Skutull

Årgang

Skutull - 04.12.1953, Side 1

Skutull - 04.12.1953, Side 1
XXXI. árgangur. Isafjörður, 4. desember 1953. 17. tölublað. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK! Alþýðublaðið er ykkar mál- gagn. Gerizt fastir áskrifend- ur að því strax í dag. Með því styrkið þið málefni ykkar og komizt um leið í nánari tengsli við störf og stefnu flokksins. Á Isafirði fæst blaðið í Bók- hlöðunni. ORÐ OG ATHAFNIR. Góð afkoma sjómanna er þjóðarnauðsyn. íslenzk sjómannastétt er horn- reka í þjóðfélaginu. Þeir ranglátu og skammsýnu ráðsmenn, sem stjórnað hafa málefnum þjóðar- innar á síðustu árum og enn hvíla eins og mara á öllu efnahagslífi landsmanna, hafa sífellt stjakað sjómannastéttinni lengra og lengra út á gadd fátæktar og efnahagslegrar óvissu. Öll þjóðin veit þó, að sjávarút- vegurinn er höfuðatvinnuvegur landsmanna, sá atvinnuvegurinn, sem fyrst og fremst gerir okkur kleift að lifa menningarlífi í þessu landi, a.m.k. eins og sakir standa. 1 beinu framhaldi af þessum staðreyndum er öllum hugsandi mönnum ljóst, að okkur er lífs- nauðsyn að eiga jafnan fjölmenna stétt hraustra og dugmikilla manna, sem fúsir eru hverju sinni að sækja „gull í greipar Ægis“, eins og það er orðað á máli land- krabbanna. Þetta vita líka valdhafarnir mæta vel og viðurkenna, — en að- eins í orði. Það er bara á sjómannadaginn og við önnur slík tækifæri, að þessir herramenn láta dátt að sjó- mönnunum. En þeir hugsa flátt, — það sýna verkin þeirra. Þess vegna tekur nú enginn sjómaður lengur mark á ógeðfelldum glam- uryrðum og hræsni slíkra leik- trúða. Sjómennirnir hafa áþreifanlegar sannanir fyrir því, að daginn eft- ir eiga þeir vís olnbogaskotin úr sömu áttinni og lítilsvirðingu á lítilsvirðingu ofan, og mega síðan vera gleymdir og tröllum gefnir á höfum úti, unz aftur þykir við- eigandi og ,,praktiskt“ að setja nýja sjómannagloríu á svið. Hér fara á eftir nokkrar stað- reyndir, sem staðfesta framan- í’ituð ummæli. Fiskverðið og sjómennirnir. Þegar fiskverð er ákveðið, koma nokkrir stórlaxar íhaldsins sam- an á fund. Það eru fulltrúar fisk- kaupmannanna, Sölusambands íslí fiskframleiðenda, hraðfrystihús- anna, bankanna og útgerðarmann- anna, sem jafnframt eru fisk- kaupendur, svo og fulltrúar ein- hverra Hálfdána og Pimpinella suður á Italíu, austur í Grikk- landi og víðar um heim. Þegar allir hafa tekið sér sæti, er byrjað að skifta hugsanlegu markaðsverði íslenzka fisksins. Vinnubrögðin eru þau sömu og hjá apanum, sem var að skifta ostinum. íhaldið skiptir sem sé alltaf eftir þeim reglum. Hver á fætur öðrum „bíta“ þeir stórt stykki af fiskverðinu og segja: „Þetta þarf ég að fá fyrir mig“. Að lokum hafa allir fengið ,,sitt“, jafnvel Pimpinelli líka. En er þá nokkuð eftir? „Jú, þpssi ögn er handa sjómanninum. Hann verður að láta sér nægja þetta“, segja skiftaráðendurnir, um leið og þeir standa upp og fara. Það gleymdist bara að spyrja sjómanninn, hvað hann þyrfti mikið fyrir að hætta lífi sínu út á hafið til að sækja fiskinn, og hvað liann þyrfti mikið til þess að geta haldið lífinu í sjálfum sér, koniusinni og börnum. Fiskverðið er nefnilega ekki ákveðið þá daga, sem sjómennirn- ir eru „hetjur hafsins". Gjaldeyrisbraskið og sjómennirnir Þegar núverandi stjórnarflokk- ar lækkuðu gengið með „penna- striki“ Ólafs Thors og dýrtíðar- flóðinu var hellt yfir þjóðina, stórversnuðu kjör sjómanna vegna þess, að fiskverðið hækkaði ekk- ert í hlutfalli við verðlagsbreyt- ingar þær, sem urðu á öllum lífs- nauðsynjum, vegna gengisfallsins. Af þeim sökum var einnig vél- bátaútvegurinn dæmdur til tor- tímingar. En honum varð að bjarga, eða svo átti það að heita a.m.k. Það mátti samt ekki hækka fiskverðið almennt, því