Skutull

Árgangur

Skutull - 18.05.1967, Síða 4

Skutull - 18.05.1967, Síða 4
4 SKUTULL Betrl afkoma fyrir aldraðra Alþýðuflokkurinn hefur frá öndverðu barizt fyrir ellilaun- um. Okkur ber skylda til að sjá vel fyrir því fólki, sem hefur lagt fram fyrir þjóðina ævistarf sitt og krafta. Mik- ill árangur hefur náðst á þessu sviði, og sérstaklega batnaði Aflabrögðin... Framhald af 6. síðu. Súðavík 273 - ( 358 -) 8.767 1 ( 9.567 1) Jan/marz 15.579 - (19.298-) 24.3461 (28.8651) Rækjuveiðar á innanverðu ísafjarðardjúpi voru stöðvað- ar 16. apríl, en þá afturkall- aði sjávarútvegsmálaráðuneyt ið, að tillögu Hafrannsóknar- stofnunarinnar, öll rækjuleyfi fyrir þetta svæði. Frá sama tima voru einnig stöðvaðar rækjuveiðar í Arnarfirði. Fram til þess tíma stunduðu að jafnaði 23 bátar rækju- veiðar í ísafjarðardjúpi, og varð heildarafli þeirra í mán- uðinum 127 lestir. Er heildar- aflinn frá vertíðarbyrjun þá orðinn 1060 lestir. Aflahæstu bátamir voru: Gissur hvíti 9.0 lestir, Mummi 8.6 lestir, Dynjandi 8.1 lest, Þórveig 7.7 lestir og Hrím- nir 7.0 lestir. Nokkru fyrir mánaðarmótin voru veitt leyfi til rækjuveiða á utanverðu Isafjarðardjúpi, utan línu, sem hugsast dregin frá óshólum í Bjarnarnúp. Einnig var leyft að veiða rækju út af Vestfjörðum á öllu svæðinu frá Drangaskörð um á Húnaflóa, suður um að Látrabjargi. Reyndu nokkrir bátar í utanverðu Djúpinu og Jökulfjörðunum, en fengu lít- inn afla. Frá Bíldudal voru gerðir út 5 bátar til rækjuveiða, og fengu þeir 25 lestir í mánuð- inum. Varð heildarafli Bíldu- dalsbáta frá vertíðarbyrjun því 239 lestir. Aflahæst í apríl var Freyja með 6.8 lestir. Frá Drangsnesi vom gerðir út 3 bátar til rækjuveiða og öfluðu þeir alls 31 lest, Pól- stjarnan 10.6 lestir, Smári 10.5 lestir og Sólrún 9.8 lestir. Frá Hólmavík stunduðu 6 bátar rækjuveiðar og öfluðu 41 lest. Aflahæstur var Guðmundur frá Bæ með 8.1 lest. hagur ellilaunþega eftir að núverandi ríkisstjórn kom til valda og Alþýðuflokkurinn fékk framgengt stóraukningu almannatrygginga. Samt sem áður er ljóst, að kjör gamla fólksins þurfa að batna verulega. Núverandi ellilaun eru aðeins áfangi á langri leið. Framundan er að bæta við nýju kerfi lífeyris fyrir alla og tryggja hinum öldruðu samborgurum jafn góð lífskjör og þeir höfðu á beztu starfsárum sínum. Haraldur Guðmundsson, fyrrverandi formaður Alþýðu flokksins, þekkir trygginga- mál öllum betur. Rikisstjómin fékk hann, eftir að hann lét af störfum ambassadors í Osló, til að gera undirbúnings athugun á lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Haraldur taldi slíkt kerfi tímabært. og Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráð- herra lagði skýrslu hans fyrir Alþingi. Síðan var skip- uð undirbúningsnefnd sér- fróðra manna, sem vinnur að málinu. Líklega verður núverandi ellilaunakerfi áfram, jafnt fyr ir alla, eins konar grunntrygg ing. Síðan bætist ofan á það annar lífeyrir, sem verður mismunandi eftir því, hver laun fólks hafa verið á beztu starfsárum þess, og hve mik- ið það hefur greitt til kerfis- ins. Takmarkið er, að allir geti á þennan hátt tryggt sér 60—70% af þeim tekjum, sem þeir liöfðu í blóma líís- ins, en það ætti að sjá fyrir nokkum veginn óbreyttum lífskjörum. Þetta er mikið mál, sem mundi gerbreyta hlutskipti aldraðra og fjarlægja allar áhyggjur vegna afkomu á elli- árum. Þetta er eitt mesta réttlætismál, sem Alþýðu- flokkurinn hefur barizt fyrir. Kerfið er ekki einfalt í fram kvæmd og krefst mikilla fjár muna. Það safnar gildum sjóð um, sem nota má til lánveit- inga, til þarfra mála, til dæm- is íbúðabygginga. Þetta er mál næstu framtíðar, mál Al- þýðuflokksins. Til þess að koma því í framkvæmd hér, eins og á hinum Norðurlönd- unum, þarf flokkurinn aukinn stuðning og meiri styrk á AI- þingi. Með því að kjósa Alþýðu- flokkinn stuðla kjósendur að farsælli lausn þessa máls. PAPPlR PRENTUN MYNDAMÓT ISRUN HF. TRYGGilMG XÍm 1 v'nnu JÆ í frítíma / H í ferOalögum Trygging þessi er olmenn slysotrygging ó einstakling