Skutull

Árgangur

Skutull - 17.05.1952, Blaðsíða 2

Skutull - 17.05.1952, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L SKUTULL Útgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: Guðmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. tsafiröi. Forsetakjörið 29. júni. Þann 24. júní 1945 átti þjóðin sjálf í fyrsta sinn í sögu Islands að velja sér þjóðhöfðingja sinn. — Við lýðveldisstofnunina 17. júní 1944 var nefnilega sá háttur á hafður, að Alþingi kaus forsetann til eins árs — og fórst það væg- ast sagt ekki vel úr hendi. Það var þá, sem auðu seðlarnir níu komu fram, sem þjóðfrægt varð. Að vísu fór það svo vorið 1945, að forsetaefnið varð aðeins eitt, og þessvegna varð herra Sveinn Björnsson sjálfkjörinn og engin kosning fór fram. Aftur fór á sömu leið, er því kjörtímabili lauk, vorið 1949. Forsetinn varð enn sjálfkjörinn. Nú í vor, þann 29. júní, á þjóðin í fyrsta sinn að ganga að kjörborð- inu til þjóðhöfðingjakjörs. — Þá skiptir öllu máli, að kjósendumir komi fram sem íslendingar, en ekki sem þröngir flokksmenn ein- vörðungu. Það ríður á í þessu máli, að kjósendurnir fari aðeins eftir eigin sannfæringu, en ekki flokka- fyrirmælum. Það mæltist strax illa fyrir hjá þjóðinni, er þingið sýndi lit á því að reyna að bora því inn í stjóm- arskrána, að forseti lýðveldisins yrði þingkjörinn en ekki þjóðkjör- inn. Ennþá ákveðnari mótmæla- alda reis, þegar miðstjórnir stjórn- málaflokkanna fóru í ársbyrjun 1945 að gefa kjósendum fyrirmæli um forsetakjörið. Var þá þegar sýnt, að kjósendur myndi ekki taka slíkum flokksfyrirmælum með þökkum. Um það leyti (27. apríl 1945) skrifaði ég forustugrein í Skutul um væntanlegt forsetakjör og sagði þar m.a. þetta.: „Vafalaust væri það æskilegt, ef íslenzka þjóðin tæki strax þá stefnu að ákveða afstöðu sína til forsetakjörs, án allra fyrirmæla frá miðstjómum pólitísku flokk- anna. Forsetinn á aldrei að vera eða verða fulltrúi pólitísks flokks eða flokka, heldur fulltrúi þjóðarinn- ar allrar. Það væri ömurlegt ósjálfstæði, Benedikt Rósi Steindórsson SKIFSTJÓBI. Þegar ég kom til Hnífsdals haust- ið 1917, gekk ég þar í ungmenna- félagið. Formaður þess var Bene- dikt Rósi Steindórsson, þá um tyí- tugt. — Mér fannst þessi maðurinn strax við fyrstu sýn traustlegur, en ekki þar eftir fimlegur. En þegar við kvöld eitt, allmargir piltar úr félaginu, komum saman til íþrótta- æfinga, sá ég það strax að það var Benedikt Rósi, sem var bezt íþrótt- um búinn. Það var hann, sem lengst gat stokkið. Hann, sem hæst stökk. Hann ,sem glímdi bezt. Og þannig var það jafnan með Benedikt Rósa Steindórsson. Hann reyndist betur en þeir, sem lítið þekktu hann, bjuggust við. Benedikt Rósi Steindórsson var fæddur 26. des. 1897 að Leiru í Leirufirði í Grunnavíkurhreppi, og voru foreldrar hans Steindór Gísla- son, Steindórssonar bónda á Snæ- fjöllum — og Sigurborg Márus- dóttir. Þegar Benedikt Rósi var 11 ára gamall, fluttust foreldrar hans til Hnífsdals, og bjuggu þau þar síð- an til dauðadags. Þar ólst Bene- dikt Rósi upp til fullorðinsára og tók strax á unglingsárum að stunda sjómennskuna af kappi. En hann var námsmaður ágætur og fór því í Stýrimannaskóla Islands og lauk þar farmannaprófi með á- gætri einkunn. Hafði hann þannig rétt til skipstjórnar á stórskipum. — Síðan sneri hann sér þó aftur að fiskveiðunum. Var á togaranum Skallagrími hjá hinum nafntogaða aflakóngi Guðmundi Jónssyni, einnig á línuveiðara, er hann var sjálfur meðeigandi að. Um skeið átti Benedikt Rósi vélbátinn Egg- ert Ólafsson og stýrði honum sjálf- ur, en varð fyrir því óhappi að missa hann suður undir Jökli 1936. Hér heima var Benedikt Rósi oft stýrimaður eða skipstjóri á ýms- um vélbátum, djúpbátnum, sam- vinnufélagsbátunum o.s.frv., og um nokkurt árabil var hann skip- stjóri á Pólstjörnunni, enda var hann einn af stofnendum Munins- félagsins. Reyndist hann þá harð- sækinn sægarpur og mikill afla- ef kjósendurnir létu draga sig í flokksdilka einnig um valið á æðsta manni þjóðarinnar, þannig að hver kjósandi léti þar fremur ráða afstöðu sinni bendingar eða bein fyrirmæli flokksins, en sitt eigið óháða mat á menntun, hæfni og mannkostum forsetaefnanna, án tillits til pólitískra skoðana þeirra sjálfra. ★ Það er því dálítið leiðinlegt, að pólitísku flokkarnir skyldu allir fara að lýsa afstöðu sinni til fyrsta þjóðkjörs