Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1995, Blaðsíða 3

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1995, Blaðsíða 3
Ræs! essa kveðju þekkja allir jSiglfirðingar frá gömlu síldarárunum. Þegar vantaði mannskap á planið, þá var ræsarinn sendur á kreik til að hóa fólkinu saman. Það var ekki hægt að vinna úr verðmætunum nema nægur mannskapur væri fyrir hendi. Stemmning síldaráranna byggðist líka á því að öllu ægði saman, sérstaklega fólki. Þetta höfum við upplifað á seinustu árum á Siglufirði á síldarævintýrunum um verslunarmannahelgarn- ar. Þar hefur tekist að skapa stemmningu gömlu síldaráranna með því að fjöldi fólks hefur safnast saman og notið lífsins. Kallið kom frá gamla heimabænum og ungir og gamlir Siglfirðingar nær og fjær lögðu land undir fót og söfnuðust saman seinustu þrjár verslunar- mannahelgar. Og líkt og á gömlu síldarárunum þá komu ekki bara Siglfirð- ingar heldur fjöldi ann- arra, sem leituðu að réttu stemmningunni og lífs- gleðinni. Aftur ægði öllu saman, heimamönnum, Jón Sæmundur Sigurjónsson: Siglfirbingar! Ræs! brottfluttum Siglfirðing- um og vinum þeirra. Brottfluttir Siglfirð- ingar voru eitt sinn vandamál fyrir heima- byggðina að því leyti, að þeir voru ekki lengur til að treysta byggðina og heimamönnum fannst það dapurlegt þegar Sigl- firðingum fækkaði. Nú hefur heimabyggðin að mestu ráðið fram úr þeim vandamálum, en eins og brottfluttum Sigl- firðingum er heima- byggðin dýrmæt, þá eru brottfluttir Siglfirðingar fjársjóður fyrir Siglu- fjörð. Gamall og vinsæll Siglfirðingur sem staðið hefur vörðinn heima fyr- ir alla tíð og er þekktur fyrir að komast hnytti- lega að orði, hitti nagl- ann á höfuðið er hann sagði að Siglfirðingum hefði ekkert fækkað, þeir byggju bara annars staðar. Um síðustu áramót var 1131 félagi í SÍRON, félagi brottfluttra Sigl- firðinga í Reykjavík og nágrenni ásamt vinum og velunnurum Siglu- fjarðar. Félagarnir eru allir fæddir á þessari öld nema sá elsti, sem fædd- ist árið 1898. Yngsti félaginn fæddist árið 1971. Hvort tveggja eru þetta konur. Stjórn félagsins hefur látið kanna hversu marg- ir einstaklingar, sem fæðst hafa á Siglufirði, búa á félagssvæði SÍRON, sem er höfuð- borgarsvæðið, Reykjanes, Akranes og austur fyrir Selfoss og hafa ekki látið verða af því enn að ger- ast félagar. Þetta reynd- ust vera 707 einstakl- ingar, sem fæddir eru á tímabilinu 1930 til 1975, langflestir á síðustu ár- um. Ef allir þessir ein- staklingar gerðust félag- ar í SÍRON, þá væri félagið í fyrsta sinn orðið fjölmennara en heima- byggðin. Og nú er ræs! Nú kemur kallið til allra Siglfirðinga, sem flust hafa að heiman, að koma heim aftur. Ef til vill ekki beinlínis til Siglufjarðar, ekki endi- Iega heldur á síldarævin- týri með gömlu eða nýju sniði, heldur í Siglfirð- ingafélagið, sem er sam- nefnari allra sem unna Siglufirði, hvort sem þeir eru fæddir þar eða ekki. í Siglfirðingafélaginu reynum við að viðhalda traustum böndum við Siglufjörð. Félagið er vettvangur, þar sem vin- irnir frá árunum áður hittast og endurnýja og viðhalda gömlum kynn- um. Félagið hefur efnt til árshátíðar eða þorra- blóts, boðið í kaffi og tertur í kringum 20. maí og það ekki af lakara taginu, síldarballið er fastur liður á hverju hausti og eins er barna- ballið um jólin. Auk þess eru gefin út 2-3 frétta- bréf árlega. Aðalfundur félagsins er oftast tengd- ur spilakvöldi þar sem líka er hægt að spjalla saman yfir kaffibolla og tilheyrandi. Það er því ræs! Eins og á gömlu síldarárunum er nóg að gera. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að ganga í félagið og sinna rótunum og upprunanum. Því eins og gamli Rómverjinn sagði: Gakktu í Siglfirð- ingafélagið og ég skal segja þér hver þú ert! Siglfirðingar að heiman og vinir Siglufjarðar: Takið skrefið og verið velkomin í hópinn. Jafnvel þótt maðurinn gœti skilið konur, mundi hann ekki trúa. 3

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.