Skutull

Volume

Skutull - 24.12.1953, Page 8

Skutull - 24.12.1953, Page 8
8 SKUTULL Hvers vegna leitið þér? I mörg ár hefi ég skrásett ýmsa viðburði, sem sanna, að það er lífið en ekki dauðinn, sem er grundvallarlögmál alheimsins. Þessir viðburðir hafa fullkom- lega sannfært mig um það, að dauðinn er ekki til, — að lífið heldur áfram hinum megin. Hér á eftir er sagt frá nokkr- um þessara viðburða, sem hafa gefið mér þá óhagganlegu trú, að sálarlíf okkar mannanna slökkni ekki í dauðanum. Ég átti gamlan og góðan vin, Karl að nafni. Læknir hans hringdi kvöld eitt til' mín og sagði, að Karl væri alvarlega veikur, og mundi hann ekki eiga margar klukkustundir eftir. Það kvöld bað ég, ásamt nokkrum kunningjum okkar, fyrir þessum aldna og sjúka vini. Daginn eftir fékk Karl meðvitundina aftur, og eftir nokkra daga gat hann farið að tala. Þegar hann var orðinn sæmilega hress sagði hann þessa sögu: „Einu sinni á meðan ég var veikastur, fannst mér, að ég væri allt í einu horfinn eitthvað langt í burtu. Ég var staddur í um- hverfi, sem var fegurra og yndis- legra en ég hafði nokkru sinni séð. Allt í kringum mig var skín- andi birta. Vingjarnelg andlit mættu mér hvarvetna, og ég fyllt- ist sælu og friði. Ég hefi aldrei á æfinni verið eins fullkomlega sæll. Þá hugsaði ég: „Nú er ég að deyja“. Og síðan datt mér í hug: „Ef til vill er ég þegar dáinn?“ Og við þesso hugsun hló ég næst- um því upphátt og spurði sjálfan mig: „Hvers vegna hefi ég alla mína æfi verið hræddur við dauð- ann?“ Það er sannarlega ekki mikið að óttast þetta, sem nú hefur skeð“. „Langaði þig til þess að fá að lifa lengur?“ spurði ég. Karl brosti og svaraði: „Mér stóð alveg á sama. Og ef ég hefði mátt velja, hygg ég, að helzt hefði ég kosið að vera þar, sem ég var kominn, — á þessum un- aðsríka stað“. Var þetta skynvilla? Draumur? Hitasóttaróráð ? Ég held ekki. Ég hefi í allt of mörg ár heyrt fólk segja frá því, að það hafi komizt að landamærum einhverrar ver- aldar, fengið að renna augum sín- um yfir og aðeins séð þar fegurð, frið og birtu — í allt of mörg ár hefi ég hlustað á slíka vitnisburði til þess, að ég geti verið í nokkr- um efa. Kona ein í söfnuði mínum missti mann sinn og tvö börn, þegar heimili þeirra brann til ösku. Sjálf brenndist hún hræðilega, en lifði samt í þrjú ár eftir þennan atburð. Þegar hún að lokum var í andlátinu, breiddist allt í einu birta yfir andlit hennar. — „Allt er svo undursamlega fag- urt“, hvíslaði hún. „Þau koma þarna öll á móti mér. Hagræðið þið koddanum mínum og lofið mér að sofna“. Þekktur útvarpsmaður í Banda- ríkjunum hefur sagt frá viðburði, sem skeði, þegar hann gegndi her- þjónustu í sjóhernum á stríðsár- unum. Hann lá sofandi í rúmi sínu um borð í herskipi. Allt í einu stóð faðir hans við rúm hans. Faðirinn rétti brosandi fram höndina og sagði: „Vertu sæll og blessaður, Arthúr“. „Vertu sæll og blessað- ur“, svaraði sonurinn. Síðar fékk Arthúr að vita, að faðir hans hafði dáið nákvæmlega á sama augnablikinu og hann „sá“ hann í svefninum. Meðal nánustu vina minna voru hjón, sem ég heimsótti oft. Eigin- maðurinn lézt á undan konunni. Nokkru síðar, þegar hún lá á banasænginni, og síðasta stundin nálgaðist, breiddist skyndilega undrunarsvipur yfir andlit henn- ar, en svo breyttist hann í bjart og milt bros. „Nei, kemur ekki Villi þama!