Skutull

Árgangur

Skutull - 08.10.1970, Blaðsíða 4

Skutull - 08.10.1970, Blaðsíða 4
4 SKUTULL 20. þing ASV Framhald af 6. síðu. að íslenzk sjómannastétt er burðarás efnahagslífsins í landinu. Þingið skorar því á ríkisvaldið að afnema með öllu skerðingarlögin um hiuta- skipti sjómanna frá árinu ’68 og sýna þannig í verki að störf þeirra fáu er sjósókn stunda verði í framtíðinni met in að verðleikum.“ Þá skoraði þingið á Verð- lagsráð sjávarútvegsins, að hækka verulega verð á stein- bít við næstu verðákvörðun og benti á, að skv. yfirlýsing um útflutningsaðila mun verð á steinbít og ýsu hald- ast í hendur á erl. mörkuð- um. Verðmismunur á áður- nefndum fisktegundum eigi því ekki að vera meiri, en sem svarar nýtingu. Yfirnefnd í Verðlagsráði sjávarútvegsins fékk harðar vítur fyrir aðeins 5%% hækk un fiskverðs í júní sl. á sama tíma og yfir stóðu samningar milli landverkafólks og at- vinnurekenda og þar voru gerðar kröfur um 25% kaup- hækkanir. Slíku vanmati á störfum sjómanna og virðing- arleysi fyrir sjómannastétt- inni mótmælti þingið harð- lega. Frá Allsherjarnefnd kom yfirgripsmikið nefndarálit í 10 liðum. Auk þess fjallaði nefndin um tillögur frá nokkr um þingfulltrúum. Hlutu þær sumar hverjar nokkrar breyt- ingar og viðauka í meðförum nefndarinnar og þingsins. 1 áliti nefndarinnar voru m.a. eftirtaldar tillögur: BÆTTAR SAMGÖNGUR „20. þing ASV metur þann árangur, sem náðst hefur í vegamálum fjórðungsins. Þó bendir þingið á, að með hon- um er á engan hátt leystur vandi Vestur-lsfirðinga hvað samgöngur við aðal þéttbýl- iskjarna fjórðungsins snert- ir. Sömuleiðis hefur vandi byggða við Isafjarðardjúp ekki verið að fullu leystur fyrr en lagningu Djúpvegar er lokið. Þingið skorar því ákveðið á viðkomandi aðila að Ijúka sem fyrst fyrirhug- aðri vegagerð á Breiðadals- heiði og lagningu Djúpvegar- ins. Jafnframt skorar þingið á fjárveitingarvald Alþings að stórauka framlög til Vega sjóðs, þannig að hann geti betur sinnt snjómokstri á snjóþungum vegum. 20. þing ASV leggur þunga áherzlu á margítrekaðar kröf ur þess um bættar samgöng- ur á sjó, bæði milli fjarða inn an fjórðungsins og við aðra landshluta. Þó svo að þjón- usta Djúpbátsins hafi verið aukin, vegur það ekki móti þeirri hningnun, sem orðið hefur á þjónustu Skipaútgerð ar ríkisins, en við hana hafa skapast stórauknir erfiðleikar hvað aðdrætti yfir vetrarmán- uðina snertir. Skorar því þingið á þingmenn kjördæmis ins að endurflytja frumvarp um sérstakt Vestfjarðaskip.“ AUKIN HEILBRIGÐISÞ J ÓNU STA „20. þing ASV telur ástand það, sem ríkir í heilbrigðis- málum á Vestfjörðum algjör- lega óviðunandi. Því til stað- festingar má benda á, að mörg læknishéruð eru nú læknislaus. Þingið leggur ríka áherzlu á, að úr þessu verði bætt tafarlaust og skorar á þingmenn Vestfjarðakjördæm- is að vinna ötullega að þessu máli. Þá skorar þing ASV einnig á þingmenn Vestf jarða, að vinna að því, að sjúkra- flugvellir verði sem fyrst byggðir í þeim byggðarlögum sem nú eru án flugvalla en þarfnast þeirra mjög og vill þingið benda á Súgandafjörð og Tálknafjörð í því sam- bandi. Þingið fagnar þeirri baráttu, sem vestfirzkar kon- ur hafa hafið fyrir 'bættri læknisþjónustu og lýsir yfir fullum stuðningi við þær að- gerðir.“ EFTIRLITSSKIP Á VESTFJARÐAMIÐUM „20. þing ASV vill beina sjónum Alþingis að þeirri átakanlegu reynslu, sem Vest firðingar hafa orðið fyrir með skiptöpum hverja vetrarver- tíðina á fætur annarri. Álítur þingið að þeirra hluta vegna og sökum harðnandi veðurs, sé löngu orðið nauðsynlegt að á Vestfjarðamiðum sé stað- sett sérstakt eftirlitsskip, er gegni svipuðu hlutverki og brezka eftirlitsskipið á vetrar vertíðum, Skorar þingið á þingmenn kjördæmisins að þeir flytji frumvarp þess efnis þegar á næsta Alþingi." JÖFNUN NÁMSAÐSTÖÐU „20. þing ASV skorar á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir stórhækkun frjárframlaga úr ríkissjóði til að jafna námssaðstöðu þeirra nemenda, sem stunda verða nám fjarri heimilum sínum móts við þá, sem aðgang eiga að skólum án slíks aukakostn- aðar.