Skutull

Árgangur

Skutull - 01.06.1956, Blaðsíða 2

Skutull - 01.06.1956, Blaðsíða 2
2 SKUTULL SKUTULL Otgefandi: Alþýðuflokkurinn á lsafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, ísaf. — Sími 13 Afgreiðsluraaður: Guðmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, lsaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. IsaiirTii. ihaldið dæmt úr leik Isfirzkum kjósendum skal hér bent á ómótmælanlega staðreynd í sambandi við kosningarnar í sum- ar, og skiptir sú staðreynd miklu máli í augum þeirra manna, sem láta skynsemi og rökhyggju ráða afstöðu sinni til manna og mál- efna. Það er vitað mál, að öll skyn- samleg rök benda til þess, að kosningabandalag Alþýðu- og Framsóknarflokksins vinni hrein- an meirihluta í kosningunum. — I því sambandi má minna á það, að ef slík samvinna, sem nú hefir tek- izt á milli fyrrgreindra flokka, hefði verið í kosningunum 1949 og 1953 þá hefðu þeir í báðum þeim kosningum haft hreinan meirihluta á alþingi. — Það er því fullvíst, að þessir tveir flokkar mynda ríkisstjórn strax eftir kosningamar. Og jafnvel þótt þessi meiri- hluti náist ekki, þá er það full- víst að mynduð verður ríkis- stjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn á enga aðild að. Á þessu má sjá, að það er ör- uggt, að yfirráðum íhaldsins á atvinnu- og fjármálasviðinu svo og í æðstu stjóm landsins, er þar með lokið fyrir fullt og allt. Eftir kosningarnar hefst svo uppbygginga- og athafnatímabil um land allt, og ekki hvað sízt á þeim stöðum, sem afskiptir hafa verið fram að þessu af völdum fjárfestingarstefnu íhaldsins. Þess vegna má það vera hverj- um manni Ijóst, að miklu máli skiptir fyrir kjördæmin úti um land, að eiga þá fulltrúa á Alþingi sem hafa vilja og getu og mögu- leika á því, að halda fast á rétti sinna byggðarlaga og sem láta taka fullt tillit til hagsmunamála og brýnna framfaramála kjör- dæma sinna. Og halda ísfirzkir kjósendur það virkilega, að Kjartan Jó- hannsson, sem engu hefir komið til leiðar þrátt fyrir sérstaka að- stöðu sína og íhaldsins, verði stórvirkari og fengsælli í von- lausri og máttvana stjómarand- stöðu, en verið hefir. Nei, — þvi trúir enginn, ekki einu sinni dyggustu fylgismenn hans. Isfirðingar þarfnast annars Verðskuldaðar ðsignr Ihaldsins Kæru Sjálfstæðisflokksins, sem studd var af hjálpartækjum ílialds- ins, Alþýðubandalaginu og Þjóðvamarflokknum, var hafnað í öllura at- riðum af landskjörstjórn. Felld var tillaga um, að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skyldu hafa sameiginlegan landslista. Samþykkt var að taka landslista Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins gilda og úthluta flokkunum uppbótarþingsætum samkvæmt kosningalögum. Felld var tillaga um, að listi Alþýðuflokksins í Reykjavík og Fram- sóknarflokksins í Árnessýslu skyldu teljast utan l'lokka. Að því búnu vom listar allra flokka teknir gildir og merktir. — Þar með var vald- niðslutilrauninni hmndið og þetta fáheyrða hneykslismál úr sögunni í landskjörstjóm. Svo sem kunnugt er, kærði Sjálf- stæðisflokkurinn landslista Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins og vildi fá landskjör- stjórn til þess að úrskurða, að flokkar þessir skyldu hafa einn og sama landsUsta. En ofbeldistilraunin mistókst og hefur íhaldið beðið mikinn en verðskuldaðan ósigur í þessu klögumáli sínu. Kröfu þess er hafnað í öllum atriðum. Þar með er raunverulega viðurkennt, að hér var um að ræða fáheyrða við- leitni til valdníðslu og ofbeldis. En sök þessarar óhæfu er ekki aðeins Sjálfstæðisflokksins. Sprengiflokk- arnir komu til liðs við íhaldið og tóku undir kæru þess fyrir lands- kjörstjóm. Þar með hefur Alþýðu- bandalagið og Þjóðvamarflokkur- inn lýst yfir þeim vilja sínum að taka höndum saman við Ólaf Thors og Bjama Benediktsson í fram- kvæmd baráttuaðferða, sem helzt minna á stjórnarfar einræðisríkj- anna, enda fundu hér nazistar og kommúnistarnir hvor annan og virðast ekkert hafa skánað við nærvera og aðild Þjóðvarnar- flokksins. Allra ráða var neytt til að koma fram ofríki hinnar nýju samsteypu. Fyrst átti að úrskurða, að Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hefðu sameigin- legan landslista. Næst átti