Hamar - 12.06.1937, Page 8

Hamar - 12.06.1937, Page 8
8 HAM AR varð. Hann fékk þá að kenna á rannsóknaraðferðum Sovéts. Hann var t. d. látinn standa og snúa að veggnum tímunum saman og mátti ekki hreyfa sig, nema hann játaði sekt sína. Fimmtugur maður í sama klefa hafði staðið í 6V2 sólarhring og hvorki fengið vott né þurt. En hann játaði ekki. Annar hafði staðið 4% dag og fengið sjúkdóm í fótinn, svo að taka varð af honum fótinn fyrir ofan hné. önnur aðferð til þess að fá játning- ar var að læsa menn inni í eins manns klefa, án hreyfingar, verk- efnis eða bóka, eða láta menn i „vot- an klefa“, þar sem gólfið flóði í vatni og ekkert var í klefanum nema mjó fjöl, sem menn gátu setið á en ekki legið. Þar var ekkert salemi og fangamir fengu ekki að fara úr klefanum. Tsjemavin var beittur því, að kona hans var tekin föst og honum hótað því, að einkasyni hans skyldi komið í fóstur hjá skrælingjum i Leningrad. En hann játaði samt ekki. Loks var hann dæmdur, 13. apríl 1931, sam- kvæmt 58. gr., 7. lið, (gagnbyltingar- starfsemi i atvinnulífinu) til útlegð- ar í fangabúðum í 5 ár, ■— Mjög mild- ur dómur í Sovét, jafnvel þótt sak- laus maður eigig í hlut. Lauslega þýtt úr Dimmalætting, 17. apríl 1937. Ég hefi þýtt þessa grein, þar sem ég tel hana gefa bestar upp- lýsingar um ástandið í Rúss- landi og hinar stöðugu fréttir um aftökur, er þaðan berast. Skulu hér nefndir nokkrir af þeim fjölda, sem líflátinn hefir verið á tæpu ári: I ágúst í fyrrasumar voru teknir af lífi 16 forustumenn úr byltingarliði Lenins, þ. á. m. nánustu samstarfsmenn hans, Sinovjeff og Kameneff. Kamen- eff var í sendisveit Rússa, sem samdi frið við Þjón '• í Brest. Frá því 1918 hann forseti rússnc anna. I janúar síðastiiðnum voru 13. úr gamla byltingarliðinu teknir af lífi. Stalin treystist ekki til að láta drepa Radek, sem kaliaður var áður „mál- pípa“ Stalins, einn nánasta sam- starfsmann Lenins, og Sokolni- koff, fyrrum sendiherra Rússa í London. Þessir tveir, ásamt tveim öðrum voru dæmdir í æfilangt fangelsi. „Hreingemingunni“ heldur áfram — nú fyrir luktum dyr- um. Rykoff, sem var forsætis- ráðherra Rússa í veikindafor- föllum Lenins 1921 og síðan aftur frá því 1924—1929, var nýlega dæmdur til útlegðar í Síberíu. Bukharin ritstjóri aðal- málgagns rússnesku stjórnar- innar var sendur í útlegð með honum. Um miðjan maí voru 8 leið- togar verkamannasambanda í Rússlandi teknir fastir, fyrir að eyða miljónum af fé verkalýðs- ins. Garmanile aðstoðarland- varnaráðherra Rússa framdi nýlega sjálfsmorð, þar sem hann var sagður hafa orðið upp- vís að því að selja Japönum og Rússum hernaðarleg leyndar- mál Rússa. Jagoda, yfirmaður hinnar al- ræmdu G.P.U. leynilögreglu, hefir verið tekinn fastur fyrir fjárdrátt, þjófnað, landráð, drykkjuskap og fleiri lesti. Núverandi valdhafi er nú bú- inn að losa sig við alla forvígis- menn biltingarinnar. í mörg ár hafa kommúnistar hælt þessum mönnum og talið þá fyrirmynd annara. Það er eitthvað ein- kennilegt,* eitthvað sem maður getur ekki skilið, við þessa menn. Fram eftir öllu áttu þeir að vera bestu menn þjóðarinnar. En svo alt í einu eru þeir orðn- ir stórglæpamenn, „verri en nokkrir liundar“, eins og blöð rússnesku stjórnarinar orða það. Blindir meiga þeir menn vera er taka svona málflutning gild- an. Þegar um svona marga menn er að ræða þá hljóta flestir if þeim að hafa verið alla tíð vond- ir, eða þá að flestir þeirra eru teknir af lífi, án þess að hafa nokkuð til saka unnið, annað en það, að hafa verið ósammála Stalin í ein hverju. Þeir eru því sviftir lífi fyrir skoðanir sínar. Með öðrum orðum: Þeir hafa ekki mátt hafa skoðanafrelsi. Þannig er ástandið í Rúss- landi. Rússneskt réttarfar. Starfsaðferðir ofbeldisstjómarinn- ar gera áhrifin enn ægilegri. Allar handtökur fara fram milli miðnættis og dögunar. Pólitískir afbrotamenn -— og langflestir þeirra, sem teknir era fastir, koma í þennan flokk — fá engan verjanda og mega ekkert samband hafa við ættmenn og vini. Eiginkonur og mæður lesa í blöðun- um, að menn þeirra og synir hafi verið skotnir. Ákærðir fá ekki að vita sakargiftimar, og þeir fá ekki einu sinni að sjá dómara sína. Flest- ir fangar eru dæmdir án yfirheyrslu af .dómstóli G.P.U. (pólitísku lög- reglunnar), án vitnaleiðslu og án þess að þeim sé gefinn kostur á að bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir eru beittir svívirðilegum andlegum pynt- ingum til þess að fá þá til að játa sekt sína. Þeir era teknir af lífi í kyrþey, og lík þeirra grafin, þar sem enginn veit, hvar á að leita þeirra. G.P.U. leyfir ekkert píslarvætti. Eng- um er gefið tæliifæri til þess að standa fyrir dómuram sínum eins og hetja og hlýða á dauðadóminn með frjálsmannlegum svip. Rétturinn er settur í kjallaranum hjá G.P.U., böðl- amir cinir era áheyrendur, og eina bergmálið, sem mótmæli fangans vekur, era skotin, sem loka munni hans fyrir fult og alt. Þýtt úr: H. R. Knickerbocker: Rusland i Smeltediglen. Femaars- planens gigantiske Indsats og Maal. Köbenhavn 1931, bls. 203—204. Dönsk þýðing að riti hins heimsfræga ame- ríska blaðamanns. í þessari bók eru f jölda kafl- ar, sem eru vel þess verðir að vera þýddir og birtir á prenti. Á tímabili töldu kommúnistar þessa bók sem stór meðmæli

x

Hamar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hamar
https://timarit.is/publication/630

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.