Skutull

Årgang

Skutull - 19.01.1956, Side 6

Skutull - 19.01.1956, Side 6
6 SK.UTULL Bökunarfélagið 50 ára. Um áramótin voru liðin 50 ár síðan Bökunarfélag fsfirðinga hóf starfsemi sína. Hvatamenn að stofnun þess voru ásamt mörgum öðrum: Magnús Torfason, bæjarfógeti á ísafirði, Pétur M. Bjarnason, kaupmaður og Helgi Sveinsson, útibússtjóri fs- landsbanka. Fyrsti bakari félagsins var Steinn Ólafsson, síðar bakari á Þingeyri. Árið 1908 tók Guðmund- ur Guðmundsson frá Gufudal við forstöðu félagsins og hafði á hendi eftir það, þar til sonur hans Sig- urður tók við af honum. Undanfarin 30 ár hefir félagið haft samvinnu og samstaTf við Kaupfélag ísfirðinga. Fastir starfs- menn félagsins eru nú 6. Að kvöldi 28. f. m. minntust stjórn og starfsmenn félagsins þessara tímamóta með samkomu í veitingahúsinu Norðurpóllinn. Viðskiptavelta félagsins 1954, nam um 600 þús. kr. og það ár voru framleidd 102 tonn af brauð- vörum. Frá Iðnráði. Aðalfundur Iðnráðs ísafjarðar var haldinn 14. þ. m. Stjórnina skipa nú næstu tvö ár: Daníel Kristjánsson, formaður, Jón Guðjónsson, varaformaður, Magn- ús Baldvinsson, Ólafur Þórðarson i og Skúli Þórðarson. Iðnráðið skipa nú fulltrúar frá 20 iðngreinum. Starfssvæði þess er Isafjörður og nágrannaþorpin. Framkvæmdastjóri ráðsins er Sigurður Guðmundsson bakara- meistari, Silfurgötu 11, ísafirði. Erindi til ráðsins sendist honum. Skíðakeppni um Ármannsbikarana. fór fram í Stórurð s.l. sunnudag. Þetta er sveitakeppni, og var keppt í tveim aldursflokkum. tjrslit í eldra flokki: 1. Sveit Reynis, Hnífsdal 263,1 2. Skíðafél. Isafjarðar 311,4 3. Hörður, Isafirði 320,0 4. Ármann, Skutulsfirði 321,3 í sveit Reynis voru Margeir Ás- geirsson, Björn Helgason og Krist- inn Benediktsson. Beztan einstakl- ingstíma hafði Jón Karl Sigurðs- son H. 80,1. Úrslit í yngri flokki: 1. A-sveit Harðar 206,4 2. Reynir 254,3 3. Vestri, ísafirði 260,8 4. Ármann, Skutulsfirði 326,8 í sveit Harðar voru: Hallsteinn Sverrisson, Brynjólfur Sigurðsson og Birgir Ólafsson. Beztan ein- staklingstíma hafði Árni Sigurðs- son A 58,2. Skíðafæri var ágætt og margir áhorfendur. Afmæli. Hinn kunni hagleiksmaður, Elís Ólafsson, klæðskeri, varð áttræður 11. des. s.l. Laus staða. Staða kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi ísfirðinga hefir verið auglýst laus, og er umsóknarfrest- ur til 1. febrúar n. k. Ketill Guð- mundsson, fráfarandi kaupfélags- stjóri, hefir lengst af veitt kaupfé- laginu forstöðu, og undir hans handleiðslu hefir félaginu stöðugt vaxið fiskur um hrygg og starf- semi þess aukist, en það byrjaði, sem kunnugt er, með eina matvöru- verzlun. Nú á félagiö stórt og myndarlegt verzlunarhús, þar sem það rekur fjölbreytta verzlun, hef- ir auk þess tvö útibú hér í bæn- um, útibú í Hnífsdal, Súðavík og Bolungavík. rekur mjólkurstöð, sláturhús, fiskverkunarstöð og frystihús og selur kol og bygging- arvörur. Bindindis og áfengismála- sýning. Áfengisvarnarráð gengst um þessar mundir fyrir bindindis- og áfengismálasýningu í Listamanna- skálanum í Reykjavík, og er ráð- gert að sýningin komi síðan hing- að til bæjarins og til Akureyrar. Formaður undirbúningsnefndar er Pétur Sigurðsson, en aðrir í nefnd- inni eru Þorsteinn Einarss. íþrótta- fulltrúi og Einar Björnsson. Kjörorð sýningarinnar er: Los- um einstaklinga og þjóðir úr kvala- kreppu áfengisfjötranna". Er sýn- ingin í sex deildum, sem helgaðar eru æskunni, heimilinu, bindindis- starfinu, áhrifum áfengis á manns- líkamann, umferðamálum, og reynslu annarra þjóða á sviði áfengisvarna. Eru á sýningunni ýmsar skýrslur og töflur um áfengismál, og myndir, er sýna af- leiðingar ofdrykkjunnar. Er þetta í annað sinn, sem efnt er til sýningar, sem þessarar. Skírnarathöfn. Sóknarpresturinn, séra Sigurður Kristjánsson, skýrði 27 börn á jóladag og 10 börn á nýársdag hér og í Hnífsdal. