Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1995, Blaðsíða 6

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1995, Blaðsíða 6
Siglufj arbar sælan! Siglfirðingar í augum Kópavogsbúa / bý við það lán að vinna 1 með allmörgum Siglfirðing- , Jum. Lán segi ég, því það er það sem þeir segja mér. Sigl- firðingar eru nefnilega, segja þeir, skemmtilegastir allra. Þeir eru gallalausir og geðgóðir, fallegastir og flinkastir, tala mest, hlæja mest, kunna flestar sögur og alltaf er veðrið svo dæmalaust gott fyrir norðan. Sífellt eru þeir að fræða mann á einhverju frá Sigló, svo ég, aumur Kópavogsbúinn, fell gjörsamlega í skuggann og get ekki einu sinni veifað Kópa- vogsfundinum 1662 framan í þá. Helst get ég unnið mér það til tekna að bæjarstjórinn okk- ar er á einhvern hátt ættaður frá Siglufirði! A mínum vinnustað er nóg að vera ættaður frá Siglufirði í áttunda lið - þá bíða manns bjartir dagar. „Á ég að sækja kaffi fyrir þig?“ „Viltu bita af nestinu mínu?“ er algengt að heyra á kaffistofunni þegar einhver Siglfirðingurinn hyglir hinum frændum sínum. Svo grúfa þeir sig yfir samlokurnar þegar við hin komum inn. Rétta síðan úr sér og segja okkur mergjaðar skemmtisög- ur af Siglfirðingum. Og þegar maður í einfeldni sinni spyr sisvona: „Hvað er eiginlega svona merkilegt við það að vera Siglfirðingur?“ þá svara þeir af alkunnri hógværð: „Eg veit það ekki, við fæðumst bara svona frábær.“ Aðrir vinnufélagar mínir, sem ættaðir eru frá hinum óæðri byggðarlögum, hafa sett Sigl- firðingastoltið upp í bók- menntafræðilegt líkan og greint út frá kenningum virtra fræðimanna: o </3 \ % V Þetta þýðir á almennu máli að helsti veikleiki, en um leið styrkur brottfluttra Siglfirð- inga, sé skortur þeirra á sýn á eigin veikleika. Með öðrum orðum: Siglfirðingar þrá svo að vera bestir að þeir trúa því að þeir séu það! 1. Við skortinn fara þeir að þrá Siglufjörð og sælustund- ir nyrðra sem þeir telja best af öllu í þessari tilvist. 2. Þráin leiðir af sér hillingar og draumaland. Þeir yfir- færa þessar frábæru stundir á sjálfa sig og lifa í þeirri blekkingu að þeir séu jafn- frábærir og minningarnar frá Sigló og verunni þar. 3. Samkvæmt venjubundinni greiningu kæmi hér fall næst, þ.e. að þeir ættu eftir nokkurn tíma að sjá að draumurinn var tálsýn og þeir ættu því að koma niður á jörðina. En þar sem stolt þeirra er seigt leiðir hillingin af sér veruleikablekkingu. Það þýðir að þeir samsam- ast hillingunum og trúa því áfram að þeir séu bestir (það var frábært á Sigló, ég er frá Sigló, þess vegna er ég frábær). Þannig fara þeir í eilífan hring, eins og líkanið sýnir. Og kannski er það líka best því fáir eru skemmtilegri en þeir; nema e.t.v. Kópavogs- búar .... Með montkveðju úr Kópavoginum. 6 Sá hefiir litla reynslu, sem reiðir sig á nafnið á hlutunum

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.