Skutull


Skutull - 19.01.1956, Blaðsíða 1

Skutull - 19.01.1956, Blaðsíða 1
 „Tjaslað við fjármália" am áramót Strandið. Það er augljóst öllum þeim, sem fylgzt hafa með þróun fjármála í tíð núverandi ríkisstjórnar, að siglt hefir verið eftir reglunni: Flýtur á meðan ekki sekkur. Og nú um áramótin er svo komið, að stjórnarskútan hefir tekið niðri á skeri og verður þá innan skamms úr því skorið, hvort áhöfn hennar ferst, eða hvort hún bjargast við illan leik. Hagfræðingur Landsbankans, dr. Jóhannes Nordal lýsir „strandinu" á þessa leið: „Þrátt fyrir hið glæsilega ytra borð, mikla atvinnu, nóg framboð á vörum og almenna velmegun, hefir þróun efnahags- mála verið mjög óhagstæð á árinu 1955. Kauphækkanir og almenn of- þennsla í hagkerfinu hafa komið á stað verðhækkunaröldu, sem haft hefir í för með sér vaxandi jafn- vægisleysi í þjóðarbúskapnum. Eins og ætíð áður, eru áhrif verð- þennslunnar að þessu sinni alvar- legust í viðskiptum landsmanna við útlönd. Hefir hún annars vegar haft í för með sér versnandi gjald- eyrisstöðu vegna stóraukinnar eft- irspurnar eftir innfluttum vörum og þjónustu, en hinsvegar valdið hækkandi framleiðslukostnaði inn- anlands og versnandi afkomu út- flutningsatvinnuveganna. Það verkefni býður forráðamanna þjóð- arinnar nú um áramótin að finna viðunandi lausn á þessu vanda- máli." Ennfremur segir hann: „Ofþenslan, sem nú einkennir alla efnahagsstarfsemi hér á landi, á fyrst og fremst rót sína að rekja til hinnar geysilegu fjárfestingar, sem átt hefir sér stað um skeið, og er tvímælalaust meiri en vinnuafl og sparnaður þjóðarinnar leyfir. Áhrif hennar koma fram á ýmsan hátt: í vinnuaflskorti, hækkuðum framleiðslukostnaði og óeðlilegri eftirspurn eftir erlendum gjald- eyri." — Jafnframt því, sem fjár- festingin hefir vaxið, hefir spari- fjái'söfnun í bönkum minnkað um helming fyrstu 11 mánuði ársins 1955, segir dr. Jóhannes. Telur hann þannig að h:ð „glæsi- lega ytra borð" stafi af stórhættu- legri peningaþenslu, sem geti end- að msð skelfingu áður en varir. Þetta er nú sem óðast að koma í ljós. Fjármálaráðherrann lýsti yfir því rétt fyrir jólin, að sér hefði ekki tekizt að koma saman hallalausum fjárlögum, og bæri sér því að réttu lagi að segja af sér. Þetta gerði hann þó ekki, að því er heyrst hefir fyrir þrábeiðni formannsins á stjórnarfleyinu, ól- afs Thors, sem á að hafa sagt, að það yrði að koma saman fjárlög- unum, hvað sem það kostaði. Og nú standa þeir skipsfélagarnir allir í sjó upp undir hendur við að reyna að ýta á flot 300 vélbátum, og yf- ir 52 togurum, sem hafa engan rekstrargrundvöll til að starfa á, eins og fjármálum þjóðarinnar er komjð. En samkomulagið er ekki lengur upp á það bezta hjá þessum félögum, sem raunar eiga nóg með sjálfa sig, og því er hætt við að björgunarstarf þeirra verði aðeins það að „Tjasla við l'.jármálin og framleiðsluna aðeins fyrir næsta dag," eins og form. Framsóknar- flokksins, Hermann Jónasson komst að orði í Tímanum í merki- legri áramótagrein. Vitnisburður H«rmanns. Þessa áminnstu grein Hermanns Jónassonar má að ýmsu leiti hugsa sér sem vitnisburð stýrimanns, eða bátmanns, á stjórnarskútunni, sem mætir fyrir sjórétti eftir strandið, svo skilmerkilega lýsir hann að- draganda þess. Verður því rakið hér nokkuð af framburði hans, en þó alltof takmarkað, rúmsins vegna. Hafa verður það hugfast, að undanfarin ár hafa Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn haft með sér stjórnarsamstarf. Vitnið Hermann segir á þessa leið: Verzlunarfrelsið og fram- kvæmdafrelsið, sem við Framsókn- armenn vorum á móti að komið yrði á, hefir verið stórlega misnot- að af Sjálfstæðismönnum. Faldir peningar og dulinn gróði hafa valdið ofþenslunni, eftirspurninni eftir erlendu vörunum. og gjald- eyrisþurrðinni, sem nú veldur því, að raunverulega eru komin á inn- flutningshöft á ný. Síðan segir vitnið orðrétt: „Hér kemur í ljós eitt af aðal- einkennum samstjórnar með Sjálf- stæðisflokknum. Til þess að