Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.04.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 24.04.1927, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND. VESTURLAND lcemur út einu sinni í viku. kostar 7 kr. um árið. Gjalddagi 1. oktober. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Sigurður Kristjánsson. Ritstjórinn til viðtals kl. 4-5 dagl. í Hafnarstr. 1. Sími 99. Afgreiðslum. Loptur Gunn- arsson Aðalstræti 11. Sími 37. mannsbarn í dalnum, ekki aðeins í sjón, heldur persónulega. Þeir eru vinir fólksins, sem vinnur hjá þeim og umgangast það sem sína jafninga. Það er ekki langt síðan einn af atvinnurekendunum sem um tugi ára starfaði í Hnífsdal var borinn ti! grafar. Eg kann ekki tölu allra þeirra manna, sem unnu hjá honum og halda því fram að hann hafi ekki getað látið menn synjandi frá sér fara. Og þeir sem í Hnífsdal koma og spyrja nú um þá útgerðarmenn sem mest hafa saman við fólkið að sælda munu jafnvel í 99 til- fellum af hundrað fá þau svör að þeir séu ágætis menn sem í engu vilji vamm sitt vita. Þegar hörð ár gengu yfir og þröngt varð í búi þá brugðust þessir menn vel við. „Samúðin varð þá læknirinn“ sagði Hnífsdælingur við mig ný- léga. Mér er sérstaklega minnis- stæður frostaveturinn mikli 1918. Þá var mér kunnugt um að vel og drengilega var við brugðist og að fólkið í Hnífsdal var þessum mönnum þakklátt. Alþýðublaðið heldur því nú fram að þessir menn hafi gert sveltítilraun á Hnífsdæl- ingum. Eg get ekki neitað því að fá orð sem eg hefi séð á prenti hafa komið mér öllu kynlegar fyr- ir sjónir en þetta. Ekki síst þeg- ar eg liefi það í huga að útgerð- mennirnir létu mjólkina úr kún- um sínum fara daglega heim til verkfallsmanna umtölulaust. Útgerðarmönnum er þetta sem hér er sagt ekkert hrósunarefni. Svona eiga útgerðarmenn og vinnuveitendur að koma fram og sem betur fer gera þeir það sjálf- sagt víða í þessu landi. — Út- gerðarmenn í Hnifsdal gerðu ýmis- legt i þessu máli sem þeir ekki áttu að gera. Auglýsingin sem þeir settu upp átti ekki að verða til; hún er samin í hita og af algjörum misskilningi. Það sem þar er sagt hefir ekki komið til framkvæmda og þeir sem undir hana hafa sett nöfn sín eru svo miklir menn að þeir geta fúslega viðurkent yfirsjón sína. Það er ef til vill ekki óskiijan- legt þótt manni sem á hjá sömu fjölskyldunni þúsundir króna og hefir á ýmsan hátt reynst henni eins góður og hann gat, renni í skap þegar sú hin sama fjölskylda réttir honum hnefann þegar hag- ur hans er þrengstur og hann á örðugast uppdráttar. — Yfir Hnífs- dal hafa nú gengið örðugir tímar eins og flesta kaupstaði og kaup- tún þessa lands. Hagur útgerð- armanna þar mun ekki í manna minnum hafa verið jafn bágbor- inn og nú. — Hagur verkafólksins og sjómann- ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ SÓLARSMJQRLÍKIÐ ■ fáið þér ætíð nýtt á borðið, það er því 91 I ljúfíéngast og næringarmest. