Skutull

Árgangur

Skutull - 10.05.1952, Blaðsíða 7

Skutull - 10.05.1952, Blaðsíða 7
S K U T U L L 7 Ávarp til Isfiiðinga. Framhald af 1. síðu. — Slík úrslit sýna þroskaða kjós- endur, enda er lýðræðisþroskinn að vonum hvergi lengra á veg kominn í heiminum, en einmitt í Bretlandi, móðurlandi lýðræðisins. „Þá var mörgu logið“, sagði Gröndal forðum. í þessum kosn- ingabardaga verður sjálfsagt mörgu og miklu á mig logið bæði af óverðskulduðu lofi og lasti. Það skiptir raunar ekki svo miklu máli. Hitt er aðalatriðið, að allt það moldviðri verði bara ekki til að fela hugsjónir jafnaðarstefn- unnar fyrir augum ykkar, en hennar fulltrúi er ég og vil ég verða, eins og veikir kraftar leyfa. Ég sé að aðalkeppinautur minn lætur hefja kosningabaráttu sína undir stríðsmerki Matthíasar Bjarnasonar. Það gleður mig, en ekki þykir mér ólíklegt að ein- mitt það verði ýmsum velunnurum Kjartans læknis fremur til ömun- ar og hryggðar. Slíkt ávarp með brigzlum um angurgapahátt og glæframennsku andstæðingsins og þar fram eftir götunum, mun sennilega aldrei hafa verið borið á borð fyrir nokkra kjósendur nokkursstaðar á landinu, nema hér í þetta sinn. Einsdæmin eru verst. En ef til vill láta kjósendur Sjálfstæðisflokksins ekki bjóða sér allt. Þó versnar enn orðbragðið, þeg- ar lengra er haldið lestri blaðsins og sóðalegast er það orðið á öft- ustu síðu. Þar er ég orðinn ,,hund- elt ólánsgrey“ og nafn mitt aldrei nefnt svo að ekki sé um það flétt- að fúkyrðum og smánaryrðum. (En hverjir skyldu þeir þá vera, hundarnir, sem elta mig?). Þetta er nú bara forsöngurinn. Þetta er fyrsta kosningablaðið. Hvermg skyldi orðbragðið vera orðið daginn fyrir kjördag. — Það verður fróðlegt að vita. Ég get fyrir mitt leyti verið á- nægður með svona blaðamennsku aðalandstæðingsins. Ég er viss um að hún verður ekki Kjartani J. Jó- hannssyni til framdráttar eða mér til hnekkis. — Þvert á móti. Hún mun verða mér til fylgisauka og honum til fylgistaps. — En það er auðvitað einkamál Kjartans J. Jó- hannssonar, ef hann hefur ásett sér að vinna þessa kosningu á háttprýði og manngöfgi Matthías- ar Bjarnasonar. — Hann um það. Komi það fyrir, sem ég gæti næstum trúað, að fé verði borið á menn í þessum kosningum til að falast eftir sannfæringu þeirra, þá sé ég ekkert á móti því að það sé þegið. Slíkt fé má sannarlega verða áhættufé þeirra, sem bjóða. En þá fyrst er um alvarlega glæp- samlegt athæfi að ræða, ef menn leggjast svo lágt að láta sannfær- ingu sína fyrir mútur. Það má engan Isfirðing henda. Það ríður á að þeir, sem mútur bjóða, hvort sem er í áheitaformi eða einhverri annari mynd, séu vandir af slikri lítilsvirðandi ósvífni í garð heiðar- legra kjósenda. Við alþýðuflokksmenn höfum ekki fé til að hafa marga launaða menn í þjónustu okkar til að vinna að kosningunni. Við eigum nálega allt undir því, að þið kjósendur Alþýðuflokksins og velunnarar mínir vinnið upp frá þessum degi að kosningu minni hver í sínu um> hverfi og meðal kunningja, skyld- menna og vina. Nú þegar þarf að hafa samband við fjarstadda kjós- endur og gera þeim aðvart um að kjósa nógu tímanlega, svo að at- kvæði þeirra geti verið komin hingað fyrir kjördag. Á Alþingi mun ég líta á mig sem fulltrúa verkalýðssamtakanna jafnt sem Alþýðuflokksins. Og af málefnum bæjarins mun ég leggja höfuðkapp á