Skutull - 18.05.1967, Side 3
SKUTULL
3
„Sjómannslíf í Herrans hendi helgast fnsturjnrð"
Á fundi í bæjarstjórn ísa-
f jarðar 22. marz minntist for-
seti bæjarstjórnarinnar, Björg
vin Sighvatsson, skipverjanna
er fórust með m/b Freyju frá
Súðavík 1. marz sl. með eftir-
farandi orðum:
„Það sem af er yfirstand-
andi vetri hefir veðráttan ver
ið með einsdæmum umhleyp-
ingasöm, hörð og erfið, og
þeim sérstaklega þung í
skauti, sem atvinnu og af-
komu sína eiga undir tíðar-
farinu. Einkum hafa síðustu
mánuðimir reynt mjög á þol-
rif og þrek sjómanna okkar,
enda er það bæði gömul og ný
saga, að sá er eldurinn heit-
astur, sem á sjálfum brenn-
ur. Hjá því verður ekki kom-
izt á meðan íslenzkir sjómenn
ýta báti úr vör og sækja
lífsbjörg þjóðarinnar í við-
sjálverðar greipar hafsins, að
þeir þurfi öllum öðrum stétt-
um fremur að etja kapp við
stormviðrin hörð og mæta
miskunnarlausum hamförum
náttúrunnar, en í fangbrögð-
um við „stórsjó og holskeflu-
Allfýðuflokkirinn
Framhald af 2. síðu
kom á (10% af heildarfram-
leiðslunni).
Tollar af búvélum hafa ver-
ið lækkaðar úr 33% í 10%.
Framleiðnisjóður landbún-
aðarins hefir verið stofnaður
með 50 millj. kr. framlagi og
jarðeignakaupasjóður með 36
millj. kr. framlagi.
Sett hafa verið ný lög um
landgræðslu og gróðurvernd,
og fjárveitingar auknar til
landgræðslu.
Gerðar hafa verið mikilvæg
ar breytingar á framleiðslu-
ráðslögunum, sem tryggja
bændum meiri rétt en þeir
áður höfðu.
Árangurinn af öllu þessu
og ýmsu fleiru, sem viðreisn-
arstjómin hefir gert fyrir
landbúnaðinn, blasir við í aug-
ljósum framförum í flestum
sveitum landsins. Sá árangur
hefir m.a. náðst fyrir til-
stilli Alþýðuflokksins, og sann
ar svo ekki verður um villst,
að flokkurinn ber hag bænda
fyrir brjósti ekki síður en
annarra vinnandi stétta.
Þetta ættu vestfirzkir bænd
ur að athuga, í stað þess að
leggja trúnað á þann fram-
sóknaráróður, að Alþýðuflokk
urinn eigi ekki samleið með
bændum.
Það eru staðlausir stafir.
föll“ verður sannarlega oft að
tefla djarft, -— og alltaf með
lífið að veði.
Því miður skeður það oft,
að ekki auðnast öllum sjófar-
endum að ná landi þegar fár-
viðrin dynja yfir, enda gera
þau sjaldnast boð á undan
sér.
Vestfirðingar hafa ætíð átt
fengsæla og harðfengna sjó-
menn, enda hafa þeir lagt
þjóðinni til einstakt úrval sjó
manna, atorkumenn, sem varp
að hafa áberandi glæsibrag á
íslenzka sjómannastétt. Ástæð
an fyrir þessu mikilsverða
framlagi Vestfirðinga er aug-
Ijós, sem sé sú, að allt frá
upphafi byggðar á Islandi hef
ir sjósókn og sjómennska ver-
ið helzti og þýðingarmesti
þátturinn í lífi og starfi Vest-
firðinga, sá gi'undvöllur, sem
afkoma þeirra og framtíð hef
ir hvílt á. Hafið og fiskimið-
in hafa því verið Vestfirðing-
um vettvangur leiks, starfs og
athafna einnig gjöfult nægta-
búr, sem sjaldnast brást, en
gerði miklar kröfur til þeirra,
sem matföngin sóttu, kröfur
um karlmennsku, æðruleysi og
áræði, auk þess dýrasta
endurgjalds, sem heimtað
verður, — lífs góðra og dug-
andi drengja.
Vestfirðingar hafa lagt þjóð
inni til mun fleiri dugandi
sjómenn en aðrir landshlutar.
Það harmaefni hefir alltaf
fylgt þessu framlagi okkar,
að við höfum öði’um íslend-
ingum oftar þurft að sjá á
eftir sjómönnum okkar, vanda
mönnum, vinum og nágrönn-
um okkar, í hina votu gröf,
og gjalda þannig öðrum frem
ur dýru verði þau aflaföng,
sem sótt eru í auðlindir hafs-
ins. Ég hygg, að langtum
fleiri Vestfirðingar hafi hlotið
sína hinztu hvílu í öldum
hafsins, en átt hefir sér stað
varðandi íbúa annarra lands-
hluta. Slík er sú mikla fóm,
sem vestfirzkar byggðir, —
er íslenzka þjóðin —, þarf að
gjalda svo aðrir landsmenn
geti lifað, til þess að unnt
sé að tryggja þjóðinni mann-
sæmandi lífskjör og skapar
það velferðarríki, sem metur
manngildið að verðleikum og
stendur vörð um velferð, ör-
yggi og frelsi einstaklingsins.
Það eru því margstaðfest
sannindi, sem felast í eftirfar
andi hendingu í sjómannasöng
num alkunna: „Sjómanns líf í
Herrans hendi helgast fóstur-
jörð“.
