Skutull

Árgangur

Skutull - 06.06.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 06.06.1952, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Viðurkenning og kosninga- dómar. „Það má segja um H.V. eins og fleiri forustumenn Alþýðuflokks- ins, að ýmislegt hafi hann vel gert í bernskutíð verkalýðssam- takanna og er sjálfsagt að unna honum verðugra eftirmæla fyrir það eins og öðrum“. Þetta eru ummæli Jóns Rafns- sonar í blaðinu Baldri, er hann mælti fyrir framboði Hauks Helga sonar. — Já, þeir gerðu ýmislegt vel, alþýðuflokksmennimir á fyrri tíð, jafnvel líka Hannibal Valdi- marsson. — Er nú hægt að búast við, að harðir andstæðingar fari miklu lengra en þetta í viður- kenningu sinni í miðjum kosninga- bardaga. — Það finnst mér sann- ast að segja varla von. — En hvemig var það svo með þessa „fyrri tíð“, þegar ég vann mér þau lárber, sem jafnvel Jón Rafnsson vill nú ekki af mér hafa. Það var fyrir og eftir 1930, þeg- ar kommúnistar vom að brjótast út úr Alþýðuflokknum og brölta við að stofna Kommúnistaflokk- inn. Og á þeirri tíð var hvorki mér eða öðrum alþýðuflokksmönnum klappað lof í lófa. Þá áttum við sífellt að vera að svíkja verkalýð- inn, og það var talið til höfuð- glæpa að eiga samleið með slíkum mönnum. — Svona var nú það. Það er því dálítið gaman að heyra það nú, að einmitt þegar ég stóð hér í sem harðastri baráttu við kommúnista sem aðalsundr- ungaraflið í verkalýðshreyfing- unni, og átti minn þátt í, að komm únistar fengu aldrei verulega út- breiðslu á Vestfjörðum —að ein- mitt þá hafi ég ýmislegt vel gert. Þetta bendir ákveðið í þá átt, að eftir svo sem tuttugu ár hér frá fáist samskonar viðurkenning á störfum mínum í verkalýðshreyf ingunni um þessar mundir. Það er líka alkunn saga um víða veröld, að verk jafnaðarmanna í öðrum löndum má vel viðurkenna og líka verk þeirra á löngu liðinni tíð — bara ekki fyrir samtíðinni eða í sínu heimalandi. En þá verða bara smá árekstr- ar við dómana eins og þeir voru á hinni góðu gengnu tíð, og að því uppgötvuðu er ekkert að gera annað en brosa að öllu saman. Hinsvegar er það skoðun mín, að hafi ég eitthvað gert, sem þýð- ingu hafi fyrir verkalýðshreyfing- una hér á landi í framtíðinni, þá sé það einkum tvennt og hvort- tveggja frá seinustu árum. Og þetta tvennt er: Heildarsamningar um kaup og kjör verkafólks á Vestfjörð- um — og stjórn mín á Alþýðu- sambandsþingi, þegar Alþýðu- samband fslands var leyst úr á- nauð kommúnista. Og ég veit, að það er einkum það síðarnefnda sem veldur því, að allt meginmálið í grein Jóns Rafnssonar var helgað mér — en ekki fulltrúa íhaldsins — já, og ekki heldur flokksframbjóðanda Jóns, sem hann ætlaði þó i upp- hafi að biðja ísfirðinga að gera fyrir sín orð að Alþingismanni. HEILDARSAMNINGAR FYRIR LANDIÐ ALLT, ER ÞAÐ, SEM KOMA SKAL. MEÐ ÞVI MÓTI STANDA VERKALÍÐSSAMTÖK- IN BEZT SAMEINUÐ — STERK- ARI FÉLÖGIN STYÐJA ÞAU VEIKARI — OG MEÐ ÞVI EINU MÓTI FÆST FRAMKVÆMD SÚ Nú haldið þið auðvitað, að ég eigi við Jón klæðskera, en svo er ekki. Ég á við nafna hans Rafns- son úr Reykjavík, sem lagði það á sig að koma alla leið til ísafjarð- ar til að hnoða saman framboði Hauks Helgasonar og lagði það líka á sig í ofanálag að skrifa frá Reykjavík langloku mikla í með- mælaskyni með framboði sama Hauks, sem enginn vildi annars verða til að mæla með á prenti. Mikil gamansemi felst í setn- ingu eins og þessari: „Isfirðingar! Kjósið Hauk Helgason á þing!!“, en hún stóð nú samt og sett með feitu fyrirsagnaletri á fyrstu síðu seinasta Baldurs. Stígandi er þó í gamanseminni, þegar spurningunni um, hvað al- þýðufólkið eiga að gera til að mót- mæla doðanum, sem nú ríki í verkalýðssamtökunum — er svar- að með þessu: Að kjósa Hauk Helgason á þing! Enn vex gamansemin og fyndn- in, þegar spurningunni um, hvern- ig alþýðufólk eigi að mótmæla niðurlægingu verkalýðssamtak- anna — og svarið er aftur: Að kjósa Hauk Helgason á þing. Og að síðustu er svo spurt: í grafalvarlegum tón, hvað alþýða manna eigi að gera, til þess að verkalýðssamtökin verði aftur að áhrifaríkri stærð í þjóðfélaginu — og enn er svarið eitt og hið sama: Að kjósa Hauk Helgason á þing. Þarna virðast kommúnistar því hafa fundið allsherjarlyf og allra meina bót við öllum