Skutull

Árgangur

Skutull - 10.05.1952, Blaðsíða 2

Skutull - 10.05.1952, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L KAUPIN GERÐ. Bæjarsjóður o.fl. aðilar hafa nú gert kaupin á hluta- bréfum Ishúsfélags ísfirðinga, og fer hér á eftir yfirlýsing seljenda, sem staðfest var af bæjarstjóra 16. apríl s.l., og jafngildir því kaupsamningi. YFIRLÍSING. „Jafnframt því sem við undirrit- aðir í umboði eigenda hlutabréfa í íshúsfélagi fsfirðinga h.f., afhend- um Jóni Guðjónssyni, bæjarstjóra, f.h. kaupenda hlutabréfanna, hlutabréf Ishúsfélags Isfirðinga h.f., að nafnverði kr. 158.340,00 — eitt hundrað og fimmtíu og átta þúsund þrjú hundruð og fjörutíu Sem greiðslu á kaupverði hluta- bréfanna — annara en eigin hluta- bréfa félagsins, — hafa kaupendur tekið að sér sem sína skuld kr. 190.000,00, er Böðvar Sveinbjarn- arson skuldaði Landsbanka ís- lands, útibúinu á ísafirði og kr. 160.000,00 víxilskuldir, er Jón Kjartansson skuldaði í Útvegs- banka fslands, Reykjavík. Þá hef- ur bæjarsjóður fsafjarðar gefið út eigin víxil til seljenda fyrir kr. 690.000,00 og greitt í peningum kr. 200.000,00. Reynist skuldir hlutafélagsins hafa verið hærri um s.l. áramót en tilgreint er hér að framan berum við ábyrgð á því, sem sú hækkun nemur meir en kr. 50.000,00 — fimmtíu þúsund krónur —. 00/100 — og þar með allar eignir félagsins, fastar og lausar, viljum við taka fram, að söluverð hluta- bréfanna, að frádregnum eigin hlutabréfum félagsins, bókfærðum 31/12 1951 kr. 29.770,00, er miðað við eftirfarandi mat á eignum þess pr. 31/12 1951: Yfirtaka hlutabréfanna skal, hvað rekstur félagsins snertir, miðuð við síðustu áramót og telj- ast kaupendur taka við rekstri fé- lagsins frá þeim tíma. Yfirlýsing þessi er gerð í tveim- ur samhljóða eintökum, sitt handa hvorum aðila, og kemur hún í stað kaupsamnings, dags. 20. febrúar s. 1., er fellur hérmeð úr gildi“. Eins og sjá má af framanritaðri yfirlýsingu, þá hafa enn ekki feng- ist þau framlög og lán til kaup- anna frá ríkissjóði, sem vonir stóðu til, og hefir því fjárhagsleg hlið málsins verið leyst í bili með bráðabirgðaráðstöfunum. Hinsvegar er það nú vitað, að flest öll útgerðarfélögin í bænum muni óska að gerast aðilar að fé- laginu, þar á meðal fsfirðingur h.f. og verður því þá vart trúað, að ríkisstjórnin geti lengur skirrst við að afgreiða til ísafjarðar þá fjárveitingu og þá ríkisábyrgð, sem skír og ótvíræður þingvilji var fyrir að veittar yrðu s.l. vet- ur. Héðan af verður ekki litið á klögumál og rógsherferð þeirra Matthíasar, Ásbergs og Kjartans, út af þessu máli, öðru vísi en sem pólitískt brölt og máttlausa reiði yfir því, að geta ekki komið Björgvin Bjarnasyni á ný inn í at- vinnulíf ísfirðinga. Réttmæti sjálfra kaupanna viðurkenna þeir með því að láta ísfirðing h.f. ger- ast aðila, eftir allt, sem á undan er gengið, og þar af leiðandi getur ríkisstjórnin ekki lengur á neinn hátt afsakað frekari drátt á því að afgreiða fjárveitingar hingað í samræmi við vilja þingsins. Ef svo ólíklega skyldi samt fara, að drátt- ur yrði á þessu, þá hlyti Alþingi, næst þegar það kemur saman, að láta það verða sitt fyrsta verk, að afgreiða þetta mál eins og til var ætlazt í vetur, hvað snerti ísa- f jörð og Siglufjörð, en sá bær hef- ir heldur ekki fengið afgreiðslu enn þá hjá ríkisstjórninni í sínu íshúsmáli. Róginum hnekkt. Aðal rógsefni Matthíasar & Co var það, að eignin væri of dýru verði keypt — hún hefði verið föl fyrir minna. Bærinn hefði hlaupið í kapp við ísfirðing h.f. um kaup á eigninni og boðið verðið upp. Á þessu hafa þeir japlað í bjánaleg- um klögubréfum til ríkisstjórnar- innar og ruddalegum skammaræð- um í bæjarstjórn. Sannanir hafa þeir þó engar fært fram fyrir þess- um áburði, og svívirðilegar getsak- ir þeirra í garð Jóns Guðjónssonar, bæjarstjóra, og Hannibals Valdi- marssonar, hafa ekki haft við neitt að styðjast. Eftirfarandi umsagnir seljand- anna um verðið og viðskiptin við fulltrúa bæjarins annarsvegar og „fulltrúa" ísfirðings h.f. hinsveg- ar tala sínu máli um þetta efni: Bréf Jóhannesar Elíassonar, lögfræðings, sem hafði söluumboð fyrir eig- endur: Til félagsmálaráðuneytisins. 26. marz 1952. Til svars bréfi ráðuneytisins, dags. 22. þ.m., þar sem óskað er umsagnar minnar um bréf minni- hluta bæjarstjórnar ísafjarðar varðandi sölu á eignum íshúsfélags fsfirðinga h.f., vil ég taka þetta fram: Því er haldið fram af minnihluta bæjarstjórnar, að bæjarstjórinn Jón Guðjónsson og Hannibal Valdimarsson hafi „bundið bæjar- sjóð ísafjarðar 600—800 þús. kr. skuldabagga algerlega að þarf- lausu með samningi, er þeir gerðu og meirihluti bæjarstjórnar stað- festi, um kaup á hlutabréfum Is- húsfélagsins. Byggir minnihlutinn þessa fullyrðingu á því, að þeir hafi verið „vel á veg komnir“ meö að kaupa eignir félagsins fyrir kr. 1.500.000,00 og hafi „allar líkur“ verið fyrir því að eignimar hefðu fengizt fyrir það verð, ef „um- framboð" bæjarstjórans hefði ekki komið. Þessar fullyrðingar bæjar- stjómarminnihlutans hafa ekki við nein rök að styðjast. Hvorki ég, eigendur hlutabréfanna, Jón Kjartansson og Böðvar Sveinbjam- arson, né Gísli Indriðason, sem um skeið vann að sölu eignanna, höfum nokkru sinni gefið í skyn, að eignir félagsins væru fáanlegar fyrir kr. 1.500.000,00, hvað þá heldur gert tilboð um slíkt, enda er slíkt verð fjarstæða ein, er bezt sést á því, að á árinu 1948 var hluti af fasteignum félagsins met- inn af dómkvöddum mönnum á tæpa hálfa aðra miljón og nú fyr- ir nokkrum vikum á rúmlega kr. 2.600.000,00 allar og mun það ein- ungis vera um helmingur þess, er þær myndu nú kosta í byggingu. Þessu til staðfestingar læt ég fylgja hérmeð yfirlýsingu greindra manna, og hvað mig snertir er það að segja, að forráðamenn tog- arafélagsins eða umboðsmaður þeirra hefur alclrei talað við mig orð um kaup á eignum fshúsfélags- ins, enda þótt ég hafi ástæðu til að ætla, að þeim hafi verið vel kunnugt um, að ég vann að sölu eignanna. Vænti ég að af framan- greindu sé ljóst, að sú fullyrðing, að bæjarstjórinn hafi yfirboðið togarafélagið og bakað með því bæjarfélaginu tjón, er fjarstæða ein. Eignir fshúsfélagsins voru eltki falar fyrir minna verð en samningurinn við bæjarstjórnina hljóðar um. Um mál þetta vil ég til viðbótar framanrituðu segja þetta: Meiri- hluti bæjarstjórnar hefur, með því að kaupa nefndar eignir og með því að ákveða að gefa heild- arsamtökum vélbáta- og togaraút- gerðar í bænum kost á að starf- rækja fyrirtækið og stjórna því, lagt hyggilega og sanngjarnlega grundvöll að framgangi ísfirzkrar útgerðar, og er það lítt skiljanlegt að nokkurt útgerðarfyrirtæki þar sjái sér fært að vinna móti slíkri lausn. v Virðingarfyllst, Jóhannes Elíasson“. Yfirlýsing eigendanna. „Við undirritaðir, ég Böðvar Sveinbjarnarson, fsafirði, ég Jón Kjartansson, Ósi við Snekkjuvog, Reykjavík, sem aðaleigendur hluta bréfa í íshúsfélagi ísfirðinga h.f., og ég Gísli Indriðason, fasteigna- sali, Tjarnargötu 3, Reykjavík, viljum hér með að gefnu tilefni gefa eftirfarandi yfirlýsingu: Framhald á 8. síðu. Eignir: 1. Húseignir, áhöld eldri, áhöld ný, breyting á vinnu- Kr. sal, nýbygging — 46..545.00 ....................... — 2.000.000,00 2. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna: sjóðir ............ — 94.631,11 3. Hlutabréf í öðrum félögum.......................... — 24.000,00 4. Birgðir, fiskur, áætlaðar uppbætur, gjaldeyris- fríðindi samkvæmt skrá .......................... — 255.613,83 5. Birgðir, umbúðir samkvæmt skrá .................. — 123.104,75 6. Útistandandi skuldir: Einar Guðfinnsson.......... kr. 17.164,00 Fiskimjöl, fsaf.............. — 37.000,00 S. H......................... — 581.748.25 — 635.932,25 7. Kork o.fl. ónotað efni innifalið í Nýbyggingareikn- ingi kr. 58.545,00, metið á ....................... — 12.000,00 Kr. 3.145.281,94 Skuldir: 1. Skuldir samkv. efnahagsreikningi 2.102.937,50 h- Hlutafé .... 158.340,00 -í- Varasjóður 178.916.31 337.256,31 1.765.680,19 2. Stóreignaskattur ................ 89.000,00 3. Lagt til hliðar móti óframkomn- um kröfum ........................ 50.000,00 Kr .1.904.680,19 Verð hlutabréfa hluthafa — 1.240.601,75 Kr. 3.145.281,94

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.