Skutull - 24.12.1953, Blaðsíða 13
SKUTULL
13
Þakkarorð.
Fyrir hönd móður minnar, syst-
kina og nánustu aðstandenda vil
ég færa söfnuðum Isafjarðar-
prestakalls einlægar þakliir fyrir
samúðina, er þeir sýndu á svo
margan hátt, er faðir minn, bisk-
upinn yfir Islandi, lézt og var
jarðsunginn frá Dómkirkjunni. —
Sérstaklega þökkum vér yður fyr-
ir þá virðulegu athöfn, sem fór
fram í ísafjarðarkirkju til minn-
ingar um hann. —
Þegar syrtir, og sorgin kemur,
er gott að finna og eiga samúðar-
hug og skilning þeirra, er nær
standa. — Isfirðingar og Hnífs-
dælingar hafa alla tíð verið hjarta
voru nær. Á Isafirði var dvalið í
svo mörg ár, þar liðu flest starfs-
ár föður míns, og þaðan er kom-
inn dýr sjóður minninga um ham-
ingjusamar stundir. —
Enda þótt Isafjörður væri
kvaddur og faðir minn tæki við
hinu veglega biskupsembætti þjóð-
arinnar, hvarflaði hugur hans
marga stundina til safnaðanna
vestra, fólksins, sem honum þótti
svo vænt um og hann hafði þjón-
að svo lengi. — Vér erum yður
þakklát fyrir virðinguna, sem þér
hafið sýnt minningu hans. —
Pétur Sigurgeirsson.
-------O--------
■ llllllllllllllllllMllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllIlllllllllllllllllIllllllllllllllllllllllllllIllllllllllllllllllíÍIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllKIIIIIIIIllltlllllllIlllllllllillllB
ÍSLENDINGART
| Árið um kring halda skip vor uppi reglubundnum samgöngum á milli hinna
| dreifðu liafna á landinu, og yfir veturinn eru þetta oft einu samgöngutækin,
sem fólk getur treyst til að skila farþegum og farmi heilum og óskemmdum í
| höfn. Þess á milli eru fjölþættir möguleikar til flutninga, sem fela þó ekki í sér
neitt varanlegt öryggi um samgöngur, og er það því hagsmunamál landsbúa
sjálfra að beina sem mest viðskiptum til vor. Með því styðja þeir og styrkja
| þjónustustarf vort og stuðla að því, að það geti aukizt og batnað.
Taxtar vorir fyrir vöruflutninga eru yfirleitt án tillits til vegarlengdar, þar
| eð þjónusta vor miðar að því að jafna nokkuð aðstöðu landsbúa til samgangna,
| og er þess vænzt, að þeir, sem betur eru settir varðandi samgöngur, skilji þetta
og meti. Skip vor eru traust og vel búin og skipshafnirnar þaulæfðar, og er
| þetta mikils virði fyrir viðskiptamennina, enda viðurkennt af tryggingarfélög-
| unum, sem reikna þeim, er vátryggja, lægsta iðgjald fyrir vörur sendar með
| skipum vorum.
Þetta fyrirtæki er eign stærsta félagsins á landinu, þjóðfélagsins. Sumuin
finnst það félag svo stórt, að þeir finna vart til skyldleika eða tengsla við það,
| en sá hugsunarháttur þarf að breytast.
| SKIPAÚTGERÐ RIKISINS.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIMIÍIIIIIIIIIIIIIIMIMIMIIIIIIIMIIIIIIIMIMIMIMIMIMIMIMIMIIIIMEIIIMIIIIIIIIIIIIIMIMIMIIIIMIMIIIIMIMIMIMIMIMIIIIIIIIIIIIMIMIIIIMIMIIIIMIIIIMIMIMIIIIIIIMIMIMIMIIIIMIMIM
Baðvarðarstaða
kvenmanns, við Sundliöll Isafjarðar, er hér með auglýst til um-
sóknar. Urasóknarfrestur er til 31. desember. Nánari upplýsingar fást
í bæjarskrifstoíunni.
ísafirði, 10. desember 1953.
BÆJARSTJÓRI.
MIÐSTÖÐVARKATLAR,
olíukynntir og brennarar
oftast fyrirliggjandi.
OLIUGEYMAR
smíðaðir eftir pöntun.
Reynið viðskiptin.
VÉLSMIÐJAN ÞÓR H.F.
ÍSAFIRÐI.
Sími 41 og 111.
Styrktarsjóðir stéttarfélaganna:
Áramótadansleikir stéttarfélaganna
verða sem hér segir:
í ALÞÝÐUHÚSINU, nýju dansarnir.
I I.O.G.T.-húsinu, g'ömlu dansarnir.
Dansleikirnir hefjast kl. 12 á miðnætti, gamlárskvöld.
Aðgöngumiðar verða seldir í húsunum sama dag kl,4-6.
Verð aðgöngumiða kr. 25,00.
Isfirðingar!
Skemmtið ykkur á áramótadansleikjum stéttarfélaganna.
Styrktarsjóðirnir.
IIIIMIMIIIKIIIIIIIIIlllIllllilKIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIMIMIMIMKIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIh