Skutull


Skutull - 31.05.1952, Blaðsíða 1

Skutull - 31.05.1952, Blaðsíða 1
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins er í Alþýðuhússkjallaranum (litla salnum) Sími: 273. Þjóðin heíur verið svikin í stjórnarskrármálinu. Kjósendurnir verða sjálflr að taka málið í sínar hendur, til þess að verjast skef jalausu flokksræði, sem nú liggur eins og mara á þjóðinni. Þingíð á að vera ein málstofa. — Þingmönnum má f ækka úr fimmtíu og tveimur í þrjátíu og sex. Með lýðveldisstofnuninni 17. júní 1944 voru kjósendur beðnir að samþykkja dönsku konunglegu stjórnarskrána frá 1874 með nokkr um óverulegum smábreytingum — aðallega þeim, að orðið lýðveldi kæmi í staðinn fyrir konungsríki, og forseti fyrir konungur. Auk þess var svo hinn innlendi þjóð- höfðingi sviptur því neitunarvaldi, sem danski konungurinn hafði haft. Þannig breyttur skyldi, þessi forni hyrningarsteinn danska kon- ungsríkisins, verða bráðabirgða- stjórnarskrá fyrir Lýðveldið ís- land. Þeir íslendingar, sem fundu af þessu óbragðið og kröfðust þess, að þegar yrði samin fram- tíðar lýðveldisstjórnarskrá, voru huggaðir með því hátíðlega lof- orði, að þetta yrði bara nokkra mánuði — aðeins til naumustu bráðabirgða — svo kæmi lýðveldis- stjórnarskráin og tryggði okkur Is- lendingum það fullkomnasta stjórnarform, sem heimurinn þekkti. ', Þjóðin lét blekkjast. Aðeins nokkur þúsund manns sáu, að hér voru svik í tafli og greiddu at- kvæði á móti bráðabirgðastjómar- skránni. Ég var í þeirra hópi og barðist eins og ég gat á móti sam- þykkt hennar, enda fékk hún ná- lega jafn mörg mótatkvæði hér í bænum og í Isafjarðarsýslum — eins og allstaðar annarstaðar á landinu til samans. Þá var okkur sagt, að þessi nei- atkvæði mundu verða ævarandi, kolsvartur smánarblettur á Isfirð- ingum. Og nokkuð réttilega var ég hafður fyrir aðalsökum fyrir að hafa „afvegaleitt" lýðinn. — Þá skrifaði Sigurður Bjarnason um mig, þá svæsnustu svívirðingar- grein, sem nokkurn tíma hefur komið í Vesturlandi og hét m.a. á aðstandendur nemenda í Gagn- fræðaskólanum að koma í veg fyr- ir það, að ég færi með þeim í skólaferðalagið, þar sem ég væri fyrirlitlegur landráðamaður. Þetta var nú þá. — Síðan eru lið- in 8 ár og ennþá er bráðabirgða- stjórnarskráin okkar stjórnarskrá. Það var skipuð stjórnarskrárnefnd undir forustu íhaldsmannsins Sig- urðar Eggerz. önnur fjölmenn nefnd var valin til að vinna með þeirri fyrr nefndu. En útkoman varð núll. — Svo dó formaður stjórnarskrárnefndar, og hann lá hátt á annað ár í gröf sinni, án þess að nýr formaður væri kosinn. Þannig var nú áhuginn. Um þær mundir leyfði ég mér að bera fram fyrírspurn á Alþingi um, hvað liði aðgerðum og efndum í stjórnarskrármálinu. Svörin voru sem vænta mátti lítið sköruleg, en þó látið í það skína, að bráðum mundi skipta um skrið. Svo var Gunnar Thóroddsen kosinn formaður nefndarinnar. Hófst þá mikil sigling víða um lönd í leit að lýðveldisstjórnar- skrám, en ekkert hefur síðan heyrzt um árangur þeirra að- drátta. Lauk hans kjörtíma svo, að ekki fæddist sú langþráða lýð- veldisstjórnarskrá. Þá var sjálfur Bjarni Benedikts- son kosinn formaður stjórnarskrár nefndar. Héldu þá ýmsir, að kom- ið væri að lokaþætti málsins, og nú mundi tekið til óspilltra mál- anna, þó seint væri. En það fór á annan veg. Sama mollan og að- gerðarleysið. Sömu svikin við þjóðina. Og nú gerir sér enginn von um