Skutull

Árgangur

Skutull - 08.10.1970, Blaðsíða 2

Skutull - 08.10.1970, Blaðsíða 2
2 SKUTULL SKDTDLL Útgefandi: Alþýðufiokkurinn í Vestf jarðakjördæmi Blaðnefnd: Sigurður Jóhannsson, ísafirði, ábm., Ágúst H. Pétursson, Patreksfirði, Hjörtur Hjálmarsson, Flateyri, Ingibjörg Jónasdóttir, Suðureyri og Krist- mundur Hannesson, Reykjanesi. Innheimtumaður: Haraldur Jónsson, Þvergötu 3. Prentstofan ísrún hf. Hvert stefnir i rækjuiðnaðinum? Um fjölda ára hafa rækjuveiðar og vinnsla, þeirra sjávar- afurða verið snar þáttur í atvinnulífi fólks í verstöðvunum við Djúp, einkuin þó á fsafirði. Hjá því gat varla fa,rið að vélvæðingin héldi innreið sína í þessa atvinnugrein, sem og aðrar. Út af fyrir sig væri ekki nema gott eitt um það að segja, ef það kæmi ekki jafn harkalega niður á atvinnu þess fólks, sem rækjuiðnaðinn hefur stundað, eins og allt virðist benda til. Nú þegar rækjuvertíð er í þann mund að hefjast, er eðlilegt að staldrað sé ögn við. Sú spurning er nú hvað efst í huga fjölda manna: Hver verður framtíð þessarar atvinnugreinar ? Á Isafirði verða starfræktar 4 verksmiðj- ur, þar af verða 3 með vélpillun. 1 Hnífsdal, Bolungarvík og Súðavík eru starfræktar verksiniðjur, allar vélvæddar. Frá seinustu vertíð heíur bæzt við ein verksmiðja, EN ÞÁ VORU 4 VERKSMEÐJUR, SEM LÉTU HANDPILLA. Fulltrúum á þingi Alþýðusambands Vestfjarða var ljós sú vá, sem fyrir dyrum er varðandi atvinnu þess fólks, sem í rækjuiðnaðinum hefur starfað. Kom glögglega í ljós ótti manna við þessa þróun, þar, sem ekki verður séð, að hvaða störíum þetta fólk á að hverfa. Beindi þingið þeirri áskorun til Atvinnumálanefndar Vestfjarða, að kanna allar hugsanlegar gagnráðstafanir til a,ð koma í veg fyrir að stór hópur þess fólks, sem í rækjuiðnaðinum hefur starfað, verði atvinnulaus á komandi vetri. Þá var því beint til sambands- stjórnar ASV að taka þennan þátt atvinnumála til athugunar. Það hlýtur annars að vera hverjum hugsandi manni á- hyggjuefni hvert stefnir með rækjuveiðar við Isafjarðar- djúp. Nú í vetur munu um 50 bátar stunda þessar veiðar. Frá seinustu vertíð er aukning bátaflotans um 60%. Verk- smiðjum fjölgar einnig og vélvæðing eykst stórlega. Er von að spurt sé: Hvar endar þetta? Sú var tíðin, að Isafjarðardjúp var nefnt „Gullkistan.“ Hin síðari ár hefur lítið farið fyrir þeim sjóði, er úr kistunni hefur komið, utan rækjuaflans. Hefir hann þó svo sannarlega nægt til þess, að viðhalda áðumefndri nafn- gift. En hvað um framhaldið? Verður þess nú langt að bíða, að við séum komnir niður á botn kistunnar- Það væri óbætnalegt tjón fyrir atvinnulífið og framtíð verstöðvanna við Isafjarðardjúp, ef svo verður gengið að stofni rækjunnar, að þess verði ekki langt að bíða, að rækju- veiðar heyri fortíðinni til. Og þá er víst, að minnisvarðarnir verða okkur aðeins til ama líkt og hljóðnaðar síldarverk- smiðjur þeirra. Austfirðinga. Beztu þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður okkar ÞORBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Sigríður Guðjónsdóttir, Ásgerður Guðjónsdóttir, Helga Kristinsdóttir Menntaskólinn... Framhald af 1. síðu. ið, að við séum nú orðnir svo staurblankir, eftir 11 hundruð ára búskap, að við höfum ekki lengur efni á því að byggja ísland allt. Það er ekki að spyrja að dýrtíðinni á Islandi. En sú var tíðin, þegar sult- urinn hafði sezt í bú manna alls staðar annars staðar á Is landi, að hungrandi lýður mændi vonaraugum um björg í bú til tveggja staða á land- inu: Breiðafjarðareyja og Homstranda. Þar voru þær matarkistur, sem seinast þraut á íslandi. Það er tím- anna tákn, að einmitt þar skuli mannlífið fyrst láta und an síga: Hornstrandir aleydd ar og svartbakurinn sem óð- ast að leggja undir sig Breiða fjarðareyjar." Þá varpaði skólameistari fram spumingunni: Hvers vegna eyðist byggð? 