Skutull

Árgangur

Skutull - 25.04.1956, Blaðsíða 3

Skutull - 25.04.1956, Blaðsíða 3
S KU TULL 3 Síðasta hálmstráið Q^mœlkkoe^ja Hr. Sigurgeir Sigurðsson, fyrrv. skipstjóri, Sundstræti 17, lsafirði. — 70 ára 2. apríl, 1956. — Þú átt skilið hrósið lýða, því skal mynda lítinn brag, enda finnst mér alltaf hlýða á þig minnast nú í dag. — Ósérhlífinn alla daga enginn sá þig kvarta neitt afreksverka höndin haga hefur víða störfin þreytt. — Leikur bros um ljósar kinnar löngum studdir þjóðarhag, ár sjötíu æfi þinnar eru liðin nú í dag. — » Heiðursmerkin blómleg barstu bragna studdur hrósinu, stórhuga í störfum varstu, stjórnaðir Norðurljósinu. — Ávöxturinn blóma beri brosi við þér gæfan hlýtt, æfikvöldið allt svo veri, unaðsgeisla rósum prýtt. — Frá vini. Getraun fyrir Baldur Á kjósendafundinum, sem Hanni- bal Valdimarsson boðaði til mánu- daginn 16. þ. m. hélt Björgvin Sig- hvatsson því fram, að svo gjör- samlega hefðu hans tryggustu stuðningsmenn innan Alþýðu- flokksins snúið bakinu við klofn- ingstilraunum hans og kommún- istasamvinnu, að jafnvel í stjórn x þess félags, Málfundafélags jafn- aðarmanna í Reykjavík, sem aðal- lega var stofnað honum til stuðn- ings í flokksátökunum syðra, væri víðtækur ágreiningur, og hefðu 4 stjómarmeðlimir mótmælt þátt- töku félagsins í Alþýðubandalag- inu og hefðu krafist þess að for- maður félagsins lýsti yfir að bandalagið væri félaginu algjör- lega óviðkomandi. Hannibal sagði þetta ósannindi, enginn ágreiningur væri um mál- ið í stjórn félagsins og enginn mót- mæli fram komið. En þegar honum var sagt, að ræðumaður hefði séð yfirlýsingu fjórmenninganna, spurði hann, hvort hann væri með hana. Er honum var tjáð, að svo væri ekki, þá óx honum ásmeginn og kallaði fram í fyrir ræðumanninum og sagði að hér væri alveg um Togarakaup... Framhald af 1. síðu. fjárhagslega fyrirgreiðslu tii þess að útvega liingað til bæjarins tog- ara af hentugri stærð og gerð, til öflunar hráefnis fyrir fiskvinnslu- stöðvar í bænum. Ennfremur samþykkir bæjar- stjórnin að bjóða þeim aðilum í kaupstaðnum, sem stofna til sain- taka í þessu nauðsynjamáli, hluta- fjárframlag af bæjarins hálfu“. Á bæjarstjórnarfundi 18. þ. m. var enginn aðalfulltrúi Sjálfstæð- ismanna mættur, nema Símon Helgason, en samkv. fyrirmælum Matthíasar og Ásbei'gs lögðust Sjálfstæðismennirnir allir gegn fyrri hluta tillögunnar, og lögðu til að henni yrði vísað aftur til bæjarráðs. Viðurkenndu þeir þó, að sam- eina bæri allar fiskvinnslustöðv- ar í bænum um þetta mál, og sum- ir þeirra viðhöfðu þau ummæli, að það væru hreinustu „bolabrögð“ ef útiloka ætti fyrirtæki, eins og t. d. Kaupfélag Isfirðinga, frá þátttöku. Kváðu varafulltrúarnir þannig upp dóm yfir þeim aðalfulltrúum Sjálf- stæðismanna, sem þegar hafa með handauppréttingu fellt tillögu um aðild kaupfélagsins að fyrirhuguðu togarafélagi, og málefnisins vegna er þess nú að vænta, að varafull- trúunum takist að snúa aðalfull- trúunum frá villu síns vegar, þeg- ar þeir koma heim af halelújafundi Ólafs Thors í Reykjavík. rakalaus ósannindi að ræða, Mál- fundafélagið stæði einhuga að baki sér. Og jafnvel þegar Björgvin Sig- hvatsson, síðar á fundinum, lagði fram skriflega yfirlýsingu stjórn- armanna, staðhæfði Hannibal að enn væri um ósannindi að ræða, því einn af þeim, sem mótmælti þessu brölti hans, væri bara vara- maður í stjórninni. Þótti ýmsum lítið leggjast fyrir kappann, að grípa í