Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2011, Síða 6
Andvari vcnar ca alek
- vikdl leés R. Ólascndr vú listdkcnund Hcllu HdrdUsdéttur ^
Hinn 15. desember
árið 1966 var vígt nýtt
sjúkrahús á Siglufirði.
í anddyri þess var þá
einnig afhjúpuð fyrsta
„freskan" á Islandi,
mikið myndverk eftir
Höllu Haraldsdóttur
sem næstu fjóra ára-
tugina var það fyrsta
sem tók á móti þeim
sem inn komu. I hug-
um margra öðlaðist
myndin ákveðinn
virðingarsess strax í
upphafi, varð síðan
eins konar tákn hins
nýja og glæsilega húss
og um leið einkenni
þess. Verkið vakti
verðskuldaða at-
hygli margra þeirra
sem þarna áttu leið
um, enda magn-
að verk og hlaðið
boðskap. Þrátt fyrir
að það hafi verið
pantað af byggingar-
aðilum sjúkrahússins
og fjárhagur listakon-
unnar ekki verið upp
á marga fiska á þess-
um tíma, þáði Halla
ekki greiðslu fyrir
framlag sitt. Hún gaf myndina til
minningar um ömmu sína Margréti Guðmunds-
dóttur, sem á sínum tíma var fyrst allra til að gefa
fé í söfnun vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs
sjúkrahúss.
Tákn múrristunnar er lœknagyðjan Eir með
Asklepiosarstafinn í hönd. Vinstri hlutinn er
hjúpaður skugga sorgar þar sem regnskýin fella tár
yfir þjáningum mannkynsins. Þokukennd sorgin
hylur hluta gyðjunnar sem deilir óvissunni og kvíð-
anum með mannfólkinu. Við fætur gyðjunnar liggur
veikur svanur sem hlýtur lcekningu við snertingu
hennar. Andvari vonar og gleði birtist í líki fuglsins
á hcegri hlutanum, þar sem sólin skín og fcerir
okkur birtu og gleði.
Við höfum hlotið bata,
njótum heilbrigðis og
göngum fagnandi á
vit lífsins. Neðsti hluti
verksins er tengdur í
eina heild af heilsujurt-
unum ópíumvalmúa,
digitalis og fjallagrasi.
Þetta er mannlíf ð sjálft
í gleði sinni og sorg, lífi
og dauða.
Múrristan er 2 x 3
metrar að stcerð og
gerð á sléttan steinvegg
úr upphleyptri stein-
steypu sem síðan er
lituð.
Þannig lýsir lista-
konan Halla Haralds-
dóttir verki sínu sem
eitt sinn prýddi anddyri
Heilbrigðisstofnunar
Siglufjarðar. En ekkert
er óumbreytanlegt og
lágmyndin á veggnum
gegnt útihurðinni tekur
ekki lengur á móti
þeim sem þarna eiga
leið um. Læknagyðjan
með stafinn er þó enn
á sínum stað, og alveg
jafn kirfilega greypt í
vegginn og hún hefur
verið allar götur frá sköpun sinni og upphafi. Hvað
gerðist, gæti maður spurt sig og svarið er vissulega
ekki flókið. Síðla árs 2009 var tekin í notkun rúm-
lega eitt þúsund fermetra viðbygging við HS, við það
breyttist aðalinngangurinn sem nú er á öðrum stað í
byggingunni. Vistarverur gyðjunnar eru nú baksviðs
ef svo mætti segja, á fáförnu einskis manns landi
og sjúkrahúsið hefur komið djásni sínu fyrir undir
mælikeri þar sem alltof fáir líta það augum.
Hvort sem þarna hefur óvart orðið skipulagsslys
eða listinni einfaldlega fórnað á altari hagræðing-
arinnar að hætti 2007-lífsstílsins skal ósagt látið.
En þeir sem hafa lifað og reynt nærast oft á for-
tíðarþránni og ég viðurkenni fúslega að ég sakna