Vesturland


Vesturland - 15.03.1927, Blaðsíða 4

Vesturland - 15.03.1927, Blaðsíða 4
VESTUnLAND. Ár 1927, laugardaginn 26. febr. var þingmálafundur fyrir Naut- eyrarhr. settur í þinghúsi hrepps- ins að Arng^rðareyri. Til fundarins boðaði Sigurður Þórðarson kaupfélagsstjóri samkv. ósk alþm. Jóns A. Jónssonar, sem orsaka vegna ekki gat mætt sjálf- ur. Fundarstjóri var kosinn Sigurð- ur Þórðarson og nefndi hann til fundrritara Sigurð Pálsson. Mættir voru 24 kjósendur. Var þá gengið til dagskrár. 1. Stjórnarskrármál. Þannig tillaga samþ. með 10 atkv. gegn 8: „Fundurinn skorar á Alþingi, að fækka ráðherrum um einn, þannig, að eftirleiðis verði -2 ráð- herrar, og þing haldið annaðhvort ár." Svohljóðandi tillaga feld með 7 atkvæðum móti 7: „Fundurinn lítur svo á, sem reynsla undanfarinna ára gefi ekki tilefni til þess að hrapað sé að því að breyta stjórnarlögum vor- uui nýsömdum, sem unnið var að í eindrægni af öllum aðilum, en væntir þess, að Alþingi hagi störf- um sinum svo, að liinir pólitísku flokkar vinni allir að hagsæfd og framþróun þjóöfclagsins." 2. Fjárhagsmál. Þannig lillaga samþ. íneð 10 atkv. gegn 2: a. „Fundurinn skorar á núver- andi Alþing, að samþykkja fjár- lögin án tekjuhalla á þessu yfir- standandi þingi'" b. „Fundurinn er fylgjandi skin- samlegri aðgæslu á fjárhag ríkis- ins. En væntir þess þó, að í engu sé sparað til eflingar og framtaks atvínnuvegunum." Samþykt með 5 samhljóða at- kvæðum." 3. Samgöngumái. Svohljóðandi tillögur samþ. í einu hljóði: a. „Fundurinn er mótfallinn járn- brautarlagningu um suðurlands- undirlendið á þeim grundvelli, að ríkið leggi frain í/-i hluta.af kostn- aðinum, en væntir þess, að þing- ið geri sitt besta til að greiða fyrir tilraunum til að koma á póst- flugferöum út um landið." b. „Fundurinn álítur, að fyrst og fremst beri að stefna að því, að bæta samgöngur innanhéraða, fyrir þvi er fundurinn mótfallinn byggingu á nýju strandferöaskipi, en skorar á Alþingi að veita fé til héraðs- og flóabáta, og vega og brúa á Iandi. 4. Fiskiveiðalöggjöfin. Svohlj. tillaga samþykt í einu hljóði: „Fundurinn skorar á Alþingi, að slaka ekki í neinu á fiskiveiða- löggjöí vorri gagnvart öðrum ríkj- um." 5. Landbúnaðarmál. a. „Fundurinn skorar á þing og stjórn að efla sem best Rækt- unarsjóðinn með því að finna einhverjar leiðir til að aíia honum meira rekstrarfjár, og gera sitt ýtrasta til að lögum og reglu- gerð félagsins sé breytt þannig: 1. að vextir verði lækkaðir eftir því sem innlánsvextir lækka. 2. að Ræktunarsjóðurinn láni með lægri vaxtarstiga til nýhýla- ræktunar. 3. að lögum Ræktunarsfóðs og reglugerð sc breytt í það form, að nýbýlingar íái lán úr sjóðnum minst b/b virðingar- verðs út á land það, sem við- komandi tekur til ræktunar, og virðingin miðist við landið full- ræktað. 4. Lánstíminn sé 25—30 ár." Samþykt í einu hjóði. b. „Fundurinn skorar alvarlega á þing og stjórn, að gera hinar ýtarlegustu ráðstafanir til þess að gin- og klaufaveikin berist ekki til íslands, og gæti þess, að sett- um leglugerðum í þessu efni sé stranglega fylgt og undanþágur frá þeim eigi sér ekki stað". Samþ. í einu hljóði. c. „Fundurinn lýsir fuilu trausti sínu á Sig. Sigurðssyni sem bún- aðarmálastjóra og telur sakir þær er stjórn Búnaðarfél. íslands og landbúnaðarnefnd Alþingis bera á hann á litlum rökum bygðar. Frekar bendir alt til að fyrir bún- aðarmáUstjóra hafi vakað fram- takssemi og áhugi fyrir ræktun landsins að hrynda áburðarsöl- unni í framkvæmd. Fundurinn skorar því á þing og stjórn Bún.