Skutull

Árgangur

Skutull - 13.11.1954, Síða 4

Skutull - 13.11.1954, Síða 4
4 S K U T U LL Bæjarmálaspjall snýr að sjálfstæðismönnum sjálf- um og þeirra bæjarfulltrúum. Eða hafa kannske engir bæjar- fulltrúar þeirra, varamenn eða aðalmenn, tekið að sér verk fyrir bæinn og bæjarstofnanir? Vesturland virðist boða það nú, að slík verktaka bæjarfulltrúa sé óviðurkvæmileg, en það mundi þýða sama sem það, að eftirleiðis mundu engir iðnaðarmenn gefa kost á sér í bæjarstjórn, og ætti, samkvæmt þessu, einn aðalfulltrúi þeirra fyrstur manna að segja af sér. Verður þetta tilskrif þannig að skoðast sem óbein vísbending frá Matthíasi til Marsellíusar, augsýnilega í þeim tilgangi gerð að hinn fyrnefndi fái aukin völd með því að færa, t.d. Alla Kalla, upp í sæti Marsellíusar. Mundi þó margur sjálfstæðismaðurinn segja, að völd Matthíasar í flokknum væru nógu mikil fyrir, en Skutull segir bara: Þeir um það. En tekið skal fram, að sjálf- stæðismenn þurfa ekki að halda það, að það séu aðeins í þeirra flokki vel færir menn, sem geti tekið að sér verk fyrir bæinn og bæjarstofnanir á ýmsum sviðum. Það er alveg sama hvaða flokki slíkir menn tilheyra. Ef þeim er á annað borð treyst fyrir verkinu, þá er þess eins að gæta í samn- ingum við þá af hálfu bæjar- stjómar, að hagsmunir bæjarins og bæjarstofnana séu ekki fyrir borð bomir. Það er eingöngu, þeg- ar þetta hefir þótt við brenna hjá sjálfstæðismönnum, sem þeir hafa verið gagnrýndir hér í blaðinu fyrir að semja um verk við M. Bemharsson, en aldrei fyrir það eitt að hann væri sjálfstæðis- maður. Þá er nú nóg komið um þetta atriði, en vonandi fá verkamenn bæjarins bráðum að njóta ylsins frá miðstöðinni, sem bæjarfulltrú- anum Marsellíusi Bemharðssyni hefir verið falið að leggja í verkamannaskýlið. Austurvöllur. Það fer ekki fremur venju mik- ið fyrir heilindum sjálfstæðis- manna í afstöðu þeirra til Austur- vallar. Fyrst greiða þeir atkvæði í bæjarstjórn með því að skipu- leggja völlinn samkvæmt teikn- ingu Jóns Bjömssonar, skrúð- garðaarkitekts, en síðan hrópa þeir upp í blaði sínu um þann kostnað, sem þessi samþykkt hef- ir i för með sér og óhjákvæmi- lega hlýtur að verða talsverður. En það eru fleiri aðilar en bæjar- stjóm, sem hug hafa á þessu máli, og ber þar fyrst að nefna kvenfélögin 1 bænum, sem boðið hafa fram aðstoð sína við fegrun vallarins. Þessi samtök munu i Framhald af 1. síðu. ekki láta nein íhaldsóp aftra sér frá því að fylgja málinu eftir, og koma vellinum í rækt eins og ákveðið hefir verið, þannig að bæjarbúar eignist þarna fagran reit, er verði bænum til sóma og prýði. Barnaskólinn. í sumar hefir farið fram við- gerð og endumýjun á barnaskóla- húsinu, en raunar hefði sú við- gerð löngu þurft að vera fram- kvæmd, þar sem viðhaldi skólans hefir verið ábótavant árum saman, enda útlit skólans slíkt, að alls ekki var lengur við það unandi. Það hefir verið skipt um gólf- dúka, stiginn smíðaður að nýju, kennslustofurnar strigaklæddar og málaðar í hólf og gólf, veggir á efri gangi og meðfram stiganum og í innri forstofu, klæddir með birkikrossviði og málaðir. Hreinlætisherbergjum algerlega breytt og sett ný salerni og kom- ið fyrir fjórum handlaugum. Raf- lagnir endurnýjaðar og sett upp fluorecentljós í kennslustofur og á ganga. Nýjar veggtöflur hafa verið settar upp. Til að afstýra hættu af eldi, verða settar nýjar útgöngudyr á forstofuna, auk þess hefir hurð- um , sem áður