forsetans, sem fram átti að fara 24. júní í sumar. Þrír þeirra hafa lýst því yfir, að þeir styðji kosningu herra Sveins Björnssonar, en einn þeirra (Sós- íalistaflokkurinn) hefur lýst yfir andstöðu sinni, þótt hann í þetta sinn sjái sér ekki fært að beita sér fyrir framboði forsetaefnis. Þetta gátu þeir allir látið vera, enda rak þá engar nauður til, og sýnir þó, hvað þeir ætla sér. Nú kemur til kasta þjóðarinnar. ★ Að vísu verður sennilega aldrei hjá því komizt, að forsetaefnin hafi pólitískar skoðarnir. En það, sem á ríður, er það, að pólitísk flokksblinda dragi ekki slíka hulu fyrir augu manna um hæfni og mannkosti forsetaefn- anna, að enginn sjái neitt, nema eginn flokksmann. Það þarf að koma ótvírætt í ljós nú strax, að enginn kjósandi telji sig bundinn við neitt, nema sannfæringu sína frjálsa og óhefta við fyrsta þjóðkjör forsetans, — og svo þyrfti það jafnan að verða upp frá því. Að minnsta kosi er það nú stað- reynd um Alþýðuflokksmenn og Framsóknarmenn, að þeir taka ekkert flokkspólitískt tillit með afstöðu sinni til forsetakjörs. Þeir ganga að kjörborðinu aðeins sem lslendingar — en ekki sem flokks- menn — til þess að kjósa lslend- inginn Svein Björnsson, hvað sem pólitískum skoðunum hans líður“. Þetta var afstaða mín og okkar Alþýðuflokksmanna til forseta- kjörsins 1945, og vissu þó allir, að Sveinn Björnsson var að allri lífsskoðun fastmótaður sjálfstæð- ismaður. Sú afstaða okkar er með öllu óbreytt í dag. Það voru mann- kostir Sveins Björnssonar, prúð- mennska hans, glæsimennska, fyr- irmennska og diplomatisk hæfni, sem gerðu hann nálega sjálfkjör- inn til forsetatignar. Flokkspóli- tísk afstaða hans sjálfs varð í vit- und annara íslendinga að slíku aukaatriði að okkur datt ekki í hug að einblína á það. Ef þjóðin bregst nú með sama hugarfari við vanda forsetakjörs, þá markar hún stefnu fyrir langa framtíð. Þá venur hún miðstjórn- ir flokkanna í eitt skipti fyrir öll af því ósæmilega gerræði að vera að gefa flokkspólitísk fyrirmæli um alþjóðarmál eins og forseta- kjör. — Og það er einmitt það, sem þarf að gerast þann 29. júní í sumar. Hanuibal Valdimarsson. maður. — Nú um skeið var Bene- dikt Rósi á togaranum ísborg, og hefi ég frétt, að á heimleiðinni í hinni síðustu för, hafi hann hvatt félaga sína til að reyna nú að ljúka ákveðnu verki, áður en þeir færu fyrir Látrabjarg. Fyrir þess- ari sögu hef ég að vísu ekki alveg óyggjandi heimildir. En lík er hún ákafa- og atorkumanninum Bene- dikt Rósa Steindórssyni, eins og ég þekkti hann frá fomu fari. Hann kom heill heim að hafi. Gekk til hvílu og vaknar eftir klukkustundarsvefn sjúkur maður. Að viku liðinni, þann 30. apríl s.l. var hann liðið lík. Þannig brotna stundum sterkir viðir. Árið 1936 gekk Benedikt Rósi að eiga Kristínu Jónsdóttur frá Eyri í Seyðisfirði og áttu þau 2 börn. En sambúð þeirra varð skammvinn, því að hún lézt 1939. Árið 1941 kvæntist hann í annað sinn — eftirlifandi konu sinni, Símoníu Ásgeirsdóttur, ættaðri vestan úr Arnarfirði. Eignuðust þau tvær dætur, sem enr. eru í bernsku. Fyrir nokkrum árum leitaði Benedikt Rósi til mín og bað mig fyrirgreiðslu á máli, sem honum lék þá nokkur hugur á. — Ég varð glaður við, því að Benedikt Rósi var slíkur maður, að mér þótti að því mikill fengur, að hann skyldi sýna mér það traust að leita míns liðsinnis, er honum þótti nokkurs við þurfa. Síðan — og þó raunar alltaf frá Hnífsdalsárunum vorum við hinir mestu mátar. Hannibal Valdimarsson. -------0-------- Tveir gagnframbjóð- endur auka sigurvon- ir Ásgeirs, segir Vísir Dagblaðið Vísir taldi nýlega, að með framboði séra Bjarna Jóns- sonar til forsetakjörs, til viðbótar við framboð Gísla Sveinssonar, hefðu líkur stóraukizt fyrir sigri Ásgeirs Ásgeirssonar við forseta- kjörið. „Ásgeir Ásgeirsson", sagði Vísir, „á að baki merkan stjórnmálaferil og hefir gegnt æðstu trúnaðar- störfum, enda nýtur hann vinsælda meðal almennings. Stuðningsflokk- um ríkisstjórnarinnar hefur vafa- laust verið Ijóst, að með framboði þeirra Gísla Sveinssonar og séra Bjarna Jónssonar aukast líkur stórlega fyrir sigri Ásgeirs Ás- geirssonar, sem mjög mun hafa verið rætt um sem forsetaefni lýð- ræðisflokkanna, þótt ekki næðist um það samkomulag“. Þetta voru ummæli Vísis nýlega um fraboðin til forsetakjörs. --------0-------

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.