Skutull

Árgangur

Skutull - 08.10.1970, Blaðsíða 6

Skutull - 08.10.1970, Blaðsíða 6
20. þing A.S.V. 20. þing Alþýðusambands Vestfjarða var haldið á Isa- firði dagana 24. og 25. sept. sl. Þingið sátu 26 fulltrúar frá 10 aðildarfélögum. Forseti ASV var kjörinn Pétur Sig- urðsson frá Isafirði. Björgvin Sighvatsson, sem verið hefur í stjórn sambandsins í 20 ár og þar af forseti í 16 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. 1 lok þingsins voni honum þökkuð hin miklu og farsælu störf hans í þágu vestfirzkrar aiþýðu. F.O.S.Í. 25 ára 20. þing ASV hófst á Isa- firði, fimmtudaginn 24. sept. s.l. Forseti sambandsins, Björgvin Sighvatsson, setti þingið og bauð fulltrúa vel- Pétur Sigurðsson forseti ASV. komna, en gestir þingsins voru þeir Hannibal Valdimars son, fors. ASf, Eðvarð Sig- urðsson, form. Verkamanna- sambands íslands og Jón Sig- urðsson, form. Sjómannasam- bands Islands. 1 setningarræðu sinni minnt ist forseti þeirra forustu- manna verkalýðshreyfingarinn ar, sem látist höfðu frá því er síðasta þing var haldið og gat í því sambandi sérstak- lega þeirra Kristjáns Krist- jánssonar, hafnsögumanns, Sverris Guðmundssonar, Isa- firði og Inga S. Jónssonar, Þingeyri. Því næst tóku áðurnefndir gestir til máls og fluttu kveðjur frá samtökum sín- um, jafnhliða því, sem þeir ræddu málefni verkalýðshreyf ingarinnar. Þingforsetar voru kjörnir: Eyjólfur Jónsson frá Flat- eyri og Pétur Sigurðsson, Isa- firði. Ritarar. Sigurður Jó- hannsson, Isafirði, og Guð- mundur Friðgeir Magnússon, Þingeyri. Forseti ASV Björgvin Sig- hvatsson, flutti skýrslu stjóm ar. Rakti hann í mjög ýtar- legri ræðu störf stjórnarinnar og hin ýmsu og margþættu mál, sem unnið var að á kjörtímabilinu. Meðal þeirra mála, er forseti nefndi voru kaup- og kjaramál land- verkafólks, sjcmannasamning ar og lífeyrissjóður verka- fólks, en lífeyrissjóðinn hvað fors. einn stærsta sigur er verkalýðshreyfingin hefði unnið. Gat hann þess, að í undirbúningi væri ráðstefna um lífeyrissjóðsmálið, en enn væri ekki ákveðið hvenær hún yrði haldin. Nú þegar hafa flcst verkalýðs- og sjómanna- félög á Vestfjörðum tilkynnt aðild að Lífeyrissjóði Vest- fjarða, sem var formlega stofnaður á liðnum vetri. Þá ræddi forseti orlofsheim ilismál vestfirzku verkalýðs- samtákanna og gat áðurgerð- ra samþykkta og þess, sem stjórnin hefði aðhafst í mál- inu. Þá gerði hann að um- talsefni störf Atvinnumála- nefndar ríkisins og gagnrýndi harðlega störf aðalnefndar- innar. Hvað forseti hlut margra og velrekinna fyrir- tækja á Vestfjörðum stórlega fyrir borð borinn. Hlutur Vest firðinga af fjármagni Atvinnu málanefndar varð aðeins 1%. Um sl. áramót opnaði sam- bandið skrifstofu á ísafirði í samvinnu við Verkalýðsfé- lagið Baldur, Sjómannafélag ísfirðinga, Vélstjórafélag ísa- fjarðar og Alþýðuhúsið. Var með þessari ráðstöfun brotið blað í starfsemi áðumefndra samtaka. í lok ræðu sinar gat Björg- vin þess, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Færði hann öllum samstarfs- mönnum sínum á liðnum ár- um beztu þakkir fyrir sam- vinnuna. Þingið samþykkti fjölmarg- ar ályktanir og verða nokkr- ar þeirra birtar hér, en get- ið um efni annarra. í áliti verkalýðsmálanefndar segir svo m.a.: RAUNGILDI LAUNA STÖÐUG ATVINNA „Alþýðusamband Vestfjarða hefir jafnan á þingum sínum ítrekað þá marg yfirlýstu stefnu vestfirzku verkalýðsfé laganna, að kaupgjaldsbarátta launþegasamtakanna og efna- hagsmálastefna ríkisvaldsins eigi fyrst og fremst að bein- ast að því takmarki, að Björgvin Sighvatsson forsetj ASV í 16 ár. tryggja öruggan og vaxandi kaupmátt launa, samfara fjöl þættri og stöðugri atvinnu um allt land. Reynsla undanfarinna ára hefir ótvírætt leitt það í Ijós, að á tímum verðþenslu og ört vaxandi dýrtíðar minnkar til muna hlutdeild launþeganna, einkum láglaunastéttanna, í þjóðartekjunum og þessi þró- un hefir gerzt þrátt fyrir harð skeytta og fórnfúsa launabar- áttu verkalýðssamtakanna. Hefur það einnig komið í ljós, að þróun efnahagsmála þjóðarinnar undanfarin ár hefir leitt til tilfinnanlegrar kjaraskerðingar, sem laun- þegarnir hafa neyðst til að hamla á móti með stöðugt lengri vinnutíma, en sú ó- heillaþróun er algjörlega and- stæð þeirri marg yfirlýstu stefnu verkalýðssamtakanna, að umsaminn dagvinnutími nægi til að tryggja meðal fjölskyldu lífvænlega afkomu. Þingið bendir á þá stað- reynd, að verkamenn og sjó- menn á Islandi búa ekki við sambærilegar launatekjur og Félag opinberra starfsmanna á ísafirði varð 25 ára þann 20. sept. sl. I tilefni tímamót- anna efndi félagið til sam- kvæmis í Góðtemplarahúsinu sunnud. 