi en í fyrrgreindum löndum. I þessu máli liggja fyrir stað- reyndir, sem eru lærdómsríkar og þess verðar, að þeiin sé gaumur gefinn. I einu verkalýðsfélagi hér á Vest- fjörðum eru kommúnistar alls ráð- andi. Það er í Tálknafirði. Leiðtogi kommúnista þar heitir Albert Guð- inundsson, kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri hraðfrystihúss, er þar er starfrækt. Hann er að vísu farinn úr stjórn verkalýðsfélagsins, en kunnugir telja, að hann ráði þar mestu enn þá. Hitt er víst, að vinir lians og pólitískir samherjar eru þar ein- valdir. Eini atvinnurekandinn, sem félagið semúr við, er Albert Guð- mundsson. Það eru því hæg heima- tökin, um hagkvæma samninga, því liér semja kommúnistar við sjálfa sig. Fyrir síðustu Alþýðusambands- kosningar urðu harðar deilur í blöðunum milli Alþýðuflokksins og Kommúnistaflokksins um kaup- gjaldsmál og hvor flokkurinn stæði þar betur að vígi. Deila þessi sann- aði það, að þau félög, sem sljórnað var af Alþýðuflokksmönnum, bjuggu við mun hagstæðari samn- inga en hin. Að vonum urðu kommúnistarn- ir hinir reiðustu út af uppgjöri þessu. Sárast sveið þeim þó það, að þau félög þeirra, sem liagkvæm- asta liöfðu aðstöðuna til góðra samninga t.d. Tálknafjörður, voru langl fyrir neðan meðallag livað kaupgjald snerti. Slíkt ósamræmi varð að Iaga, ekki vegna hagsmuna verkamanna, heldur lil að fjarlægja hættulegt árásarefni. Fyrirmæli voru send, og að dæini sannra kommúnista var brugðizt fljótt við. Skömmu síðar birti Þjóviljinn frétt um stórfellda kauphækkun í Tálknafirði og gleymdi þvi ekki að geta ]iess að þetta væri árangur af starfi kommúnista. I vor, þegar A.S.V. hófst handa um samræmingu og hækkun kaup- gjalds á Vestfjörðum, var Verka- lýðsfélagi Tálknafjarðar boðin þátt- taka. Það sinnti ekki beiðni A.S.V. Forráðamenn þess liafa sjálfsagt talið kaupgjaldið nógu hátl á fé- lagssvæðinu. Satt er það, kaupið í Tálknafirði er sæmilegt, — á papp- írnum. — En gallinn er bara sá, að í reyndinni er þaö lægsta kaup, setn greitt er d Islandi. Samningur- inn sem Þjóðviíjinn gumaði svo mjög af, fól í sér þær breylingar einar, að hæ.tl var að grei'öa kaffi- tímana, eins og alls staðar er gert. Afleiðingin var því sú, að kaupið hækkaði á hverja unna klukku- stund, en kaffitímarnir voru ekki greiddir. Kaupiö hækkaöi þvi ekkert. Dag- kaupiö var þaS sama og áður. Þó var kostur verkamanna þrengdur enn meira. Nú urðu þeir að vinna í dagvinnu til kl. 6 e.h. í staðinn fyrir til ld. 5 e.h., sem áður var. Þar sem margir af þeim, sem í frystihúsinu vinna, hafa um smá- bú að sjá og þurfa að hagnýta

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.