Brautin - 26.10.1937, Side 3

Brautin - 26.10.1937, Side 3
BRAUTIN 3 Málfluiningur Ritstjórar Neista hafa Iengi haft það orð á sér, að þeím sé annað betur gefið en að geta skrifað blaðagreinar þannig, að sannleik- urinn fái að njóta sín, að maður nú ekki tali um prúðmennskuna í rithættinum. í næstsíðasta blaði Neista er sagt frá því með stórri fyrirsögn, að Kommúnistar á Alþingi hafi flutt tillögu um að ísland gengi i Þjóðabandalagið. Um þetta mál er skyni að spilla fyrir samvinnu flokkanna. Óhappamennirnir sem gert hafa sig seka í þessu athæfi gegn málstað alþýðunnar hérættu þó að skilja hvaða áhrif þetta hefur fyrir Alþýðuflokkinn. Þeir ættu að muna dæmið frá Reykja- vík við síðustu • kosningar og fái þeir að ráða hér munu þeir ekki fá betri útreið við næstu kosningar. Hið takmarkalausa kommúnista- hatur hægri manna Aþýðuflokks- ins hér verður því heimskulegra þar sem þeir hafa brotið allar brýr að baki sér með samvinnu við Framsóknarflokkinn, en eins og menn vita hafa ritdeilur þeirra við Framsóknarflokkinn hér verið með sama offorsi og ádeilurnar á komm- únista, nema hvað í tveim til þrem tilfellum aðrithátturinn hefir gengið ennþá lengra út fyrir takmörk alls velsæmis. Hvað meina nú þessir hægri- menn? í óþökk meirihluta flokks- manna sinna nota þeir flokksblað- ið til æðisgenginna æsinga gegn kommúnistum og setja á sama tíma met í dónalegum skrifum um Framsóknarforingjana. Svona á- byrgðarleysi Ieiðir Alþýðuflokkinn hér í hrun og gifíuleysi ef haldið er áfram á sömu braut. Þessvegna veiða hinir frjálslyndari og hyggn- ari menn flokksins að setja stopp við æfintýramennskunni og starfa í samráði við alþýðu bæjarins. Auðvitað kostar þetta átök í flokkn- um, en flokknum og málstað al- þýðunnar verður ekki bjargað öðru vísi. Að forðast átök í flokknum um þessi mál er sama fyrir vinstri mennina og þegar strútur stingur höfðinu ofan í sandinn þegar hann sér hættuna nálgast. P. G. Neista. svo ritað þannig, að undrun sætir. Það er talin goðgá, að Kommún- istar skuli taka sjálfstæðismál þjóð- arinnar fram yfir önnur mál. Það er talin goðgá, að Kommúnistar skuli nú vera með Þjóðabandalag- inu, af því að þeir hafi verið á móti því 1929—30. — í fyrsta lagi þá hafa fulltrúar Kommúnista á Alþingi ekki flutt neitt frumvarp um að ísland gengi í Þjóðabanda- lagið, heldur flutt þingsálykt- unartillögu þess efnis að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara rannsókn á því hvort nokkur auk- in trygging fengist fyrir áfram- haldandi sjálfstæði okkar með því að ísland gerðist meðlimur Þjóða- bandalagsins. Annað, að Iáta rann- saka þann kostnað, sem af þessu kynni að leiða. Þriðja, hvaða rétt- indi fengjust. Fjórða, hvaða skuld- bindingar ísland yrði að taka á sig sem meðlimur Þjóðabanda- lagsins. Árangur þessara rannsókna yrði svo lagður fyrir næsta reglu- legt Alþingi. Þetta kalla ritsjórar Neista að flytja tillögu um að ganga í Þjóðbandalagið. En meðal annara orða. Hvað segja flokksbræður Jafnaðarmanna erlendis um þéssa stofnun? Hvað segir Stauning? Hvað segir Per Albin Hanson? Hvað segir Ny- gaardsvold? Og hvað segja yfir- leitt erlendir og jafnvel sumir inn- lendir Jafnaðarmenn um Þjóða- bandalagið. Eg skora á ritstjóra Neista að birta ummæli forsætisráðherra Norðurlanda um Þjóðabandalagið og það gagn, sem þeir telja að það hafi unnið í þágu friðarins. Það er líka hægt að minna á ummæli eftir Stefán Jóhann um Þjóðabandalagið, sem eru í hlá- legri mótsögn við anda ritsmíðar Neista. Við Kommúnistar munum telja það okkar skyldu, áð verja sjálf- stæði lands okkar, bæði út á við og inn á við, gegn ásælni og yfir- gangi erlendra valdhafa, og ef við teljum að sjálfstæði ísJands sé betur borgið með því að ganga í Þjóðabandalagiö, þá beitum viö okkur fyrir því, hver svo sem skoðun einstakra manna kann að hafa verið á þessu máli fyrir sjö nýja-bíó SS8 sýnir þriðjud. 26. okt. kl. 8|-: David Copperfield Hér er á boðstólum mynd sem hefir farið sigurför um allan hinn menntaða heim. árum síðan, eða áður en Komm- únistaflokkurinn var stofnaður. — Um það, að fulltrúar okkar á Alþingi ætli að láta hagsmunamál verkalýðsins sitja á hakanum skal það eitt sagt, að nú þegar liggja frammi tillögur um aukið eftirlit og nákvæmari skoðun skipa, breyt- ingar á lögum um greiðslu verka- kaups, breytingar á alþýðutrygg- ingarlögunum í anda þeirra krafa sem verkalýðurinn um allt land hefir krafist, þrátt fyrir harðvítuga mótspyrnu sumra aðalforingja Al- þýðuflokksins, og stórfeldar breyt- ingar á tekjuöflunarleiðum ríkis- sjóðs og um leið stórkostlega aukn- ar verklegar framkvæmdir, sam- hliða Iækkunum á óbeinum tollum og sköttum. Reynslan mun nú sina það, að sumir af þingmönnum Alþýðufl. munu heldur tregir til að vera með þessum eða öðrum hags- munamálum alþýðunnar, þegar til atkvæöagreiðslu kemur á Alþingi. Eftir að þetta var ritaö hefir Al- þingi samþykkt með 19 gegn 2 atkv. að vísa þingsályktunartillögu Einars til ríkisstjórnarinnar. Líklega hafaþessir 19ekki verið búnir að lesa grein Neista. Sama blað flutti grein um fylkis- kosningarnar frönsku. Þar segir að Jafnaðarmenn hafi stór unnið á en Kommúnistar tapað. Þarna eru ósannindin á ferðinni sem fyr. — Kommúnistar bæítu við sig svo skifti tuguin þúsunda atkvæða. Þó var ekki kosið í París þar sem þeir eiga s/4 hluta allra kjósenda, eftir síðustu þingkosningum að dæma.

x

Brautin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/628

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.