Hamar - 12.06.1937, Síða 5

Hamar - 12.06.1937, Síða 5
H AM AR 5 muninn. Um hitt var ekki hugsað, hve hættulegt þetta gat og getur orðið, einmitt Alþýðufiokkiium. Al- þýðuflokkurinn er svo stór og svo sterkur, að hann þolir vel að biða eftir því, að kjósendur skeri úr um, hvort þeir vilji að kommúnistaflokk- urinn sé til eða ekki. En hann er þó ekki svo sterkur, að hann hafi ráð á að reyna að fótumtroða þá. SlST HÉR. SlST NtJ. Þess vegna verða frjálslyndir menn, og einnig Alþýðuflokksmenn hér, að styðja framboð Isleifs og gera hina ítrustu tilraun til þess, að brjóta vald hins óhappadrjúga Ihalds hér i bænum á bak aftur. Það þarf held ég enginn að óttast, að ísleifur geri stórkostlegar „byltingar", enda þótt hann komist á þing. En hitt er ástæðan til að óttast, að sömu ,,ró- legheitin“ verði yfir Jóhanni og sami ,,attaniossbragurinn“ yfir Páli, ef þeir eiga eftir að prýða næsta Al- þing með návist sinni. En við Vest- manneyingar þurfum á öðru að halda. Við þurfum að halda á ötulum talsmanni, sem er ófeiminn við að krefjast réttar vors og bera hann fram, og sem er það meira áhuga- mál, en að naga þau bein, sem vani er að sletta í menn að verðlaunum fyrir sérstaka þægð þeirra og þý- lyndi.“ Lestu þessar greinar tvisvar til þrisvar sinnum yfir og reyndu svo að skapa þér glögga skoðun á þessum rithöfundum, og hvers megi vænta af þeim. Og ef þú hefir ætlað að kjósa ísleif Högnason á alþing, þá munt þú ekki kjósa hann eftir lesturinn. ÚTGEFANDI KOMMÚNISTAFLOKKUP ÍSLANDS DEILD ÚR ALÞJOÐASAMBANDi KOMMÚNISTA V. *r*. RerkjaWk, L'L ituii 1954 22. tbt Isleifur Högnason: Kommúnistaflokkur Islands er ungur flokkur. Stofnendur hans voru vinstri sósíaldemokratar og kommún- istar, sem höfðu um alllangt skeið starfað sem vinstri andstöðuarmur innan Alþýðuflokksins. Sem vænta mátti voru ekki allir þeir sem gengu í K. F. I., flokk verkalýðsins, sér ann- ars meðvitandi, er þeir gengu í hann en að foringjar Alþýðuflokksins væru ,,svikulir“ og „sérhlífnir", ýms- ir í hæstu trúnaðarstöðum flokksins uppkeyrðir af auðmannastéttinni, með rikmannlegum bitlingum, og að vonlaust var að hrinda þessu keypta foringjaliði frá völdum í Alþýðu- flokknum, og færa forystuna í hend- ur hins byltingarsinnaða verkalýðs. Það hefir greinilega komið í ljós, síð- an að baráttan gegn tækifærisstefn- unni, þ. e. áhrifum sósialdemókrat- anna og auðvaldsins, var tekin upp í K. F. I., að mikill hluti hins ,,eldra“ foringjaliðs flokksins er sýkt af sósí- aldemókratiskum erfðakvillum, sem Kommúnistaflokknum er nú lífs- spursmál að losa sig við, sem skjót- ast, til þess að vera hæfur til að inna foringjahlutverk sitt í stéttabaráttu verkalýðsins af hendi í náinni fram- tíð. En það er að leiða verkalýðs- byltinguna á Islandi til sigurs. Undir forystu tækifærissinnaiis Stefáns Péturssonar, háði mikill hluti hins „eldra“ foringjaliðs flokksins, harða og hatrama baráttu, gegn hinni bolsévistisku stefnu og flokks- einingu. Var ég einn í tölu þeirra, sem á 2. flokksþinginu og alt fram til landsfundarins s. 1. haust, fylgdi Þessu flokks- og um Ieið verkalýðs- fjandsamlega andstöðuliði, þ. e. hægri tækifærissinnum flokksins. Skoðanir mínar og annara í þessum hægri armi, voru orsök þeirra villna, sem ég hefi gert. Síðan á landsfundinum s. 1. haust hefi