- fél. íslands að láta Sigurð halda búnaðarmálastjórastöðunni áfram, og væntir fundurinn þess, að góð samvinna milli Sigurðar og við- komandi stjórnarvalda megi tak- ast." Tillagah samþykt með 9 atkv. gegn 6. 6. Skólamál. a. „Þar sem nú eru komnir lýð- skólar í öllum fjórðungum lands- ins nema í Vestfirðingafjórðungi þá skorar fundurinn á þing og stjórn að stuðla að því að Vest- firðir fái sinn lýðskóla hið bráð- asta, og sá skóli sé setfur á hent- ugum stað í sveit." Samþykt í einu hljóði. b. „Fundurinn skorar á Alþingi að vinna að því, að lögaldra menn og konur njóti svo hag- nýtrar fræðslu, að þau auk lög- skipaðra fræðigreina geti gert grein fyrir því, hvert hlutverk þeirra sé í þjóðfélaginu, óskar þess, að Alþíngi efli fræðslumála- stjðrnina, veiti ríflegan fjárstyrk til barna- og unglingafræðslu og skólabygginga, og að hreppafélög geti með hagkvæmum lánskjörum unnið að því, að koma upp skóla- húsum." Samþykt með 8 atkvæðum. c. „Fundurinn skorar á Alþingi að stofna heimavist við menta- skólann í Reykjavík fyrir utan- bæjarnemendur." Samþ. í einu hljóði. 7. Sveitastjórnarmái. Þannig tillaga samþykt: „Fundurinn skorar á Alþingi að afgreiða ekki lög um breyting- ar á fátækralögunum fyr en sýslu- nefndir og bæjarstjórnir hafa átt kost á að athuga þær." 8. Héraðsmál. a. „Fundurinn skorar á Alþingi að veita h.f. Djúpbátuiinn á ísa- firði eigi minna en 30000 kr. styrk til hagkvæinra ferða um ísafjarð- ardjúp." Samþ. í einu hljóði. b. „Fundurinn skorar á Alþingi að setja hið bráðasta vita á Borg- arey í ísafjarðardúpi." Samþykt í einu hljóði. c. „Fundurinn skorar eindregið á Alþingi og landssimastjórn, að leggja nú þegar nýja simalfnu frá Hólmavik til Arngerðareyrar með gæslustöð í Langadal. Jafnframt því krefst fundurinn þess að símalína verði lögð frá Arngerðareyri til Melgraseyrar í stað þeirrar línu er samkv. lög- um átti að leggja frá Snæfjalla- strönd til Ármúla, þar sem lækn- ishéraðið þannig væri komið í símasamband með viðbótarlinu frá Ögri til Æðeyjar og lands". Samþykt. d. „Fundurinn skorar á þing og stjórn að stuðla að því að þjóðleiðin frá Arngerðareyri fram í Heiðarbrekkur sé akfær vegur og liggi að austanverðu um Langadal að og frá Steinbrúnni á Langadalsá". Samþykt. e. „Fundurinn skorar á Alþingi að veita ríflegan styrk til bygg- ingar á svefnskála og leikfimissal við sundlaugina í Reykjanesi". Samþykt í einu hljóði. f; „Fundurinn skorar eindregið á Alþingi að veita hið allra fyrsta styck til brúargerðar á Hvanná- dalsá á þeim stað er vegamála- stjóri rikisins hefir áður mælt". Fleira ekki tekið fyrir. ^w.