baeði við vinnu, í fritímo og ferðolögum. Hún er bundin við ókveðið nofn og baetur þær, sem hægt er oð tryggja sér eru dónorbætur, örorkubætur og dogpeningo- greiðslur í eitt ór. Hægf er oð fó mismunondi hóor upphæðir fyrir hvert fyrir sig, en dogpeningogreiðslur ætti oð miða við þoð koup, sem viðkomondi verður of, ef honn er fró vinnu vegno slyss. Með slysotryggingu er leitozt við oð létto fjórhogslego erfiðleiko, sem verða, ef fyrirvinno slosost og verður óvinnufær. Þetta er frjóls trygging og koma bætur úr henni til viðbótor hugsonlegum bótum úr öðrum tryggingum. ‘ SLYSATRYGGING ER ÓDÝR, KOSTAR KR. 1500.00—2000.00 Á ÁRI, EFTIR ATVINNUGREINUM, UPPHÆÐUM OG HVERSU VÍÐTÆK TRYGGINGIN A AÐ VERA. LEITIÐ NANARI UPPLÝSINGA HJÁ AÐALSKRIFSTOFUNNI i REYKJAVÍK EÐA HJÁ UMBOÐS- MONKIIJM ÚTI UM LAND SAJMVirMMJTRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500 Dómur um kaupgjaldsgreiðslu- skyldu i veikindaforfollum Siglfirzkum verkamanni dæmt yfirvinnukaup í veikindaforföllum, og’ dagvinnukaup samkvæmt þeim taxta er hann hefði unnið eftir, ef hann hefði starfað veikindatímann. Hinn 16. jan. sl. kvað bæjar fógetinn í Siglufirði, Elías Elíasson, upp dóm í máli, sem Siglfirzkur verkamaður, Stefán heitinn Friðleifsson, höfðaði árið 1964 gegn Síldar verksmiðjum ríkisins vegna ágreinings um skilning á lög unum frá 1958 um greiðslur kaups í veikinda- og slysa tilfellum. Tilefni málshöfðunarinnar var það, að Stefán heitinn, sem um langt skeið hafði verið starfsmaður S.R., varð fyrir slysi við vinnu haustið 1962, og var af þeim sökum frá vinnu um tíma. S.R. töldu sér bera að greiða Stefáni 14 daga dag- vinnukaup samkvæmt lág markstaxta, en ekki meira. Krafa hans var hins vegar, að hann fengi þessa 14 daga greidda samkvæmt þeim kaup taxta, sem hann vann eftir Erlent... Framhald af 1. síðu austan járntjalds, leita nú eftir erlendu l'jármagni, sér- þekkingu og tæknihjálp á ein- hverjum sviðum eða í einhv. íormi. Það væri fásinna af íslendingum að notfæra sér ekki þessa leið til framfara. I þeim efnum eigum við að koma fram sem frjálsir og framsýnir menn, en hafna minnimáttarkennd og einangr unarstefnu. Alþýðuflokkurinn hefur í þessu máli vísað á bug öfgum til beggja handa, en mótað sér ábyrga, íslenzka stefnu, sem þjóðin getur óhrædd til- einkað sér. þegar hann forfallaðist, og fengi auk þess greidda yfir- vinnu eins og vinnufélagar hans fengu þennan tíma. Dómur féll þannig, að S.R. voru dæmdar til að greiða stefnanda sama kaup og vinnuflokkur hans fékk greitt 14 daga eftir slysið, eftir sömu töxtum, og sömu yfir- vinnu, auk vaxta og máls- kostnaðar. Dómsniðurstaðan byggist á 4. grein áðumefndra laga frá 1958, erí þar segir: „Fast- ir starfsmenn og tíma- og vikukaupsmenn, sem rétt eiga á uppsagnarfresti skv. 1. gr. laga þessara, skulu eigi missa neins í af launum sínum, í hverju sem þau eru greidd, fyrstu 14 dagana eftir að þeir forfallast frá vinnu sök- um sjúkdóma eða slysa“. Verkamannafélagið Þróttur og verkal.fél. Vaka fóru með rekstur málsins fyrir hönd stefnanda, enda var til þess stofnað að frumkvæði félag- anna til að fá lagaúrskurð um skilning á lögunum frá 1958. Blaðinu er ekki kunnugt um, hvort málinu verður af hálfu S.R. áfrýjað til hæsta- réttar, en ekki er það senni- legt, þar sem hæstiréttur hef ur þegar fellt hliðstæðan úr- skurð. Með þessum dómi, og öðr- um, sem dæmdir hafa verið, um skilning þessara laga, mætti ætla, að bundinn væri endir é deilu út af þeim. — Hins vegar eru allar líkur á, að bið verði á því að atvinnu- rekendastéttin endurgreiði þær fjárfúlgur, sem hún hef- ur haldið eftir með því að þrjóskast við að fara eftir lögunum. Laus staða Staða aðstoðarmanns við héraðs- og bæjar- bókasafn Isafjarðar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. júní n.k. Er hér um að ræða 1/2 til 2/3 af fullu starfi. Eaun samkv. 18. launaflokki í hlutfalli við starfsaldur og starfstíma. Isafirði, 3. maí 1967. BÆJARSTÓRI.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.