Skutull

Árgangur

Skutull - 16.09.1971, Blaðsíða 4

Skutull - 16.09.1971, Blaðsíða 4
4 SKUTULL Sigurður Jóhannsson: Sjaldan veldur einn þá tveir deila Það heíur löngum verið ein- kenni bernskunnar að þegar börn deila segja þau gjarn- an: Þetta var honum að kenna. Hitt vita aftur á móti þeir, sem til einhvers þroska eru komnir, að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Óneitanlega minna viðbrögð „Samtakanna" (SFV) og mál- flutningur þeirra í Vestra frá 10. þ.m.: á afstöðu „sak- lausa barnsins". „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma fram sameigin- legu framboði vinstri flokk- anna — en: Alþýðuflokkur og Framsókn sögðu nei.“ Þarna voru „vondu börnin“ að vísu tvö. Það leynir sér ekki hver hef ur haldið á pennanum í Vestra að þessu sinni. Svo mikið er víst, að erfitt mun verða að finna hann í rit- nefndinni. En þar sem maður inn á bakvið tjöldin er nú komin fram í sviðsljósið og hefur kosið að segja svo ein- hliða frá sameiningartilraun- um sínum, sem raun ber vitni, er ekki úr vegi, að annað af „vondu börnunum" segi hér sína sögu. j INNGANGUR örlítið forspjall er rétt að hafa, en án þess að hirða um dagsetningar skal þess getið, að Alþýðubandalagið skrifaði Alþýðuflokki og Fram sókn og bauð upp á sameigin- lega sæng fyrir og eftir kosn ingar. Af hálfu Alþýðuflokks ins var þessu einróma hafn- að á þeirri forsendu, að ekk- erc það hefði breytst frá því við tvennar seinustu kosning- ar, er mælti með sameiginlegu framboði. Framsókn tjáði sig fúsa til viðræðna og var þar um annan tón að ræða, en við nefndar kosningar, en þá mátti flokkurinn ekki heyra nefnt sameiginlegt framboð og eins og öllum er í minni, rauf Framsókn eininguna í kosningunum 1966. Á þetta er minnst til að ljóst sé, að afstaða Alþýðu- flokksins til sameiginlegs fram boðs við þessa flokka var skýrt mörkuð og öllum ljós. UFPHAFIÐ Upphafið að viðræðum Al- þýðuflokksins og SFV var það, að u.þ.b. hálfum mán- uði áður en að viðræður hóf- ust hafði talsmaður Samtak- anna samband við undirritað an. Tjáði hann honum vilja sinn til viðræðna við Alþýðu- flokkinn. Var talsmanninum gerð ljós afstaða Alþýðu- flokksins til Framsóknar og Alþýðubandalags og sem get- ið er hér að framan. Þegar þetta átti sér stað var talsmaðurinn á förum til Reykjavíkur og kvaðst hann verða þar nokkra daga. Þá þegar hafði Alþýðuflokkurinn ákveðið sinn fyrsta fund til undirbúnings kosninganna. Var talsmanninum sagt, að ósk hans myndi verða lögð fyrir þann fund og fyrir því talað, að Alþýðuflokkurinn hefðist ekki að, fyrr en er- indi kæmi frá Samtökunum. Vorum við sammála um, að SFV ætti upptökin m.a. vegna þess, að á ísafirði er ekki um nein „formleg" samtök þeirra að ræða. Á þessi til- mæli var fallist á fundi Al- þýðuflokksins og kosin 3ja manna nefnd til viðræðna, er að þeim kæmi. VIÐRÆÐUR HEFJAST Þegar talsmaður Samtak- anna kom loks úr útivistinni fóru hlutirnir að taka á sig ákveðna mynd. Þrátt fyrir áður mótaða afstöðu Alþýðu- flokksins gagnvart sameigin- legu framboði með Alþýðu- bandalagi og Framsókn var nú farið á stúfana og boðið upp á þessa aðila hvorn á eft ir öðrum, sem þriðja hjól undir vagninn. Þessu var kurt eislega hafnað. Allt þetta vafstur hjó þó óðum í þann takmarkaða tíma, sem til stefnu var. Þegar á fyrsta viðræðufund- inum kom nokkuð athyglis- vert í Ijós. Talsmaður Sam- takanna lýsti þar yfir, að hann hefði aldrei beðið Al- þýðuflokkinn um viðræður. Ég hefði ekki haft neina heim ild til slíkrar túlkunar. Hér hefði aðeins verið um „tveggja manna tal“. (Því má skjóta hér inn, að sjálfur virðist hann ófeiminn að vitna til „tveggja manna tals“ í blaði sínu og tilfæra persónulegar skoðanir manna). Þessi yfirlýsing kom að vonum flatt upp á félaga mína í Alþýðuflokknum. Þarna var beinlínis verið að lýsa því yfir, að ég hefði að ástæðulausu látið þá bíða að- gerðarlausa í tvær vikur. Það skyldi nú aldrei vera, að tals maðurinn hefði fengið ákúr- ur frá félögum sínum fyrir framhleypnina og þess vegna tekið þá ákvörðun að sverja af sér pöntunina á viðtalinu? En það átti fleira eftir að koma í Ijós. Strax í upphafi kom það fram, að Samtökin álitu, að ef einhver árangur ætti að nást af sameiginlegu