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína, Dagný Guðlaugsdóttir frá Húsavík og Richard Sigurbaldurs- son, verzlunarmaður, ísafirði. Helga Gunnarsdóttir, símastúlka og Jóhann Símonarson ,sjómaður, ísafirði. Guðrún Flosadóttir, verzlunar- stúlka og Finnbjöm Finnbjöms- son, málari, Isafirði. Ragna Ása Ragnarsdóttir, Isa- firði og Lars Haugland, stud med. Hjúskapur. Séra Sigurður Kristjánsson hefir nýlega vígt þetta fólk í hei- lagt hjónaband: Ungfrú Guðrún Jensdóttir og Bernharð Hjartarson, ísafirði, 23. des. 1955. Ungfrú Guðrún Sigríður Val- geirsdóttir og Matthías Sv. Vil- hjálmsson, ísafirði, 24. des. 1955. Ungfrú Jakobína Þorgerður Vagnsdóttir og Njáll Kristinsson, Hnífsdal, 24. des. 1955. Ungfrú María Bára Frímanns- dóttir og Alfreð Georg Alfreðsson, ísafirði, 1. jan. 1956. Andlát. Sylvía Jónsdóttir, Hnífsdal, and- aðist að Sjúkrahúsi ísafjarðar 1. janúar s.l. Hún var fædd 20. sept. 1874 og því 81 árs að aldri, er hún lézt. Anna Ólafía Ölafsdóttir, dóttir Ólafs Jakobssonar skósmiðs, and- aðist 11. þ. m. aðeins 20 ára að aldri. Aðalsteinn Pálsson, útgerðar- maður í Reykjavík lézt að heimili sínu í Reykjavík 10. þ. m. Hann var 64 ára að aldri. Þórdís Eiríksdóttir, Elliheimil- inu, andaðist 3. þ. m. Hún var fædd 22. okt. 1871, ættuð úr Stranda- sýslu. Þorvaldur Pétursson, verkamað- ur í Hnífsdal, f. 12. maí 1898, and- aðist 10. þ. m. Hann var tæplega sextugur að aldri. Dr. Björn Björnsson, hagfræð- ingur Reykjavíkurbæjar, lézt 3. þ. m. 52ja ára að aldri. Hann var ís- firðingum að góðu kunnur frá því að hann var hér í framboði til Al- þingis 1942 fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Saga bæjarins. í tilefni þess, að þann 26. þ. m. eru liðin 90 ár frá því að ísafjörð- ur fékk kaupstaðarréttindi, svo sem frá hefir verið skýrt hér í blaðinu, var á fundi bæjarstjórnar í gærkvöld samþykkt tillaga frá bæjarráði þess efnis, að fenginn verði hæfur maður til þess að semja sögu bæjarins, og verði hún gefin út fyrir 100 ára afmælið. Karl Olgelrsson Hinn 5. þessa mánaðar andaðist hér í bæ Karl Olgeirsson, kaup- maður, tæplega 89 ára gamall. Hann var fæddur á Vatnsleysu í Fnjóskadal, 18. jan. 1867, sonur Olgeirs Guðmundssonar bónda og Helgu Jónsdóttur konu hans. Hann lauk prófi frá Möðruvallaskóla 1891, en varð síðan kennai’i í Hnífsdal. Árin 1901 og 2 var hann við verzlunarnám í Kaupmanna- höfn en eftir það gerðist hann með- eigandi í verzluninni Edinborg hér á ísafirði, og var þar verzlunar- stjóri til ársins 1916, en þá keypti hann verzlunina og rak hana um skeið einn. Síðar urðu þeir Jóhann heitinn Þorsteinsson og Sigurjón Jónsson meðeigendur hans. Árið 1923 seldi Karl sinn hlut í verzlun- inni og stofnaði einn vefnaðarvöru- verzlun þá, sem ber nafn hans, og ennþá starfar. Verzlunin Edinborg var um langt skeið. umfangsmikið fyrirtæki, sem rak mikla útgerð, hafði fiskverkun og fiskkaup og seldi kol og salt, og hafði mikil áhrif á atvinnulíf og viðskipti hér í bænum, en Karl heitinn Olgeirs- son ávann sér traust Isfirðinga og gott álit fyrir stjórn fýrirtækisins. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum, var m. a. sýslunefndar- maður á Hnifsdalsárunum og um skeið bæjarfulltrúi í bæjarstjórn ísafjarðar. Karl kvæntist 1903 Elínu Guð- mundsdóttur frá Hnífsdal, sem dó 1911, og eignaðist með henni tvö börn. Lézt annað í fæðingu, en Guðmundur sonur þeirra er búsett- ur hér í bæ, og er annar eigandi rækjuverksmiðjunnar í Edinborg. Árið 1917 kvæntist Karl Soffíu Jóhannesdóttur, en þau skildu eft- ir stutta sambúð. Karl ól upp eina fósturdóttur, Ólöfu, sem einnig er búsett hér í bæ. Fimmtudag kl. 9 NÚTIMINN Sprenghlægileg gamanmynd. Aðalhlutverk: Charlie Chaplin. Föstudag kl. 9 KONUR TIL SÖAU Itölsk úrvalsmynd Síðasta sinn. Bönnuð börnum innar. 16 ára. ' :.'

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.