Skutull

Volume

Skutull - 24.12.1953, Page 9

Skutull - 24.12.1953, Page 9
SKUTULL 9 ÞÓKLEIFUR BJARNASON: Undir stjörnum og sól. Því hefur verið haldið fram, að hér á landi væri orðið erfitt að ná því takmarki, að verða það ljóðskáld, sem vekti aðdáun al- mennings og stæðist listrænar kröfur um ljóðagerð. Ég hygg þó, að séra Sigurði Einarssyni hafi tekizt þetta með tveim seinustu ljóðabókum sínum, en sérstaklega þó með hinni seinustu — Undir stjörnum og sól. 1 meira en tuttugu ár hefur séra Sigurður staðið í fremstu röð þeirra manna, sem mest hef- ur kveðið að í andlegu lífi okkar. Hann hefur verið meistari hins talaða og ritaða orðs, og segja má, að fátt hafi hann látið sér óviðkomandi. Skyggnum augum hefur hann séð refskák þeirra reginafla, sem ráðið hafa örlög- um miljónanna í stríðandi heimi. Af næmleik hefur hann skynjað seið þeirra gerninga, sem grófu um sig manni og menningu til falls, og hann hefur sjaldnast lát- ið undir höfuð leggjast að benda á hættuna, vitandi það, að — sál vor á meiri aðild í heimsins harmi en heyrn vor og sýn af mannlegu böli reynir — eins og hann sjálf- ur kemst að orði í einu kvæði sínu í hinni nýju ljóðabók. En Sigurði hefur ekki brugðizt trúin á lífið, þótt hann hafi skynjað betur en aðrir váleg veður í lofti og ofurþunga óttans í mannleg- um hjörtum. Hann hefur barizt hart fyrir réttindum þeirra, sem minnst hafa mátt sín. Af þrótt- mikilli mælsku og orðkynngi hef- ur hann varið málstað hins um- komulausu, en einnig dáð ham- ingju starfsins í sveit og við sjó. Það var snemma vitað, að séra Sigurður væri skáld, sem réði yf- ir mikilli orðgnótt og frjórri hugsun. Árið 1930 gaf hann út fyrstu ljóðabók sína — Hamar og sigð. — Ljóðin í þeirri bók báru vitni um orðsnjallan höfund, sem lá svo mikið á hjarta, að hann gaf sér ekki tíma til þess að sverfa ljóð sín til fullkominnar listar. Hann varð að flýta sér að segja almenningi sannleikann um rétt hans og skyldur í átökum nýrra tíma. — Og árin liðu. Séra Sigurður flutti fjölda útvarpser- inda, skrifaði óteljandi blaða og tímaritsgreinir, gaf út bækur og hélt sér jafnan þar sem orustan var hörðust í þjóðfélags- og dauðanp. Við lifum nú þegar í ei- lífðinni. Við hverfum aðeins yfir í annað form þess ástands, sem kallast líf, — og ég er þess full- viss, að breytingin er til hins betra. Lausl. þýtt. menningarmálum. En það var eins og hann hefði ýtt frá sér þörfinni að tjá sig í Ijóði eða gæfi sér enn ekki tíma til þeirrar vand- gerðu iðju, sem ljóðagerð verður vandlátu skáldi. Loks tók að birt- ast eitt og eitt kvæði eftir hann í tímaritum. Yrkisefnin voru fjöl- breyttari en áður og meiri dýpt og fágun í ljóði hans en fyrr. Haustið 1952 kom svo út önnur ljóðabók séra Sigurðar — Yndi unaðsstunda — tuttugu og tveim árum eftir að Hamar og sigð kom Sigurður Einarsson. út. Ljóðvinir flestir fögnuðu — Yndi unaðsstunda. — Bókin fékk hina beztu dóma vandlátra fagur- kera í ljóðagerð. Skáldið hafði vaxið til afreka í glímunni við hugsun og fágað form. En skemmra reyndist stórra högga milli hjá höfundinum en nokkurn hafði grunað. Þegar fréttist í sumar, að ný ljóðabók eftir séra Sigurð mundi koma út í haust, var ekki trútt um að kvíða gætti hjá einstaka aðdáenda skáldsins um það, að nú hefði það gerzt of ákaft í ljóðagerð og ekki gætt nógsamlega þeirrar vandvirkni, sem af því varð að krefjast. En kvíðinn reyndist ástæðulaus. Sig- urður hafði aldrei kveðið betur. Bókin kom út í byrjun nóvember í haust og nefndist — Undir stjörnum og sól. — 1 bókinni eru 26 kvæði auk sögulegs ljóðabálks um Þórdísi Toddu. Flest eru kvæðin ort á árunum 1952—1953 eftir því sem skáldið sjálft segir í stuttum eft- irmála við bókina. Það er skemmst frá að segja um þessa bók, að við lestur hennar munu flestir ljóð- vinir, sem á annað borð eru við fulla andlega heilsu, óska