^l Fundargerðin upp lesin og sam- þykt. Arngerðareyri, 26. febrúar 1927. Sig. Þórðarson, Sig. Pálsson, fundarstjóri. fundarritari. Sundið í Reykjanesi. Það var nýlega hér í blaðinu grein með yfirskriftinni „Sundið í Reykjanesi". Þökk sé þehn sem ritaði, jeg efast ekki um að þeir sem hafa með íþróttakensluna í Reykjanesi að gera, þ. e. sýslu- fundarmenn, bæjarstjórn ísafjarðar og loks stjórn U. M. F. „Huld" muni taka innihald hennar til ræki- legrar athugunar, og vanda alt sem best þar innra. En svo er þó ýmislegt ótalið og verður enn þá. — Aðsókn að Reykjanesi er árlega mikið rneiri en húsrúm leyf- ir, því kent er í einn mánuð, og styrkirnir sem veittir eru til kensl- unnar hrökkva ekki meir en til að borga kenslu þennan mánuð, sýsl- an sá sér ekki fært á s. 1. ári að bæta á neinn hátt úr húsrúms- leysinu, tóku þá nokkrir menn sig til og gáfu „Huld" 300 kr. tjald, stórt og vandað. Nafna sinna geta þeir ekki. Þetta bætti dálítið úr neyðinni. Stundum hafa aðstandendur nemenda látið í ljósi við mig, að þeir mundu fúsir borga ca. 10 kr. VESTURLÁKD keniur út einu sinni í viku. kostar 7 kr. um árið. Gjalddagi 1. oktober. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Sigurður Kristjánsson. Ritstjórinn til viðtals kl. 4-5 dagl. í Hafnarstr. 1. Sími 99. Afgreiðslum. Loptur Gunn- arsson Aðalstræti 11. Sími 37. Hús til sölu á góðum stað í bænum með stórri lóð. Allar frekari upplýsingar gefur Einar O. Kristjánsson gullsmiður á barn í. kenslugjald, heldur en barnið þyrfti að verða af kensl- unni, en með því móti að allir borguðu, sem ættu þar börn. — Ef þetta væri gert, og lík aðsókn væri, munaði það því, að tvö námskeið gætu haldist árlega með svipuðum styrk og veittur hefir verið. Það er næsta skammarlegt, að þurfa að vera þess meðvitandi, að mestöllum þorra manna hér á landi skuli vera hætta búin, ef þeir detta út af bát, oft upp í landsteinum, og'út af bryggju, og oft látið lífið fyrir þá sök að vera ósyndur, 'en öll húsdýr vor skuli geta leikið sér ofan á vatnsfletin- um. — Þó hugsar sumt fullþrosk- að fólk sér sundíþróttina sem gam- anleik einn, og finst óheyrilegur kostnaður að borga kringum tiu krónur i féiagkost nemanda yfir mánuðinn, í honum innifelst þó nýr fiskur daglega, öll vökvun og kaup ráðskonu. Þetta fólk ætti að vakna til meðvitundar, er fólk fer daglega niður um ísinn á „Poll- inum" nú, og hafa fleiri en einn átt því láni að fagna að fá bjarg- að þar mannslífi, en þeir hafa syndir verið. Kostur er það á hverjum sundmanni að hann sé ekki lengi að virða klæðnað sinn áður en hann steypir sér. Að kasta af sér treyju og úri er á- gætt. Mér findist rétt að sýslufundur- inn tæki kenslu gjalds uppástungu mína til athugunar; „Huld" er að eins ráðsm. sýslunnaryfir Reykja- nesi, og vill ógjarnan breyta á móti boði fundarins. Mér hefir undanfarin ár láðst að geta þess opinberlega, að eng- ir mega setjast að i Reykjanesi um sundtimann, nema með leyfi stjórnar „Huld" eða mínu í um- boði hennar, en eftir námskeið, er hægt að fá leigt þar með rimi- legum kjörum, ef fólk vill. Nokkrir Önfirðingar og Súgfirð- ingar hafa undanfarið óskað þess að fá að koma að nemendum, findist mér ekkert á móti þó V.sýslan legði af mörkum dálít- inn styrk til kenslunnar svo ung- menni hennar ættu frjálsari að- gang að volga vatninu og öllutn öðrum gæðum Reykjaness. F. h. U. M. F. „Huld". Jak. Þ. Þórðardóttir,

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.