Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2011, Qupperneq 4

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2011, Qupperneq 4
Sr. Bjarni „íterhir karakter“ Ævmad sr. Bjarnd á 150 ára dfmœli hans í ár eru 150 ár liðin frá fœðingu sr. Bjama Porsteins- sonar og var afþví tilefni ákveðið að gefa út œvisögu bans. Viðar Hreinsson var fenginn til að skrifa söguna en bann frétti af útgáfunni og sýndi þessu verki ntikinn áhuga, bafði samband við Siglfirðingana Gunnstein Ólafsson og Jónas Ragnars- son en Gunnsteinn er stjór- nandi Pjóðlagaseturs sr. Bjama á Siglufirði. Amold Bjarnason, sonar- sonur sr. Bjarna, hefur einnig verið með í ráðum. Bókin kemur út í baust á afmcelisdegi sr. Bjama 14. október og er það bókaút- gáfan Veröld sem gefur bókina út. Ég heimsótti Viðar einn vordag fyrir páska og sagði hann mér að vel gengi að skrifa bókina. Hann segist hafa farið í gegnum mikið safn bóka, rita og bréfa er tengjast Bjarna og störfum hans. Aðspurður segir hann Bjarna ekki hafa verið flókinn karakter. en verið duglegan og skipulagðan og ekki verið að velta sér upp úr lífsgátunni, hann lét verkin tala og varð mikið úr verki. Bjarni hafi verið mikilsvirtur „broddborgari“ og þótti skemmtilegur í þröngum hópi en gat líka verið harður í horn að taka. Ást- arbréf milli hans og Sigríðar konu hans sýna að Bjarni átti líka sínar mjúku hliðar og gat verið mjög rómantískur ef svo bar undir. Sr. Bjarni fæddist árið 1861 á Mýrum í Hraun- hreppi, einn af átta systkinum sem upp komust en fór snemma að heiman. í gögnum sr. Bjarna er lítið að finna um fjölskyldu hans, þeim mun meira um tengdafólk hans. Sr. Bjarni var af fátæku fólki kominn, alinn upp í gamla tímanum við mikla vinnu og þröngan kost. Hann fór þó til Reykjavíkur haustið 1877 í Lærða skólann og lærði síðan til prests. í Lærða skólanum var kennd söngfræði og varð hann sér úti um tilsögn í tónfræði og orgelleik hjá Jónasi Helgasyni. Bjarni kemur töluvert við sögu í sönglífi Reykjavíkur síðustu árin í Lærða skólanum og á stúdentsárunum, fram til ársins 1888. Tilviljun réð því að sr. Bjarni tók við Hvanneyrarprestakalli á Siglufirði 1888. Hann vant- aði vinnu við sitt fag, voru tvö prestaköll laus á þessum tíma, Hvanneyrarprestakall og Þönglabakkaprestakall. Eftir samráð við besta vin sinn ákvað Bjarni að sækja um Hvanneyri en vinurinn fékk Þönglabakka. Kannski skipti það miklu máli að í Siglufjarðarkirkju var gott orgel. Hann bjó í Maðdömuhúsi hjá Margréti ekkju Snorra Pálssonar frá því hann kom fyrst og þar til hann flutti með fjölskylduna í nýtt hús á Hvanneyri 1898. Á námsárunum kynntist Bjarni Lárusi Blöndal alþingismanni og fór til hans norður í Vatnsdal á Kornsá haustið 1885 sem skrifari og heimilis- kennari. Þar kynntist hann konuefni sínu Sigríði Lárusdóttur Blöndal, dóttur Lárusar. Þau Sigríður voru sex ár í tilhugalífi, þar af fjögur ár leynilega trúlofuð. Þau eignuðust fimm börn. Með þeim kom Blöndals-nafnið til Siglufjarðar. Bjarni sá fyrst nótur þegar hann dvaldi á Breiða- bólstað hjá Guðmundi Einarssyni. Bjarni sagði sjálfur að hann hefði fyrst orðið að manni eftir dvölina á Breiðabólstað, þykir það merkja að hann hafi komið frekar brotinn af æskuheimilinu. Bjarni skrifaði niður nótur sjálfur, þjóðlög sem hann þekkti og eins frá vinum sínum. Hann

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.