Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.06.1927, Blaðsíða 3

Vesturland - 15.06.1927, Blaðsíða 3
Athugið þettas Þegar menn kaupa málningar- vörur, ættu þeir að athuga, að það besta er billegast. Heíi nú flestar tegundir af farva og lökkum tii húsa og skipa, einnig veggfóður og pappa á loft °K veggh sem eiga að málast, maskfnupappir, pensla, brons o. fl. Vinn alt fljótt og vel. Finnbjörn málari. Erlingur Friðjónsson, Sigurður Hlíðar dýralæknir. í Skagafjarðarsýslu: Magnús Guðmundsson ráðh., -Jón Sigurðsson bóndi, Brynleifur Tobíasson kennari, Sigurður Þórðarson bóndi. í Austur-Húnavatnssýsiu: Þórarinn Jónsson bóndi, Guðmundur Ólafsson bóndi. í Vestur-Húnavatnssýslu: Eggert Levi bóndi, Hannes Jónsson kaupfélagsstj. i Strandasýslu: Björn Magnússon simstj., Tryggvi Þórhallsson ritstj. í Norður-ísafjarðarsýsiu: Jón A. Jónsson framkv.stj., Finnur Jónsson póstm. Á Ísafirði: Sigurg. Sigurðsson prófastur, Haraldur Guðmundsson. í Vestur-isafjarðarsýslu: Böðvar Bjarnason prestur, Ásgeir Ásgeirsson fræðsluni.stj. í Barðastrandarsýsiu: Hákon Kristófersson bóndi, Pétur A. Ólafsson konsull, Sigurður Einarsson prestur, Andrés Straumland. i Dalasýslu: Ásgeir Ásgeirsson prestur, Jón Guðnason prestur, Sigurður Eggerz bankastjóri, Þorst. Þorsteinsson sýslum. í Snæfelisnessýslu: Halldór Steinsen, læknir, Hannes Jónsson dýraiæknir, Guðm. Jónsson kaupfélagsstj. í Mýrasýslu: Jóhann Eyjólfsson bóndi, Bjarni Ásgeirsson bóndi. í Borgarfjarðarsýslu: Pétur Ottesen bóndi, Björn Þórðarson fv. hæstar.rit. í Gullbringu- og Kjósars.: Björn Kristjánss. fv. bankastj., Ólafur Thors útgerðarm., Björn Birnir Grafarholti, Jónas Björnsson Gufunesi, Stefán J. Stefánsson lögm., Pétur G. Guðmundsson. Þar sem Íhaldsfiokkurinn hefir þingmannaefni í kjöri, eru nöfn þeirra talin fyrst í frambjóðenda- • talinu hér að framan. En aðeins í tveim kjördæmum, ísafjarðar og N.-Þingeyjarsýslu, eru ekki í kjöri menn úr íhaldsflokknum. Síra Sig- urgeir Sigurðsson frambjóðandi á ísafirði býður sig fram utan flokka, en Pétur Zophoníasson er Vestur- landi ekki kunnugt um, hvort býð- ur sig fram sem flokksleysingja, eða á vegum frjálsiyndaflokksins svo kallaða. Sumstaðar er ekki hægt að greina í milli hverja frambjóðend- urna Tímaflokkurinn á og hverja Alþýðufiokkurinn svo kaliaði. Eins eru takmörkin víða ógreinileg milli VÉSTURLAND. 3 Olíufatnaður frá Helly Hansen. Olíustakkar 3faldir kr. 11.00 Olíubuxur 3faldar — 11.00 Olíusloppar — 17.00 Olíuermar — 2.00 Sjóhattar — 3.00 Olíasvuntur kr. 5.00 og 8.50 Hvergi ódýrara. Olafnr Pálsson. frainbjóðenda frjálslyndaflokksins (Frelsishersins) og flokksleysingja. En yfirleitt munu hinir svo köll- uðu frjálslyndu settir fram i von- leysi, en tii höfuðs frambjóðend- um íhaldsflokksins og þá jafnfranit til líknar Framsókn og socialist- um. Athugasemd. Svar Finns Jónssonar póstmeist- ara í 18. tbl. Skutuls við athuga- semd mína i síðasta tbl. Vesturl. er varla svara verð, en þó er í grein- inni atriði sem