Skutull

Árgangur

Skutull - 18.05.1967, Síða 1

Skutull - 18.05.1967, Síða 1
Glnndroðinn í Alþýðubandalaginu Blaðið hefur áður sagt frá framboðsraunum Fram- sóknar og Sjálfstæðis- flokksins. Framsókn setti það met, að búa til tvo lista, fyrst algjörlega án Sigurvins Einarssonar, en síðan með hann í efsta sæti. Tveggja þjónn Heldur virðist vera orðin þröng fyrir dyrum hjá Frainsóknarflokknum varð andi mannaval. Nú er svo koinið, að flokkurinn verð- ur að leita á náðir ílialdsins til þess að geta opnað kosn ingaskrifstofu í kjördæm- inu. Einn af frammámönnum í Fylki, félagi ungra sjálf- stæðismanna á Isafirði, hef ir leyst þessa nauð Fram- sóknarmanna og tekið að sér skrifstofustjórastarfið. Þessi snöggbakaði skrif- stofustjóri Framsóknar er starfandi meðlimur í Fylki. Hann var einn þeirra heit- trúuðu ungmenna úr bar- áttusveit Matthíasar, sem mættu á aðalfundinum fræga nú fyrir sköminu, er Jökulhlaupið setti allt á annan endann. Að launuin fyrir trúa þjónustu var hann að sjálfsögðu endur- kosinn sem endurskoðandi Fylkis, og gegnir því embætti efalaust af trú- mennsku. En fyrst svona báglega er nú komið fyrir Fram- sóknarmönnum á Vestfjörð um er rétt að henda þeim á það, að enn meiri vinnu- liagræðing væri það, að biðja bara kosningaskrif- stofu Sjálfstæðisflokksins á Isafirði að annast þetta lítilræði fyrir sig. Nú hefur Alþýðubanda- lagið gjörsamlega slegið út met Framsóknar. Fyrst birti það lista með Hanni- bal Valdimarsson í efsta sæti. Síðan leysti það hann frá framboðinu hér, til þess að hann gæti farið í framboð í Reykjavík í samkeppni við félaga sína í Aiþýðubandalaginu, en þó með þeim. Um leið var skipt um sex menn aðra á framboðslistanum. Út fóru auk Hannibals: Ásgeir Svanbergsson, Einar Gunnar Einarsson, Heimir Ingimarsson, Guðmundur F. Magnússon, Guðsteinn Þeng- ilsson og Skúli Guðjónsson. Hinn breytti listi er þannig skipaður að í 5 efstu sætum eru: Steingrímur Pálsson, Teitur Þorleifsson kennari Reykjavík, Ólafur Hannibals- son, Davíð Davíðsson og Hjördís Hjörleifsdóttir. Hér í blaðinu hefur áður verið skýrt frá aðdraganda þess klofnings í Alþýðubanda- laginu, sem Hannibal Valdi- marsson reyndi að gera sem minnst úr í eldhúsdagsum- ræðunum, sem útvarpað var frá Alþingi í þinglok. Hann sagði þá, að þau átök, sem m.a. birtust í skrifum sonar hans í Frjálsri þjóð, næðu alls ekki út fyrir Reykjavík. Þar hefði aðeins skorizt í odda á einum upphlaupsfundi, og það mættu menn ekki láta rugla sig. Þessi kenning hefur afsann- azt með framboði H.V. sjálfs í Reykjavík og klofningi Al- þýðubandalagsins hér vestra. I þessum herbúðum ríkir nú meiri glundroði en dæmi eru til í nokkrum flokki hér á landi. Sexmenningarnir, sem ekki vildu sætta sig við það að formaður Alþýðubanda- lagsins, H.V., byði sig fram gegn sínum eigin flokki í Reykjavík, og afturkölluðu framboð sín hérna, hafa nú lagt undir sig blaðið Vest- firðing, og er síðasta tbl. þess fullt af yfirlýsingum frá þeim, en ekki orð um stuðn- ing við hinn nýja lista. Rit- stjórinn stendur bersýnilega sömu megin og sexmenning- arnir. Verður nú fróðlegt að sjá, hvort hér fer á sömu leið og í Reykjavík. Þar eni komin út þrjú blöð með nafni Al- þýðubandalagsins: Hannibalistar skáru haus- inn af Frjálsri þjóð og köll- uðu það blað síðan: Alþýðu- bandalagsblaðið. Kommadeild- in í Alþýðubandalaginu krafð- ist þess þá, að sett yrði lög- bann á blaðið. Var nafninu þá breytt í Nýja Alþýðu- bandalagsblaðið, og loks er kommadeildin tekin að gefa út blað, er nefnist rétt og slétt: Alþýðubandalagið. Spurningin er þess vegna hversu mörg blöð eiga eftir að koma út í nafni þessarar flokksnefnu hér vestra, ef svo fer, að Halldóri Ólafssyni verði gjörsamlega máttlaus höndin til þess að mæla með Hannibalistum í Vestfirðingi. Margt er fróðlegt í yfir- lýsingum hinna brottviknu frambjóðenda í síðasta Vest- firðingi um heilindin og vinnubrögðin í Alþýðubanda- laginu. Skúli Guðjónsson á Ljót- unnarstöðum segir t.d. um Hannibal, að hann hafi verið „uppdreginn af sósíalistum og honum gerður bústaður í Alþýðubandalaginu, svo hann mætti lialda pólitískri áru sinni lireinni af kommúnisma og öðru slíku.