Vesturland - 10.08.1926, Blaðsíða 4
4
VÉSTURLAND.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^
4 Kaupið aöeins kaííibætirinn +
! Sóley |
♦ Styðjið íslenskan iðnað. ♦
Hráolíu-hreyfillinn „GREI“
frá
A. Guilowsen A.S. Oslo
er tvígengisvél, traustbygð, úr úr-
valsefni, óbrotin gangviss og olíu-
spör. Hefir hverfistillir, aðskiljan-
leg rammastykki og heilt botnhylki.
Er hitaður með glóðarhaus, en
fæst líka með rafkveikju. Skrúfan
með sviftiblöðum eða snarvend.
Hreiflarnir fást í öllum stærðum
til hverskonar notkunar á sjó og
landi.
Einnig fást margskonar akkeris- nóta- og lóðaspli af nýjustu og
fullkomnustu gerð.
Hreiflasmiðja Gullowsens er hin elsta og langstærsta i Noregi.
Hefir þegar smíðað 4000 vélar og hlotið 30 verðlaun frá ýmsra landa
sýningum.
Biðjið um verðlista með myndum og fáið tilboð áður en þér
festið kaup annarstaðar.
Ábyggilegir umboðsmenn óskast. Aðalumboð fyrir ísland hefir
P. A. Úlafsson
Reykjavík. Símn. Pedro.
Allir, sem vilja fá verulega góð eldfæri kaupa
Svendborgarofna og eldavélar
hjá
Elíasi J. Pálssyni,
sem einnig er birgur af ofnrörum, ristum, hringum,
eldföstum leir og steini o. fl. þess háttar.
Áttavitar.
Undirritaður hefir lil sölu áttvita al ýmsum
stærðum týrir stærri og smærri mótorbáta og
róðrarbáta frá viðurkendri verksmiðju í Dan-
mör-ku. Verðið sanngjarnt.
Jón Brynjólfsson.
Ferðamolar
frá Noregi.
[Frh.]
4. Þorskveiðar á Mæri o. fl.
Að veiðistöðvunum í Lófót og
á Finntnörku sleptutn, eru stærstu
þorskveiðistöðvarnar í Noregi á
Mæri (Möre). Svæðið það nær
frá Kristjánssundi, spölkorn sunn-
an við Þrándheimsfjörð og suður
fyrir Alasund. Það eru fjölmenn
héruð, og þar eru þrír stórir bæir;
Alasund með um 20 þús. íbúa.
Kristjánssund með um 1.7 þús.
fbúa og Molde með 6 þús. íbúa.
Svæðið kringum Kristjánssund er
nefnt Norðmæri (Nordmöre). Þar
er mikil fiskverkun og mjög mik-
ið þurkað af saltfiski í bænum og
eyjununi þar í kring. — Molde
er ekki eiginlegur fiskibær; hann
liggur nokkuð afsíðis fisksvæðinu
og verstöðvunum í Raumdalsfirð-
inum. En Álasund er aðalfiskveiða-
bærinn og mesti fjöldi skipa þaðan
er á veiðum hvervetna við Noreg,
við ísland, bæði á þorsk- og síld-
veiðum, svo eru og Álasunds-
menn teknir að stunda þorsk-
veiðar við Grænland eins og
kunnugt er.
Þorskveiðarnar hefjast þarna
venjulega í febrúar. í ár var fyr
byrjað á þorskveiðum vegna hins
lága síldarverðs, því eigi þótti
borga sig að gera út á þær veið-
ar.
Eftir skýrslum blaðanna stund-
uðu í vor fiskveiðar á þessusvæði
skip sem hér segir: Frá Norð-
mæri 222 vélbátar með þilfari,
227 opnir vélbátar og 155róðrar-
bátar. Úr Raumsdal 210 vélbátar
með þilfari og 13 opnir vélbátar.
Af Sunnmæri (svæðinu kringum
Álasund) 7 gufuskip, 851 vélb.
með þilfari, 166 opnir vélbátar og
806 róðrarbátar. Als hafa því
stundað fiskveiðar í vor frá Mæri:
7 gúfuskip, 1283 vélbátar með
þilfari 426 opnir vélbátar og 806
róðrarbátar. Tala fiskimanna á
skipum þessum 10576. — Þorsk-
aflinn var talinn á þessu svæði
um 9l/s miljón fiska, af því afl-
aðist á Sunnmæri um ö1/^ milj.
Aðalveiðiplássið á Sunnmæri er
talið Borgundfjörðurinn, sem ligg-
ur inn frá Álasundi. Safnast þang-
að mesti sægur af fiskibátum
hvaðanæfa frá. í pistli í „Bergens
Tidende" utn lífið á vertíðinni í
Borgundfirðinum segir meðal ann-
ars:
„Strax og fiskurinn gengur í
Borgundfjörðinn færist líf ífólkið.