hægt er að taka sem blekkingu á aðra menn, og ieyfi eg mér að lýsa Finn ósann- indamann að því, að eg hafi sagt „að féiagið myndi helst kjósa Eirík Finnsson sem verkstjóra", eg sagði að félagið myndi ekki hafa neitt á móti Eiríki Finnssyni sem verkstjóra þegar Finnur spurði mig um það að fyrrabragði. Seinna í grein Finns viðurkennir hann að tilboðið hafi ekki verið sent beint til Togarafélagsins, og á líklega að skilja það svo, að það sé ástæðan fyrir þyí, að það hefir aldrei komið til Togarafél. ísf. og hvað viðvíkur því að Togarafé- lagsstjórnin sé að segja ósatt, nær ekki til mín þar sem eg er ekki í stjórninni. Annars varðar þetta mál ekki eiginlega svo mikið aðra en hlut- hafa, og er best að þeir skeri úr hvor frásögnin þeim þykir trúan- legri Finns cða min. Tryggvi jóakiinsson. Athugasemd þessi hefir beðið lengi birtingar, bæði vegna rúm- ieysis, og svo lfka hins, að eg leit eins á og hr. Tr. Jóakimsson, að grein F. J. væri engra svara verð; hefi eg af þeirri ástæðu ekki svarað henni, en skal nú bæta því við athugasemd Tr. J. að Ei- rfkur Finnsson þurfti ekkert að ráðgast um það við togarafélögin, hvort hann skyldi leigja Neðsta- kaupstaðinn. Hann hafði tekið að sér að verka fiskinn á eigin ábyrgð og þurfti ekki að spyrja neinn um það, hvar á ísafirði verkunin færi tram. En E. F. hafði leigt verkunarstöð, áður en hann fékk tilboö bæjarins, og það var við eigendur þeirrar verkunarstöðvar, sem hann þurfti að tala um leigu Neðstakaupstaðarins, en ekki við togarafélögin. Ritstj. Jarðfé. „Þat myndi ínælt, ef slfkt sæist á váru landi, at þar brynni af fé.“ Myndi ekki þeim inanni bregða kynlega við, er á siðkveldi sæi gjósa upp loga á óbygðu eyði eða utanverðu nesi því, er í sjó fram gengi? Honum mundu hverfa í huga sagnir frá löngu liðnum öldum, þegar gamlaðir vikingar og of- stopamenn gengu kvikir í hauga og sátu þar ófúnir og afturgengnir með ógrynni fjár í gulli og vápn- um, er ei urðu ryðbitin þó aldir rynnu. En sá tími er nú löngu liðinn, þegar afburðamaðurinn mátti á skammri stundu vinna sér bæði ódauðlegan frama og auð fjár, ef hann hafði áræði til að brjóta hauginn og ganga til fangs við haugbúann, eða að ganga i gljúfr- ið, þar sem drekinn lá á hestburði gulls og dýrgripa, en biés eitri á alia vegu og barði sporðinum svo að lönd skulfu. Snarpeggjuðu sverði, sem enginn nútíma armur fengi valdið, hefir löngu verið lagt undir bægi drekans og ból Jians rænt. Klettaskoran er nú auð eða fylt klaka og ófrjórri urð. Og haugarnir eru löngu rændir og jafnaðir við jörðu; um þá vitna nú aðeins undir sverðinu fúnaðar beinagrindur með höfuð- kúpur við þjó. Æfintýramennirnir sem hættu iífi sfnu eftir guiiinu í greipar ó- vætta, eru nú gengnir til feðra sinna, en afkomendur þeirra komn- ir til æðri þekkingar. Þeir vita að gullið, auðurinn, er böl heimsins, orsök og undirrót líkamlegs böls stnælingjanna og andlegrar og ei- lífrar glötunar burgeisanna. Og þeim er það að þakka, að allur heimurinn veit nú þessi