að fá því framgengt, að atkvæðatölur flokkanna að kosningunum lokn- um yrðu lagðar saman og þeim út- hlutað uppbótarsætum eins og um einn flokk væri að ræða. Loks átti að dæma lista Alþýðuflokksins í Reykjavík og lista Framsóknar- flokksins í Ámessýslu utan flokka, en flokksstjórnunum þó að gefast kostur á að nema burt meinta galla. Öllum þessum tilraunum var hrundið eini af annari. Það er minnisverður sigur lýðræðis, laga og mannréttinda á f slandi og gleði- leg sönnun þess, að til eru menn í opinberum trúnaðarstöðum, sem meta meira heiður sinn en flokks- pólitískar fyrirskipanir. Allt lýðræðissinnað fólk á fs- landi hefur ríka ástæðu til að fagna þessum úrslitum í lands- kjörstjórn, því að með kæru sinni hefur ílialdið sýnt og sannað ein- ræðishneigð sína og fyrirlitningu á lögum og lýðræði. Reynt var að virða að vettugi stjómarskrána og kosningalögin og fá landskjörstjóm til að kveða upp úrskurð samkvæmt viðbótar- ákvæðum, sem hvergi er að finna nema í vilja og vonum öfgaflokk- anna, er skjálfa af hræðslu við bandalag umbótamanna og vita sér ósigur vísan í kosningunum. Þeim úrslitum átti að forða með ofbeldi. TÆKIFÆRIÐ, SEM BÝÐST. Hræðsla andstæðinganna við bandalag umbótaflokkanna hefur sannazt með þeim hætti, sem ekki verður um deilt. Nú er því ekki Iengur haldið fram, að fylgið hrynji af Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum og óánægjan ólgi eins og brotsjóir innan vé- banda þeirra. Þvert á móti: Þjóð- viljinn viðurkenndi á sunnudag og tJtsýn í gær, að tilgangur kærunn- ar til landskjörstjórnar væri að koma í veg fyrir, að Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn fengju meirihluta í kosningunum. Þar rataðist kjöftugum satt á munn. Einmitt tækifæri meirihlut- ans umbótaflokkunum til handa gefst frjálslyndum kjósendum, þegar þeir ganga að kjörborðinu 24. júní. Flótti er brostinn í lið andstæðinganna, svo að þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð fyrir hræðslu sakir. Nú er að reka flótt- ann og leggjast á eitt um glæsileg- an sigur, sem markar tímamót í íslenzkri stjómmálasögu,, þokar íhaldinu og hjálpartækjum þess til hliðar og gerir djörfum og lýðræð- issinnuðum umbótamönnum fært að bjarga þjóðarskútunni og koma henni á réttan kjöl. Rausnarleg gjöf Hr. forstjóri Elías Halldórsson, Reykjavík, hefir fært sjóðnum „Aldarminning Jóns Sigurssonar forseta" höfðinglega gjöf, ríkis- tryggð vaxtabréf, að upphæð kr. 3.000.00. Sjóður þessi er stofnaður árið 1915, og segir svo í skipulagsskrá hans m. a.: „Verja má % vaxta til styrktar fátækum, efnilegum og siðprúðum gagnfræðanemendum á lsafirði“. Sjóður þessi er undir stjórn Gagnfræðaskólans á Isafirði og er í vörzlu bæjarstjóra. Á hverju vori hefir verið veittur styrkur efnileg- um nemendum, er taka burtfarar- próf frá skólanum. Elías Halldórsson er gamall Is- firðingur og stundaði nám við unglingaskólann hér. í bréfi, er fylgdi gjöfinni segist hann senda gjöfina „sem örlítinn vott þakk- lætis gamals nemenda, er lauk skólavist við unglingaskólann vor- ið 1916.“ Hafi Elías Halldórsson innileg- ustu þakkir fyrir þessa höfðing- legu gjöf og fyrir þá tryggð og þann vinarhug til skólans, er í henni felst. Guðjón Kristinsson. þingmanns, manns, sem hefir sterka aðstöðu að afloknum kosn- ingum til þess að koma í fram- kvæmd með aðstoð ríkisvaldsins, margháttuðum hagsmunamálum þess fólks, sem hér vill dvelja og sem vil leggja fram krafta sína og orku til þess að treysta atvinnu- grundvöll bæjarins og bæta þar með afkomu og lífsskilyrði bæjar- búa. Þess vegna munu ísfirðingar gefa Kjartani hvíldina 24. júní n.k. og senda frambjóðanda um- bótaflokkanna, dr. Gunnlaug Þórðarson á Alþingi. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins og stuðningsmanna dr. Gunnlaugs Þórðarson- ar er í húsi Kaupfélagsins, Austurvegi 2, efstu hæð. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10—12 á há- degi og frá kl. 1 y2—7 og kl. 8y2—10 s.d. Athugið hvort þið eruð á kjörskrá. Hafið náið samband við skrifstofuna og gefið upplýsingar um kjósendur, sem verða fjarverandi á kjördag, svo og um annað, sem að gagni má koma. KOSNIN G ANEFNDIN.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.