féllu inn, verið snúið, þá er miðstöðvarherbergið klætt innan með asbestplötum, svo og bak stigans, sem liggur upp á efri hæðina. Auk þess verður settur neyðar- útgangur af efri hæðinni út á forstofuþakið, en þar verða settar svalir með traustum og smekk- legum járngrindum umhverfis og ofan af svölunum verður breiður og góður stigi. Eftir þessar gagngerðu endur- bætur verður húsið alveg óþekkj- anlegt og eins og nýtt og mjög vistlegt og stendur fáum skóla- húsum landsins að baki hvað innra útlit snertir. Þar sem viðgerðinni á skólahús- inu var ekki að fullu lokið þegar aðalskólinn átti að byrja þ.e.a.s. um mánaðamótin sept. okt., voru börnin kölluð saman í Alþýðu- húsinu 4. okt. s.l. og skólaskoðun fór fram í íþróttahúsinu dagana 6.—9. f.m. Kennsla hófst 25. okt. ---------O-------- GÓÐIR ÍSFIRDINGAR. Úrslit samnorrænu sundkeppn- innar voru tilkynnt um síðustu mánaðamót. Var frammistaða ís- lendinga þeim til hins mesta sóma, en alls syntu 38254, eða 25,2% landsmanna. Við viljum færa bæjarbúum þakkir fyrir ágæta þátttöku í sundkeppni þessari, en alls syntu 1045 eða 38,2% ísfirðinga. Varð Isafjörður þriðji hæsti af kaup- Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Guðjóns Jóhanns Bjarnasonar. Vandamenn. Auglýsing um lögtak. Lögtak hefur verið úrskurðað fyrir ógreiddum útsvörum, fasteigna- skatti, vatnsskatti, lóðaleigu og erfðafestugjöldum til bæjarsjóðs Isa- fjarðar fyrir árið 1954. Samkvæmt úrskurðinum má lögtak fara fram fyrir gjöldum þessum eftir að átta dagar eru liðnir frá birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofa bæjarstjórans á Isafirði 4. nóvember 1954. Auglýsing um lausar stöður. Tvær stúlkur óskast til baðvörzlu við Sundhöll Isafjarðar. Umsóknar- frestur er til 15. nóvember n.k. Umsóknir ber að afhenda á bæjar- skrifstöfuna. ísafirði, 23. október 1954. BÆJARSTJ ÓRI. Orðsending. Tekið á móti brunatryggingaiðgjöldum í skrifstofu Samvinnufélagsins, kaupfélagshúsinu, alla virka daga kl. 4—7 e.h. Einnig á öðrum tímum, ef óskað er. Gjalddagi iðgjaldanna var 15. október s.l. og eru tryggjendur vin- samlega ámiimtir um að greiða þau hið allra fyrsta. F.h. Brunabótafélags lslands Birgir Finnsson, umboðsmaður. Alþýðuflokksfólk. Munið fyrsta spilalcvöld vetrarins í Alþýðuhúskjallaranum á morgun. — Byrjað kl. 21. — Hljómsveit Villa Valla. SKEMMTINEFNDIN. HUSNÆÐI! Herbergi óskast nú þegar til leigu, má vera kjallaraherbergi. Upplýsingar gefur Sigurður Jóhannsson, Smiðjugötu 9. stöðum og sýslum landsins. Við sigruðum með miklum yfirburð- um í héraðakeppni við Vest- mannaeyinga og Siglfirðinga, sem efnt hafði verið til, þar sem bæir þessir eru svipaðir að stærð og aðstöðu. Ætti þessi árangur að vera bæjarbúum ánægjuefni. Þá viljum við færa þeim Gísla Kristjánssyni, Maríu Gunnarsdótt- ur og Konráði Jakobssyni þakk- læti fyrir ötula forustu og ó- eigingjarnt starf er þau stjórn- uðu sundt eppninni hér í ba.-. íþrottabandalag Isfirðir.ga. Nýkomnir 6 volta rafgeymar 120 og 135 ampertíma. RAF li.f. Isafirði. Höfum nú fengið hringfluore- sentljós fyrir eldhús. RAF h.f. lsafirði. Höfum nú fengið aftur hina viðurkenndu Linnschift hringofna til að baka og steikja í. RAF h.f. Isafirði. Nýkomið: Vöflujárn, hraðsuðu- katlar, straujárn, hitapokar, vasaljósabatterí, — ásamt ýmsu fleiru. RAF h.f. Isafirði. J E P P I til sölu. Jón Jónsson, Hafnarstræti 33.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.