að helga atvinnumál- unum mína beztu krafta. Með baráttukveðju. Hannibal Valdimarsson. --------0-------- ðalfundur V.l.f. Baldurs var haldinn 7 .apríl s.l. Skuld- laus eign félagsins er 112.908,27 kr. Eignaaukning s.l. ár var kr. 4.350,37. Eignir hinna einstöku sjóða fé- lagsins er þessi: Sjúkrasjóður kr. 104.736.58 Verkfallssjóður — 7.983,73 Orlofssjóður — 505,15 Félagssjóður, skuld — 317,19 Við kosningu stjómar og ann- ar trúnaðarmanna kom aðeins fram einn listi og var hann því sjálfkjörinn. Stjóm félagsins skipa: Guðmundur G. Kristjánsson, for- maður, varaformaður Guðmundur B. Albertsson, gjaldkeri Sverrir Guðmundsson, fjármálaritari Hall- dór M. ólafsson, ritari Björgvin Sighvatsson. Samninganefnd Baldurs skipa: Kristján Bjarnason, Tangagötu 19, Helgi Finnbogason, Jón Jóns- son frá Þingeyri, Guðmundur Eð- varðsson og Jóhannes Guömunds- son. Sökum stórkostlegrar dýrtíðar- aukningar, sem kemur hart niður á fjárhag verkalýðsfélaganna ekki síður en einstaklinganna sá félag- ið sér ekki annað fært en að hækka árgjöldin enda er V.lf. Baldur í nokkur ár búinn að hafa lægri árs- tillög^en önnur hliðstæð félög, og hefir dregið það of lengi að hækka árgjöldin til samræmis við önnur félög og vaxandi dýrtíð. Árgjöldin eru nú kr. 100,00 fyr- ir karla, kr. 60,00 fyrir konur og unglinga og kr. 140,00 fyrir bíl- stjóra. Árgjöld meðlima í Dyngju og Sjöfn kr. 65,00 og árgjöld í Dröfn kr. 110,00. Eftir að aðalfundarstörfum var lokið var rætt um atvinnumál og tóku margir til máls. Tilkynning. Nr. 8/1952. Fjárhagsráð hefur ágveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum smásölu: Án söluskatts: Með söluskatti Franskbrauð, 500 gr kr. 2.62 kr. 2,70 Heilhveitibrauð, 500 gr — 2,62 — 2,70 Vínarbrauð, pr. stk — 0,68 — 0,70 Kringlur, pr. kg — 7,67 — 7,90 Tvíbökur, pr. kg — 11,65 — 12,00 Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr. — 4,36 — 4,70 Normalbrauð 1250 gr. ... — 4,56 — 4,70 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir em ekki starfandi, má bæta sannan- legum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúgbrauðum og normalbrauðum vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Reykjavík, 5. maí 1952, VERÐLAGSSKRIFSTOFAN. Nr. 6/1952. Tilkynning Fjárhagsráð hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem hér segir: Niðurgreitt Heildsöluverð án söluskatts...... kr. 4,01 Heildsöluverð með söluskatti ...... — 4,31 Smásöluverð án söluskatts ......... — 5,00 Smásöluverð með söluskatti......... — 5,10 Reykjavík, 29. apríl 1952, VERÐLAGSSIÍRIFSTOFAN Óniðurgreitt kr. 9,83 pr. kg. — 10,13-------- — 10,88-------- — 11,10--------- AÐALFUNDUR. Aðalfundur Vélbátaábyrgðarfélags ísfirðinga verður haldinn á skrif- stofu félagsins sunnudaginn 25. maí n.k. kl. 2 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Isafirði, 5. mai 1952. STJÓRNIN. Aðalfundur. Aðalfundur Ishúsfclags Isfirðinga h.f. verður haldinn laugardaginn 21. júní n.k. í skrifstofu bæjarstjórans á Isafirði. DAGSKRA: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Atvinnuleysiskráning Samkvæmt lögum fer fram atvinnuleysisskráning á Isafirði dagana 12.—15. maí n.k. Skráningin fer fram á bæjarskrifstofunni kl. 10—12 f.h. og 13—15 daglega. ísafirði, 9. maí 1952. BÆJARSTJÓRI.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.