framboði þeirra og Alþýðu- flokks þá þyrfti Alþýðuflokk urinn að skipta um menn. Með þessari yfirlýsingu tóku Samtökin af allan vafa um það, að þau vildu ráða því, hvaða menn Alþýðuflokkur- inn tilnefndi á sameiginlegan lista. Hví skyldu þeir hafa gleymt að tíunda þetta í sam- einingarsögunni í Vestra? Ekki voru þetta úrslitakostir Alþýðuflokksins, eða óbilgirni og þvergirðingsháttur nokk- urra áhrifamanna þess flokks. ÚRSLITAKOSTIR Samtökin gera mikið úr „úrslitakostum Alþýðuflokks- ins“ Fer ekki á milli mála að þeir eru blásnir út í þeim tilgangi einum, að nota þá sem tilliástæðu. Verður vik- ið nánar að því síðar. En það, sem mesta furðu vekur er, að það er engu líkara en að þeir, sem fjölluðu um bréf Alþýðuflokksins hafi verið gersamlega lokaðir fyrir því, sem kallast eðlilegur gangur samninga. Hefði virkilegur áhugi verið fyrir hendi hefðu Samtökin átt að gera gagn- tilboð. Það stóð þeim opið. Þetta vissi fyrsti talsmaður Samtakanna mæta vel þótt hann kjósi að láta annað frá sér fara. En það voru ástæður fyrir því, að þeir mætu menn létu það lönd og leið, að gera gagntilboð. Þeirra verður get- ið hér á eftir og þær varpa ljósi á léttlyndið. VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA í Vestra segir svo um sam- starfstilraunir SFV: „27. ág. SFV svarar úrslitakostum Al- þýðuflokksins með bréfi. SFV skrifar Framsókn og Alþýðu bandalagi með beiðni um við- ræður. Fyrsti viðræðufundur samdægurs.“ Trúi því hver, sem trúa vill að þannig hafi þetta gengið fyrir sig, einn, tveir og þrír. Nei, á svona einfaldan hátt gerast ekki kaupin á eyrinni. Talsmaður Samtakanna lá ekkert á því, að niðurstaða þyrfti að fást í viðræðurnar við Alþýðuflokkinn vegna þess að Framsókn biði eftir svari! Það er staðreynd, að á sama tíma og viðræðurnar við Alþýðuflokkinn áttu sér stað, var opið í hálfa gátt inn til maddömunnar, sem beið með faðminn opinn. Þetta vissu Samtökin og þess vegna var það algjör óþarfi að viðhafa venjulegar samn- ingaleiðir og vera nokkuð að stússa í því, að gera gagntil- boð. Allt gekk þetta eftir þar til gerðri áætlun, enda segir Vestri: „Skipað í málefna- nefnd og ákveðið að hver flokkur skuli tilnefna sex Framhald á 6. síðu Tilkynniny frá Trjfoginpstofnun ríkisins IVIeð bráðabirgðalögum, sem út voru gefin 19. júlí sl., er flýtt gildistöku nokkurra ákvæði laga nr. 67 20. apríl, sem taka áttu gíldi 1. janúar 1972, þannig, að þau tóku gildi 1. ágúst sl. BARNALÍFEYRIR. a. Barnalífeyrir verður greiddur til 17 ára aldurs í stað 16 ára áður. b. Áður var heimilt að greiða barnalífeyri með börnum ekkla, nú er það skylt. TRYGGING LÁGMARKSTEKNA ÖRYRKJA OG ALDRAÐRA. Elli og örorkulífeyrir verður frá 1. ágúst 70.560,00 kr. á ári fyrir einstakling og kr. 127.008,00 fyrir hjón, sem bæði njóta elli- eða örorkuiífeyris. Skylt er þó að tryggja einstaklingi, sem þessara bóta nýtur 84.000,00 kr. árstekjur og hjónum 151.200,00 kr., ef þau hafa ekki aðrar tekjur til viðbótar tryggingabótum, svo að þessu tekjumarki verði náð. Við ákvörðun tekna samkvæmt þessu verður leyfð- ur frádráttur kostnaður við öflun teknanna, svo sem t.d. kostnaður af fasteign að vissu marki og stéttarfélagsgjald. Rétt er þeim, sem telja sig koma til greina um hækkun bóta samkvæmt þessu, að snúa sér til tryggingaumboðanna eða í Reykjavík til Trygg- ingastofnunar ríkisins og leggja fram umsóknir, svo kannað verði, hvort réttur til hækkunar bóta er fyrir hendi. ÖRORKUSTYRKUR. Sú rýmkun hefur verið gerð á veitingu örorku- styrkja, að nú er einnig heimilt að veita slíkan styrk vegna bæklunar eða vanþroska barns inn- an 16 ára aldurs, ef hún hefur í för með sér til- finnanleg útgjöld eða mikla umönnun. MÆÐRALAUN FÓSTURMÆÐRA. Tryggingaráði hefur verið veitt heimild til að greiða einstæðum fósturmæðrum mæðralaun, ef sérstaklega stendur á. Þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta samkvæmt ofangreindum nýmælum snúi sér til tryggingaum- boðanna eða í Reykjavík til Tryggingastofnunar ríkisins til þess að ganga frá umsóknum og veita nauðsynlegar upplýsingar. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Reykjavík, 12. ágúst 1971.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.