Skutull

Árgangur

Skutull - 25.04.1956, Blaðsíða 5

Skutull - 25.04.1956, Blaðsíða 5
SK.UTULL 5 8. Efla skal aðstöðu til smíði fiskiskipa innanlands. Efling stóriðju og iðnaðar. 1. Hraða skal byggingu sem- entsverksmiðju. 2. Rannsökuð verði nú þegar skilyrði til ýmis konar stóriðju, m. a. saltvinnslu og annarrar efna- vinnslu, og hafizt handa um fram- kvæmdir, ef þær eru álitnar arð- vænlegar. 3. Annar þjóðhagslega hagnýtur iðnaður verði studdur og efldur svo sem kostur er. Bættar samgöngur í dreifbýli. Bæta skal samgöngur, sérstak- lega í þeim héruðum, sem nú eru mest einangruð, m. a. með aukn- ingu vegakerfisins, hafnarbótum og fjölgun flugvalla. Hagstæð verzlun. Áherzla skal á það lögð að gera verzlunina sem hagstæðasta neyt- endum og framleiðendum. í þessu skyni skal samvinnuhreyfingunni tryggð nauðsynleg aðstaða til þess að geta notið sín. Framleðslusamvinna. Setja skal löggjöf um íram- leiðslusamvinnufélög, og stuðla að stofnun þeirra og viðgangi. ♦ Aukin bygging verka- mannabústaða og sam- vinnuíbúða. 1. Gera skal skipulagt átak í húsnæðismálum kaupstaða og kauptúna m. a. með byggingu verkamannabústaða og bæjar- og samvinnuíbúða og með því að beina því fé, sem til bygginga er ætlað, til íbúðabygginga við al- menningshæfi. Áherzla skal lögð á að haga byggingarframkvæmdum þannig, að eigendur íbúðanna eigi kost á að vinna sem mest sjálfir að byggingunum. 2. Stuðlað verði að fjöldafram- leiðslu byggingahluta. 3. Byggingarsamvinnufélögum og byggingarfélögum verkamanna verði sjálfum veitt innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir bygginga- vörum. 4. Ráðstafanir verði gerðar til þess að hindra of háa húsaleigu. Efling almannatrygginga og atvinnustoflnun ríkisins. 1. Almannatryggingar verði efld- ar og sérstaklega bættur hlutur þeirra, sem hafa erfiðasta aðstöðu. 2. Koma skal á fót atvinnustofn- un ríkisins og henni falið að ann- ast skráningu vinnuaflsins og vinnumiðlun, m. a. til unglinga og öryrkja, og enn fremur að gera tillögur um ráðstöfun þess fjár, sem lagt er fram til atvinnuaukn- ingar. 3. Ríkisstjórnin leggi ríka áherzlu á að beina vinnuaflinu að sjávarútvegi, landbúnaði og þjóð- hagslega hagnýtum iðnaði í sam- ráði við launþegasamtökin. Stuðningur við vísindi og listir. 1. Vísindi og listir verði studd með auknum fjárframlögum. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins verði efld. 2. Stofnaður verði sjóður, er styrki íslenzka vísindamenn til náms og rannsókna innanlands og utan. 3. Komið verði á fót Listaskóla ríkisins, er veiti fræðslu í tónlist, myndlist og leiklist. 4. Kappkosta skal að efla sér- menntun á sviði vísinda og í ein- stökum starfsgreinum. Aukið verklegt nám og fræðsla um þjóðfélagsmál. 1. Auka skal verklega kennslu í skólum. 2. Efla skal fræðslu um efna- hagsmál og þjóðfélagsmál. 3. Stofnaður verði verkalýðs- skóli, er annist kennslu í þjóðfé- lagsmálum og verkalýðsmálum. Efling íelagsheimilasjóðs og orlofs- og hvíldar- heimili. 1. Félagsheimilasjóður verði efldur. 2. Unnið skal að því að koma upp tómstundaheimilum fyrir börn og unglinga, svo og orlofs- og hvíldarheimilum. Utanríkismál. Stefnan í utanríkismálum verði við það miðuð, að tryggja sjálf- stæði og öryggi landsins, að liöfð sé vinsamleg sambúð við allar þjóðir, og að fslendingar eigi sam- stöðu um öryggismál við ná- grannaþjóðir sínar, m. a. með sam- starfi í Atlantshafsbandalaginu. Með liliðsjón af breyttum við- Iiorfum, síðan varnarsamningur- inn frá 1951 var gerður, og með til- liti til yfirlýsinga um, að eigi skuli vera erlendur her á lslandi á frið- artímum, verði þegar hafin end- urskoðun á þeirri skipan, sem þá var tekin upp, með það fyrir aug- um, að lslendingar annist sjálfir gæzlu og