þess, að þeir væru höfundar þessara ljóða. Yrkisefni séra Sigurðar í hinni nýju bók eru fjölbreytt og víð- tæk. Þar eru meitlaðar mannlýs- ingar í minningarljóðum. í all- mörgum kvæðum heyrist niður lækja og linda í dulræðum stefj- um, sem bera angan vors og ilm úr jörðu. Þar eru hvatningarljóð til æskumanna og á þá heitið til drengskapar og manndóms. Vitaskuld eru kvæðin í bókinni ekki öll jöfn að skáldskap og hugsun, en ég hygg að varla sé hægt að segja með nokkurri sann- girni, að þar finnist lélegt kvæði. Hins vegar eru þar nokkur af- burða góð kvæði og allmörg, sem nálgast það. Boðskapur margra beztu ljóða skáldsins í þessari bók er trúin á lífið og lotningin fyrir fegurð þess og undraverðum dásemdum. Séra Sigurði Einarssyni mun þó kunnugra mannlegt böl og harm- ur lífsins en mörgum þeim, sem skrumskælast af uppgerðar böl- móði og kreista upp úr sér feikn- legum kvalastunum undan mis- þyrmingu lífsins, sem þeir helzt hafa kynnzt á kaffihúsum. Ljóðabókin — Undir stjörnum og sól — er óður til lífsins — Og söngur vors lífs er um ilminn af daganna starfi — eru lokaorð skáldsins í einu fegursta kvæði hans í bókinni. Höfundurinn yrkir um lokið dagsverk — um hey um sumarnóttina, — er moldin og döggin mælast við töfraorð- um.— En fögnuður skáldsins og trú þess á lífið grundvallast á mikilli lífsreynslu og djúpri íhugun á rökum lífs og dauða. í kvæðinu — Lífstregans gáta — ræðir skáldið þau rök af orðsnilld og dýpt í hugsun. Það hefur fundið í eigin brjósti þá skelfingu, er dauðinn skapar í hjörtum mann- anna. — En mannsbamið horfir á heimana blindandi augum með hrikasögu alls lífs í skjálfandi taugum. — En sigur lífsins verður skáld- inu hinn ótæmandi fögnuður í kvæðislok. Ég hef aðeins getið nokkurra kvæða í hinni nýju ljóðabók séra Sigurðar Einarssonar. Mörg þeirra er unað veita við lestur, eru ó- nefnd. Sigurður Einarsson er nú meðal beztu ljóðskálda okkar. Og enginn, sem vill fylgjast með því, er bezt er kveðið, getur látið hjá líða að lesa ljóð hans. | ISHÚSFÉLAG ISFIRÐINGA H.F. | óskar öllu starfsfólki sínu og viðskiptavinum | GLEÐILEGRA JÓLA OG GÓÐS NÝÁRS! 1 Þökkum viðskiptin á líðandi ári. - = iiiii 1111111111111111111111111111111111 iiiii■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiIII|||| .. Kvenfélag Alþýðuflokksins á Isafirði | | óskar öllum meðlimum sínum | GLEÐILEGRA JÓLA OG GÖÐS NÝÁRS. ^llllillllllllllllllllIIIIIIIilIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIillllllllHIIlli = 1 GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NITT ÁR! 1 = Alþýðuflokksfélag Isafjarðar. ! [iiiiriiíiiiiiiiiiiiiiíiíiiiiiiii (iijiiiiiMÉiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiif itiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii ■ NORÐURPÖLLINN ; óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla ■ | og farsæls komandi árs. | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | - illiliiii.iiiliiiiiiiiiiiililiiriiiiiiiiiiiillilliiliiiiiiiiiniilliiliiliiliiiiiliiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiliiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiii _ HRAÐFRYSTIHÚSIÐ H.F., Hnífsdal | óskar öllu starfsfólki sínu og viðskiptavinum | | GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NÝÁRS! ^'lltllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllltlllllllltlllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll S KAUPFÉLAG ISFIRÐINGA | flytur öllum félagsmönnum sínum, og öðrum viðskiptavinum, | | beztu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. i | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. ; ll■llllllllllllll■llllllllpllllllll■llllllllllllllllllllílllllllllll■ll■lllllllllll■lllllllllllllllllllllllllllll||||||||l||||||||ll)|ill||||||||||||||||||||||||

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.