27. s.m. Meðal gesta voru þeir Krist- ján Thorlacius, form. BSRB, Haraldur Steinþórsson, Guð- jón B. Baldvinsson og Karl Guðjónsson, alþm. Form. félagsins, Sturla Hall- dórsson, hafnarvörður, bauð gesti velkomna og stjórnaði hófinu. Rakti hann sögu fé- lagsins og gat í því sambandi sérstaklega þeirra Jóns Á. Jó- hannssonar, skattstjóra og Baldvins Þórðarsonar, fyrrv. bæjargjaldkera, sem braut- ryðjenda að stofnun félagsins, en Jón var jafnframt fyrsti form. félagsins og gegndi þeirri stöðu í átta ár. Með honum voru í fyrstu stjóm- inni þeir Baldvin Þórðarson og Ragnar Guðjónsson. Þá gat form. þess, að einn stofn- enda, Halldór Jónmundsson, yfirlögregluþjónn, væri enn virkur félagi. Þá hefur María Benediktsdóttir, forstöðukona elliheimilisins verið meðlimur síðan á öðru starfsári félags- ins. í ræðu form. kom fram, að félagið hefir nýverið fest kaup á húsi í orlofslandi BSRB að Munaðamesi í Borg arfirði. Lífeyrissjóður starfs- manna Isafjarðarkaupstaðar veitti lán til kaupanna og launþegar í nálægum lönd- um t.d. Noregi, Svíþjóð og Danmörku, nema til komi ó- hóflega og í mörgum tilfell- um hættulega langur vinnu- dagur. Launþegasamtökin verða að gjalda varhug við fullyrðingum hagstofnana ríkisvaldsins, þar sem full- yrt er að laun séu svo til þau sömu á Norðurlöndunum öll- um, þar sem gengið er út frá alröngum forsendum, því við- miðunartekjurnar verða að miðast við jafnlangan vinnnu- tíma í hverju landi. Þingið fagnar þeim árangri, sem verkalýðshreyfingin náði sl. vor, en harmar jafnframt, að ekki skuli hafa verið gerð- ar sérstakar ráðstafanir til að tryggja áframhaldandi raungildi þeirra kjarabóta. Þingið bendir á þá marg- yfirlýstu stefnu verkalýðssam takanna, að leiðrétta þurfi laun þeirra lægst launuðu meira en laun í hærra greidd- um störfum, þar sem tekjur láglaunafólks fyrir samnings- bundinn dagvinnutíma hafa ekki um langt árabil getað tal ist nauðþurftartekjur." bæjarstjórn ísafjarðar bæjar- ábyrgð fyrir því. Með kaupun um hefur náðst merkur og ánægjulegur áfangi, sem fé- lagsmenn binda miklar vonir við. Þá gat form. þess, að þenn- an sama dag hefði verið hald- ið fræðslunámskeið fyrir opin- bera starfsmenn á félagssvæð- inu á vegum BSRB. Tókst það í alla staði vel. 1 tilefni afmælisins bárust félaginu gjafir og heillaósk- ir. Bæjarstjórinn á Isafirði, Jón Guðlaugur Magnússon af- henti félaginu peningagjöf frá bæjarsjóði að upphæð 25 þús. krónur og Hans W. Haralds- son, form. Rafveitustjórnar tilkynnti að Rafveitan myndi færa félaginu litmynd af Isa- firði og gestabók og væru það tilmæli gefenda, að þetta yrði varðveitt í orlofshúsi félags- ins. Aðrir ræðumenn voru: Kristján Thorlacius, form. BSRB, Jón Á. Jóhannsson, Guðmundur Ingólfsson, Kari Guðjónsson, Pétur Sigurðsson form. ASV, Haraldur Krist- jánsson, Guðjón B. Baldvins- son og Magnús R. Guðmunds- son. Form. FOSÍ hafa verið frá upphafi, sem hér segir: Jón Á. Jóhannsson í 8 ár, Guðm. G. Kristjánsson í 9 ár, Hans W. Haraldsson í 2 ár, Har- aldur Jónsson í 3 ár, Gylfi Gunnarsson í 1 ár og Sturla Halldórsson síðan 1969. AUKIN LÍFEYRISS J ÓÐSRÉTTINDI „20. þing ASV skorar á stjórn ASÍ að beita sér fyrir því að næsta reglulegt Al- þingi geri eftirfarandi breyt- ingar á „Lögum um eftirlaun aldraðra félaga í stéttarfélög- um.“: 1. Að sjötugir meðlimir stétt- arfélaganna öðlist lífeyrisrétt indi þótt þeir hverfi ekki með öllu af vinnumarkaðnum og hafi af því einhverjar atvinnu tekjur. 2. Að fjárhæð eftirlauna verði ekki eingöngu miðuð við skattframtal síðustu 5 ára, þar sem dagvinnutekjur manna frá 65 til 70 ára aldurs eru oft orðnar mun lægri en var á þeim árum er þeir höfðu fulla starfs- orku. Lágmark eftirlauna verði miðað við að lífeyrisþegar hefðu haft a.m.k. 50% dag- vinnutekna á síðustu 5 árum.“ BURÐARÁS EFNAHAGSLIFSINS „20. þing ASV bendir á, Framh. á bls. 4

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.