Það eru ekki einungis vaskir karl-
menn, sem standa í bátiintim,
heldur ltka gráhærðir öldungar,
sent fyrir löngu hafa kvatt hafið,
en þegar um það er að ræða að
róa i Borgundfjörðinn, færist fjör
t karlana. Þar eru yngismeyjar og
rosknar konur, og loks eru þar
strákar á skólaaldri, sem er gefið
frí úr skólunum tit þess að hjálpa
við fiskveiðarnar. Þúsundir manna
þarna byggja von sína á Þorsk-
veiðunum."
í verstöðvunum i Noregi eru
strangar fiskveiðisamþyktir, sem
kveða á um hve nær leggja megt
veiðarfæri i sjó, hvenær megi
byrja að draga línu o. s. frv. Úr
fiskiveiðasamþyktinni við Álasund
tilfæri eg þetta:
1. Ekki má byrja að draga
veiðarfæri úr sjó fyr en sól kem-
ur upp.
2. Hætt skal að draga veiðar-
færi þegar sól gengur undir. Sömu-
leiðis skal bannað að leggja veið-
arfæri í sjó hálftíma eftir að sól
er gengin undir.
3. Þegar veiðarfæri hafa legið
í sjó 3 sólarhringa vegna óveðurs,
sem hamlað hefir aö ná þeim, er
leyfilegt að halda áfram að draga
þau í eina kl. stund eftir að vitar
eru tendraðir.
4. Bátar frá gufuskipum, mót-
orskipum og stærri skútum mega
ekki að morgni fara frá skipum
sínum fyr en merki er gefið um
að draga veiðarfærin o. s. frv.
Gæti eg trúað að íslenskum
fiskimönnum þætti skert sitt „frelsi“
við svona samþyktir.
í hverri verstöð er eftirlitsmað-
ur (opsynsbetjent) er hefir gætur
á að öllum þessum reglum sé
hlýtt og beitir sektum ef þurfa
þykir. Þeir hafa og á hendi söfn-
un afla skýrslna. í hverju fylki er
svo eftirlitsstjóri (opsynschef) sem
dregur saman fiskiskýrslurnar
og hefir yfir umsjón með eftirlits-
mönnunum. Hann birtir prentaða
skýrslu um aflann o. fl. að ver-
tíð lokinni.
Síldveiðarnar minnist eg ekki á
hér. Þær eru stundaðar frá miðj-
um vetr-i og fram á vorið. Hauga-
sund er talinn einhver mesti síld-
veiðabærinn, en fjöldi skipa geng-
ur einnig á síldveiðar frá Krist-
jánssundi og Álasundi, og mjög
víða fra vesturströndinni.
Alt sutharið eru og stundaðar
grunnfiskveiðar (Bankfiske) hver-
vetna við vesturströndina, en þó
einna mest frá Mæri. Þær fisk-
veiðar eru að vísu nokkuð stund-
aðar á vélbátum, en líka af smá-
bátum og af alskonar fólki. Fisk-
urinn er seldur nýr á torginu
í bæjunum, og sendur ísvarinn
með bátum og járnbrautum hver-
vetna um land. Þegar farið er
suður með Noregi má hvervetna
og þó einkum kringum Bergen —
sjá fjölda smábáta streyma frá
eyjunum á kvöldin, og oft eru
eingöngu kvenfólk og unglingar
í bátunum. Þetta fólk er á ufsa-
veiðum, sem fiskast mikið á færi
á þessum slóðum. Á torginu í
Bergen í maí og júní, var mest
af ufsa, allmikið af lúðu, en minst
af þorski, nokkuð af karfa.
Makrlllinn var nýbyrjaður að
veiðast, í byrjun júní. Makríll er
á stæró við smáufsa, nokkuð
stærri en hafsild, feitur og dágóður
til matar. Mikið af makril er
neytt innan lands, en þegar fram
á sumarið kemur, er hann saltaður
og fluttur út, til Ameríku hygg eg
aðallega.
Brislingsveiði var og byrjuð
í júní. Brislingurinn er að mestu
seldur í niðursuðu verksmiðjurnar,
sem flestar eru í Stavangri, en
nokkuð er og borðað nýtt.
Allmikið veiðst og af humar
(Hummer) í nánd við Bergen
og vtðar. Humarinn er veiddur
með styngjum likt og hrognkelsi
eru veidd, þar sem fellur út úr
fjarðarbotnútn (i Önundarfirði til
dæmis.)
Þá eru „ræker“ veiðarnar all
mikil tekjugrein, og er einkum
stunduð úr suðurhluta Noregs.
„Ræker“ er áþekkur eða sami
fiskur og sá sem hér er nefndur
kampalampi. „Rækerinn" er veidd-
ur með netum, svipuðunt botn-
vörpum. Strax og varpan er kom-
inn upp er fiskurinn settur í pott
og soðinn, og síðan seldur soð-
inn daginn eftir, stundum yfir í
Englandi, en ltka af mörgutn í
bæjunum í sunnanverðum Noregi.
Árnar í Noregi, einkum norð-
anverðum, eru sagðar mjög auð-
ugar af laxi og silungi, og eru
mikið leigðar erlendum ferða-
mönnum ofl. til stangaveiða. Frh.
Prentsmiðja Vesturlands.