Skutull

Árgangur

Skutull - 01.05.1968, Síða 5

Skutull - 01.05.1968, Síða 5
SKUTULL 5 DREGIÐ í 1 FLOKKI UM 300 STÓRVINNINGA Snmaráætlun Flugfélagsins Sumaráætlun Flugfélags fs- lands gekk í gildi 1. apríl sl. og breytast þá brottfarar- og komutímar flugvélanna og ferðum fjölgar. Sumaráætlun in er að þessu sinni í þrem áföngum og gildir sá fyrsti frá 1. apríl til 31. maí. Á þessu tímabili verða daglegar ferðir til Bretlands og átta ferðir í viku til Norðurlanda. Til Kaupmannahafnar verða ferðir alla daga og tvæ ferð- ir á föstudögum. Til London þriðjudaga og föstudaga. Til Oslo föstudaga, til Bergen þriðjudaga og föstudaga og til Glasgow mánudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga, laug- ardaga og sunnudaga. Til Færeyja þriðjudaga og föstu- daga. Annar áfangi sumaráætlun- ar hefst 1. júní og endar 30. september. Þá verða í viku hverri ferðir sem hér segir: Til Kaupmannahafnar verða flognar níu ferðir, til London fimm ferðir, til Glasgow þrjár ferðir, og til Oslo, Björgvinjar og Færeyja tvær ferðir til hvers staðar. Ferðirnar skipt- ast þannig: Til Kaupmannahafnar alla daga en tvær ferðir á fimmtu- dögum og föstudögum. Til London á þriðjudögum, mið- vikudögum, föstudögum, laug ardögum og sunnudögum. Til Oslo á þriðjudögum og föstu- dögum. Til Færeyja og Berg- en á þriðjudögum og föstudög um. Brottfarartímar til London eru alla dága kl. 08,00. 1 ferðum til annarra ákvörðun- arstaða er hægt að velja um brottfarir að morgni til eða síðdegis. Þriðji áfangi sumaráætlun- ar er svo októbermánuður. Þá hefir ferðum fækkað og verða með svipuðu sniði og í fyrsta áfanga. Þá verða daglegar ferðir til Bretlands og átta ferðir til Norðurlanda. At- hygli skal vakin á því, að milli íslands og Færeyja eru áætlaðar tvær ferðir á viku en milli Færeyja og Kaup- mannahafnar verður ferða- fjöldinn fimm ferðir á viku þegar flest er. Ennfremur verða ferðir milli Færeyja og Glasgow. Dngbarnagæzla Frá 10. júní til 1. sept. mun ég taka til gæzlu börn til eins árs aldurs, ef næg þátttaka fæst. Nánari upplýsingar í síma 316. UNA THORODDSEN Hlíðarveg 16 Is afirð i AÐALSTRÆTI 9 ÍSAFIRÐI Siemens: Eldavélar Ryksugur Nilfisk: Ryksugur Kjörskrá Um mánaðamótin verða lagðar fram kjörskrár við for setakosningar, sem fram eiga að fara 30. júní n.k. Er talið, að á öllu landinu geti tala kjósenda á kjörskrá orðið um 112 þúsund. Eins og kunnugt er, hefur kosningaaldurinn nú verið lækkaður niður í 20 ár. Hér á ísafirði eru 1542 kjós endur á kjörskrá við for- setakosningamar, en kjör- skráin verður lögð fram 30. apríl. Islandsmót í badminton Tveir þátttakenda í meistaraflokki Einar Valur Krist- jánsson og Björn Relgason. Sex Isfirðingar taka þátt í Islandsmóti í badminton, sem fram fer í Reykjavík dagana 4. og 5. þ.m., en Is- firðingar hafa á undanfömum árum tekið þátt í þessu móti. Tveir keppenda em í meistara flokki em hinir í fyrsta flokki. Mikill áhugi ríkir hér fyrir þessari skemmtilegu íþrótt og fer þeim stöðugt fjölgandi, sem iðka hana, enda íþróttin hinn mesti heilsubmnnur. Tennis- og badmintonfélag Isafjarðar gekkst nýverið fyr ir kynningar- og útbreiðslu- námskeiði í íþróttinni. Kenn- ari var Garðar Alfonsson, kunnur badmintonspilari frá Reykjavík. Þátttaka var mjög mikil og komust færri að en vildu. Það sem nú háir mest þess- ari íþrótt hér í bæ, svo og reyndar öllum inniíþróttum er húsnæðið. Leikfimisalur skól- anna er bæði lítill og ásetinn. Það er íþróttahreyfingunni því mesta kappsmál, að hið fyrsta verði komið hér upp viðunandi húsnæði. Em þau mál nú þegar á umræðustigi og er vonandi að draumurinn um stórt og gott íþróttahús verði sem fyrst að vemleika. LANDSHAPPDRÆTTI W/' af liannaiM happdi'a'tt- isins roiiiun í Byggingasjóó aldraós fólks, or styrkja imin iiúsna'óismál aldraós fólks um land allt. AÐEINS STORIR VINNINGAR VIRÐUM OG STYÐJUM ALDRADA IBUÐ FYRIR 1 MILUÓN “7BÍLA MILUONIR IBUÐIR BIFRDDAR . ÍBÚD og minnst 5 BÍLAR i hverjum

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.