Vesturland


Vesturland - 23.05.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 23.05.1927, Blaðsíða 1
VESTU Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 23. maí 1927. 17. tölublað. Frá Alþingi. Landsbankalögin. Lög um Landsbanka íslands eru nú loks, eftir þriggja ára og þinga harða deilu, afgreidd frá Alþingi. Eru lög þessi fyrirferðarmeiri en syo, að hægt sé að prenta þau upp i blaðinu, og verður því að nægja útdráttur. Bankinn fær einkarétt til seðla- útgáfu hér á landi. Þetta er höfuðatriði laganna, Og það sem mest hefir verið deilt um. Björn Kristjánsson fyrv. bankastjóri og margir glöggir og merkir menn með bonum, hafa haldið því fram, að seðlana yrði þyí aðeins hægt að tryggja við- unanlega, að útgáfu þeirra hefði sérstök stofnun, er ekki ræki á- hættusöm viðskifti. Þessari skoðun hefir enn ekki verið hnekt með frambærilegum rökum, þó þessi endir sé á orð- inn. Bankinn á að starfa í þrem deild- um, er nefnast: seðlabanki, spari-. sjóðsdeild og veðdeild, en stjórn þeirrá allra er ein og hin sama. Stofnfé seðlaútgáfunnar skal vera 5 miljónir, er rikissjóður leggur fram. Skal bankinn eiga guilforða, er nemi '¦'% af því seðlamagni, sem hann á útistandandi á hverj- um tíma, og aldrei minna en 2 miljónir. Fyrir alt að l/4 gullforð- ans má þó koma trygg innstæða í erlendum banka. , Starfssvið seðladeildarinnar er markað í 13., 14., 15., 16. og 17. gr. er svona hljóða: „13. gr. Seðlabankinn tekur við pening- um: 1. Á dálk eða i hlaupareikning, án vaxta eða með vöxtum, eftir ákvörðun bankaráðs og fram- kvæmdarstjómar, svo sem nánar verður ákveðið í reglugerð bank- ans. 2. Til geymslu. 14. gr. Seðlabankanum er heimilt: 1. Að kaupa og selja víxla, tékka og ávfsanir, sem greiðast eiga innanlands. 2. Að kaupa og selja vfxla, tékka pg ávísanir, sem greiðast eiga erlendis. Vixlar þeir, sem greinir 1 1. og 2. tölulið, mega ekki vera með lengra gjaldfresti en 6 mánuðum og rhá eigi endurnýja þá meira en 6 mánuði samtals. 3. Að kaupa víxla, sem greið- ast eiga innanlands, með alt að 12 mánaða gjaldfresti, gegn tryggu handveði eða fasteignaveði. 4. Að kaupa og selja dýra málma. 5. Að veita reikningslán gegn handveði eða fasteignaveði, og séu þau lán uppsegjanleg með 3 mánaða fyrirvara. 6. Að kaupa og selja skulda- bréf ríkja, bæja- og sveitafélaga og önnur trygg og auðseljanleg veðbréf. Hlutabréf má seðlabank- inn ekki kaupa eða selja nema í umboði annara. 7. Að lána út á verslunarvörur, sem eigi er hætta á að skemmist á stuttum tíma, og má ekki lána út á þær meira en 3/a gangverðs og eigi lengur en í 3 mánuði. 15. gr. Seðlabankinn má taka lán gegn ttyggingu í sjálfs síns eignum. Til þess að setja tryggingu þarf samþykki bankaráðs og ráðherra. 16. gr. Seðlabankinn tekur til geymslu gegn gjaldi dýra málma, verð- mæta hluti og verðbréf. Hann get- ur tekið að sér að annast inn- heimtu á vöxtum og afborgunum af verðbréfum, á arðmiðum og á útdregnum skuldabréfum. Einn- ig getur hann tekið verðmæti til geymslu í lokuðum hólfum eða innsiglað. 17. gr. Seðlabankinn má annast alls- konar innheimtur á fjárhæðum fyrir innlenda og erlenda kröfu- hafa, bæði hérlendis og erlendis." Starfssvið sparisjóðsdeildarinn- ar er markað í 27. og 28. gr., er svo hljóða: „27. gr. Sparisjóðsdeild tekur við pen- ingum sem innláni eða með spari- sjóðskjörum. 28. gr. Sparisjóðsdeild bankans er heim- ilt: 1. Að kaupa og selja vixla, tékka og ávísanir, sem greiðast eiga innanlands. 2. Að kaupa og sélja víxla, tékka og ávísanir, sem greiðast eiga erlendis. 3. Að veita lán gegn ábyrgð bæjar-, sýslu og sveitarfélaga. 4. Að veita lán gegn veði eða sjálfsskuldarábyrgð. 5. Að kaupa og selja skulda- bréf ríkja, bæjar- og sveitarfélaga og önnur trygg og auðseljanleg verðbréf. Hlutabréf má sparisjóðs- deildin ekki kaupa eða selja nema i umboði annara. 