Skutull

Árgangur

Skutull - 01.06.1956, Blaðsíða 4

Skutull - 01.06.1956, Blaðsíða 4
4 SKUTULL Fljótræði tlóttans Stjörnmál og mannskemmdir Flóttabandalag kommúnista hef- ur þegar svikið fyrsta loforðið, sem Hannibal var látinn gefa væntanlegum kjósendum á ísa- firði,, er hann kom hingað á sinni fyrri yfirreið. Flóttabandalagið hefur sent kommúnista í framboð á lsaf jörð, þvert ofan í hin gefnu loforð. Hannibal kom víða við hér í bænum í fyrri ferð sinni, til þess að fala fólk til fylgilags við huldu- flokk kommúnistanna. Reyndi hann í viðtölum sínum við Alþýðuflokkskjósendur að telja þeim trú um, að Alþýðu- bandalagið ætti ekkert skylt við kommúnista og tók það alveg sér- staklega fram, að hingað til ísa- fjarðar mundi alls ekki verða sendur frambjóðandi, sem hefði nokkurn minnsta kommastimpil á sér. Hannibal hefur áreiðanlega ætl- að sér að standa við þetta loforð, því hann þekkti manna bezt sitt heimafólk á Isafirði. Hann vissi af gamalli reynzlu, að Alþýðuflokks- fólkið hér í bæ sem og annars staðar á landinu hefur litlar mæt- ur á kommúnistum. Hann vissi líka mæta vel, að ísfirzkir kommúnistar eru bæði fyrr og síðar þekktir fyrir það eitt, að vera trúir þjónar og hjálpar- kokkar íhaldsins. Sjálfur hafði Hannibal oft bitra reynslu af því. Hingað til ísafjarðar mátti því ekki koma kommúnisti I fram- boð fyrir Flóttabandalagið, ef takast ætti að f jölga örlítið hinni þunnskipuðu sauðahjörð Stalíns og Gjögur-Dóra. Enginn réttlátur. Svo þegar Hannibal kom suður, hófst hin sögufræga og æðis- gengna leit að ,,réttum“ frambjóð- anda handa Isfirðingum. Það var hlaupið frá Heródesi til Píladusar, út og suður um allar trissur, einn grátbeðinn í dag og annar á morgun, en allt án árang- urs. Þáð fannst enginn „réttlátur" í geravllri Flóttabandalagshjörð höfuðstaðarins, né heldur annars staðar á Islandi. Engir nema kommúnistar vildu ljá sig til þeirra óhappaverka að vega aftan að ísfirzku Alþýðu- flokksfólki, sem um 30 ára skeið hefur staðið fremst í fylkingu gegn íslenzku íhaldi, svo að löngu er frægt orðið. fsfirðingum ögrað í fljótræði. „Hafa skal það, sem hendi er næst og hugsa ekki um það, sem ekki fæst“, sögðu kommarnir í Reykjavík, og hrærðu svo í sinni pólitísku naglasúpu. Og upp á yf- irborðið kom Guðgeir nokkur Jónsson bókbindari, sem nú þegar hefur játað fyrir Isfirðingum á fundi í Alþýðuhúsinu að hafa ver- ið kommúnisti síðan 1948. En Hannibal, sem var orðinn þreyttur á leit sinni að einum „réttlátum", samþykkti þetta framboð Guðgeirs í fljótræði, en tekur nú út sára iðrun. Hannibal mundi ekki eftir því fyrr en of seint, að Guðgeir var gjaldkeri í þeirri frægu kommún- istastjóm Alþýðusambands ís- lands, sem ætlaði að reka Alþýðu- samband Vestfjarða úr heildar- samtökunum, af því að Alþýðu- flokksmenn undir forustu Hanni- bals fóru með stjóm Vestfjarða- sambandsins, og einnig vegna þess að A.S.V. tók y3 hluta af skatti félaganna samkvæmt lögum, svo að kommúnistar gátu ekki notað það fé til „sinnar flokksút- breiðslu", eins og Hannibal orðaði það réttilega í Skutli. Fyrir þetta reyndu kommúnistar að stimpla Fyrir nokkru birtist í mánu- dagsútgáfu Þjóðviljans, blaðinu Útsýn, svohljóðandi klausu eignuð undirrituðum: „Verkameim eru svo illa upplýstir, að þeir þurfa að hafa menntaða menn til að hugsa fyrir sig.“ Klausa þessi var send ísfirzku verkafólki til athugunar, og er höfð eftir manni, sem sagði manni. Nú hefur Þjóðviljinn þann 9. hann þjóf, en Guðgeir gjaldkeri sagði já og amen. Ef Hannibal hefði munað eftir þessu í tæka tíð, þá væri Guðgeir ekki í framboði á ísafirði, því Hannibal veit, að hvorki ísfirð- ingar né aðrir Vestfirðingar í verkalýðssamtökunum hafa gleymt þessu kommúnistatilræði. Það var alveg nóg að senda ís- firðingum kommúnista, þótt hann hefði ekki haft þennan draug í eftirdragi. Enda munu nú ýmsir í kosninga- nefnd Flóttabandalagsins telja sig illa svikna. maí endurtekið þessa klausu og leggur undirrituðum ummælin í munn. Þá hafa þær fregnir borizt að á sumum Vestfjarðafundunum, fyrst á Patreksfirði 10. maí, hafi Hannibal Valdimarsson, núverandi formaður kommúnistabandalags- ins, endurtekið þessi ummæli og eignað mér, enda þótt hann hafi ekki treyst sér til að endurtaka þau á ísafjarðarfundinum 17. maí. Hins vegar getur verið, að hann reyni að koma þeim