koma fram aðkallandi og réttlátum stór- málum fyrir þjóðina (rafvæðingu, landbúnaðarmálin o. fl.), verður jafnan að kaupa það því verði að þola, að aðrar framkvæmdir, sem þeir hafa vald yfir, séu gerðar þannig, að miðað er við hagsmuni fárra manna, þótt fjárhagskerfi landsins og hagsmunum heildar- innar stafi hætta af." Hina taumlausu fjárfestingu, sem vitnið skrifar algjörlega á reikning Sjálfstæðismanna, hvað * snertir verzlun og byggingar, kveð- ur hann hafa skapað slíka eftir- spurn eftir vinnu, að engin fram- leiðsla fái staðist. Sökina á þessu segir hann þann flokk eiga, sem fari með fjárfest- ingarmál í ríkisstjórninni. Sá flokkur reynir aftur á móti að kenna kommúnistum um verð- bólguna, en þeir hafi hinsvegar að- eins hraðað henni, en ekki komið henni af stað. Til sannindamerkis um þetta segir vitnið að fyrir verkfallið s.l. vor hafi úr öllum áttum verið boð- ið í vinnu manna við f járfestingar- störf, langt umfram þágildandi kauptaxta. Eðlilegt hafi verið að verkamenn vildu fá staðfest sem kauptaxta, hið boðna kaup. Eftir að kaupið hækkaði, hafi ráðherra verðlagsmála, Ingólfi Jónssyni frá Hellu, borið að halda verðlagi niðri eins og unnt var, en þetta segir vitnið að nefndur ráðherra hafi látið' með öllu ógert, og hver verð- hækkunin hafi dunið yfir af ann- arri, án þess að reynt væri að stöðva þær, og nú fyrst hafi fjár- festingaræðið komist í algleyming vegna ótta manna við frekara gengisfall. Eftir verkfallið, segir vitnið, var auglýst kvöld eftir kvöld í útvarpinu eftir iðnaðar- mönnum fyrir „gott kaup." „Vitað er að þetta þýðir, að boðið er hærra en taxtakaup, enda er á allra vitorði að þótt yfirboð á kauptöxt- um hafi verið mikið fyrir verk- fallið, fara yfirboðin fyrst fram úr öllu valdi eftir verkfallið og síðan." Þá lýsir vitnið því, hvernig skips- félagar hans á stjórnarfleyinu fóru í kringum sína eigin lagasetningu um fjárfestingu og teiknuðu smá- íbúðir í Morgunblaðshöllina, sem hann kveður verða óbrotinn minn- isvarða yfir þegnskap og einlægni Sjálfstæðismanna í fjárfestingar- málum á þeim tíma, þegar fjár- festingin sé að valda þeirri verð- bólguöldu, sem öll þjóðin horfi á með kvíða, og kunni að valda víð- tækum örlögum í þjóðfélaginu. Verðbólguástandið telur vitnið hættulegast, verkamönnum, fram- leiðendum og embættismönnum. Hinsvegar græði þeir sem eigi vörubirgðir, eða úreltar vörur, þeir sem séu stórskuldugir og þeir, sem hafi vald yfir fjármagni bankanna og geti byggt hús og selt e'ða leigt fyrir okurverð, og svo allir spá- kaupmenn. Húsaleiguokrið sé eitt af því sem valdi koupkröfunum. Dómur vitnisins um ferðalag stjórnarskipsins felst meðal ann- ars í þessum orðum: „Ráðstafan- irnar eftir áramótin verða því skyndiráðstafanir til að afstýra stöðvun til bráðabirgða, nema gerðar verði gerbreytingar á rekstrar- og efnahagskerfinu. Það ættu flestir að sjá, að þetta stjórnarfar fær ekki staðizt. Að halda því áfram er háskaleikur með fjárhagslegt sjálfstæði þjóðar- innar." (Leturbr. Skutuls). Loks skal þess getið að þetta vitni heimfærir upp á stjórnar- skútuformanninn, Ólaf Thors, í til- efni af áramótaræðu hans í útvarp- ið þessi orð: „Heyrðu góði. Skrökv- aðu ekki svona hratt. Ég hefi ekki við að trúa." Hvert stefnir? Af framburði þeim, sem nú var rakinn má ráða, að form. Fram- sóknar vill ekki lengur að flokkur hans verði í skipsrúmi hjá Sjálf- stæðisflokknum. Hinsvegar benda vinnubrögð stjórnarinnar til þess, að reynt verði að ýta stjórnarskút- unni á flot í bili, reynt að „tjasla við fjármálin og framleiðsluna a'ð- eins fyrir næsta dag", og ef dælur skipsins geti haldið því á floti nógu lengi, þá verði afskráð í fyrstu höfn. Mikið þarf þó í þetta' að „tjasla". Talið er að hver togari sé rekinn með 6000.00 kr. halla á dag, og að vélbátarnir þurfi yfir 1,40 kr. fyrir fiskkílóið til þess að geta borið sig. Hraðfrystihús- in telja sig hinsvegar aðeins geta Framh. á 3. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.