6 Að annast að öðru leyti venjuleg sparisjóðsstörf". Yfírstjórn bankans er 1 höndum ráðherra og 5 manna bankaráðs. Skipar rikisstjórnin formann þess til þriggja ára í senn, en samein- að Alþingi kýs hina fjóra hlut- bundnum kosningum til fjögra ára. Formaður bankaráðsins hefir Jarðarför elsku litla drengsins okkar Guðmundar fer fram frá heimili ökkar Pólgötu 4 laugardaginn þann 28. þ. m. kl. 1 e. h. ísalirði, 23. maí 1927. Guðjóna Þ. Guðmundsdóttir. Lárus Guðnason. 4000 kr. laun, en aðrir bankaráðs- menn 2000 kr. hver, og allir njóta þeir dýrtíðaruppbótar á allri launa- upphæðinni, þeirrarsömu ogstarfs- menn ríkisins. Bankaráðið starfar í bankanum daglega. Framkvæmdir form. bankaráðsins eftirlitsstarfið áhverj- um degi, og hinir bankaráðsmenn- irnir tveir og tveir annan hvern dag. Bankastjórar skulu vera þrír og einn þeirra yfirbankastjóri. Banka- ráðið ræður bankastjórana og á- kveður laun yfirbankastjórans, en hinir bankastjórarnir skulu hafa 12000 kr. árslaun hvor auk dýr- tfðaruppbótar af allri launaupp- hæðinni, eins og starfsm. rikisins er reiknuð hún. Bankastj. má segja upp með 6 mánaða fyrirvara, eða fyrir- varalaust gegn 6 mánaða laun- um. Getur bæði bankaráðið og ráðherra sá, er með bankamálin fer, sagt þeim upp. Núverandi bankastjórn er hvorki háð uppsagnar- né launaákvæð- um laganna, en skipa skal yfir- bankastjóra, þegar sæti losnar í bankastjórninni. Stjórnarskrármálíð. Því lauk svo, að n. d. samþ. eftirfarandi frv. með 18. atkv. gegn 6. Er það óbreytt eins og efri- deild gekk frá því i seinna sinn- ið. 622. Frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breyt- ing á stjórnarskrá konungsríkisins íslands. Eftirskráðar breytingar skulu gerðar á þessum ákvæðum stjórn- arskrárinnar: 18. gr., 19. gr., 26. gr., 27. gr., 28. gr., 29. gr., 30. gr., 31. gr., 38. gr. og ákvæðum um stundarsakir. 1. gr. í stað orðanna „ár hvert" í 18. gr. komi: annaðhvert ár.1) — Aft- an við greinina komi tvær nýjar málsgreinir, svo hljóðandi: Nú krefst meiri hluti þingmaiina hvorrar deildar, að aukaþing sé haldið, og kveður þá konungur Alþingi til setu svo fljótt sem unt er. Það þing má ekki sitja lengur en 4 vikur án samþykkis konungs. Með lögum má ákveða, að reglulegt Alþingi skuli háð árlega. Keiloggs, Corn Flakes, Alle-Bran^ I*epp, Qats, fæst í Aðalstræti 11. 2. gr. í stað orðanna „á ári" í niður- lagi 19. gr. komi: fundum sama þings.2) 3. gr. í stað „40" í fyrstu málsgr. 26. gr. komi: 42. í stað „26" í annari málsgr. sömu gr. komi: 28. í s'tað „34" i þriðju málsgr. sömu gr. komi: 36.8) 4. gr. 27. gr. stjórnarskrárinnar skal orða svo: Þingmenn skulu kosnir til 4 ára.4) 5. gr. 28. grein stjórnarskrárinnar skal orða svo; Deyi þingmaður, kosinn óhlut- bundinni kosningu, á kjörtimanum, eða fari frá, þá skal kjósa þing- mann í hans stað fyrir það, sem eftir er kjörtimans. Verði á sama hátt autt sæti þingmanns, kosins hlutbundinni kosningu, tekur sæti hans varamaður sá, er í hlut á, en varamenn skulu kosnir sam- tímis og á sama hátt og þing- menn kosnir hlutbundnum kosn- ingum. Sama er og ef þingmað- ur, kosinn hlutbundinni kosningu, forfallast svo, að hann geturekki setið á einhverju þingi, hvort er reglulegt þing eða aukaþing, eða það sem eftir er af því þingi. 6. gr. Síðustu málsgr. 29. gr. stjórn- arskrárinnar skal orða svo: Með sömu skilyrðum hafa karl- ar og konur, sem eru 30D) ára eða eldri, kosningarrétt til hlutbund- inna kosninga um land alt. Að öðru leyti setja kosningalög nánari reglur um kosningarnar og um það, í hverri röð varamenn skuli koma i stað aðalmanna, sem kosn- ir eru hlutbundnum kosningum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.