þá hefði sá ,,óverðskuldaði“, — sjómaður- inn einnig fengið sitt! í stað þess hóf íhaldið bátagjaldeyrisbraskið fræga og bætti þannig gráu ofan á svart með því að neyða sjómenn til þess að kaupa fjölmargar nauð synlegar vörur með bátagjaldeyr- isálagi. Þarna var sjómönnum freklega misboðið, og þeim ýtt miskunnar- laust út á kaldan klakann. Peuingavaldið og sjómennirnir. íhaldið, sem stjómar bankamál- unum í landinu í umboði þjóðar- innar, telur það ekki fyrstu skyldu sína að sjá atvinnuveg- unum fyrir nauðsynlegu reksturs- fjármagni, svo að þeir séu þess megnugir að halda uppi viðunandi atvinnulífi handa fólkinu. Kaup- sýslumenn og braskarar eru þar skör hærra settir. Það þykir t.d. sjálfsagður hlut- ur að pína útgerðarfyrirtæki svo, að þau geti alls ekki staðið í skil- um við sjómenn. Þeir mega bíða árið út eftir lé- legum tekjum sínum. Svo langt er jafnvel gengið, að sjóveðsréttur- inn er af þeim tekinn, til þess að þeir skuli með öllu standa varn- arlausir, meðan bankaíhaldið í Reykjavík er að velta því fyrir sér, hvort íslenzkar sjómanna- fjölskyldur þurfi að éta oftar en einu sinni á ári. Þó að hér verði nú látið staðar numið, er samt enn fjölmargt ó- talið, sem sýnir það og sannar, Framhald á 2. síðu. Merkup baráttumadur. Einn áhrifamesti og kunnasti braut- ryðjandi jafnaðarstefnunnar á Norður- löndum er Norðmaðurinn Martin Tran- mæl. Um langan aldur hefir þessi fjölhæfi gáfu- og afburðamaður staðið í fylk- ingarbrjósti í röðum norska Alþýðu- flokksins í baráttunni fyrir jafnrét.ti og bræðralagi. Alltaf hefir hann verið jafn grunnreifur og sigurviss, þó stundum hafi vissulega syrt í álinn, eins og ger- izt og gengur í hinni pólitísku baráttu. Þessi vígdjarfi brautryðjandi hefir aldrei hikað eða gert sætt við andstæð- inga alþýðunnar, heldur ávallt kosið sér stað, þar sem harðast var barizt og þolraunin var þyngst hverju sinni. Og trú hans á sigur jafnaðarstefnunnar og hlutverk norskrar alþýðu í sköpun fullkomnara þjóðfélags var sannarlega rétt og sönn. Alþýðu- flokkurinn norski, — alþýða Noregs, hefir skapað fyrirmyndar þjóð- félag, sem tryggir þegnunum jafnrétti, frelsi og öryggi. Martin er vaxin upp meðal alþýðunnar, og hefir deilt við hana lífs- kjörum, enda hefir hann flestum fremur notið óskipts trausts hennar. Þessi baráttumaður hefir leyst af höndum óhemju starf fyrir land sitt og þjóð. Eldmóður hans og trú á framtíðina blés alþýðunni þeim kjarki í brjóst, á árdögum verkalýðshreyfingarinnar, að hún guggnaði ekki fyrir peningavaldi og hótunum auðvaldsins, heldur hristi klafann, og lagði grundvöllinn að eigin framtíð og gæfu. í mörg ár var Martin ritstjóri aðalblaðs Alþýðuflokksins í Noregi. Hann hefir nú látið af því starfi, enda orðinn maður aldraður. Þó vinnur hann enn við blaðið, og er óþreytandi í útbreiðslustarfi sínu fyrir flokkinn. í öllum kosningum er hann eftirsóttur ræðumaður, enda er hann mikill mælskumaður, og minnist sá, sem þessar línur skrifar, ekki eftir að hafa hlustað á áhrifameiri ræðumann en Martin. Slíkir menn sem Martin Trenmæl eiga að baki sér söguríkt líf og merkilegt ævistarf. Hin erfiða barátta þeirra hefir borið þúsundfaldan ávöxt, sem ekki aðeins almenningur viðkomandi lands nýtur, heldur alþýða allra landa, því eins líf er annars líf, og sigrar jafnaðarstefn- unnar í einu landi er því ætíð ávinningur okkar allra, því það léttir alþýðu annarra landa sóknina til aukinna lífsþæginda og frelsis. Alþýðuflokkur hvers lands er aðeins ein hersveit í hinni voldugu fylkingu jafnaðarmanna, sem um gjörvallan heiminn sækir óstöðvandi fram gegn afturhaldi og kúgun, — fyrir bættum lífskjörum alþýð- unnar.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.