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Franskt alklæði nýkomið í Verslun Dagsbrún. anna í Hnífsdal er heldur engan vegin góður, þótt eg hyggi að hann sé betri en í flestum eða öllum kauptúnum á Vesturlandi eins og nú standa sakir. Hrepps- nefndaroddvitinn í Eyrarhreppi sagði mér nýlega að það hefði verið viðburður síðustu 10 árin að nokkuj maður hefði komið „þar á sveit". Hann mundi eftir einni fjölskyldu sem eitthvað hefði þegið og það af þeim eðlilegri ástæðum að þar voru 9 börn. En kjör fólksins þurfa eigi að síður að batna. Húsakynin eru langt frá því eins góð og þau þyrftu að vera og margur verður þar að neita sér um ýmislegt sem örðugt er að vera án. Þess vegna er það ekki neitt undarlegt þótt í Hnifsdal heyrist raddir um betri kjör og þar verði vart við- leitni í þá átt að gera líðan fólks- ins betri. Málaleitanir um kaup- hækkun er því eðlileg, þegar það kaup sem greitt er hrekkur ekki fyrir lífsviðurværi. — En það voru líka mistök í þessari kaupdeilu frá hendi verkamannanna. Stöðv- un afurðanna og eyðilegging á sölu fiskjarins var ekki réttmætt og ýmislegt fleira gæti eg nefnt sem var líks eðlis. — Verkamanna- félög eru góð og geta orðið verkalýðnum til blessunar ef þau starfa á réttum grundvelli — og þá ber að viðurkenna þau og hlynna að þeim á allan hátt. Frá því að eg- fór að hugsa um stjórnmál hefir hugur minn hneigst meira að hugsjónum jafn- aðarstefnunnar, en öðrum póli- tískum stefnum. i þeim hugsjónum fann eg meira af mannúð réttlæti og mildi en annarstaðar og mörg Iausnin á vandamálum þjóðfélag- anna sýnist mér þar viturleg og góð. En þegar eg lít yfir þær hugsjónir og skoða þær í ljósi þess sem nú gerist þá kom mér í hug hamskiftin sem urðu í Hnífs- dal verkfallsdagana. Er ekki víða verið að hylja þessar fögru og göfugu hugsjónir í hinum ógeðs- lega ham ofurkappsins, öfganna, ofstækisins og jafnvel mannhat- ursins. Vér erum margir um land alt sem hlyntir erum hugsjónum socialismans sem höfum komið augu á þennan sorglega sann- leika, og sem getum ekki hugsað oss þessar hugsjónir öðruvísi I frambornar en með gætni, göfug- | iyndi og mannást. Þegar verkfallið í Hnifsdal var i hafið kom foringi verkamanna, formaður verkamannafélagsins til ; min og bað mig að koma út í Hnífsdal og leita sátta. Það var mér gleðiefni að komast að raun um að þeir menn sem eg talaði mest við úr flokki verkamanna og skipuöu samuinganefnd þeirra, höfðu fullan skilning á þvi sem var að gerast. Þeir fundu hver mis- tökin voru og vildu 1 öliu sina sanngirni, en það leyndi sér ekki að að baki þeim voru öfl, sem voru annars sinnis, svo að gætni þeirra og góður vilji gat ekki kom- ið fram, sem skyldi. Og svo vel þekki eg þá, verkafólk yfirleitt og sjómenn í Hnífsdal að eg veit að hin gýfurlegu ummæli Alþýðu- blaðsins og hin þungu orð þess í garð útgerðarmanna þar, eru þeim enganvegin að skapi. Eg vil vona að þau verði ekki nýtt íkveikjuefni meðal dalbúa en að menn láti þau sem vind um eyru þjóta og að upp renni þar aftur öld friðar láns og hagsældar. Sigurgeir Sigurðsson. Leidrétting. í 13. tbl. „Skutuls" þ. á. stend- ur grein með yfirskriftinni „Kaup- deilan í Hnífsdal“. Með því að grein þessi er ekki að öllu Ieyti sannleikanum samkvæm, leyfum vér oss, vinnuveitendur í Hnifsdal, að leiðrétta nokkuð af því sem þar er sagt. Greinarhöf. kveður það alrangt að deilt hafi verið um fiskverð og fiskmál. En i fyrsta kauptaxta og þeim eina er frá félaginu kom til okkar, vinnuveitenda, stendur: „Ennfremur