“ FRIÐUN LANDGRUNNSINS „20. þing ASV bendir á hve stór þáttur fiskveiðar og fisk vinnsla eru í atvinnulífi fjórð ungsins. Jafnframt bendir þingið á að með stóraukinni ásókn stórvirkra erlendra fiskiskipa horfir til eyðingar fiskistofna á miðum Vest- firðinga. Skorar því þingið á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir útfærslu fisk- veiðilögsögunnar fyrir Vest- fjörðum og láta eigi staðar numið fyrr en landgrunnið allt hefur verið friðlýst. Enn- fremur skorar þingið á S j ávarútvegsmálaráðuney tið og Hafrannsóknarstofnunina að halda áfram leit að nýjum rækjumiðum fyrir Vestfjörð- um. Sömuleiðis verði haldið áfram könnun á hagnýtingu og markaðsleit fyrir aðrar skelfisktegundir." AUKNING RAFORKU „20. þing ASV skorar á þing menn kjördæmisins að vinna að því, að hið fyrsta sé haf- ist handa um frekari raforku aukningu á svæðinu. Ennfrem ur að haldið sé áfram upp- setningu varadieselstöðva þannig að þær séu til staðar í hverju kauptúni.“ Þá skoraði þingið á stjórn- völd að halda áfram á þeirri braut, að efla íslenzkar skipa- smíðar. Ennfremur var skorað á Alþingi og ríkisstjóm, að hraða endurskoðun á skatta- og útsvarslögunum. Þá átaldi þingið það hátta- lag Vélstjórafél. Islands, að innheimta félagsgjöld af vél- stjórum, sem félagar eru í stéttarfélögum innan ASV og sem sömu félög semja um kaup og kjör fyrir. Þá harm- aði þingið það sinnuleysi sam göngumálaráðuneytisins, að svara í engu margítrekuðum kröfum þessara félaga og ann ara sjómannasamtaka um að til þeii-ra sé leitað varðandi undanþágur vélstjóra á fiski- skipum. Þá ályktaði þingið, að sam kvæmt reynslu undanfarinna ára þá sé veðurþjónusta sú, sem veðurstofan í Reykjavík virðist geta veitt fyrir miðin út af Vestfjörðum algjörlega ófullnægjandi. Skoraði þingið á viðkornandi stjómvöld, að ráða þar nú þegar bót á m.a. með því að tryggja aðstöðu til handa íslenzkum veðurfræð- ingi til að geta verið til leið- beiningar um veður og veður- horfur á miðunum úti fyrir Vestfjörðum yfir vetrarmán- uðina. Þá samþykkti þingið eftirfar andi tillögur: GÆZLUSKIP í ÍSAFJARÐARDJÚPI „Á næstu rækjuvertíð verða eitthundrað sjómenn daglega við störf í Isafjarðardjúpi. Reynslan sýnir, að þessar veiðislóðir eru hættulegar vegna snöggra veðrabrigða, sem þar eru. 20. þing ASV telur nauðsyn legt, að landhelgisgæzlan stað setji gæzluskip á þessum veiðislóðum yfir vetrarmánuð- ina.“ RANNSÓKNARSTOFNUN FISKIÐN AÐ ARIN S „20. þing ASV haldið á Isafirði, 24. og 25. sept. 1970, lýsir yfir ánægju sinni með stofnun menntaskóla á ísa- firði og hvetur alla Vestfirð- inga til að standa dyggan vörð um framtíð hans. Þingið bendir á, að nálega öll afkoma fólks á Vestfjörð- um er byggð á sjósókn og vinnslu sjávarafla. Á grund- velli þeirra staðreynda ætti að vera augljós nauðsyn þess, að á Vestfjörðum rísi upp rannsóknarstofnun fyrir fisk iðnað og sjávarútveg. Slíkar stofnanir eru hagsmunamál þjóðar eins og Islendinga, er byggir afkomu sína að megin- hluta á auðlindum hafsins og hvergi eru þessar rannsókn arstofnanir betur staðsettar, en í landsihlutum, eins og t.d. Vestf jörðum, sem á allan hátt eru háðir sjósókn og afla- brögðum. Tilkoma menntaskólans á Isafirði auðveldar leiðina að þessu marki hvað Vestfirði snertir. Fyrir því skorar þing ið eindregið á þingmenn Vest- fjarða, að þeir beiti sér fyrir því þegar á næsta þingi, að lögfest verði ákvæði um rann sóknarstofnun í sjávarútvegi á Vestfjörðum. Jafnframt beinir þingið þeim tilmælum til viðkomandi yfir valda, að reynt sé að haga námi og námsleiðum við skól- ann á þann hátt, að þær verði í sem nánustum tengslum við vestfirzkt athafnalíf. Þá leyfir þingið sér að á- rétta, að sú mikla og góða samstaða, er ríkti á meðal Vestfirðinga í menntaskóla- málinu og sem að lokum skil aði því í höfn, getur einnig haft úrslitaáhrif í fjölmörg- um sameiginlegum hagsmuna- málum Vestfirðinga.“ Aðalstjórn: Forseti: Pétur Sigurðsson Ritari: Sig. Jóhannsson Gjaldkeri: Bjami Gestsson Varastjórn: Forseti: Björgvin Sighvatss Ritari: Hákon Bjarnason Gjaldkeri: Pétur Pétursson Endurskoðendur: Aðalmenn: Einar Guðnason, Flateyri og Þorbergur Þorbergss. Súðav. Til vara: Steinn Guðmundsson, Flateyri Vagn Hrólfsson, Bolungarvík. isti 1SAFIRÐI SÍMI 3416 Nvkomið' Hinir vinsælu 1« Jf ilUIIIIU 9 Stakir bolíar LUXOR lampar með og án disks komnir aftur. Matardiskar — Einnig úrval djúpir og grunnir af loftljósum

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.