á framfæri eftir öðrum leiðum og kynni þá e. t. v. einhver að trúa því, að ég sé upphafsmaður ummæla þessara. Skal það því hér með upplýst, að það er tilhæfulaust með öllu að eigna mér ummæli þessi, enda gert gegn betri vitund, og varpar það athæfi ljósi á hugsunarhátt upp- hafsmannanna. Baráttuaðferðir þessara manna, minna óþægilega mikið á baráttu- aðferðir Hitlers og félaga hans, þegar þeir voru að brjótast til valda. Fyrst var einhver látinn búa til einhver ærumeiðandi ósannindi, síðan voru þau endurtekin hvað eftir annað, því þeir vissu, að með því að endurtaka ósannindin nógu oft, mætti ef til vill fá einhvern til að trúa þeim. Tilgangurinn með þessu er að flæma alla heiðarlega menn, sem meta einhvers æru sína og nafn, af vetvangi stjórnmálanna og þá væri vissulega til einhvers barizt. Morgunblaðsíhaldið hefur löng- um beitt svipuðum baráttuaðferð- um, m. a. gegn undirrituðum í síð- ustu kosningum með aðdróttunum um ritstuld, trúnaðarbrot o. fl. Hannibal Valdimarsson átti þá vart til nógu sterk orð til þess að fordæma slíkar baráttuaðferðir, en nú þegar hann er kominn í komm- únistahópinn, grípur hann auðvit- að til þeirra, svona í samræmi við allt annað. Samvizkan er sýnilega slæm, en málsstaðurinn þó verri, því þar eru engin rök til, nema upplognar slúðursögur. Islenzk alþýða er svo vel viti borin og menntuð, að hún fyrir- lítur bardagaaðferðir, sem þessar og henni er ekki síður ógeðfelld öll persónudýrkun, en sumir virð- ast þurfa að reka sig illa á, til þess að átta sig á þeim sannind- um' Gunnlaugur Þórðarson. Einstæðir hljðmleikar Sex hljóðfæraleikarar úr hinni frægu Bostonsinfóníuhljómsveit koma til bæjarins og halda hljóm- leika á vegum Tónlistarfélagsins 10. júní n.k. Leikið er á strengjahljóðfæri, píanó og klarinett. Það má telja sérstaka heppni að fá slíka listamenn hingað og ísfirðingar hljóta að fjölmenna á tónleikana. IMIIiaillHIHIIIIHBMMIHIIiaMIIIIIII>llilll!lllllll>lllilUIMaMI1lllJ»nil(lll>4IIHailllllliailllllllllllliaillllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIII!l — M Flokkurinn sem faldi sig Enn einu sinni hefir kommúnistaflokkurinn falið sig, og ber | | nú nafnið Alþýðubandalag. En úlfshár kommúnismans standa 5 | allsstaðar útundan grímubúningnum, svo fáir munu láta blekkj- i | ast til fylgis við þennan skaðlega öfgaflokk, þannig að hann mun £ | verða jafn áhrifalaus eftir þessar kosningar eins og alltaf áður, § | hvort sem hann hefir kallað sig Kommúnistaflokk íslands, Sam- £ I einingarflokk alþýðu, Friðarhreyfingu eða Alþýðubandalag. Hann | = mun því ekki verða þess umkominn að vinna alþýðu landsins | | neitt til nytja fremur en fyrri daginn. Hlutverk hans verður það £ | sama og fyrr, þ. e. að aðstoða íhaldið með klofnings- og undir- § | róðursstarfi innan raða alþýðunnar. 4 | | En hvað veldur þessari þörf flokksins á því að fela sig í kom- = | andi kosningum? § | Svörin eru nærtæk. Atburðimir í Rússlandi og viðurkenningin | | á ógnarstjórn Stalíns hefir leikið flokkinn grátt í augum allra = — x | hugsadi manna, svo að af þeim ástæðum einum er honum nauð- | | synlegt að fara í felur. Jafnframt varð flokkurinn fyrir stórkostlegu atkvæðatapi í | 1 alþingiskosningunum 1953, eins og eftirfarandi tölur sýna: | 1 Reykjavík tapaði hann................. 1429 atkv. | 1 Hafnarfirði tapaði hann................ 71 — Á ísafirði tapaði hann.................. 24 — Á Siglufirði tapaði hann ............... 136 — | Á Akureyri tapaði hann................... 76 — í átta sveitakjördæmum tapaði hann .. 315 — | Af þessu geta menn séð, hversu lífsnauðsynlegt það var fyr- | | ir Sósíalistaflokkinn að fela sig og koma fram undir nýju nafni | 1 og geta þannig skýlt nekt sinni og eðli bak við nafn og vin- | | sældir þeirra manna, sem skeleggast hafa barizt gegn óheilla- | 1 og undirróðursstefnu þeirra fram að þessu. En eftir kosningarn- 1 | ar munu kommúnistarnir ekki telja sig lengur þurfa að nota | | grímubúninginn eða þá menn, sem lagt hafa þeim þann klæðnað | | til. Þá mun sannarlega hvorttveggja verða lagt til hliðar, en það | | verður önnur saga. | iiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiiinxiaiiiitfiiiiiiiiiiniiiHiiiiiiRiiiHKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiii

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.