þjóðfélags- legum meinsemdum, og það er: Að kjósa Hauk Helgason á þing. Þetta er svona ámóta snjallræði og þeir læknar halda sig hafa HUGSJÓN AÐ GREITT SÉ SAMA KAUP FYRIR SÖMU VINNU, HVAR SEM ER A LANDINU. Og það, sem ég svo legg ekki minna upp úr, er það, að heildar- samningar veita atvinnulífinu miklu meira öryggi, en það á við að búa með sérsamningum nú hér og svo þar á öllum tímum og sitt á hvað. — En öryggi atvinnulífs- ins er síður en svo einkamál at- vinnurekendanna. — Það er um fram allt aðalhagsmunamál hins vinnandi fólks. Og hvað sem Jón Rafnsson segir í kosningagreinum um niðurlæg- ingu“ vestfirzkra verkalýðssam- taka — er það víst, að þetta fram- faraspor eiga verkalýðssamtökin þó eftir að stíga, einmitt þar sem kommúnistar hafa bæði ábyrgð og yfirráð í verkalýðshreyfingunni eins og bæði norðan lands og aust- an. Hannibal Valdimarsson. fundið, sem hvaðeina lækna með hraðritun resepta. En furðulegt er, að svona gam- ansamur náungi, eins og Jón Rafnsson er, skuli ekki fyrir löngu hafa fastráðið sig hjá Haraldi Á. Sigurðssyni við bláu stjömuna — sem upp frá því héti svo auðvitað Rauða stjarnan. --------o- Er þðrf á tveimur til að kastast borðstokka á milli. Framsóknarblaðið Isfirðingur lýsir því réttilega, að bæjarfélag- inu hafi orðið að því lítil gæfa, að kommúnistar fengu hér oddaað- stðu í bæjarstjóm, en það gerðist með þeim hætti, að þeim tókst að sá tortryggni í hugi nokkurra al- þýðumanna og kvenna gegn Al- þýðuflokknum, svo að hann missti hér meirihlutaaðstöðu í bæjar- stjórn. Þá fengu kommúnistar úrslita- aðstöðu í bæjarstjóm ísafjarðar og lýsir framsóknarblaðið því, hvemig sú aðstaða hefur verið notuð, með eftirfarandi orðum: „Allir vita, hvernig þeim (þ.e. kommúnistum) hefur tekizt þetta hlutverk sitt. Þeir hafa kastast borðstokkanna í milli, svo að oft hefur legið við, að bæjarskútan færist með allri áliöfn“. Þetta er mjög rétilega sagt og skilst af öllum. — En öllu óskilj- anlegra verður það hinsvegar, þegar farið er svo að hjala um nauðsyn þess að framsókn kom- ist líka í þessa aðstöðu kommún- ista hér í bænum. — Ekki yrði þó Gamansamur er Jón! Lætur hann ganga róginn. Eftir því, sem nær dregur kosningunum hnignar andlegu ástandi Vesturlandsrithöfund- anna ört, dag frá degi. Þeir, sem lesa Vesturland, geta nákvæmlega fylgst með vaxandi vanheilsu þeirra, og sannast þar hið fomkveðna, að lengi getur vont versnað. Persónulegt níð og lævísleg- ur rógur um Hannibal Valdi- marsson, ásamt upplognum slefsögum, sem ísfirðingur byrjaði að japla á, fylla dálka blaðsins í vaxandi mæli. 1 Vesturlandi er engin til- raun gerð til að rökræða þau vandamál, sem almenning varð- ar. Á stefnumál Sjálfstæðisfl. eða önnur málefni er alls ekki minnst einu orði. Þar er ekk- ert nema sóðalegt níð og hróp- yrði. Þegar búið er að fjarlægja sóðaskapinn af síðum Vestur- lands, er ekkert eftir nema upp- málaður vesaldómurinn og glansmynd af Kjartani lækni. Ef þessari rógsiðju er ætlað að skaða Hannibal Valdimars- son og vinna málefnum Alþýðu- flokksins tjón, þá missir það áform algjörlega marks, því að rógurinn kemur höfundinum sjálfum í koll og skjólstæðingi Vesturlands. ísfirzkir kjósendur fordæma svona sorpskrif og fleygja Vest urlandi frá sér fullir viðbjóðs og fyrirlitningar. Alþýðuflokkurinn getur vel við unað, að andstæðingar hans vegi að honum með vopnum rógs og illyrða, slíkar baráttu- aðferðir vekja réttláta andúð almennings og efla brautar- gengi Alþýðuflokksins að sama skapi. En menn eru að velta þeirri spumingu fyrir sér, fyrir hvaða fólk Vesturland sé skrifað og hverskonar menn það eru, sem því sé ætlað að hafa áhrif á. Slík manntegund fyrirfinnst ekki í bænum, sem betur fer, að undanteknum ritsóðunum sjálfum. hættan á því minni, að bæjarskút- an kantraði, ef þeir yrðu tveir, sem köstuðust borðstokkanna á milli. Og það vita allir, að innan hins fámenna hóps framsóknar hér eru menn, sem engu síður en kommúnistar, vilja samvinnu við íhaldið og aðrir, sem vilja sam- starf við Alþýðuflokkinn. Báðir þessir armar mundu heimta vilja sinn sitt á hvað, og þannig verða mjög hættulegur farmur á bæjar- skútunni í viðbót við kommúnist- ana sem fyrir eru.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.