ég gengið úr skugga um það, að ,, Alþýðuf lokkurinn" (foringjalið hans) eru ekki svikulir og 'sérhlífnir verklýðsforingjar (það eru tækifær- issinnamir í K. F. 1.), heldur eru krataforingjamir ósvikulir og ósér- hlífnir erindrekar auðvaldsins ís- lenska í verkalýðssamtökunum, hættulegustu féndur verkalýðsins og hagsmuna hans og þjóðfélagslegur bakhjall auðvaldsins. Krataforingj- amir em auðsveipir skósveinar inn- lends og erlends fjármálaauðvalds, sem heldur sér uppi á taumlausu lýðskrumi og beinum stuðningi auð- borgaranna. Hin fyrri skoðun mín á kratafor- ingjunum, sem sprottin var af röngu mati á gildi hins borgaralega lýðræð- is fyrir verkalýðsstéttina, olli því fyrst og fremst að Vestmannaeyja- deild flokksins, en þar hefi ég um langan tíma haft flokksforustuna, hefir langt frá því reynst hlutverki sínu í stéttabaráttunni vaxin. Verk- lýðsfélögunum, sem floltkurinn leiðir, hefir hvergi nærri verið beitt sem skyldi í stéttabaráttunni, fyrir brýn- ustu hagsmunakröfum verkalýðsins. Samtímis hefir safnast um flokks- deildina töluvert múgfylgi, en þetta fylgi gefur þó hvergi nálægt þvi rétta mynd af róttækni og baráttu- hæfni verkalýðsins hér. Síðan bar- áttan gegn tækifærisstefnunni var hafin fyrir alvöru i deildinni og beint var sérstaklega gegn hinni hægri tækifærissinnuðu skoðunum minum, hefir flokksstarfinu verið beint, sam- kvæmt flokksstefnunni, með meira afli en áður að vinnustöðvunum og það með talsverðum árangri (sjó- mannakaupd.). Þetta afsakar samt á engan hátt hægri-villur mínar, en sannar aftur á móti, að flokksstefn- an er rétt og flokksforystunni geta Fyrir stefnu K. F. I. Eftir Isleif Hognason. allir félagar og verkamenn treyst. Um hina tækifærissinnuðu klíku- bræður, sem þegar hafa verið rekn- ir úr flokknum, þá Stefán Pétursson og Hauk Björnsson, er þetta að segja: Eftir að Alþjóðasamband kommúnista hafði staðfest réttmæti stefnu flokksmeirihlutans og for- dæmt skoðanir St. Péturssonar og kliku hans, játuðu þeir að visu að hafa farið villur vegar, en starf sitt hafa þeir ekki getað heimfært við þessi skoðanaskipti, og hefir því sannast að engin skoðanaskipti hafa í raun og veru átt sér stað, en sama klíkubaráttan hafin af þeim æ ofan í æ, á nýjum og nýjum grundvelli. Þessi vinstri sósialdemókratiska klíkubarátta þeirra hefir smám saman þróast upp i fullan fjandskap við Kommúnistaflokkinn. Kenningar þeirra um að barátta miðstjómar flokksins og framkvæmdarnefndar, sé stefnt gegn þeim „persónulega", en ekki gegn þeirra verkalýðsfjand- samlegu, sósíaldemókratisku skoð- unum og starfi, þessi viðkvæmni fyr- ir „persónum" en afneitun á hinni bolsévistisku flokkseiningu, gerði brottrekstur þeirra óhjákvæmilegan. Blöð krataforingjanna og Fram- sóknarflokksins, hælast um að Kommúnistaflokkurinn sé að splundrast i innbyrðis rifrildi. Það er víst, að fyrstu átök flokkshreins- unarinnar hljóta að orsaka, að nokk- uð flísist utan úr honum, en það mun ekki veikja flokkinn, heldur efla hann, og það eitt er víst, að hann hefir alt að vinna í þessari baráttu sinni, en engu að tapa. Vissa min er sú, að flokkurinn sé þegar það styrk- ur, bæði fræðilega og í framtaki, að

x

Hamar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/630

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.