Skutull


Skutull - 25.04.1956, Blaðsíða 1

Skutull - 25.04.1956, Blaðsíða 1
 / I > " rrw II j > 11 j i u mamiBnMBmá *"* -^.agKEa—»—.-¦¦ M II i I i i 1 1 QU'^t UI 111 ^ i j 11 J i i i 1 X suwia>i. XXXIV. árgangur. Isafjörður, 25. apríl 1956 5.-6. tölublað. FramboA Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn á fsafirði hef- ur nú ákveðið framboð sitt hér í bænum til þeirra alþingiskosninga, sem fram eiga að fara 24. júní n.k., og verður dr. Gunnlaugur Þórðar- son í kjöri. Voru um þetta teknar ákvarð- anir í fulltrúaráði flokksins og síð- an á sameiginlegum fundi allra Alþýðuflokksfélaganna í bænum. Pá hafa og Framsóknarmenn hér í bænum lýst yfir fullum stuðn- ingi sínum við framboð dr. Gunn- laugs. Dr. Gunnlaugur Þórðarson er fæddur 14. apríl 1919, sonur Þórð- ar heitins yfirlæknis á Kleppi og konu hans Ellenar Johanne. Hann gekk í menntaskólann í Reykja- vík og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1939. Gunnlaugur hóf laganám á sama ári og hann varð stúdent. En vegna erfiðrar augnveiki var hann frá námi um tveggja ára skeið. Hann lauk lögfræðiprófi með I. einkunn árið 1945. Á háskólaárum sínum tók hann mikinn þátt í félagslífi stúdenta, átti sæti í stúdentaráði og gekk mjög ötullega fram í fjársöfnun til Nýja stúdentagarðsins. Á náms- árum sínum vann hann öll algeng störf til sjávar og sveita, eins og títt er um námsmenn hér á landi. Hann kvæntist árið 1945 Her- dísi Þorvaldsdóttur leikkonu, og eiga þau fjögur börn. Haustið 1945 tók Gunnlaugur við embætti forsetaritara og gegndi því til ársins 1950, er hann sagði því lausu, og á árunum 1949—1951 gegndi hann störfum ríkisráðsrit- ara. En jafnframt þessum störfum sínum lagði hann stund á tungu- mál og framhaldsnám í lögfræði, og þá sérstaklega í þjóðrétti. í starfi forsetaritara kom skýrt í ljós, hvert lipurmenni Gunnlaug- ur er, sanngjarn og farsæll í öllu, sem hann tekur sér fyrir hendur. Gunnlaugur fór utan til fram- haldsnáms í lögfræði, og lauk þjóð- réttarfræðingsprófi við Parísarhá- skóla 1951 með I. einkunn. Hann hélt þó enn áfram námi og varði doktorsritgerð sína í lög- fræði við Parísarháskóla vorið 1952. Fjallaði ritgerð hans um LANDHELGI ÍSLENDINGA MEÐ TILLITI TIL FISK- VEIÐA eins og alkunnugt er. Er Gunnlaugur manna bezt að sér í þessum efnum og hefur brennandi áhuga fyrir málstað ís- lendinga í landhelgismálinu. Hefur hann ritað margar grein- ar um málið í íslenzk blöð, síðan hann varði doktorsritgerð sína. Þess má einnig geta, að allar til- lögur þær, sem á síðustu árum hafa verið bornar fram á Alþingi um frekari útfærzlu friðunarlín- unnar á Vestfjörðum og Austur- landi, hafa verið grundvallaðar á sögulegum og þjóðréttarlegum rannsóknum dr. Gunnlaugs og skoðunum hans á þeim málum. ísf irðingum, sem og öðrum Vest- firðingum, er löngu ljóst orðið, að öll framtíð vestfirzkra byggða er undir því komin, að farsæl lausn fáist á landhelgismálinu og að f riðunarlínan verði f ærð út hér úti fyrir fjörðunum sem allra fyrst. Það er því mikið gleðiefni fyrir ísfirðinga að eiga nú þess kost að styðja dr. Gunnlaug Þórðarson við þessar kosningar. Enda mun þeim bráðlega gefast kostur á því að kynnast enn frek- ar hinum brennandi áhuga Gunn- laugs á þessu stærsta velferðar- máli þjóðarinnar og hans staðgóðu þekkingu í þeim efnum. Dr. Gunnlaugur er nú fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu og starfar þar hálfan daginn, en jafnframt því rekur hann málaflutningsskrif- stofu í Reykjavík. Hann er ennfremur formaður framkvæmdastjórnar Rauða kross íslands. Þannig hefur hann í störfum sínum, þótt ungur sé, öðlast hald- góða þekkingu á félagsmálum og mikilvæga reynslu á fjölmörgum sviðum. Gunnlaugur Þórðarson hefur um langt skeið verið fylgismaður jafn- aðarstefnunnar. Hann er einlægur í skoðunum, hreinn og beinn, ör- uggur talsmaður réttlætis og fram- fara í þjóðfélaginu. Hann gengur heih. til starfa í Alþýðuflokknum, því að honum er löngu ljóst, að nútíma menningarþjóðfélag bygg- ist á því, að réttur fólksins sé ekki fyrir borð borinn. Það er Alþýðuflokknum mikill fengur, þegar slíkir menn sem Gunnlaugur veljast til framboðs fyrir hann. Þar sem ungir menn fara og vaskir, þar er sigurs von. Enda stórjók Gunnlaugur fylgi Al- þýðuflokksins í Barðastrandasýslu, þegar hann var þar í framboði við síðustu Alþingiskosningar. Og þannig mun einnig fara hér á Isafirði í þeim kosningum, sem nú eru fram undan. Isfirðingar munu finna það, að því betur sem þeir kynnast Gunn- laugi Þórðarsyni, því meira munu þeir meta hann og hugðarefni hans. ísfirzk alþýða mun taka höndum Dr. Gunnlaugur Þórðarson. saman um þennan ágæta frambjóð- anda sinn og vinna tvöfaldan sig- ur. Hún mun eignast duglegan og áhugasaman liðsmann í baráttunni fyrir bjartari framtíð þessa byggð- arlags og um leið éndurheimta hið forna höfuðvígi Alþýðuflokksins —¦ Isafjörð — úr óheillaálögum þessa síðasta kjörtímabils. Hafinn midirbúiiiiigiir að kaupuin nýs togara Hraðfrystihúsin í bænum hafa að undanförnu verið stórlega end- urbætt og afköst þeirra aukin, og í smíðum er nýtt hraðfrystihús, eign ísfirðings h.f. Aðkomutogar- ar lögðu hér á land mikið fisk- magn s.l. ár, en gera verður ráð fyrir að ekki megi reikna með slíkum löndunum til frambúðar, þar eð togarafélög annarsstaðar eru sjálf að koma sér upp hrað- frystihúsum, t. d. í Hafnarfirði og á Akureyri. Einnig getur svo far- ið, ef marka má síðustu fréttir, að löndunarbanninu í Bretlandi verði aflétt, og verður það þá til þess, að eldri togararnir sigla með fisk- inn óúnninn á erlendan markað í stærri stíl en verið hefir að undan- förnu, þótt vafasamt sé, að það sé æskilegt fyrir þjóðarheildina. Þessvegna verður óhjákvæmilegt að stefna að því hér í bæ að tryggja hraðfrystihúsunum meira hráefni með aukinni útgerð togara og vél- báta. Kaup nýs togara er stórátak, því gera má ráð fyrir að nýtt skip kosti 10—12 milljónii*- króna a. m. k., og verður því nauðsynlegt að sameina alla aðila í bænum, sem við fiskvinnslu fást, um þessi kaup, og jafnvel að leita til bæj- arbúa almennt um framlög til þeirra. Ekki er hugsanlegt að nýtt skip fáist keypt án framlags frá bæjar- félaginu og án bæjarábyrgðar va stofnverði skipsins, og er það þessvegna sjálfsögð skylda for- ráðamanna bæjarins að hafa for- göngu um sameiningu allra hlut- aðeigandi aðila um þetta mikla nauðsynjamál. Með þetta fyrir augum fluttu bæjarráðsmennirnir Birgir Finns- son og Bjarni Guðbjörnsson eftir- farandi tillögu í bæjarráði 16. þ. m. „Vegna brýnnar nauðsynjar á að tryggja bæjarbúum öruggari og stöðugri atvinnu ályktar bæjar- stjórn Isaf jarðar að Ieggja nú þeg- ar fram umsókn til ríkisstjórnar- innar, um aðstoð og nauðsynlega Framhald á 3. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.