Þessi vetur hefir höggvið
geigvænleg og vandfyllt skörð
í sjómannastétt tveggja ná-
grannaþorpa ísaf jarðar. Bæjar
stjórn ísafjarðar hefir áður
vottað samúð sína aðstand-
endum skipverjanna, sem fór-
ust með m/b Svani, er gerður
var út frá Hnífsdal, og sem
fórst með allri áhöfn skömmu
fyrir síðustu jólahelgi.
Annað nágrannaþorp okkar,
Súðavík, varð fyrir þungu og
alvarlegu áfalli hinn 1. marz
sl. er m/b Freyja fórst með
allri áhöfn í aftakaveðri, sem
þá gekk yfir landið. Áhöfn
bátsins, fjórir menn, var öll
úr Súðavík. Þetta voru allt
ungir menn á bezta aldri, þaul
vanir og dugandi sjómenn.
Allir, sem til þeirra félaga
þekktu, ljúka upp einum
munni um það, að þeir hafi
verið atorkusamir dugnaðar-
menn og átt það einnig sam-
eiginlegt að vera drengir góð
ir, vinmargir og vel látnir af
staifsfélögum og samsveitung
um.
Slík eftirmæli mega vissu-
lega verða aðstandendum
þeirra nokkur harmabót og
raunaléttir í sorg þeirra og
hugarangri. Við, sem álengd-
ar stöndum, skiljum glöggt
það mikla afhroð, sem hin
fámenna heimabyggð þeirra,
Súðavík, hefir orðið fyrir við
þetta hryggilega sjóslys. Við
skynjum jafnframt hryggð og
trega þeirra, sem hér misstu
ástvini, og við finnum sárt
til með þeim öllum, þó sam-
hugur okkar orki litlu um
að létta af þeim þunga sorg-
arinnar. En við treystum því,
að samúð okkar, að samúðar-
kveðjur íslenzku þjóðarinnar,
auki þeim þrek í þrautum og
iáti alla þá, sem nú bera
hryggð í hjarta, finna það
glöggt, að þeir standa ekki
uppi einir og yfirgefnir, held-
umluktir samhug almennings,
— finni að íslenzka þjóðin
sendir þeim samúðarkveðjur
og þakkar í orði og verki
þær miklu fórnir, sem ást-
vinir þeirra, — sem íslenzkir
sjómenn, —1 færa svo Islend-
ingar geti lifað í landi sínu“.
Bæjarfulltrúar tóku undir
orð forseta með því að rísa
úr sætum.
Leikför
íþróttafélagið Hörður, Pat-
reksfirði, sýnir hið vinsæla
sakamálaleikrit, Gildruna, eft-
ir franska höfundinn Robert
Tomas, á Suðureyri föstudag-
inn 19. maí, í Bolungavík
laugardaginn 20. maí og á
Isafirði sunnudaginn 21. maí.
Leikstjóri er Höskuldur
Skagfjörð.
Ábyrg barátta
skilar árangri
Það er höfuðeinkenni á
hálfrar aldar sögu Alþýðu-
flokksins, að hugsjónir hans
hafa fest rætur í landinu, en
flokkurinn hefur vegna endur
tekins klofnings ekki náð
sama styrk og jafnaðarmanna
flokkar í nágrannalöndum.
Hins vegar hefur flokkurinn
haft lykilaðstöðu í íslenzkum
stjórnmálum, og hefur til
dæmis átt sæti í 7 af 9 sam-
steypustjórnum síðustu 3ja
áratuga. Þannig hafa jafnaðar
menn komið baráttumálum
sínum fram.
Margir, sem tóku þátt í
klofningi Alþýðuflokksins
1938 eða 1956, hafa síðan lát
ið í ljós efasemdir um, að
rétt hafi verið af þeim að yfir
gefa flokkinn. Þeir sjá nú,
að klofningurinn skapaði að-
eins sundrungu og gerði and-
stæðingum gagn. Þeir sjá, að
Alþýðuflokksmenn hafa haft
rétt fyrir sér í flestum deil-
um við kommúnista um gnmd
vallarmál flokkanna. Þeir sjá,
að Alþýðuflokkurinn hefur
náð miklum, jákvæðum ár-
angri, en Sósíalistaflokkurinn
og Alþýðubandalagið hafa
haft lítil varanleg áhrif á
mótun íslenzks þjóðfélags.
Alþýðuflokkurinn hefur frá
upphafi haldið fast við grund-
vallaratriði stefnu sinnar. En
hann hefur borið gæfu til að
skilja þróun tímans og breyta
baráttuaðferðum sínum með
breyttum tímum. Flokkurinn
er nú stærsta heildin í vinstra
armi íslenzkra stjórnmála,
stærri en Sósíalistaflokkurinn.
Eina skynsamlega leiðin til
að styrkja þann arm er því
að efla Alþýðuflokkinn til
nýrra átaka.
Mörg hugsjónamál Alþýðu-
flokksins hafa náð fram að
ganga á Islandi og vilja nú
aðrir flokkar eigna sér þau.
Reynslan hefur þó sýnt, að til
dæmis almannatryggingum
hefur miðað lítið áfram, nema
Alþýðuflokkurinn hafi haft
aðstöðu til að berjast fyrir
þeim í ríkisstjórn, og enn hef
ur Alþýðuflokkurinn forustu
í hinum stærri baráttumálum,
t.d. fyrir launajafrétti kvenna
og lækkun kosningaaldurs.
Fimmtíu ára starf Alþýðu-
flokksins hefur verið farsælt
og árangursríkt. Hann hefur
forðast yfirboð og æsingar.
Kjörorð hans hafa jafnan ver
ið og eru enn: Ábyrgð —
árangur.
Gangið fram til kosninga
undir því kjörorði X A.
Kaupfélag isfirðinga V ef naðarvörudeild