Hamar - 12.06.1937, Síða 11

Hamar - 12.06.1937, Síða 11
HAM AK 11 sjálfstæðismanna í bæjarstjóm og alt fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna hér, óskiftir og sem einn maður. Bolsar og kratar studdu svo Guð- mund í árásum á mig. Þetta voru þau laun, er ég hlaut fyrir starf mitt í þágu hinna mörgu fátæku. Guð- mundur Sigurðsson vissi vel, hve ranglátlega og svívirðilega var með mig farið, en fylgdi samt hinum ódæðismönnunum. ísleifur Högnason mátti til að ljúga á mig heilum svívirðingum, minna gat ekki gagn gert að hans áliti. Þá birti ég hér vottorð frá héraðs- lækninum, er hljóða svo: Vestmannaeyjum 19/11 1935. 1 aðalskýrslum Vestmannaeyjahér- aðs fyrir árið 1934 er spurt um með- ferð þurfalinga í héraðinu, og stend- ur svo undir þeim staflið, að hún megi teljast sæmilega góð. Fyrir árið 1933 taldi ég meðferð þeirra sæmi- lega, og eins mun ég telja það, sem liðið er af þessu ári. Yfirleitt hefir meðferð þurfalinga í ársskýrslum verið talin góð, síðan ég kom í hér- aðið. Ól. Ó. Lárusson. Vestmannaeyjum 19/11 1935. Mér er kunnugt um, að bætt hefir verið úr húsnæðisvandræðum nokk- urra fjölskyldna í bænum árið 1934, og voru meiri brögð að því það ár, en ýms undanfarin ár. Mér er persónulega kunnugt, að fátækrafulltrúi gerði sér far um að bæta úr húsnæðisvandræðum Böðvars Ingvarssonar og Guðm. Eyjólfss., Eiði. Ól. Ó. Lárusson. Það er alkunnugt, að Ól. Ó. Lárus- son hefir aldrei verið mér vinveittur, og eru þessi vottorð því sterkur þátt- ur fyrir mig. Grein þessa eða afritin af bréfum mínum birti ég ekki í þeim tilgangi, að hefja sjálfan mig á neinn hátt, heldur fyrir marg-íterkaðar áskor- anir margra vina og kunningja minna, er vita og þekkja til þessara mála betur en almenningur hefir átt kost á. 9, okt. 1935. Aðal og veigamesta þáttin tel ég vera, að gjaldkeri geti greitt viku- lega alla vinnu. Væri best að verk- stjórinn tæki við greiðslum vikulega í lokuðu umslagi til allra, sem veitt er vinna. Þetta myndi valda mikilli ánægju og verða sérstaklega póli- tískt sterkt fyrir sjálfstæðismenn í bæjarstjóm. 9. nóv. 1934. Garðar. tel sjálfsagt, að öllum almenn- ingi sé gefinn kostur á að fá garð- stæði tii nauðsynlegrar ræktunar á matjurtum. 1 því augnamiði álít ég heppilegast að tekin sé einhver land- spilda, og kortlögð í smá reiti, með hæfilegum vegstæðum á milli reit- anna, engar sérgirðingar séu leifð- ar en bærinn girði þetta með neti á sinn kostnað. Land þetta sé leigt endurgjalds- laust, en bæjarfélagið geti tekið það hvenær sem vera skal, án nokkurs endurgjalds til leiguhafa. Þó skal leiguhafi njóta þessa lands minst i 5 ár. Noti leiguhafi landið ekki í tvö ár í röð, þá missir hann umráðarétt sinn. Samningur skal gerður við hvem þann mann, sem fær þessi garöstæði, svo að ekki þurfi að vera óþarfa þrætur siðar meir. Sjúkrasamlag. Eitt er það, sem nú er að verða með alvarlegustu málum bæjarins, og það er, að svo má að orði komast að enginn fæst til að greiða sjúkra- kostnað og eru þar til tvennar á- stæður — fátækt og skortur á vilja. Ég tel það engum vafa bundið, að þetta ástand eigi eftir að versna enn- þá, og er það þó nógu slæmt eins og stendur. Á þessu verður að vinna bót, því það er ekki aðeins fjárhagshliðin, sem hér um ræðir, það er líka sá sljófgandi hugsunarháttur á ábyrgð- artilfinningu borgaranna. Það verður því að gefa öllum kost á að tryggja sig fyrir þeim útgjöldum er sjúk- dómar hafa í för með sér. Með þessu mundi skapast aukin ábyrgðar og öryggistilfinning meðal borgaranna. Auk þess hve slíkar tryggingar skapa meiri mannúð, og góðan fé- lagsskap. Ég vona að fulltrúunum sé það ljóst, að ein syndin býður annari heim, svo er með sljófgandi ábyrgð- artilfinningu, að hún mun ekki reyn- ast fara einförum hjá cinstaklingun- um, hún mun grýpa ráð og alstaðar inn i hjá þeim, sem þá siði temja sér. Það er því tillaga mín, að mögu- leikar fyrir sjúkrasamlagi séu at- hugaðir sem bráðast. Ég hefi birt hér kafla úr nokkrum bréfum mínum til sjálfstæðismanna svo og nokk- ur vottorð. Þetta varpar birtu á þau verk er ég vann almenningi til hags- bóta. Umsókn. GUÐLAUQUR BR. JÓNSSON VESTMANNAEYJUM Vestmannaeyjum 3. febr. 1937. Leyfi mér hér að sækja um ráðs- mannsstarfið við Sjúkrahús Vest- mannaeyja. Guðlaugur Br. Jónsson. Til bæjarstjómar Vestmannaeyja. Almenningsálitið hefir kveðið upp ótvíræðan dóm um að ég hafi verið beittur óviðjafnan- legu ranglæti af bæjarstjórn, meira að segja fulltrúarnir við- urkenna það sjálfir. Því bætir bæjarstjórnin mér ekki þennan órétt með því að veita mér þennan starfa er ég hefi sótt um. Því skal fljótt svarað að ég er ekki viljalaust verkfæri er hlýði í blindni hinum ranglát- ustu fyrirskipunum. Sannfæringu mína læt ég ekki fyrir neina fjármuni. Ekki mun ég lieldur láta sannfæringu mína þó mér væri ögrað með öllum þeim morðtólum er finn- ast í Rússlandi. En svo hrædd varð bæjar- stjórnin við umsókn mína og al- menningsálitið, að hún hefir ekki þorað að veita þessa stöðu, þrátt fyrir það, að ákveðnum manni var lofuð staðan strax í janúar. Molar. Opið bréf til ísleifs og Jóns Rafnssonar. Þið berið það út, að stuðn- ingsmenn mínir muni ekki kjösa mig. Þetta get ég, hvað sjálfan mig snertir, mætavel fyrirgefið ykk- ur. En hitt get ég ekki fyrir- gefið ykkur, og hefi ekki leyfi til að fyrirgefa, hverja smán og svívirðingu þið viljið með þessu klína á stuðningsmenn mína. En hugsunarhátt og ofbeldi ykkar eigið þið, sem endranær, erfitt með að leyna. Þið viljið alt til vinna, til að veiða sem flestar sálir. Þið hikið ekki við að gera alla að minni og verri mönnum, en þeir eru, bara til að fá vilja ykkar framgengt. Nei, í þessu, sem mörgu öðru, mun ykkur bregðast bogalistin. Skollaleik- ur ykkar fer að verða almenn- ingi alt of auðskilin. Ég ber fult traust til allra meðmælenda miuna og veit, að þeir eiga í fórum sínum fullan drengskap, sem óhætt er að treysta. Meðmælendur mínir láta ykk-

x

Hamar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/630

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.