viðliald varnarmann- virkja, þó ekki hernaðarstörf — og að varnarliðið hverfi úr landi. Fáist ekki samkomulag um þessa breytingu, verði málinu fylgt eft- ir með uppsögn samkvæmt 7. gr. samningsins. Dranmur að rætast Þegar Hannibal Valdimarsson var formaður Al- þýðuflokksins 1953, og frambjóðandi hans hér á ísa- firði, dreymdi hann um að samstarf mætti takazt milli Alþýðuflokksins og Framsóknar, og þá vann hann vel og dyggilega að því að gera þennan draum að veruleika. Þau orð, sem hann sagði þá, eru enn í fullu gildi, og eiga nú vel við, þegar þessi óska- draumur hans er að rætast. Hann sagði í þessu blaði 5. júní 1953: Hækjukerfið að bila. Og nú er allt útlit fyrir, að hækjukerfið sé að bila. Þá setur kvíða að Morgunblaðinu, og þungar harmstunur heyrast jafn- framt frá málgagni kommúnista, Þjóðviljanum. Og krókódíls- tárin hrökkva eins og haglél af hvörmum ritstjórans. •— En það er þjóðin, sem fagnar því, að íhaldið skuli nú standa eitt uppi og þó klofnað í tvennt, vegna innri óheilinda, sem hlutu að sundra því fyrr eða síðar. Viðleitni Þjóðviljans í þá átt að koma því inn hjá þjóðinni, að Alþýðuflokkurinn sé þegar búiim að selja Framsóknarflokkn- num sál -sína og sannfæringu fyrir nokkra tugi atkvæða og „stór- lán“, eins og hann segir, ,frá Sambandi ísl. samvinnufélaga og Olíufélaginu h.f.“, er vesæl viðleitni til rógburðar, en á e aga stoð í veruleikanum. Það er einmitt hinn mikli styrkur Alþýðuflokksins nú, að hann stendur einn og öllum óháður, nema fólkinu, sem hann þjónar, íslenzkri alþýðu. Hann horfir upp á það rólegur, ef Framsóknarflokkurinn vill halda áfram að vera íhaldshækja. Hann veit, að þá mundi megin- þorri fólksins, sem stutt hefur Framsókn, ganga undir merki Alþýðuflokksins og efla hann til sjávar og sveita, eins og gerzt hefur annars staðar á Norðurlöndum. Framtíðin kallar. En ef Framsókn snýr við blaðinu og lætur íhaldið sigla sinn sjó, þá er líka gott. Þá er Alþýðuflokkurinn trygging fyrir því, að hækjukerfið er úr sögunni, brotið niður fyrir fullt og allt. ■—• Ástandið í heiminum veldur því, að kommúnistar geta ekki af allri auðmýkt sinni troðið sér í hækjuhlutverk sitt hjá íhaldinu, og er það þó hvorugra dyggðum að þakka. Og þá er runnið upp tímabilið, þegar hægt er að sa neina ís- lenzka alþýðu um fullnýtingu atvinnutækjanna, stórátc k í bygg- ingamálum fólksins til sjávar og sveita, samfellda atvin iu handa öllum, sem vilja vinna við lífræn framleiðslustörf, gerbreytingu á afurðasölumálum þjóðarinnar og innflutningsmálum jg endur- skipulagningu á viðskipta- banka- og utanríkismáluia hennar. Þannig mætti lengi telja. — Þá getur fyrst runnið upp það hreinsunar- og umbóta tímabil, sem þjóðina hefur lengi dreymt um á undanförnum árum. Og það er það gleðilega, að slíkt tímabil hlýtur að verða sögu- öld Alþýðuflokksins. Þar kemur hinn einangraði, ósamstarfs- hæfi kommúnistaflokkur ekki til greina. Þessi auðsæju sannindi eru líka ljós miklum hluta alþýðustétt- anna. Og þess vegna mun fylgið einmitt hrynja af kommúnistum í þessum kosningum, en straumurinn, eins og þegar er ai gljóst, liggja yfir til Alþýðuflokksins. Því sterkari, sem hann n 'iur að kosningunum loknum, því fyrr getur hið nýja tímabil i; fizt. Og það er skylda verkafólks, sjómanna, iðnaðarr u na og bænda að hrista nú af sér öll bönd, sameina oi'ku allra vi mandi stétta og binda skjótan enda á íhaldsstjórnarfarið í kndinu. Með verkalýðshreyfingu og samvinnusamtök fólksins að baki sér er þettá'aúðvélt verk', en kostar að vísu rösklega baráttu í bili, bæði við einræðisöflin og afturhaldið. Og hver telur slíkt eftir sér, þegar hugur fylgir máli og framtíðin kallar? Hannibal Valdimarsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.