krefjumst vér, að fisk- ur verði hækkaður, stórfiskur í 16, minst 15 aura kg., smáfiskur í 12, minst 11 aura kg. og mál sé 18 tommur eins og viðgengist hefir og lögum er samkvæmt." Ennfremur segir í grein þessari, að sölubúðum og íshúsi hafi verið lokað fyrir mönnum, sem átt hafi innieignir, en það er alrangt. Þeim fáu mönnum, sem beitu áttu skuldlausa í íshúsinu var sam- stundis tilkynt, að lokunin næði ekki til þeirra. Öllum matvælum var útbýtt úr húsinu, hvort sem geymsla þeirra var greidd eða ekki. Sama er að segja um sölu- búðir, iokunin náði aðeins til út- lána. En verslun í Hnífsdal er mest lánsverslun. Þá segir maður þessi, að at- vinnurekendur hafi varla viljað veita sóknarpresti viðtal, er hann kom að leita um sættir. Áður en verkfallið hófst, eða 29. mars, komum við á fund með formanni verkalýðsfélagsins og til- kyntum honum kauptaxta okkar sem var: Kaup karlmanna í dagvinnu kr. 0.75, eftirvinnu kr. 1.00, skipa- vinnu kr. 1.25. K^up kvenna í dag- vinnu kr. 0.50, eftirvinnu kr. 0.75. Vinnudagur 12 st. 1. apríl hefst verkfallið. 4. apríl kom sóknarpresturinn til að leyt- ast við að miðla málum og geng- um við þá inn á styttingu vinnu- StaðarfellsskóllBn. Húsmæðraskólinn á Staðarfelli tekur ti! starfa 15. september 1927. Skólinn starfar frá 15. september til júníloka. Námsmeyjar greiði á rnánuði 60 kr. í fæðispeninga og 10 kr. skólagjald. Umsóknir þurfa að vera komnar til undirritaðrar forstöðukonu skólans fyrir l.júní n. k. Fyrirspurnir um skólann og umsóknir ber að senda undirrit- aðri Miðstræti 5 Reykjavík. Sigurborg Kristjánsdóttir frá Múla. Til leigu' Nokkur hluti af bæjarhúsum■ á Garðstöðum, er til leigu nú þeg- ar. Talið við Ögursystur. “eir sem vilja ala sér upp sjálf- ir rófnafræ, geta fengið til þess leiðbeiningar og ágætt íslenskt fræ hjá Sigurði Kristjánssyni Hafnarstræti 1. timans, aö vinnudagur yrði reikn- aður 10 stundir. 7. apríl kom sóknarprestur I annað sinn kl. 6 síðd. Kom þá fram frá vinnuveit- endum þeim, sem viðstaddir voru, tilboð það, sem félagið nú hefir gengið að. En af því að tveir af vinnuveitendunum voru fjarver- andi — þeir Valdimar Þorvarðs- son og aðalráðamaður Db. Guð- mttndar Sveinssonar, svo að vér gátum ekki fengið samþykki allra hlutaðeigenda, báðum vér um frest og vopnahlé til næsta dags kl. 4 síðdegis, -þar eð vér þóttumst þess fullvissir, að samþykki þessara tveggja fjarverandi manna myndi fást, eins og raun bar vitni. En að þessi frestur fékst ekki, sést best af þvl, að einmitt þetta sama kvöld er einum vinnuveitendanna meinað að bera upp nokkra poka af matvöru, sem hann þá var að flytja frá ísafirði. Þetta sýnist nægja til að sýna að vér höfum ekki synjað presti viötals. En til frekari sönnunar þess, að rétt sé sagt, látum vér hér með fylgja vottorð tveggja valinkunnra manna, sem viðstadd- ir voru á fundunum. Um uppsögn Valdimars á hús- næði er það að segja, að í 4 daga liöfðu þessir sömu menn, sem Valdimar hefir leigt án þess að hafa fengið greidda húsaleigu í marga mánuði og auk þess skuld- uðu margir stórar upphæðir — varnað héimamönnum hans að komast í fiskgeymsluhús hans til að vinna þar að fiski. Mnn hon-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.