“ sagði hún. Þeir, sem viðstaddir voru, gátu ekki efast um, að hún hefði í raun og veru séð mann sinn. Amerískur prestur, Rufus Jones að nafni, átti son, sem Lowell hét. Drengurinn var yndi og eftir- læti föður síns. Þegar séra Jones var staddur úti á miðju Atlantshafi á leið til Evrópu, veiktist drengurinn alvar- lega. Nóttina áður en skipið kom til Englands, lá presturinn vakandi í rúmi sínu, kom þá yfir hann undarleg og óskýranleg angur- værð. Síðan fannst honum sem hann væri umvafinn örmum guðs. Sterk tilfinning um frið og djúp samkennd með syninum gagntók hann allan. Þegar hann steig á land í Liver- pool, fékk hann tilkynningu um það, að sonur hans væri látinn. Hann hafði einmitt dáið á sama augnablikinu og faðirinn kenndi svo glöggt guðs nálægðar ásamt hinni undarlegu tilfinningu um nærveru drengsins. Ungur hermaður í Kóreustyrj- öldinni, sem misst hafði föður sinn fyrir tíu árum, skrifaði móð- ur sinni á þessa leið: „Það er einkennilegt, sem kem- ur fyrir mig stundum. Um nætur, þegar ég verð hræddur, finnst mér stundum, að pabbi sé hjá mér. Segðu mér, mamma, — held- ur þú, að pabbi geti í raun og veru verið hér hjá mér í þessum kóreönsku skotgröfum?“ Já, hvers vegna ekki? Hvers vegna ætlum við að efast um, að slíkt geti skeð?---------- Móðir mín var sterkur persónu- leiki. Áhrif hennar munu alla tíð verða einn virkasti þátturinn í lífi mínu. Ég heimsótti hana eins oft og ég gat, enda þótt ég væri orðinn fulltíða maður. í hvert sinn sótti ég til hennar andlegan styrk og gleði. En svo hvarf hinn á braut. Meðan sumarið skartaði sínum fegursta skrúða, lögðum við jarð- neskar leifar hennar í litla, fall- ega kirkjugarðinn utan við bæinn, sem verið hafði æskustöðvar hennar. Haustið kom, og ég þráði nær- veru móður minnar, — þráði að leita styrks og uppörvunar hjá henni sem fyrr. Mér fannst ég vera einmana og yfirgefinn án hennar. Ég ákvað því dag einn að heimsækja gröf hennar. Það var kalt, og drungaleg ský þöktu himininn, þegar ég gekk út í kirkjugarðinn. Ég lauk upp gömlu jámgrindunum í hliðinu, og sölnað haustlaufið þyrlaðist umhverfis fætur mína, þegar ég gekk eftir garðstígnum í áttina að gröfinni. Þar settist ég svo niður. Einstæðingstilfinning og daprar hugsanir settust að mér. 3n þá rofaði til, og sólin brauzt fram milli skýjanna. Mér fannst ég heyra rödd móð- ur minnar. Orð hennar, — með hinum ljúfa, gamalkunna radd- blæ, — hljómuðu skýrt og greini- lega: „Hvers vegna leitið þið hinna lifandi meðal þeirra dauðu? Ég er ekki hér. Ég er með þér og öðrum ástvinum mínum alla daga“. Innri birta fyllti huga minn, — ég varð óumræðilega glaður. Ég vissi, að það var satt, sem ég hafði heyrt. Ég stóð upp, lagði hönd mína á legsteininn og virti hann fyrir mér, eins og hann var í raun og veru, — aðeins minnis- varði yfir jarðneskum leifum og ekkert annað. En hún sjálf, — hennar geislandi, auðugi andi er jafnan með okkur, ástvinum henn- ar. Nýja testamentið kennir okkur, að sálin sé ódauðleg. Það segir okkur frá því, hvernig Jesú ópin- berar sig mörgum sinnum eftir krossfestinguna, en hverfur svo á ný. Með þessu vildi hann gera okkur skiljanlegt, að hann væri með okkur, þótt við sæjum hann ekki. Horfinn af okkar sjónarsviði þýðir alls ekki, — horfinn burt úr lífinu. Hinar dularfullu opinberanir margra manna og kvenna hafa, jafnvel á okkar dögum, staðfest þau sannindi, að Hann er okkur jafnan nálægur. — Sagði Hann ekki: „Því ég lifi, og þér munuð lifa“? Ástvinir okkar, sem hafa dáið í þessarri trú, eru með öðrum orð- um, aldrei langt frá okkur. Og það kemur fyrir, að þeir koma alveg til okkar í því skyni að hughreysta okkur og styrkja. í biblíunni finnum við frekari svör við hinni stóru spurningu: Hvað skeður, þegar maðurinn yf- irgefur hið jarðneska líf? Hún kennir okkur að leita svarsins í trú okkar. Sjálfur finn ég ekki til minnstu óvissu frammi fyrir þessu djúpa og torskilda lögmáli. Ég trúi því statt og stöðugt, að lífið haldi áfram eftir dauðann. Ég trúi því, að fyrirbrigði það, sem við köll- um „dauða“, sé aðeins marka- lína milli tveggja tilverusviða lífs- ins, — milli þeirrar veraldar, sem við lifum nú í, og þeirrar, sem við höldum áfram að lifa í. Eilífðin byrjar ekki handan við Hér getur að líta þrjá af fyrstu vélstjórum ísfirðinga: Þorleif Þorsteinsson, Kristján Kristjánsson og Ásgeir Jónsson.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.