Vesturland


Vesturland - 06.02.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 06.02.1927, Blaðsíða 1
V STURL ND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 6. febrúar 1927. H- tölublað. Bráðapestin. Eitt af blessunarrikasta og nyt- satnasta starfi vísindanna er það, að fundist haia ýmsar bakteríur er valda dauða og tjóni á mönn- um og skepnum, og við það hef- ir tekist að tilbúu ýms meðöl og finna upp ýmsar aðferðir og ráð gegn þeim, sem dregið hafa úr hinu mikla lifs- og eignatjóni, sem þær hafa valdið. Sökum fjarlægðar okkar íslend- inga frá urnheiminum, höfum við til þessa, lítið og ekkert haft af að segja ýmsum drepsóttum, sem valda ógurlegu tjóni hjá nágranna- þjóðum vorum, og sem þær, þrátt fyrir mikla atorku og fé, sem lagt er í allskonar vamarráðstafanir gegn þeim, virðast litið ráða við. Óhætt má fullyrða, að ef við getum varist slikum drepsóttum, sem valda tjóni á búfénaði bænda, sé það eitt hið mesta happ, sem vér getum ákosið bændutn til handa, því afkoma bóndans og líf efnalega byggist á því, að bú- fénaðurinn geti þrifist og dafnað í landinu, því með arðbæri hans fellur og stendur hinn islenski landbúnaður. Þó að við íslendingar vegna fjærstöðu okkar eigum hægra um vik með varnarráðstafanir íþessu efni, er ærin nauðsyn fyrir okkur að gefa hinn mesta gaum að þessu máli, og megum við hafa mjög vakandi auga fyrir öllu því, er mál þetta snertir, og okkur getur að skstða orðið. Er brýn skylda þings og stjórnar og þeirra manna, sem um þessi mál eiga að sjá, að spara hvorki fé né fyrir- höfn til varnar hinum erlendu drepsóttum, sem valda tjóni á búfénaði. Ekki er þó svo vel, að land- búnaður vor sé laus við alla kvilla í búfé. Fjárkláðann höfum við fengið að frá öðrum löndum, og hefir hann valdið geisi tjóni hér á landi fyr á timum og mun lifa mjög góðu lifi i sumum bygðar- lögum landsins enn þá, og veldur þar tjóni þrátt fyrir allumfangs- miklar herferðir, sem gerðar hafa verið gegn honum. En vonandi eigum við að geta þvegið þann blett af okkur með öllu intian skams, því nógu lengi höfum vér alið hann á sauðfénu okkur til skaða og skammar. Önnur veiki, sem veldur miklu tjóni á sauðfénu, er bráðapestin. Um uppruna hennar eða byrjun er mér eigi kunnugt til fulls, en fyrir 40—50 árum er hún þekt hér á landi, og gerði á timabili afarmikið tjón á sauðfé lands- manna, og fyrst framan af voru menn miög varnarlausirgegn henni; leit út á timabili, að hún myndi eyða sauðfénu að miklum mun. En brátt tóku menn eftir ýmsum háttum veiki þessarar. A henni bar mjög misjafnlega mikið eftir árferði, og aðallega iagði hún að velli hinn yngsa stofn sauðfénað- arins. Eigi getum við sagt að við höfum lagt mikið í sölurnar, hvorki fé eða fyrirhöfn, til þess að finna lyf eða önnur varnartæki gegn henni. Á það mál kom eigi skriður fyr en hinn danski próf. O. Jensen af eigin áhuga tók málið að sér, og fór að reyna að finna upp- runa og orsök veiki þessarar. Hon- um lánaðist fljótlega að finna bakterluna, sem veikinni veldur, og jafnframt því fór hann að reyna bólusetningu sem vörn gegn henni. Árið 1897 var í fyrsta sinn bólu- sett tneð efni því, er búið var til að tilhlutun hins danska próf. í Kaupmannahöfn. Ýms mistök áttu sér stað i byrjun með bóluefnið, meðan tilbúningur þess, og þá sérstaklega styrkleiki þess, var á tilraunastígi. Sum árin reyndist efnið altof sterkt, féð ^jol-di það eigi, og drapst af bólusetningunni, en sum árin var það aftur á móti svo veikt, að það virtistlítil vörn í því gegn pestinni. Siðan 1909 hefir eingöngu ver- ið notað samansett bóluefni (Sero- vakpine). Eru í því tvennskonar efni, sem sé pestarbaktería klak (c. lifandi bakteríur) sem sýkir kindina, og pestarserum, sem dreg- ur úr sýkingunni. Þvi magnaðra sem klakið er, þeim mun meira þarf að blanda það með serum, svo að verkanir efnisins verði eigi of miklar. Á tímabili tókst að tilbúa þannig efni, sem reyndist hér um til ör- ugg vörn gegn veikinni jafnhliða þvi, sem það reyndist hættulaust fénu við bólusetninguna. Eins og sést af blaði því, er sent er árlega út með bóluefninu, hefir klakskamturinn á síðari árum oftast verið sá sami; þar