efndir í stjórnarskrármálinu á næstu árum. — Sú gamla, danska verður að duga Lýðveldinu fsland a.m.k. fyrsta áratuginn. Sumarið 1944 kom prófessor Richard Beck hingað til lands sem fulltrúi Vestur-Islendinga á lýð- veldishátíðina. I þeirri för kom hann ekinig í heimsókn til Isaf jarð ar, og ^órum við, nokkrir bæjar- fulltrúar, með honum vestur á firði einn daginn, meðan hann stóð hér við. Þá minnist ég þess eitt sinn, er talið barst að afstöðu minni til skilnaðarmálsins og stjórnarskrár- innar, að Halldór heitinn Halldórs- son, bankastjóri, sem var þar með í förinni, sagði : „Ég er alltaf að sannfærast betur og betur um það, að Hannibal hefur haft rétt fyrir sér í þessu máli". Þetta gladdi mig mjög og varð mér minnisstætt, því að þeir voru ekki margir þá, sem voru mér sammála í stjórnarskrár- málinu eða létu það uppi. — En nú eru þeir orðnir margir, — mjög margir. Hin síðari ár hefur þeim alltaf farið fjölgandi, sem harma það, að þeir skyldu ekki greiða at- kvæði móti bráðabirgðastjórnar- Framhala á 4. síðu. ¦?\ IÐNAÐURINN ER GRÁTT LEIKINN. Útvarpið skýrði frá því eitt kvöldið, að tslendingar ættu nú fimm vélbáta í smíðum í Danmörku. — Á sama tíma eru allar ís- lenzkar skipasmíðastöðvar í dauðadái. Hvernig lízt mönnum á, og hvernig stendur á, að þetta er svona? Það mun vera um 100 000 krónur sem greitt er í tolla af óunnum efnivörum í einn 80— 90 tonna bát. Við þetta skatt- gjald sleppur kaupandinn hins- vegar alveg, ef hann kaupir bátinn erlendis. Þetta jafngildir raunverulega því, að erlendir skipasmiðir séu fluttir inn, en íslenzku smiðirn- ir látnir ganga atvinnulausir. Slíkt mundi ekki þolað, en þegar það sama gerist að póli- tískum leiðum, þá kyssa menn fúslega á vöndinn. Og hverjir eiga sök á þessu? Formaður Sjálfstæðisflokksins er atvinnu- málaráðherra. Höfuðpaur heild- salanna, sjálfstæðismaðurinn Björn Ólafsson er viðskipta- málaráðherra. Þeir hafa völdin til að laga þetta — og samt kjósa iðnaðarmenn unnvörpum íhaldið. I_____________________ Era síldargotstöðvar í ísafjarðardjúpi? inga, og verður að vænta þess, að það verði ekki dregið á langinn að fá fulla vitneskju um ferðir og lifnaðarháttu þessarar ungsíldar. Er síldin hér allt árið? Ef ekki, Það er alkunn staðreynd, að f lest vor veiðist meira eða minna af smásíld í innfjörðum Djúpsins í landnætur. En á hverju vori er þar mikið af síld, þótt erfiðlega gangi að ná henni, þegar hún ekki leggst upp að landi. Síldarmagnið er allt frá smá- seiðum, sem erfitt er að hugsa sér að séu komin frá fjarlægum got- stöðvum, og upp í millisíld, en meginmagnið er oftast smásíld, — svokölluð kræða. Það er álit Péturs Njarðvík, að þarna muni vera um síldargots- stöðvar að ræða, og er ekki vanza- laust fyrir aðra eins síldveiðiþjóð og Islendingar eru, að láta ekki rannsaka þetta til hlýtar. Hér er verkefni fyrir fiskifræð- hvernig er þá ferðum hennar hátt- að ? Er millisíldin hér gestkomandi að vitja bernskustöðva sinna? Er hér máske um sérstaka tegund smávaxinnar síldar að ræða o.s. frv. Spurningarnar, sem heimta svar, eru óteljandi. — Sjávarútvegs- málaráðuneytið ætti án tafar að fela fiskifræðingi þetta rannsókn- arefni. Og hvað liggur nær en að hið vestfirzka strandgæzlu, björg- unar- og hafrannsóknaskip, María Júlía verði látið þjóna þessu mik- ilsverða vestfirzka atvinnumáli.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.