Skutull - 01.05.1968, Síða 1
Enn einu sinni er hátíðlegur haldinn hinn alþjóðlegi
baráttu- og hátíðisdagur frjálsrar verkalýðshreyfingar.
Enn einu sinni flykkjast milljónir manna undir
merki samtakanna. Brautryðjandanna er minnst, bar-
áttu þeirra og fómfýsi, og þeirra sigra, er unnist
hafa fyrir látlaust starf.
Islenzk verkalýðshreyfing hefir nú starfað í liðlega
hálfa öld. Hvarvetna í þjóðlífinu gætir áhrifa þessa
starfs. Á engan er hallað þó fullyrt sé, að'án baráttu
verkalýðshreyfingarinnar byggjum við ekki við það
þjóðfélagslega öryggi, sem nú búum við. Þessari bar-
áttu hefir verið haldið uppi á tveim vígstöðvum: Með
löggjafarstarfsemi á Alþingi og beinni kjarabaráttu
verkalýðsfélaganna. Það hefir verið gæfa verkalýðs-
hreyfingarinnar, að hún hefir átt góðum forustumönn-
um á að skipa, mönnum sem skildu eðli hennar og
tilgang og voru þess umkomnir að leiða hagsmuna-
málin farsællega til lykta.
„Eðli verkalýðsbaráttunnar er ekki skyndiupphlaup,
hávaðafundir og ævintýri, heldur markvíst, sleitulaust
strit fyrir málefnunum sjálfum“, sagði hinn vitri for-
ustumaður Jón Baldvinsson, einn mikilhæfasti leiðtogi,
sem aðlþýðusamtökin hafa átt. Þessara orða minnumst
við í dag, sem þess boðskapar sem bezt hefir dugað
í baráttu íslenzkrar alþýðu fyrir betra þjóðfélagi. Og
bezt vinnum við okkur með því að starfa áfram í anda
þeirra, landi okkar og þjóð til heilla.
Þrátt fyrir farsælt hálfrar aldar starf, á verka-
lýðshreyfingin við fjölmörg og margvísleg verkefni
að glíma. Starf slíkrar hreyfingar tekur ekld enda
heldur skapast ný verkefni með nýjum tímum. Og
eldri markmið og viðfangsefni breytast með nýjum
þjóðfélagsháttum.
Megin viðfangsefni frjálsrar verkalýðshreyfingar
í dag eru því enn, sem fyrr, að stuðla að samháefingu
efnahagsstarfseminnar á skynsamlegum grundvelli
þannig að tryggt verði, að allt vinnuafl og hráefni
sé hagnýtt í þjóðnýtri framleiðslu. Sérhverjum þjóð-
félagsþegn sé tryggt að stunda hagnýta atvinnu.
Enginn vinnufær maður eða kona á gegn vilja sínum
að þurfa að vera atvinnulaus í lengri tíma en óhjá-
kvæmilegt hlýtur að verða, þegar launþegi fer úr
einum starfa í annann, eða hverfur frá vinnu til að
fullnema sig og mennta.
Kröfur verkalýðshreyfingarinnar í dag eru margar,
þar eð margra úrbóta er þörf.
Við krefjumst:
Fullkomins atvinnuöryggis
Mannsæmandi lífskjara af dagvinnu
einni saman
IJrbóta í húsnæðismálum
svo fátt eitt sé nefnt af því, sem verkalýðshreyfingin
berst fyrir.
Á 1. maí verður ekki minnst, svo eltki sé hugurinn
leiddur að friði og frelsi. Frjáls verkalýðshreyfing
fordæmir alla kúgun og heftun mannlegs frelsis. I
dag hugsum við því til þeirra, sem þrátt fyrir fram-
farir tuttugustu aldarinnar búa við áþján skoðana-
kúgunar og andlegs ófrelsis í hvívetna. Frjáls verka-
lýðshreyfing fordæmir styrjaldir en hvetur til friðar
og bræðralags þjóða á meðal.
Frjáls verkalýðshreyfing fylkir sér því undir kjör-
orðin
Friflur - Frelsi - Bræðrala