“ Vildi Skúli hafa gamla list- ann frá síðustu kosningum sem minnst breyttan, og sam- þykkti framboð í tíunda sæti í þeirri trú, að svo yrði. Um framboðsbreytingarnar síðan segir Skúli: „En það þarf næstum því yf- irnáttúrulega trúgirni til þess að láta sér til liugar koma, að þar ha.fi verið unnið af lieilindum og drengskap af þeim mönnum, er um þessi mál fjölluðu og réðu til lykta.“ Uppstillingarnefnd valdi Hannibal eftir eigin geðþótta og fjarstýrði henni, að sögn Skúla. „Heyrt hefi ég, að Hanni- bal hafi lagt út í þetta ævin- týri vegna þess, að honum hafi þótt sem eitthvað hafi skort á lýðræðisleg vinnu- brögð við uppstillingu Al- þýðubandalagsins í Reykjavík. Mikið hefur Hannibal lært í ólýðræðislegum vinnubrögð- um þar syðra,“ segir Skúli. Ennfremur segir hann: „Mennirnir eru þannig af guði gerðir, að þeir eru alltaf að gera afglöp og vitleysur, en litlir karlar, eins og ég og mínir líkar, liafa ekki aðstöðu til að gera nema lítil afglöp og litlar vitleysur. En þegar Alþýðuflokkurinn samþykkti, að gerður skyldi samningur við Svissneska álfélagið um að reisa álbræðslu við Straumsvík sunnan Hafnar- fjarðar. En flokkurinn setti ýmis skilyrði, svo sem að bræðslan ekki gengi í atvinnu- rekendasamtökin, og fór að þessu máli með mestu gát. Þetta er þýðingarmikið mál og snýst í eðli sínu um það, hvort hleypa eigi erlendu fjár magni inn í landið eða ekki. Sumir vilja opna allar gátt- ir og bjóða heim eins miklu er lendu fjármagni og hægt er að fá. Slík stefna væri jafn óhyggileg og hin, að negla aftur glugga og hurðir. Hér sem víðar er meðalhófið hin skynsamlega leið. Alþýðuflokkurinn hefur í þessu máli markað stefnu, sem telja má víst, að meiri- hluti þjóðarinnar aðhyllist. Hún er á þá lund, að ís- lendingar eigi að hagnýta sér erlent fjármagn í sérstökum verkefnum, þar sem ástæða er stórir karlar, eins og Hanni- bal Valdimarsson, fara á stúfana, verða afglöp þeirra stór og vitleysurnar miklar. Nú hefur Hannibal gert mjög virðingarverða tilraun til þess að sannfæra fólk um, að einn- ig á þessu sviði sé liann mjög stór í sniðum.“ Svona er sem sagt umhorfs á kærleiksheimili Alþýðu- bandalagsins þessa dagana. Ef hægt er að tala um að það hangi saman enn þá, þá eru það illdeilumar, sem eru helzti tengiliðurinn milli hinna ó- líku hópa. Þessi „flokkur“ er ekki, fremur en áður, neitt sameiningartákn íslenzkrar al- þýðu, en hjaðningavíg harð- vítugustu framapotara í flokknum fara nú fram fyrir opnum tjöldum, og er það til bóta. Munu nú margir, sem áður létu glepjast af ,,sam- fylkingar“-talinu, nota tæki- færið í kosningunum til að yfirgefa ófriðarstaði bóndans í Selárdal fyrir fullt og allt. til. Flokkurinn telur hins veg- ar ekki rétt að setja almenna löggjöf um innflutning er- lends fjármagns, heldur vill dæma hvert atvik fyrir sig eftir aðstæðum og meta, hvort það er æskilegt eða ekki. Til eru aðilar, sem halda fram, að álbræðslan verði upphaf að straumi erlendra fyrirtækja til landsins. Þetta er misskilningur. Hún er og verður einstakt mál, dæmt eftir aðstæðum og ekki for- dæmi fyrir önnur. Álbræðslan gerir fslending- um kleift að virkja Þjórsá á mun hagkvæmari hátt en ella. Hún mun standa undir er- lendum lánum Búrfellsvirkj- unar og veita henni eins kon- ar gengistryggingu. Bræðslan mun auka fjölbreytni ís- lenzkra atvinnuvega, ryðja braut nýjum, íslenzkum iðn- aði, veita mikla atvinnu og margvíslegar tekjur. Svo til allar þjóðir, einnig Framhald á 4. síðu. Erlent fiármaðn - með dætni

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.