sannindi. Að sönnu ganga um það sög- ur, að sumir hinna vísu hafi ekki til fulls getað lokað augunum fyrir ljóma gullsins, og seilist jafnvel eftir þvf í kyrþei. Að sönnu sæki þeir það ekki í greipar hinnar örðugu ófreskju, náttúrunnar, það væri bæði áhætta og altof áber- andi. En þeir seilist eftir því nið- ur i vasa náungans, og þeir, sem stórhuga eru f þvf sem öðru, hafi löngu fundið sárlega til þess, hve lítil arðsvon er í vasa alþýðunn- ar, og liafi þvf fundið dýpri og vfðari vasa, sem sé vasa þess opinbera. En um þetta er ekki vert að hafa hátt. Hitt er umtalsverðara, er nú skal frá greina. Þegar bærinn lagði undir sig Neðstakaupstaðinn, fór hann að eins og fornkonungar, sem lögðu undir sig lönd og færðu út ríki sitt; hann setti þar menn tii land- gæslu, en þeir höfðu svo aðra smærri undir sér. Voru landsstjórn- armenn auðfengnir, svo og liðs- menn. En er liði þessu varð í milli við skattheinitur, þvf landið er strjálbygt enn, tók það að hreinsa og prýða þar sem lands- bygðin var. Samkvæmt bendingu landtöku- mannanna, kaupandans, hafði sá Atliugid: Allir þeir sem þurfa að láta mála hús sfn utan eða innan ættu að skifta við Daníel J. Hörðdal málara, Silfurgötu 12 A. Kaupið i Vefnaðarvöru, Prjónavöru og I Fatnað i 1 |Verslun S. Jóhannesdóttur.| ^ílllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllll!llllll!llllllllllll!llllllllllll!llll# er af hendi lét, áður en afhend- ing fór fram, hreinsað sem vand- legast burt öll laus verðmæti, er hann mátti með fara eða bjarga á annan hátt. Eftir hafði honum þó legið allmikið af munum og tækjum, mest úr málmi, frá tímum hinnar miklu útgerðar. Asgeirs- verslunar. Landgæslulið bæjarins bar ekki glögg kensl á þetta góss. Var og Aðmirall staðarins fjarverandi. Var það ráð tekið að flytja alt upp í svo kallað Dokk, sem fylla á, og verpa þar yfir það haug mikinn. Var dregið saman í hann víða um fjörur bæjarins. Kostaði þetta að sögn hundruð króna. Nú þóttust margír er gengu f nánd Dokkunni síðla á kvöldum, sjá þar konia upp bjarma svo sein haugaeld. Sögðu þeir, sem spakir voru, að þar mundu málm- ar fólgnir í jörðu, en enginn hafði áræði til að forvintast um. Loks barst hafnarnefnd bréf frá skipaverkfræðingi Bárði G. Tóm- assyni, þar sem hann biður um einkarétt til að brjóta hauginn og liagnýta verðmæti þau, er hann fái numið. Býður hann 50 kr. gjald fyrir. Ekki neitar hann þvf, að í haugnum sé miklu meiri fjár- von, en svari þessum 50 krónum, en hann telur haugbrotið svo örðugt verk og áhættu mikið, að ekki sé kaupandi dýru verði. Hafnarnefnd mun hafa gefið leyfið, en ekki hefir Vesturland haft spurnir af Bárði og haug- brotinu, né hvort hann hefir hitt þar fyrir draug. Mælt er að í ráði liafi verið að Jón Sigmundsson settist kvikur í hauginn til gæslu fjárins, en þá kom til fjósbygg- ingin á Seljalandi, svo af þessu varð ekki. Hefði hann þó eflaust lekið sig þar allvel út. Prentsmiðja Vesturlands.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.