á móti hefir serumskamturinn verið mjög breytilegur, og kemur það til af því, að sýkimagn bakteríanna breytist stöðugt frá ári til árs, og þarí því mismunandi mikið serum saman við, til þess að fáist bólu- efni með hæfilegum styrkleika. í þessu bráðapestarmáli virðist aðalvandinn liggja i því að tilbúa hæfilega sterkt bóluefni árlega, sem sé nægilega trygg vörn gegn pestinni og um leið það veikt að féð þoli bólusetninguna. En hér koma ýms atriði til greina, er menn þekkja að nokkru, en alls eigi til hlitar. Þol sauðfjárins gagnvart bólu- efninu virðist talsvert misjafnt frá ári tií árs, og auk þess er bráða- pestin sjálf mjög misskæð. Menn þekkja það hér á landi, að kotnið hafa við og við ár, sem bráða- pestin hefir gert afar mikinn ursla, féð hrunið niður unnvörpum um Næstu fei?öir Ixingað: G.s. Island frá Kaupmh. 1. marz Leitli 5. Reykjavík 9. ísafirði 13. n íirc— ur um land til Kaupmh. 27. marz. G.s. Botnía frá Kaupmh. 22. marz Leith 26. Reykjavík 30. ísafirði 3. april Siglufirði 4. Akureyri 5. Sömu leið til baka til Reykjavikur ÍO. apríl, frá R.- vik 11. april um Leith til Kaupmanna- hafnar 10. april. isafirði, 1. febrúar 1927. Jóh. Þorsteinsson, land, og pestin byrjað að drepa á útliðandi sutnri. Nú í ár virðist eitt slíkt pestar- árið vera yfirstandandi, og hefir það bóluefni, sem notað hefir ver- ið á síðastliðnu hausti, eigi reynst neitt nálægt þvi nægileg vörn geng pestinni, og yfirleitt má segja um það bóluefni, sem notað hefir verið nú síðastliðin ár, að það hafi mjög skort á að vera örugg vörn gegn henni, þrátt fyrir það þó það hafi verið sterkara ár eftir ár. Eins og áður er að vikið hér að íratnan, liggur aðalvandinn í þessu, að finna út tnátulega sterkt efni. En nú, þessi síðustu ár, virð- ist efnið altaf hafa verið mjög skaðiaust gagnvart fén'u og hefði gjarnan mátt vera nokkru sterkara; ef menn yfirleitt ættu að hafna eða velja í þessu efni, þá yrði miklu betra að fá sterkara efni, þó það væri eigi með öllu skað- laust gagnvart fénu við bólusetn- inguna. Hygg eg að flestir mundu kjósa að eiga á hættu að missa nokkrar kindur af bólusetningu, heldur en það, að niissa það úr bráðapest siðar á vetrinum. í þessu falli yrði haustskaðinn holl- ari, því með nægilegu eftirliti tneð- an á bólusetningunni stendur, er hægt að komast hjá því að gera afurðir kindarinnar ónýtar, sem oft er ómögulegt, þegar það fer úr bráðapesi. Hér er mikið og þarft verkefni fyrir höndum fyrir dýralækna vora að vinna að, i samráði við hinn danska próf. O. Jensen, sem land- búnaður vor stendur i ævarandi þakklætisskuid við, fyrir afskifti hans og starfsemi í þessu máli. En til þess, að starf hans með tilbúning á góðu bóluefni, koml að notum, þarf glögga eftirtekt og vakandi auga fyrir eðli og áhrif- um pestarinnar árlega. En rétt spor væri áreiðanlega í þessu máli stigið, ef fleiri tegund- ir af bóluefni væru búnar til ár- lega, eftir styrkleika, því þá mætti heldur sjá, hver tegundin best ætti við í það sinn. En til þess að svo yrði, verð- ur eigi komist hjá því að leggja meira fé í þetla, en gert hefir ver- ið, enda væri ekki í það horfandi, ef ráðin yrði bót á bráðapestinni. í því skyni má þing og stjórn eigi draga sig i hlé með fjárfram- lög ef með þarf. Jafnframt því er mjög nauðsyn- legt að altaf sé nægilega mikið framleitt af bóluefni árlega til not- kunar í landinu. Á þvi virðast hafa verið jnjög mikil mistök að undanförnu, hvernig sem í því liggur. Og þá er eigi síður þörf á að hafa útsölustaði víðar á þyl en í Rvík, því oft getur staðið á þvi svo vikum skiftir að ná I það þaðan. Útsölustaðir þess mættu eigi vera færri én 4, 1 i hverjum landsfjórðungi. Annars er fjölda margt, sem virðist gefa bendingu í þessu bráðapestarmáli. Keynsla manna helir bent á það, að með því að eudurtaka bólusetninguna með hinu veika efni tvisvar til þrisvar sama vetur, megi verja féð furðu- lega gagnvart pestinni, þó hún hafi verið alhnögnuð. Eínnig lítur úí fyrir að féð sé misþolið gagnvart því i hinum ýmsu landsfjórðungum. Að fénu stafi hætta af endur- bólusetningu, bendir reynslan ekki

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.