svo veikt hálmstrá, eftir allar fullyrðingarn- ar um, að enginn ágreiningur eða óánægja væri innan Málfundafé- lagsins um samstarf hans við kommúnistana, en allt er nú hey í harðindum. Svo mælti Hannibal ,,Og því vil ég spyrja: Mundi níðið og rógurinn vera aðaluppi- staðan í stéttarbaráttu kommún- ista, ef þeir ættu þar af miklum faglegum afrekum að státa? Ég held varla. Ég held að níð þeirra og rógur séu aðeins neyðamppfyll- ing í eyður verðleikanna. Eða finnst máski verkalýðnum í landinu, að hin sanna róttækni í verkalýðsmálum birtist í sinni fegurstu mynd í því að sverta samstarfsmennina, bera þeim á brýn svikabrígzl eftir því sem henta þykir á hverjum stað og tíma, en snúa sjaldan eða aldrei geiri sínum gegn andstæðingum verkalýðshreyfingarinnar. Ef verkalýðurinn telur þetta hina einu og sönnu og róttæku verkalýðsbaráttu, þá játa ég, að ekkert liggur fyrir hendi annað en að kjósa kommúnista í allar trún- aðarstöður þessarar hreyfingar (verkalýðshreyfingarinnar), sem fetað hefir áfram erfiðar brautir til bættrar aðstöðu í þjóðfélaginu og alltaf átt sigra sína fyrst og fremst undir því, að allir stæðu sem bræður og systur hlið við hlið og létu ekki sundrast, hvað sem á bjátaði. — En það skal játað að ég skil ekki, hvernig rítingurinn, sem tekinn er fram úr erminni við hverjar kosningar og beitt gegn samherjunum í verkalýðshreyfing- unni, á að tryggja íslenzkri alþýðu bætt lífskjör eða sigra yfir sínum andstæðingum. Má vera að vitsmunaverurnar, sem gert hafa róg og níð komm- únistaforsprakkanna að sínu leið- arljósi, trúi á þá sigurmöguleika, en mikið má það samt vera, að svo sé.“ Hannibal Valdimarsson í Skutli 13. febrúar 1945. Skutull vill, að gefnu tilefni, leggja þá þraut fyrir blaðið Bald- ur að svara því, úr hvaða blaði eft- irfarandi frásögn er tekin: „Réttarglæpir. Ráðamenn í Sovétríkjunum og nokkrum alþýðuríkjanna hafa lýst því yfir að þar í löndum hafi um skeið viðgengizt mjög alvarlegt ástand í réttarfarsmálum. Sak- lausir menn hafi verið teknir höndum, þeir hafi verið ákærðir gegn betri vitund með upplognum sakargiftum og fölsuðum gögnum, sumir þeirra hafi á einhvern óskiljanlegan hátt verið knúnir til að játa á sig afbrot sem þeir höfðu aldrei framið. Sumir þessir menn voru teknir af lífi, aðrir settir í fangelsi. Ráðamenn í þessum löndum játa þannig að þar hafi verið framin hin herfilegustu glæpaverk, sem hljóta að vekja viðbjóð og reiði heiðarlegs fólks um heim allan. Það þarf ekki að taka fram að slík verk eru í fullkominni and- stöðu við sósíalismann, hugsjónir hans um manngildi og siðgæði, og engir menn kveða upp þyngri dóma yfir þeim verkum en sósíal- istar.“ Á máli Baldurs mundi þetta heita „flugufregn auðvaldsfrétta- ritara“ enda er hún ekki fyllilega nákvæm, því að láðst hefur að undanskilja „Baldur“ og aðstand- endur hans hér frá „heiðarlegu fólki um allan heim“, sem fyllist viðbjóði og reiði yfir glæpaverk- unum. Einnig skortir mikið á, að ísfirzkir sósíalistar hafi kveðið upp „þunga dóma“ yfir þessum verkum og virðast þau þess vegna, enn sem komið er, vera í fullu samræmi við hugsjónir, manngildi og siðgæði sósíalistanna hér und- ir forustu Halldórs frá Gjögri. Vertu nú upplitsdjarfur, Dóri, og birtu nafn blaðsins í næsta Baldri. Blfreiöin í-273 Dodge ’40 er til sölu nú þegar. Söluverð kr. 15.000,00. Pétur Sigurðsson, Mánagötu 3, ísafirði.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.