1 því sambandi sagði hann m.a.: „Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði — segir á ein- um stað. Það eru takmarkað- ir valkostir, sem birtast ein- att í fábreytni atvinnulífs og bágborinni menntunaraðstöðu, sem oft vega þar þyngra á metunum. Hverjir flytjast einkum brott ? Það er unga fólkið — fólk á aldrinum frá 16 ára fram undir þrítugt; það er síður bundið ætt og óðali, fjöl- skylduforsjá eða eignum. Það á blóðsins heita hraða hugarleiftur kvik. Það leitar brott að fjölbreytt- ari viðfangsefnum í lífi og starfi. Slíkt ber ekki að lasta Heimskt er heimaalið bam —• segir í Hávamálum. En því vill dveljast í útivistinni, enda kannski að litlu að hverfa heim, þótt vilji væri fyrir hendi. Og hvað verður um lífsmagn þeirrar byggðar, sem sér á bak sínum æskumönn- um, óðar og þeir hafa slitið barnsskónum? Brátt feta for eldrar sömu slóð á vit bama sinna. Er þetta ekki lýsing á því, hvernig byggðin hefur tærzt upp fyrir norðan okk- ur? Ef unglingar af landsbyggð- inni þurfa til frambúðar að sækja alla sína framhalds- menntun suður til Reykjavík ur, einmitt á því æviskeiði, er þeir byrja að festa rætur og marka sér braut — ef þeir geta hvort eð er ekki vænzt þess að finna störf við sitt hæfi í átthögum sínum, — þá mun fólksflóttinn halda áfram af Vestfjörðum, hversu vel sem fiskast eða árar til landsins. Þetta á ekki aðeins við um undirbúningsnám undir háskóla, heldur allt framhaldsnám, ekki sízt á sviði iðnaðar og tækni. 1 þessum skilningi er menntaskóli á Vestfjörðum steinn í þá hleðslu, sem á að veita viðnám við frekari fólks flótta. Ég sagði steinn í þá hleðslu - ekki hleðslan öll. Þar þurfa fleiri að leggja hönd að verki, áður en garðurinn er fullhlaðinn.“ Þá ræddi skólameistari ýtar lega um skóla, gildi þeirra og tilgang, gagnrýni, sem kom- ið hefur fram með starf skólanna og nauðsyn endur- skipulagningar. Síðan sagði hann: „Víkjum nú að því hvemig hinn nýi skóli hyggst haga starfi sínu. Ég vil fyrst geta þess, að ég mun ekki rekja hér að- dragandann að stofnun skól- ans, þegar af þeirri ástæðu, að margir hér inni þekkja þá sögu betur en ég, af eigin reynslu og afskiptum og eru því betur til þeirrar frásagn- ar fallnir. Ég vil ekki sleppa þessu tækifæri til að flytja þakkir öllum þeim aðilum, sem á ýmsum stigum málsins hafa lagt því lið: Þingmönnum kjördæmisins fyrr og síðar og bæjarstjórn, meðlimum 12 manna nefndarinnar, sem tók málið upp í héraði, þegar hall aðist á Alþingi, meðlimum 5-manna nefndar bæjarstjóm- ar og 7-manna nefndarinnar, sem skipuð var af ráðherra 17. desember 1969 til að gera frumtillögur um stofnun skól- ans og starfsemi. öllum þess- um aðilum færi ég alúðarþakk ir fyrir skólans hönd, nú við upphaf fyrsta starfsárs. En síðast en ekki sízt ber að þakka þann áhuga og þann hlýhug, sem við höfum fundið streyma til okkar frá öllum almenningi hér um slóð ir, er hefur sannfært okkur um, að til nokkurs væri að vinna. Ég vona, að hveiti- brauðsdagarnir í samskiptum skólans og bæjarbúa megi endast sem lengst; en að þeim loknum taki við a.m.k. farsæl og friðsamleg sambúð, byggð á gagnkvæmum skiln- ingi. Við viljum, að okkar leyti, allt til vinna, að þær vonir, sem við þessa stofnun eru tengdar, eigi ekki eftir að verða sér til skammar. Nefnd sú, sem skipuð var af Menntamálaráðuneytinu, til að gera fyrstu tillögur um starfsemi skólans, gerði ráð fyrir því, að auk námskjarna menntaskóla verði valfrjálst námsefni til undirbúnings sér- námi í þágu atvinnuveganna. Einnig lagði hún til, að hag- fræði og ýmsar greinar við- skipta og stjórnunar yrðu hér á námsskrá. Um þetta kýs ég að verða fáorður að þessu sinni. Hvern ig þessar hugmyndir þróast í framkvæmd, fer svo aug- ljóslega eftir því mannvali, sem skólanum stendur til boða til kennslustarfa og þeirri ytri aðstöðu, sem hon- um verður búin á allra næstu árum, að það er hvorki á mínu færi né annarra að slá því föstu nú, hvernig til tekst. Hugmyndin um valfrjálst námsefni, er væri í einhverj- um tengslum við fiskiðnað, er t.d. algerlega komin undir því ,að hér rísi á næstunni efnafræðileg rannsóknarstofa, er reyndur maður og hæfur fengist til að veita forstöðu, og væri frá upphafi við það miðuð, að vera þjónustustofn un fyrir atvinnuvegina og vettvangur fyrir nemendur til að kynnast vandamálum Viljum ráða nokkrar starfs- stúlkur nú þegar. Til greina kæmi að húsmæður skiptu með sér vöktum. sími 3777

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.